Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Örvar HU 21 sjósettur hjá Slippstöðinni: Iðnaðarráðherra boðar raðsmíði 5—7 fiskiskipa árlega Akurrvri, .11. oklóbrr. T/EI’LEGA 50(1 losla skuttogara var hleypl af stokkunum í Slippstöðinni á Akureyri um hádegisbilið í dag. Ilann hlaut nafnið Örvar Hll 21 og er í eigu Skagstrendings hf. á Skagaströnd. Skipið er hannað af starfsmönnum ta-knideildar Slippstöðvarinnar hf. og er 50,55 m langt, 9,76 m breitt og djúprista er 4,40 m. Skipið er útbúið til veiða með botnvörpu og flotvörpu og hefir fullkominn búnað til vinnslu og frystingar á fiskflökum og til heilfrystingar á fiski. Ein lest er í skipinu, 420 rúmmetrar, og þar er hægt að haida 30 stiga frosti. Skipið er þannig fyrsti frystitogarinn, sem smíðað- ur er hér á landi, um leið og það er 7. skuttogarinn, sem Slippstöðin smíðar. Togarinn hefir 2400 hestafla Wichmann-aðalvél, gerða fyrir svartolíubrennslu. Ibúðir eru fvrir 24 menn. Skipstjóri verður Guðjón E. Sigtryggsson og 1. vél- stjóri Magnús Sigurðsson. Eig- inkona skipstjórans, Halldóra ' Þorláksdóttir, gaf skipinu nafn og bað því og skipshöfn þess blessunar. Við athöfnina talaði m.a. Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf., þakk- aði Slippstöðinni hf. og starfs- mönnum hennar góða samvinnu og vel unnið starf. Því til árétt- ingar afhenti hann starfsmanna- félagi Slippstöövarinnar 50 þús- und krónur að gjöf. Formaður starfsmannafélagsins, Haukur Þorsteinsson, þakkaði hina óvæntu gjöf og kvað hana mundu verða notaða til að efla sumar- húsasvæði félagsmanna í Öxar- firði. Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, var viðstaddur athöfnina, og flutti ræðu við það tækifæri. Hann ræddi nokkuð um fiskiskipastól landsmanna og væntanlega stefnu ríkisstjórnar- innar í fiskveiðimálum í því sam- bandi. Hjörleifur sagði, að um tiO'/r fiskiskipa væru 16 ára og eldri, o(t því væri nauðsynlegt að láta eðlilega endurnýjun fara fram, ekki síst á hinum minni. Þess vegna hefði ríkisstjórnin ákveðið, að raðsmíðuð skyldu ár- lega 5—7 skip, 39 metrar á lengd, o(j þar af yrðu 3 smíðuð ár hvert í Slippstóðinni hf. Þetta ætti að stuðla að viðhaldi verkkunnáttu o(í atvinnu við skipasmíðar inn- anlands, ekki síst vegna þess, að ríkissjóður ætti að ábyrgjast greiðslu smíðaverðs, jafnvel þó kaupendur væru ekki fyrir hendi, þegar smíði hvers skips hæfist. Ráðherra lauk máli sínu með því að óska eigendum Örvars til llinn nýi (ogari Skagstrendinga hverfur út um dyr Slippstöðvarinnar á Akureyri er hann var sjósettur á laugardaginn. Áður en honum var hleypt af stokkunum var honum gefið nafnið Örvar. I,jósm.: Svcrrir I’íInmui. hamingju með daginn svo og Slippstöðvarmönnum og minntist þess um leið, að innan fárra vikna verða liðin 10 ár frá því er Stefán Reykjalín tók við stjórnarfor- mennsku í Slippstöðinni. Forstjóri Slippstöðvarinnar, Gunnar Ragnars, stýrði athöfn- inni, en mikill mannfjöldi var viðstaddur, þegar Örvar rann í fyrsta sinn út á saltan sjó með (ílæsibrag. Sv.l*. Hjörleifur Guttormsson um röðun virkjana: Blanda — Fljótsdals- virkjun Sultartangi Ótvírætt fjárhagslega hagstædust ad mati Orkustofnunar „AE ÞEIM fjórum röðum virkjana, sem Orkustofnun hefur (ekið (il með- ferðar í ú(reikningum sínum er virkj- anaröðin Itlanda — Kljótsdalsvirkjun — Sultarlangi ótvíræll fjárhagslega hagslæðusl," sagði lljörleifur (JuK- ormsson m.a. á velrarfundi Sambands íslenzkra rafveilna í gær og liltók í því sambandi að hann vildi greina frá nokkrum þeim meginalriðum varðandi virkjunarleiðir sem gætu auðveldað mönnum „að spá í spilin á meðan beð- ið er niðurstöðu ríkisstjórnar og síðan tlþingis", eins og hann orðaði það. Ilann sagði þessar niðurstöður Orku- stofnunar eindregið studdar í greinar* gerð Kafmagnsveitna ríkisins og með vissum ha-Ki einnig í bráðabirgðaáliti frá Landsvirkjun. Hjörleifur sagði forsendur út- reikninga Orkustofnunar þær að orkunýting umfram þá aukningu sem spáð er á hinum almenna raf- orkumarkaði, verði allt að því 3.800 GWh á ári á tímahilinu fram til aldamóta. Gert er ráð fyrir að þessi orkunýting dreifist á einstaka lands- hluta með mismunandi hætti og breytilegri tímasetningu. Saman- burður á sex slíkum iðnaðarstefnum gæfi í öllum tilvikum ofangreinda niðurstöðu, og væri þar um mark- tækan mun að ræða. Þá kom og fram í ræðu Hjörleifs að í útreikningum Orkustofnunar á hagkvæmri röðun virkjana væri í öllum tilvikum gert ráð fyrir, að samfara framkvæmdum við næstu virkjanir yrði áfram unnið að auk- inni orkuöflun og auknu rekstrarör- yggi í kerfinu á Suðurlandi. Væri stífla á ármótum Tungnaár og Þjórsár þar efst á blaði. Hjörleifur sagði einnig í ræðu si- nni: „Aðeins jaðartilvik sem falla að ég hygg ulan við ríkjandi viðhorf í öllum stjórnmálaflokkum, gætu leitt til annarrar niðurstöðu." Aðspurður sagði Hjörleifur í viðtali við Mbl., að þar ætti hann við að menn gætu gef- ið sér forsendur, sem leiddu til ann- arrar hagkvæmnisútkomu en áður er gefið varðandi virkjanaröð, en hann teldi ekki að slíkt væri fyrir hendi í stjórnmálaflokkunum. Þá vék ráðherrann í ræðu sinni í gær að deilunni um Blönduvirkjun og sagði að iðnaðarráðuneytið hefði beitt sér fyrir því að reynt yrði að ná samkomulagi um mál þessi við heimamenn. Sérstök ráðgjafanefnd ráðuneytis og samninganefndar á vegum Rafmagnsveitu ríkisins sem virkunaraðila hefði þarna unnið mikið starf ásamt fulltrúum heima- manna. Sagði Hjörleifur málin hafa skýrst og þokast í samkomulagsátt, -enn vantaði þó herslumuninn en hann ætti von á lausn nú alveg á næstunni. Þess má og geta að Hjörleifur ítrekaði í ræðu sinni að ríkisstjórnin hefði gefið fyrirheit um að tillögur um stefnumörkun í virkjanamál og nýtingu orkunnar til orkufreks iðn- aðar og sparnaðar á innfluttu elds- neyti yrðu lagðar fram til ákvörð- unar á haustþingi því sem nú er haf- ið. Hann sagðist vænta þess að til- lögur þessar yrðu lagðar fram mjög fljótlega. Kosningar í miðstjórn Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisnokks- ins voru kjörnir 11 fulltrúar í mið- stjórn flokksins, en þingflokkurinn kýs að auki 5 fulltrúa úr sínum hópi. Þau ellefu, sem kosningu hlutu voru þessi: Björn Þórhallsson 832 atkv., Davíð Sch. Thorsteinssón 749 atkv., Jónas H. Haralz, 720 atkv., Þorsteinn Pálsson, 704 atkv., Ellert B. Schram, 704 atkv., Einar K. Guðfinnsson, 686 atkv., Gísli Jónsson, 629 atkv., Óðinn Sigþórsson 502 atkv., Jón Asbergs- son, 465 atkv., Sigurlaug Bjarna- dóttir, 426 atkv. og Björg Einars- dóttir 411 atkv. Þau sem næst komu að at- kvæðatölu voru: Arndís Björns- dóttir, 372 atkv., Magnús Jónas- son, 343 atkv., Jónas Elíasson 316 atkv., Rúnar Pálsson, 315 atkv. og Pétur J. Eiríksson 308 atkv. „Ekki af stað um áramót nema viðunandi fisk- verð og samn- ingar liggi fyrir“ Á fundinum var samþykkl álvktun, sem segir ad sjó- menn muni ekki hefja veiðar eftir áramót nema kjara- samningar og viðunandi fisk- verð liggi fyrir,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- niannasambands Islands um fund þann sem Sjómanna- sambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið héldu á sunnudag um nýákveðið fiskverð. „Þessi fundur okkar var ákveð- inn með stuttum fyrirvara og var því ekki fjölmennur, auk þess sem stór hluti okkar félagsmanna var bundinn við sín störf úti á sjó. Það fór hins vegar ekki milli mála að á fundinum skiptust menn í tvo hópa, þá sem vildu grípa til að- gerða strax og hina sem vildu bíða átekta fram undir áramót, en þeir menn vilja tengja kjarasamninga og fiskverð saman, og þeirra til- laga varð ofan á, sagði Óskar, en bætti því við að menn úti á sjó væru nú að skoða samþykktir fundarins. Stjórnmálaályktunin meðal ljósu hliðanna segir dr. Gunn- ar Thoroddsen um niðurstöður landsfundarins MORGIJNBLADIÐ leitaði í gær til dr. Gunnars Thoroddsens forsætis- ráðherra, og leitaði álits hans á niðurstöðum 24. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, það er á kjöri formanns og varaformanns, og afgreiðslu stjórn- málaályktana. „Landsfundurinn hafði bæði Ijósar og dökkar hliðar," sagði Gunnar Thoroddsen. „Meðal Ijósu punktanna er hin almenna stjórnmálaályktun, þar er lögð áhersla á að stefna Sjálfstæðisflokksins sé víðsýn, frjálslynd og þjóðlcg umbótastefna, og ennfremur að samhjálp skuli tryggð, sem veili öryggi gegn áföllum: Þá var það mikilvægt að hrundið var hinni fyrirhuguðu árás á frelsi og sjálfstæði einstaklinganna; þar sem átti að refsa mönnum fyrir að fylgja sannfæringu sinni: llandjárnatillögunni var vísað frá. Á hinn bóginn má nefna það meðal hinna dökku hliða, að landsfundurinn sýndi alls ekki rétta mynd af viðhorfum sjálf- stæðismanna almennt, því veldur flokkskerfið og hvernig því er beitt. Sá valdahópur sem ræður þar lögum og lofum og notar Morgunblaðið út í æsar sem málgagn sitt, hefur miklu fleiri fulltrúa á landsfundi en fylgí hans meðal sjálfstæðiskjósenda réttlætir. Það er einnig mjög út- hreidd skoðun meðal sjálfstæð- ismanna á landsfundi, bæði nú og fyrr, að meðan formaður flokks- ins vi 11 sjálfur sitja, verði svo að vera. Með öðrum orðum: Ævi- ráðning í reynd. Það mátti því búast við því fyrirfram, að Geir Hallgrímsson yrði kosinn með verulegum meirihluta, og miðað við allar aðstæður er það góður árangur setn Pálmi Jónsson ráð- herra náði. Þrátt fyrir þessa sterku að- stöðu hins ráðandi valdahóps í fiokknum, tókst ekki að fá vara- formannsefni hans kosið. Sigur Friðriks Sophussonar er mjög at- hyglisverður og jákvæður þáttur í þessum landsfundi. Þá er það ályktunin gegn ríkis- stjórninni. Sú staðreynd, að nær 30% manna vildu ekki greiða þeirri vantrauststillögu atkvæði, er í rauninni sigur stjórnarsinna, miðað við samsetningu fundar- ins. Það ber að hafa í huga að ýmsar stofnanir flokksins, svo sem þingflokkur, miðstjórn og flokksráð, höfðu frá því er stjórn- in var mynduð, tekið eindregna afstöðu gegn henni með yfirgnæf- andi meirihluta. Því mátti búast við mjög verulegum meirihluta gegn stjórninni á þessum lands- fundi. Annars er þessi tillaga um andstöðu við ríkisstjórnina full af villum og rangfærslum, svo þegar af þeirri ástæðu verður lítið mark á henni tekið. í lok hennar er skorað á sjálfstæðisráðherrana, að ganga úr stjórninni. Hins veg- ar hefur enginn getað bent á raunhæfan möguleika fyrir ann- arri meirihlutastjórn, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar um. Með þessari kröfu væri því stefnt út í stjórnleysi og glundroða. Við viljum ekki taka þátt i slíku ábyrgðarleysi. Áð lokum um samkomulag eða sættir í flokknum. Ég tel að við hefðum staðið nær sáttum í flokknum ef skipt hefði verið um formann, en nú verðum við bara að bíða og vona,“ sagði forsætis- ráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.