Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 21 Atli skoraði sigurmark Hammeln „ÍSLENSKU“ liðin í þýska hand- knattleiknum töpuðu leikjum sínum um helgina og er staðan sérstaklega slæm hjá Viggó Sigurðssyni og félög- um hans hjá Bayer Leverkusen. Lið- ið tapaði 18—23 fyrir Reinikendorf á útivelli og er nú í næst neðsta sætinu. Bjarni Guðmundsson og fé- lagar hjá Ncttlestcdt töpuðu einnig á útivelli gegn Dietzenbach, 15—16. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Reinikendorf — Leverkusen 23—18 Huttenberg — Essen 19—17 Göppingen — Grosswallstadt 17—21 Hofweier — Gummersbach 19—19 Nurnberg — Gunzburg 20—23 PHW Kiel — OSC Dortmund 15—14 Dietzenbach — Nettlested 16—15 Þá má geta þess, að Hameln, lið Atla Hilmarssonar vann nauman sigur í 2. deildinni um helgina, 20—19, og skoraði Atli Hilmars- son sigurmarkið, eitt af þremur mörkum sínum í leiknum, á síð- ustu sekúndunni. Atli er nú óðum að ná sér að fullu eftir að hafa slitið liðbönd í ökkla í sumar. HO./gg. Janus meiddist er Fortuna tapaði 2—4 JANUS Guðlaugsson og félagar hans hjá þýska knattspyrnufélaginu Fortuna Köln töpuðu 2—4 fyrir Un- ion Solingen í þýsku 2. deildar keppninni um helgina. Janus skor aði ekki í leiknum, en varð hins veg- ar fyrir meiðslum, sem munu halda honum utan vallar næstu tvær til þrjár vikurnar. Var um tíma óttast að hann hefði ökklabrotnað, en svo slæm reyndust meiðslin þó ekki vera þegar að var gáð. Fortuna Köln er nú í 6. sæti, en var í 3. sæti fyrir umferð helgarinnar. Schalke 04 og 1860 Miinchen hafa nokkra yfir burði í 2. deildinni, en það eru ein- mitt liðin sem féllu á síðasta keppn- istímabili. Eru þau efst og jöfn að stigum. • íslenska unglingalandsliðið í lyftingum sem stóð sig svo frábærlega á NM-mótinu í lyftingum í Bergen. Standandi frá vinstri: Ingvar Ingvarsson, Baldur Borgþórsson, Guðmundur H. Helgason, Garðar Gíslason, Gylfi Gíslason og Birgir Þór Borgþórsson. Fremri röð: Haraldur Ólafsson, Þorsteinn Leifsson og Ragnar Borgþórsson aðstoðarmaður. Haraldur og Gylfi NM-meistarar ÍSLENSKA unglingalandsliðið í lyft- ingum náði hreint frábærum árangri á Norðurlandamótinu í lyftingum sem fram fór í Bergen í Noregi um síðustu helgi. 7-manna lið íslands landaði 3 gullverðlaunum, þremur silfurverðlaunum og einum brons- verðlaunum. Það voru þeir Gylfi Gíslason og Haraldur Ólafsson sem nældu í gullið. Gylfi keppti í 100 kg flokki, snaraði 132,5 kg og jafnhatt- aði 167,5 kg. Sama árangri náði Guðmundur Helgason, sem varð að láta sér silfrið lynda því hann reynd- ist ívið þyngri en Gylfi. Þá hreppti Haraldur Ólafsson gull í 75 kg flokki, snaraði 120 kg og jafnhattaði 152 kg. Þorsteinn Leifsson vann til silf- urverðlauna í 82,5 kg flokki, snar- aði hann 130 kg og jafnhattaði 162,5 kg. Garðar Gíslason fékk einnig silfurverðlaun í sínum flokki, 90 kg flokki, hann snaraði 140 kg og jafnhattaði 167,5 kg. Loks hreppti Baldur Borgþórsson bronsverðlaun í 90 kg flokki, snar- aði hann 140 kg og jafnhattaði 162,5 kg. Sjöundi keppandinn í ís- lenska liðinu var Ingvar Ingvars- son, hann hafnaði í fjórða sætinu í sínum flokki. lytilnoar 1 Pétur skoraði eitt af 5 mörk- um Anderlecht PÉTUR Pétursson skoraði eitt af fimm mörkum Anderlecht í 5—0 bikarkeppnissigri gegn neðri deildar liði, kom Pétur inn á sem varamaður og var ekki seinn á sér að nýta tæki- færið. Þá var það kannski markverð- ast í þessari umferð belgísku bikar keppninnar, að Standard Liege tap- aði óvænt 1—2 fyrir Harelbekke úr 2. deild. Enn tapa Teitur Landskeppni við Wales í Reykjavík á næsta ári Stefnir í mikiö stórmót í frjálsíþróttum í júlí 1982 „ÞAÐ MÁ SEGJA að það sé 99% öruggt að af þessari landskeppni verði, Wales-búar eiga bara eftir að senda okkur bréf til staðfestingar á þátttöku þeirra," sagði Örn Eiðsson formaður Frjálsíþróttasambandsins í viðtali við Morgunblaðið í gær, en um helgina gengu hann og Guðni Halldórsson, framkvæmdastjóri sambandsins frá samningum við Wales-búa um lands- keppni Wales og fslands í Reykjavík næsta sumar. og félagar Jafnframt er hugsanleg lands- keppni við Dani í Reykjavík á næsta ári úr sögunni. Gerðar hafa verið margvíslegar tilraunir á þremur þingum frjálsíþróttaleið- toga í sumar og haust til að fá Dani til keppni og margar leiðir reyndar í þeim efnum, en Örn sagði að þetta mál hefði verið teygt eins langt og hægt væri og allar leiðir reyndar til þrautar. Danir báru jafnan fyrir sig fjár- málaörðugleikum en að sögn Guðna þóttust þeir ekki geta svar- að tilboði um að koma hingað al- veg á kostnað FRÍ. Landskeppnin við Wales verður háð í Reykjavík 17. og 18. júlí næsta sumar. Sömu daga fer fram Norðurlandabikarkeppni kvenna, þar sem um 150 konur frá íslandi, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð leiða saman hesta sína í öllum landskeppnisgreinum. Auk þessa verður efnt til Reykjavíkur- leika í tengslum við þessar tvær keppnir með þátttöku útlendinga frá öðrum þjóðum, þannig að ljóst er af þessu að það stefnir í mikið stórmót í frjálsíþróttum hér næsta sumar, mót sem ætti að verða íþróttaunnendum tl ánægju og frjálsíþróttum í landinu lyfti- stöng. Um það var samið í London, að íslendingar endurgjaldi Wales- búum heimsóknina næsta sumar, og taki á sig ferðalag til Wales sumarið 1983. Þess má geta, að Wales hefur jafnan átt mörgum framúrskar- andi frjálsíþróttamönnum á að skipa, en líklega er þeirra fræg- astur í seinni tíð Lynn Davies, Ólympíumeistari í langstökki í Tókýó 1964. Lynn hefur undanfar- in ár starfað í þágu frjálsíþrótta í heimalandinu. Á hverju ári er fjöldi velskra frjálsíþróttamanna í landsliði Bretlands. Landskeppni við Wales-búa ætti að vera verð- ugt viðfangsefni fyrir íslenzka landsliðið. (Knattspypna 1 • Það gengur illa hjá liði Teits um þessar mundir. ÞAÐ GEKK svona upp og niður hjá íslendingunum í frönsku knatt- spyrnunni um helgina. Teitur og fé- lagar hjá Lens töpuðu illa 0—3 á útivelli gegn Lyon, en Laval með Karl Þórðarson í broddi fylkingar hélt jöfnu á heimavelli gegn stórlið- inu St. Etienne. Ekkert mark var skorað. Urslit leikja urðu annars sem hér segir: Bastia — Monaco 1—0 Laval — St. Etienne 0—0 Bordeaux — Paris St. Germain 2—0 Montpellier — Sochaux 0—3 Nancy — Nantes 1—0 Nice — Brest 2—4 Lille — Metz l—o Tours — Strasbourg 2—1 Lyon — Lens 3—0 Valenciennes — Auxerre 3—1 Víkingsbanarnir Girondis Bordeaux hafa forystuna, 22 stig. Sochaux hefur einnig 22 stig, en lakari markatölu. St. Etienne er í þriðja sætinu með 21 stig og Mon- aco hefur 20 stig, Nancy 19 stig, þannig að hart er sannarlega bar- ist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.