Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 28 Efstu liðin unnu öll leiki sína ° i MANCIIKSTKR Utd. hélt forystu sinni í 1. deild ensku deildarkeppninnar i knattspyrnu um helgina, en liðið sigraði þá Notts County á heimavelli sínum í miklum baráttuleik. Kkki tókst því að hrista Ipswich og Tottenham af sér, bæði liðin unnu mjög athyglisverða sigra á útivöllum, Tottenham gegn Southampton, scm hafði ekki tapað heima í rúmt ár. Kn það var heppnis- stimpill á sigri Tottenham. Manchester Utd. fékk sem fyrr segir Notts County í heimsókn á Old Trafford og átti í miklum vandræðum. United hafði yfirleitt töglin og hagldirnar á vellinum, en vörn County gaf lítið eftir. Svo náði County óvænt forystu á 34. mínútu, er lan McCulloch skallaði í netið hjá Garry Bailey. Garry Birtles tókst að jafna fyrir leikhlé og síðan skoraði Remi Moses sigurmarkið með föstu jarðarskoti á 66. mínútu. Staða United á toppnum er dálítið villandi, því liðið hefur leikið tveimur leikjum meira en næstu lið og fimm lið gætu komist upp fyrir liðið með því að standa sig bærilega í leikjum þeim sem þau eiga en lengra er haldið: Arsenal — Coventry 1—0 Aston Villa — Ipswich 0—1 Birmingham — WBA 3—3 Brighton — Stoke 0—0 Everton — Man. City 0—1 N. Forest — Leeds 2—1 Man. Utd — N. County 2—1 Southampton — Tottenham 1—2 Sunderland — Liverpool 0—2 Swansea — Wolves 0—0 West Ham — Middlesbrough 3—2 Ævintýralcgur lokakafli í Southampton Southampton mætti til leiks gegn Tottenham með ósiitna sig- urgöngu á heimavelli sem spann- aði rúmt ár. Leikurinn var fjörug- ur, en heimaliðið sótti meira. Það kom heldur gegn gangi leiksins, er Graham Roberts skoraði fyrir Tottenham með skalla eftir hornspyrnu Glenn Hoddles á 24. mínútu. Steve Moran jafnaði að- eins mínútu síðar eftir góðan und- irbúning Kevin Keegans. En Keeg- an átti eftir að koma verulega við sögu undir lokin, er Southampton slengdi mönnum fram völlinn i stórsókn. Fjórum mínútum fyrir lcikslok fékk Southampton víta- spyrnu og Keegan framkvæmdi spyrnuna. En Ray Clemence, sem varið hefur mark Tottenham stórkostlega síðustu vikurnar, gerði sér lítið fyrir og varði snilld- arlega spyrnu félaga sins. Og Tottenham sneri vörn í sókn, ung- ur nýliði að nafni Pat Corbett skoraði sigurmarkið á 90. mínútu! 1 1 1. DEILD Manchcslcr V Id. 14 7 5 2 IM:M 26 IpSHÍch 12 M 2 2 23:14 26 lolltnham 12 M 0 4 19:12 24 Swans**a 12 7 2 3 22:16 23 Nolt. Korcsl 12 6 4 2 16:13 22 csl llam 12 5 6 1 24:15 21 l(rit;hlon 12 4 6 2 17:12 IM Kverton 12 5 3 4 15:14 1M l.iverpool 12 4 5 3 17:13 17 Soulhamplon 12 5 2 5 22:23 17 Manrhester (’Hy 12 4 4 4 13:13 16 \ston Villa 12 3 6 3 15:12 15 Coventry 12 4 3 5 19:18 15 \rs4*nal 12 4 3 5 8:10 15 Hirmincham 12 3 5 4 20:17 14 Stoke 12 4 2 6 18:18 14 Notts County 12 4 2 6 17:22 14 Lccdn 1 td. 13 3 3 7 12:24 12 West Hromwich 12 2 5 5 12:14 II Middleshrouch 13 2 3 8 10:22 9 Woherhampton 12 2 3 7 5:20 9 Sunderland 12 1 4- 7 6:IM 7 | 2. DEILD Luton 12 9 1 2 28:11 28 Watford 12 9 1 2 21:10 28 Sheínekl Wed. 12 7 2 3 13:10 23 Oldham 12 6 4 2 20:13 22 (Jueen’s l»ark K. 12 7 1 4 19:12 22 Karnsle> 12 6 1 5 16:11 19 Charllon 12 5 3 4 17:14 IM < amhridce 12 6 0 6 17:16 IM Hlarkhurn 12 5 3 4 12:12 IM Lrirentcr 12 4 5 3 14:12 17 < 'helsea 12 5 2 5 15:18 17 Norwich Cily 12 5 2 5 14:19 17 Newrastle 12 5 1 6 14:12 16 Cr. Halare 12 5 1 6 10:9 16 1 H*rhy Counly 12 4 3 5 15:19 15 Shrewshury 12 4 3 5 13:17 15 (írimshy 12 4 3 5 14:20 15 Kolherham 12 4 2 6 18:16 14 CardifT II 3 2 6 13:20 II Wrexham 11 2 2 7 7:13 M Hollon 12 2 1 9 9:22 7 < >rk*nl 12 1 3 M 5:18 6 til góða. Kn lítum á úrslit leikja áður Rólegheit á Villa Park Segja má, að eftir að Russel Osman skoraði fyrir Ipswich með skalla á 8. mínútunni gegn Aston Villa, hafi loftið lekið úr leiknum eins og úr sprungnum hjólbarða. Fréttamenn BBC sátu yfir leikn- um og lýstu honum, en það var erfitt að festa sig við lýsinguna, svo tilþrifalítill og rólegur var leikurinn. Oftar en einu sinni höfðu þeir á orði, að engu væri líkara en leikmenn Villa tryðu því engan veginn að þeir gætu jafnað metin, hvað þá sigrað þó munur- inn væri lítill. Enda var það lið Ipswich sem var nær því að bæta mörkum við heldur en Villa að jafna. Villa-Iiðið sýndi einungis lit er Tony Morley var nærri, en hann var ófeiminn að hrella vörn Ips- wich. Aðrir leikir Cirel Regis skoraði þrjú stór- glæsileg mörk fyrir WBA gegn nágrannaliðinu Birmingham City, önnur þrennan sem Regis skorar i vetur. Mörk hans á laugardaginn komu eftir að Archie Gemmell hafði náð forystunni. Var staðan 3—1 fyrir WBA, er 14 mínútur lifðu leiks. En þessi stutti tími nægði leikmönnum Birmingham fyllilega, Tony Evans skoraði á 76. mínútu og Frank Worthington tryggði liöi sínu síðan annað stig- ið, er hann skoraði úr vítaspyrnu tveimur mínútum síðar. Fyrsta markalausa jafntefli keppnistímabilsins leit dagsins ljós á Wetch Field í Swansea, þar sem fallkandídatarnir frá Wolver- hampton komu í heimsókn til Swansea. Heimaliðið var furðu rólegt og Úlfarnir áttu alls kostar við það, þar til siðustu tíu mínút- urnar, þá var eins og bjarndýr vaknaði af löngum vetrardvala og fyndi fyrir hungri. Það vantaði bara að herlúðrar væru þeyttir til merkis um áhlaup, hver holskefl-i an af annarri hvolfdi sér yfir mark Wolves, Garry Stanley, Bob Latchford, Robbie James og Alan Curtis fengu allír galopin tæki- færi sem ekki nýttust, því gátu leikmenn Swansea aðeins sjálfum sér um kennt að tvö stig fóru þarna í súginn. Sunderland átti aldrei mögu- leika gegn Liverpool og nú er svo komið, að félagið gamalfræga hef- ur ekki skorað mark í síðustu 8 deildarleikjum sínum. Situr það eitt og yfirgefið á botninum. Bæði mörk Liverpool komu í síðari hálf- ieik, Graeme Souness skoraði fyrst glæsilega beint úr auka- spyrnu, síðan bætti Terry McDermott öðru marki við. West Ham lék Boro sundur og saman framan af og komst í 3—0, eftir 2—0 stöðu í hálfleik. Jim Neighbour, Paul Goddard og Ray Stewart skoruðu mörk WH, en lið- ið slakaöi síðan á er líða tók á leikinn og leikmenn Boro gengu á lagið. Bill Woof minnkaði muninn og Bobby Thomson skoraði síðan úr víti, 3—2. Boro sótti mikið í lokin og með heppni hefði annað stigið getað fengist. Grófur leikur fór fram á City Ground í Nottingham þar sem Forest sigraði Leeds naumlega. Peter Ward, sem lék með Forest á ný, skoraði laglega á 22. mínútu, en ungum pilti að nafni Aiden - Fyrsta heimatap Southampton í 13 mánuði - Sunderland hefur ekki skorað í 720 mínútur Paul Goddard t.v. skoraði eitt af mörkum West Ham gegn Boro. Remi Moses skoradi sigurmark Manch. Utd. Butterworth tókst að jafna á 44. mínútu. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik handlék Arthur Graham knöttinn innan vítateigs og úr vítaspyrnunni skoraði John Robertson, sigur- markið. Hafi leikurinn á City Ground verið grófur, þá var styrjaldar- ástand á Goodison Park í Liver- pool, þar sem Everton og Manch- ester City áttust við. Fréttamenn BBC sögðu að hefðu þeir verið dómarar í leiknum, hefðu liðin lokið leiknum með um það bil þremur leikmönnum á vellinum hvort. Leikur þessi gekk að því er JL Russel Osman skoraði sigurmark Ipswich gegn Aston Villa. virðist eingöngu út á að hefna fyrir eitthvert brot, siðan hefna fyrir hefndina og svo koll af kolli. Denis Tueart skoraði sigurmark City um miðjan síðari hálfleik, eftir fyrirgjöf Norðmannsins Age Heraide. Brighton var lengst af í stór- sókn gegn Stoke, en markvörður- inn Steve Fox sýndi mikla hæfni í marki Stoke, varði nokkrum sinn- um hreint snilldarlega. Undir lok- in fjaraði mesti krafturinn síðan úr Brighton-liðinu og Stoke fékk sín augnablik, þannig varði Gra- ham Mosely meistaralega frá Lee Chapman á síðustu mínútu leiks- ins. Slapp Brighton þar með skrekkinn. Fréttamenn AP og BBC voru sammála um að leiðinlegasti leik- ur dagsins hafi verið viðureign Arsenal og Coventry á Highbury. Arsenal nældi í öll stigin að þessu sinni, því Graham Rix skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu. Fyrsta mark hans í vetur og 8. mark Arsenal í 12 deildarleikjum! Willy Young lék ekki með Arsenal að þessu sinni vegna agabrots. 2. deild: Barnsley 1 (Aylott) — Orient 0 Blackburn 0 — Wrexham 0 ('amhridge 2 (Spriggs, Gibbins) — Cardiff 1 (Micallef) Charlton 1 (Hales) — QPR 2 (Stain- rod, Allen) Derby 1 (Clayton) — Grimsby 1 (Moore) Leicester 0 — Sheffield Wed. 0 Luton 1 (Moss víti) — Cr. Palace 0 Norwich 0 — Bolton 0 Oldham 3 (Wylde, Heaton, Steele) — Newcastle 1 (Davis) Rotherham 6 (Breckin, Fern 3, Moore 2) — Chelsea 0 Shrewsbury 0 — Watford 2 (Jenk- ins, Barnes) Ungverjar búnir að tryggja sæti sitt i loka- keppninni á Spáni UNGVKRJAR tryggðu sér sigur í 4. riðli undankeppni IIM um hclgina og um leið auðvitað sæti í loka- keppni HM á Spáni næsta sumar, er liðið sigraði Noreg örugglega 4—1 í Búdapest. Aðeins tveimur leikjum er ólokið í riðlinum, Rúmenar eiga eftir að sækja Svisslendinga heim og Ungverjar Knglendinga. Sigri Rúm- cnar í Sviss, dugir Knglendingum ekkert minna en sigur gegn Ungverj- um til að hreppa annað sætið í riðlin- um. Tapi Rúmenar stigi, nægir Kng- lendingum jafntefli. Tapi Rúmenar hins vegar, hafa Knglendingar einn- ig ráð á að tapa. Norðmenn stóðu vel í Ungverj- um í fyrri hálfleik þrátt fyrir að atvinnumennina, Ökland, Aas, Heraide, Thoresen og Albertsen, vantaði í liðið. Bakvörðurinn Lazslo Balint náði forystunni fyrir Ungverja með marki beint úr aukaspyrnu á 11. mínútu. Góður leikur Norðmanna tryggði þeim verðskuldað jöfnunarmark, sem Tom Lund skoraði, einnig beint úr aukaspyrnu á 35. mínútu. Kiss skoraði aftur fyrir Ung- verja á 60. mínútu og var þá veru- lega farið að draga af Norðmönn- um. Tvö mörk á síðustu fimm mín- útunum innsigluðu endanlega sig- urinn, Kiss skoraði þriðja markið og Torozsic það fjórða. Ungverjar hafa nú 10 stig, Eng- lendingar og Rúmenar 7 stig og Svisslendingar og Norðmenn 6 stig. Norðmenn hafa lokið leikjum sínum en hin liðin eiga öll einn leik eftir. í Knaltspyrna)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.