Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl U'GI.YSIR l.M ALLT I.AND ÞKGAR Þl' Al'GLÝSIR I MORGl'NBLAÐINl' Klúbbur matreiðslumeístara heldur sýningu í félagsheimill Selt 18.00—23.00 og laugardag 7. nóv. og s rness, föstudaginn 6. nóv. kl. kl. 11.00- Sýning á köldum veizlumat frá: Hólel Esju, Hótei Loftleióum, Hótel Sögu, Laugaás, Aski, Laugavegi, Lækjarbrekku, Hótei Borg, Hótei Holt, Snekkjunni, Sæluhúsinu, Brauöbæ, Aski, Suöurlandsbraut, Torfunni, Hressingarskálanum/bakari, Horninu. Matstofu Austurbæjar, Arnarhóll, Gafl-inn. Ódýr vetzlumatur framretddur alla sýn- ingardagana. FORRÉTTUR ÚR FJÖRU Hvitvínssoötn bláskel og bakaöur sæsnigill, framreiddur meö sitrónu og hvitlaukskrydduöu snittubrauöi SÚPA ÚR SÆ Islenzk rækjusupa, bragöbætt meö sherry og cognac ADALRÉTTUR AF FJALLI Innbakaöur lambahryggur og gloöar- steikt rif, framreidd meö smjörsteiktum kartöflum, steikarsósu og nýju græn- metissalati EFTIRRÉTTUR ÚR DAL Skyrkaka meö appelsmu og rjóma. Fyrirtæki tengd mat sýna vörur sínar Rosenthal, Emmess ís, Sláturfélag Suöurlands, Garri, Reykofninn, Dreifing, ísl. sjávarréttir, Standberg, A. Karlson, ísl. matvæli, Árni ólafsson. ísfugl, ORA, Björgvin Schram, Kjörís, Kúnígúnd, Ásbjörn Ólafsson, Einar J. Skúlason, Sól hf„ Sanitas, Blóm og Ávextir. BARNAMAT SEÐILL (f. börn yngri en 10 ara) Kjúklingaborgari. Steikborgari. Ólafía G. Ámadótt- ir Minningarorð Fædd 24. mars 1890. I)áin 25. október 1981. KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 - 37144. „Ástrík kona, Hskuh c nióöir. l»uöhra dd, i!<»ós<»m <»|! L'áfum prýdd. Ilutíljúf ölium m< ö hjartans |»íóu, blíd ojí hójí\a r til hanada'L'urs. (Mallhías Jochumsson.) í dag er til moldar borin frú Ólafía Árnadóttir, Hátúni 4. Kon- ur í Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík þakka frú Ólafíu samfylgdina, þakka öll liðnu árin, alla hjálpina og hlýj- una. I áratugi starfaði hún með deildinni og vann mikið og fórn- fúst starf, hún var um árabil endurskoðandi deildarinnar og skilaði sínu starfi með sóma. Hún var gerð heiðursfélagi á 50 ára afmæli kvennadeildarinnar. Allir vita hve gott og mikið starf er unnið af hinum mörgu deildum Slysavarnafélags Islands um land allt og að þau störf sem eru unnin innan vébanda þess eru sjálfboða- liðsstörf, störf unnin fyrir málefn- ið, hver hönd sem leggur lið vinn- ur í anda kærleikans. Frú Ólafía var ein af þeim sem unnu í anda kærleikans fyrir sína deild, ávallt reiðubúin til að aðstoða þegar til hennar var leitað. Hennar hjart- ans mál voru einmitt málefni Slysavarnafélags Islands. Nú er jarðvistinni lokið og hennar bíða vinir í varpa. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu þessarar sómakonu og send- um börnum hennar, systkinum og öllum ástvinum samúðarkveðjur. Guðrún S. Guðmundsdóttir Sunnudaginn 25. október sl. andaðist í Landakotsspítala Ólafía Guðlaug Árnadóttir, eftir stutta en þunga legu þar, þá á 92. aldurs- ári. Hún var fædd 24. mars 1890 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru merkishjónin, Krístín Ólafsdóttir frá Vatnsenda og Árni Árnason frá Breiðholti. Þau eignuðust tólf börn og getur nærri hvort Ólafía, elsta barnið, hafi ekki þurft snemma að taka til hendinni. Þeg- ar eftir fermingu hóf hún að stunda verslunarstörf, fyrst hjá Braunsverzlun, Aðalstræti 8, en þar var þá L.H. Muller, verslunar- stjóri og síðar hjá verslun Egils Jacobsen. Þann 29. júlí 1911 giftist Ólafía, Herbert M. Sigmundssyni, yfir- prentara og síðan í mörg ár prentsmiðjustjóra í Isafoldar- prentsmiðju. Þau eignuðust sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur. Þrír synir þeirra eru nú látnir, Haukur f. 28. febrúar 1912, dáinn 13. apríl 1977, Héðinn f. 25. ágúst 1914, dáinn 4. janúar 1917 og Hákon f. 14. október 1915 dáinn 6. apríl 1954. Hin fjögur börnin eru: Geir, prentsmiðjueigandi, kvænt- ur Málfriði Guðmundsdóttur, Gerða, gift Haraldi Kristjánssyni, kaupmanni, Hebba, gift Gunnari Zoega, lögg. endurskoðanda og Hrefna, gift undirrituðum. Árið 1929 stofnaði Herbert eigin prentsmiðju, Herbertsprent, bókaforlag og bókaverslun. Keypti hann bókaforlag Sigurðar Krist- jánssonar og eignina Bankastræti 3 af Sigurði. Þetta hús hafði Sig- mundur, faðir Herberts, reist árið 1881, en selt síðar Sigurði. Þá lét Herbert reisa hús á baklóðinni fyrir prentsmiðjuna. Þarna var í mikið ráðist af litlum efnum, en þó af mikilli frainsýrii og getu, því að Herbert var ekki aðeins mjög reyndur prentsmiðjustjóri, heldur einnig snillingur í íðn sinni og til hans báru allir traust. Hann lét einhverju sinni svo um mælt að hann þyrfti aðeins að lifa fimm ár enn til að byggja upp þetta fyrir- tæki fyrir syni sína. En honum varð ekki að ósk sinni, því að 13. apríl 1931 fékk han heilablóðfall og andaðist daginn eftir, 14. apríl. Þá stóð Ólafía ein uppi með sex börn og gekk hún með sjöunda barnið. Þrem mánuðum eftir lát Her- berts, þann 14. júlí 1931, fæddi hún meybarn, sem skírt var Hebba eftir föður sínum. Það var mikil gæfa fyrir Ólafíu að eignast þetta barn, því að með þeim mæðgum voru miklir kærleikar. Þær sýndu alltaf hvor annarri gagnkvæmt traust og virðingu. Við lát Herberts reyndi á manndóm Ólafíu og barna hennar. Synir hennar þrír saú um prentsmiðjuna, bókaforlagið og verslunina, en Ólafía og dæturnar unnu á bókbandsstofunni. Allt var þetta mikið og erfitt starf. Ólafía var ætíð fyrst á vinnustað og eftir langan vinnudag biðu hennar heimilisstörfin, sem voru mikil. Flestir voru þá gengnir til náða á undan henni. Allt gekk þetta þó vel og fyrirtækið blómgaðist. Þrátt fyrir miklar annir gaf Ólafía sig talsvert að félagsmál- um. Hún var virkur meðlimur í sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt í mörg ár. Þá var hún árum saman endurskoðandi Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands og kjör- in var hún heiðursfélagi þess fé- lags, þann 28. apríl 1980, þá nýorð- in níutíu ára. Á yngri árum var Ólafía með fríðari konum og mjög glæsileg og hugþekk. í andstreymi reyndist hún stór og viljasterk. Hún var prýðilega greind, hreinlynd og sjálfstæð, með mikið en vel tamið skap. Hún var vel lesin og fróð kona, stálminnug og kunni mörg Ijóð og vísur, sem hún unni mjög. Það var ánægjulegt að ræða við Ólafíu, enda kunni hún frá mörgu að segja, var skýrmælt og kunni að hlusta á þá, sem hún ræddi við. SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin aftur í miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum gerðum. SKYNDIBITASTAÐUR / Sögusýning Klúbbs matreidslumeistara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.