Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Ast er... ... að fara saman til altaris. TM R« U.S. PjI. Oft — all rlghts reservad ® T9Ö1 Los Angeles Tlmes Syndicate Vinur. Ég verð ad spyrja manninn minn! Með morgunkaffinu Jú, maðurinn minn er heima — Komdu aftur eftir svo sem hálf tíma. HÖGNI HREKKVlSI 9-// í /r//y/Ar.*r / " 5% fiskverðshækkun: Eru íslenskir sjómenn orðnir ánauðugir þrælar Kinar Grétar Björnsson skrifar: „Nú er hið iangþráða fiskverð komið og það munaði um það þegar það loks kom: 5% hækkun. Já, það var nú það. Ég er ekkert hissa, þótt það hafi dregist svo lengi að ákveða þetta. Þeir hafa sennilega ekki náð samstöðu um eða þorað al- mennilega að lækka það meira eins og þeir fóru með loðnuverð- ið. Þeir, þessir góðu herrar, sem eru í verðlagsnefnd, virðast ekki gera sér grein fyrir því, að við sjómenn vitum, að allir markað- ir fyrir fiskafurðir eru nú á al- hæsta verði sem hefur þekkst fram til þessa dags. Það er sama hvort það er skreið, saltfiskur eða freðfiskur. En það á að skammta okkur sjómönnum skít úr hnefa. Þessir menn eru vissir um, að þeir geti farið með okkur eins og svertingja sem seldir hafa verið í ánauð úr svörtustu Afríku. Ég vil láta þá vita það, þessa góðu herra, að þetta er tímaskekkja og þarna fara þeir villir vegar: Svo lengi má brýna deigt járn að bíti. Það er hart, að við íslenskir fiskimenn skulum vera með al- lægsta fiskverð sem þekkist í heiminum, eins og endranær, þótt allar íslenskar fiskafurðir seljist á langhæsta verði sem fyrirfinnst á heimsmarkaðnum. Við þurfum ekki að líta langt, bara til nágranna okkar, Fær- eyinga. Þegar við hér á landi fengum 2,60 kr. fyrir kílóið af ýsu í sumar, þá borguðu Færey- ingar 7 kr. fyrir kílóið, og þó var ýsan sem þeir keyptu 36 tímum eldri en hjá okkur sem lönduðum hér heima. Og ég veit ekki betur en SH sjái um sölu freðfisks fyrir Færeyinga. Þarna sjá allir sem vilja, hvers kyns þjófnaður fer þarna fram gagnvart íslenskum fiski- mönnum, og svona hefur þetta ætíð verið. Færeyingar hafa allt- af notið hærra fiskverðs en við, og það um helmingi hærra. Og ég spyr: I hverju felst það? Aldrei heyrir maður það heldur að frystiiðnaðurinn sé þar í kaldakoli og þurfi styrki og aftur styrki, enda hefur maður heldur aldrei heyrt, að frystihúsfor- stjórar þar taki laxveiðiár á leigu í sportreisu fyrir 2,5 millj- ónir nýkróna yfir sumartímann, eins og maður las um í blöðunum hér í haust. Hann var ekki blankur sá frystihússtjóri og eigandi. Flest frystihúsin eiga sína togara sjálf og sum eru að bæta við sig togurum. Hvaðan koma peningar til sltkra kaupa, þegar þetta er allt á hausnum, eftir því sem þeir segja og halda fram? Og þó borga þeir sjó- Kinar Grétar Björnsson mönnum lægsta verð í heimi fyrir fiskinn, en fá það hæsta. Skrýtin sú kenning. Ég ætla að sýna landsmönnum smádæmi um það, hvernig hlut- ur eins háseta er í dag á topp- báti, sem fiskar um 1200 tonn yfir árið. Allir tala um gífurlega þénustu hjá sjómönnum. Hér reikna ég út frá besta mánuði ársins, sem er apríl og þar af leiðandi kemur út miklu hærra verð en raunverulega er: 24 sólarhringar: 157,910 tonn, skiptaverð 486.950 kr., heildar- verð 571.893 kr., 12 menn, skiptaprósenta 2,41%, jafnað- arverð 3,08 kr., hlutur háseta 11.730 kr., hlutur úr heildar- verði 13.782. Þarna fær útgerðin 2.052 kr. af hverjum manni sem er um borð. Þetta verðum við að borga með okkur á mánuði fyrir að vera á sjó. Sanngjarnt ekki satt? Við fiskum 1200 tonn yfir árið, sem er algjör toppur á togbátum 90—200 tonn á stærð. Vinnutími 18—20 tímar á sólarhring. 1200 tonn, meðalverð 3,08 kr., skiptaverð 3.696.000, hlutur háseta yfir árið, 12 menn, 2,41% = 89.073 = 7.422 kr. á mánuði. Glæsileg útkoma, ekki satt? Á toppbáti. Þó reikna ég meðal- verðið alltof hátt. En hjá neta- bátum var verðið sl. vetur 2,08 kr.—2,10 kr. og þótti gott. Það er alveg augljóst mál, að þeir menn sem sitja í verðlags- ráði hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera, sennilega aldrei séð fisk nema í fiskbúð eða kannski á diskinum heima hjá sér, ef þeir borða þá fisk. Það er setið og blaðrað í mánuð eða meir, út af fiskverðinu, hvernig hægt sé að láta okkur sjómenn hafa sem minnst af kökunni, af því að aðrir þurfa svo mikið. Þeir sem verðmætið sækja og afla ættu samkvæmt þeirra kokkabókum að fá ekki neitt í sinn hlut, í stað þess að við ætt- um, íslenskir sjómenn, að fá langhæsta fiskverð sem um get- ur, ef nokkurt réttlæti ríkti í þessum efnum. Og þarna munar vissulega miklu. Maður hélt, að þegar ríkis- stjórn öreiganna sæti við völd, þá yrði nú flott að lifa. Ekki vantaði a.m.k. gífuryrðin og lof- orðin fyrir kosningar. En gleymt er þá gleypt er. Enda held, ég, já, og ég er reyndar viss um það, að þessir leppalúðar komist aldrei í stjórn framar. Mikið ef þeir koma 4—5 á þing. Þjóðin er búin að fá nóg af svikum og lygum og skattpíningu. Þessir herrar ætla að láta okkur sjómenn bera þungann af óráðsíunni á herðun- um, okkur þessar 5—6000 hræð- ur, sem komum með um 85% af þjóðartekjunum að landi. Við eigum að hafa sendisveinakaup, í stað þess að við ættum að vera tekjuhæsta stétt landsins, það ætti einfaldlega að vera sjálf- sagður bónus okkur til handa. Svei og skömm. En því miður skilja þessir herrar ekki hvað þeim ber. En við sjómenn viljum 18,5% hækkun á fiskverði. Burt með 7,5% olíusjóð. Það gefur okkur sjómönnum 1,5% hærra skiptaverð. Við sjómenn erum ekki plantekruþrælar úr svört- ustu Afríku, sem þið „óðals- bændurnir" getið hent í molun- um sem falla af borðum ykkar eða barið áfram með hnútasvip- um. Við erum menn sem sækjum sjóinn í misjöfnum veðrum og við misjafnar aðstæður, fjarri okkar heimilum mestallan árs- ins hring. Við viljum fá viðun- andi laun. Við erum komnir langt aftur úr öllu launafólki í landi. Við viljum fá 18,5% hækk- un beint á allan fisk. Ekkert falskt fiskverð eins og vinstri- stjórnir eru þekktar fyrir. Nú stöndum við íslenskir fiskimenn saman. Flotann í land. Bindum skipin við bryggju. Það er það eina sem virðist skiljast. Við för- um fram á mannsæmandi laun strax. Við erum sjómenn og fiskimenn, en ekki ánauðugir þrælar." Leiðrétting I grein Auðar Sæmundsdóttur í Valvakanda á föstudag, „Síma- málin og sveitirnar sunnan Skarðsheiðar" féll niður hluti úr málsgrein og brenglaðist við það allt samhengi hennar. Hér birtist aftur kafli sá er málsgreinin var í, en hann bar yfirskriftina: Verði eitt gjald- svæði með Akranesi „Ef við tökum dæmi: Nú er verið að undirbúa lagningu sjálfvirks síma í sveitum sunnan Skarðs- heiðar í Borgarfjarðarsýslu. Á þessu svæði hefir verið um að ræða hinn alkunna sveitasíma, með allt að 14 bæjum á sömu línu, þ.e. fjórtán heimiíi með einn síma, en með beinu sambandi við Akra- nes, sem er verzlunar- og þjón- ustubær þessa héraðs. Það hefir sem sé ekki þurft að greiða auka- gjald fyrir samtöl við Akranes. En þegar sjálfvirki síminn kemur verður sett á skrefagjald við Akranes og hvert skref verðu ein mínúta. Þessu vilja íbúar svæðisins mót- mæla og krefjast þess að allt þetta svæði verði eitt gjaldsvæði með Akranesi. Það virðist ekki ósanngjarnt þegar það er haft í huga að allt höfuðborgarsvæðið, frá Hafnarfirði upp í Mosfells- sveit er eitt gjaldsvæði, með mörg- um stöðvum og vegalengdir lengri á milli stöðva en verður frá Akra- nesi að Lambhagastöðinni sem á að þjóna sveitunum." Velvakandi biður velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.