Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Stjórn Húsnæðismálastofnunar: Ræðir fjárhagsvanda á fundi með félags- málaráðherra í dag STJÓKN Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins mun í dag ræða á fundi hvernig leysa megi fjár- hagsvanda stofnunarinnar, en vegna minni skuldabréfakaupa lífeyrissjóðanna en lánsfjáráætl- un gerði ráð fyrir er útlit fyrir að ekki takist að standa við loforð um lán í næsta mánuði. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri stofnunar- innar tjáði Mbl. að á fundinum yrði rætt við félagsmálaráð- herra og kannað hvort taka yrði lán til að leysa þennan vanda eða hvort búast mætti við að skuldabréfakaup ykjust. Sagðist hann ekki svartsýnn á að úr þessum málum greiddist, en það kæmi í ljós eftir fund- inn með hvaða hætti það yrði. t Jaröarför eiginmanns míns, DAÐA KRISTJÁNSSONAR frá Hólmlátri, veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 4. nóvember kl. 10.30. Guðrún Jónsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóöir, ÓLAFÍA G. ÁRNADÓTTIR, sem andaöist 25. október sl., veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriöjudag 3. nóvember, kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Slysavarnafélag Islands njóta þess. Hebba og Gunnar Zoega, Hrefna Herbertsdóttir, Árni M. Jónsson, Gerða Herbertsdóttir, Haraldur Kristjánsson, Geir Herbertsson, Málfríður Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og dótturdóttir, RAGNHEIÐUR SKÚLADÓTTIR læknír, Ljósheimum 2, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. nóvember kl. 3 e.h. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Jón Barðason, Skúli Björn Jónsson, Aðalbjörg Björnsdóttir, Margrét B. Skúladóttir, Erla B. Skúladóttir, Barði Már Jónsson, Skúli Guðmundsson, Árni Tómasson, Margrét Ásgeirsdóttir. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, tengdasonar, bróöur og afa, VALDIMARS ÞÓRHALLS KARLS ÞORSTEINSSONAR, Sörlaskjóli 60, er lézt 26. október, veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 4. nóv. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er góöfúslega bent á styrktarsjóö Kiwanis. Sigrún Guöbjörnsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Sigurjón Yngvason, Steinunn Valdimarsdóttir, Steingrímur Dagbjartsson, Þorbjörg Valdimarsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Unnur Valdimarsdóttír, Eyþór Benedíktsson, Margrét Gíssurardóttir, Guðbjörn Sigurjónsson, Stefán Þorsteinsson og barnabörn. Elskulegur bróöir minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN JÓNSSON frá Hvoli, Olfusi, Skúlaskeiði 36, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 4. nóvember kl. 2 e.h. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd systkina hins látna, Salvör Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðjónsson, Ásthíldur Bjarnadóttir, Ása Guöjónsdóttir, Sígurður Bjarnason, Gottskálk Guöjónsson, Guöbjörg Valgeirsdóttir og barnabörn. Eldri madur varð fyrir bfl Alvarlegt slys varð á Bústaðavegi, rétt vestan Réttarholtsvegar um sjöleytið sl. laugardagskvöld. 72ja ára gamall maður varð fyrir bíl. Hann var strax fluttur á slysadeildina og reyndist vera fótbrotinn og viðbeinsbrotinn. Ljósm.: Mbl. Júlíus. Jón Ragnarsson í Regnbog- anum stofnar myndbandaleigu Tekur til starfa sídar í þessum mánuði JÓN Ragnarsson, eigandi kvikmynda- hússins Kegnbogans, hefur nú ákveðið að stofna myndbandaleigu, sem um- boðsaðili fyrir brezku fyrirtækin Kmi og Kank meðal annars. Hér mun að mestu verða um að ræða myndir, sem sýndar hafa verið á hans vegum áður og verða myndböndin með íslenzkum texta. Ætlunin er að myndbandaleigan starfi þegar í upphafi um allt land og hefur Jón þegar auglýst eftir umboðs- mönnum víða um land. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að um 25 aðilar hefðu þegar haft samband við sig og sýnt áhuga á að annast umboð í sínum byggð- arlögum. Sagðist hann gera ráð fyrir að myndbandaleigan tæki til starfa síðar í þessum mánuði — yrði þá 50—100 titlum dreift í alla kaup- staði þar sem umboðsaðili væri til staðar en færri í minni byggðarlög. Yrði síðan skipt um á hálfs mánaðar fresti þannig að myndbandaleigan sæi viðskiptavinum sínum stöðugt fyrir nýjum myndböndum. Jón sagði að flestar myndirnar hefði hann sýnt áður og væru þær teknar upp á spólur hjá viðkomandi fyrirtækjum og þá með íslenzkum texta, en auk þess væri hann með fjölda annarra mynda sem einnig yrðu textaðar síðar. Hann sagði að þetta væri í fuliri samvinnu við þessi erlendu fyrirtæki, hann væri umboðsmaður þeirra hérlendis. Því yrði hann að halda uppi eftirliti með „sjónræningjum" á myndbanda- markaðinum til að vernda hagsmuni umboðsaðila sinna og stoppa þessa aðila af með fógetavaldi ef því væri að skipta. „Umboðsaðilar mínir hafa óskað eftir þessu og munu greiða þann kostnað sem hugsan- lega verður af málsókn," sagði Jón. Jón sagði að sér væri kunnugt um að fleiri kvikmyndahús væru að setja á stofn kvikmyndaleigur og hygðust einnig stemma stigu við ólöglegri myndbandaleigu á svipað- an hátt. Þó bæri að geta þess að margar myndbandaleigur væru ein- ungis með löglegar myndir, en það væru þá yfirleitt ekki myndir sem sýndar yrðu í kvikmyndahúsum hér á landi eða væri búið að sýna. Málsókn á hendur myndbandaleigum í þessum mánuði? ÞAÐ VKRÐl'R líklega tekin um það ákvörðun í þessum mánuði hvort og hvenær höfðuð verður málsókn gegn myndhandaleigum og fleiri aðilum sem standa hér að ólöglegri dreif- ingu efnis á myndhöndum, sagði Gunnar Guðmundsson, héraðs- dómslögmaður, í samtali við Morg- unblaðið. Það eru að sjálfsögðu um- bjóðendur mínir, Motion Picture Kxport Association of America, sem hafa umboð fyrir dreifingu mynda frá stærstu kvikmyndafyrirtækjum í Kandaríkjunum, sem taka ákvörðun um málsókn, en ég er aðeins ráðu- nautur þeirra. Ég hef að undanförnu unnið að könnun á því í hvað miklum mæli dreifing á myndefni frá umbjóð- endum mínum er hérlendis á myndböndum. Ég treysti mér hins vegar ekki til að gefa neitt upp um niðurstöður mínar sem stendur og vil að sinni segja sem allra minnst, sagði Gunnar. Kleppsspítalinn: Ennþá vantar 30 hjúkr- unarfræðinga til starfa „TIL ÞESS að laða hjúkrunarfræð- inga til starfa að Kleppsspítalanum höfum við boðið upp á fræðslunám- skeið, sem er einkum ætlað þeim hjúkrunarfræðingum, sem hafa ekki verið á vinnumarkaðnum í einhvern tíma en vilja gjarnan vinnu utan heimilisins að nýju. Þátttaka hjúkr- unarfræðinga, sem þegar starfa við Kleppsspítalann er mjög góð á þessu námskeiði en aftur á móti er útlit fyrir að við fáum fáa nýja hjúkrun- arfræðinga að stofnuninni í gegnum námskeið, svo við stöndum í svipuð- um sporum og áður,“ sagði Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri Kleppsspítalans. En hún var spurð að því til hvaða ráða Klepps- spítalinn hefði gripið eftir að starf- andi hjúkrunarfræðingar þar sendu stofnuninni bréf þar sem þeir létu í Ijósi að þeir sættu sig ekki lengur við hið mikla vinnuálag sem fylgdi því að 30 hjúkrunarfræðinga vantar við stofnunina. „Ég hef einnig haldið fund með hjúkrunarfræðingum Kleppsspítal- ans og á þeim fundi kom fram að meirihlutinn af þeim lausnum, sem hjúkrunarfræðingarnir settu fram tilheyra fremur kjarasamningum þannig að það er ekki beint á valdi spítalans að bæta þar úr nokkru. I>RJÚ íslensk skip seldu erlendis í gær, tvö í Knglandi og eitt í Þýzka- landi. Verðið sem skipin fengu, þykir ekki gott miðað við árstíma og er mun lægra en fengist hefur síðustu tvær vik- urnar. Bylgja VE seldi 69 tonn í Hull fyrir 454,6 þús. kr. og var meðalverð Það vantar einfaldlega fleiri hjúkr- unarfræðinga til starfa þannig að eðlilegt vinnuástand skapist, en það virðist ætla að verða mjög erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa vegna lélegra launa á spítalanum," sagði Þórunn Pálsdóttir hjúkrunar- forstjóri. á kiló kr. 6,59. Þá seldi Rauðinúpur ÞH 156,3 tonn í Grimsby fyrir 1173,2 þús. kr. og varð meðalverð á kíló kr. 7,51. Bjarni Herjólfsson ÁR seldi 140,5 tonn í Cuxhaven fyrir 828,8 þús. kr. og var meðalverð á kíló kr. 5,86. ísfiskur: Verð lækkar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.