Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 37 Hún bar bagga sína með karl- mennsku og án þess að mögla. Hún kvartaði aldrei, enda gerði hún meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra. Er hún var orðin amma og langamma leit hún á barna- börnin sem sín eigin og sýndi þeim sömu ástúð. Ólafía var ekki allra, en því betur sem ég kynntist henni því meira mat ég hana. Við öll, ástvinir, skyldfólk, vinir og venzlafólk, horfum nú á sól hennar ganga til viðar og við kveðjum hana með virðingu og þakklæti fyrir allt, er hún gaf okkur, en þó metum við og þökk- um mest fyrir það, sem hún skilur eftir, fagrar og hreinar minningar um góða konu og móður. Árni M. Jónsson Mig langar í fáum orðum til að minnast elsku ömmu minnar, sem lést í Landakotsspítala 25. október slíðast liðinn. Amma hét fullu nafni Ólafía Guðlaug Árnadóttir, fædd í Reykjavík 24. mars 1980 og var því á 92. aldursári er hún lést. Þó amma hafi verið komin á svo háan aldur, held ég að enginn hafi getað séð það eða heyrt. Fyrir mér var amma aldrei gömul og mig hefur oft undrað allan þann styrk, sem bjó í þessari fullorðnu konu. Eitt var það, sem amma lærði aldrei, en það var að kvarta eða vorkenna sjálfri sér. Hún varð fyrir stórum áföllum í lífinu, en hún lét ekki bugast og hélt áfram sterk og dugleg. Það sópaði af henni alla tíð. Heimili hennar var alltaf fallegt og myndarlegt, þrátt fyrir stóran barnahóp og mikla vinnu við fyrirtæki sitt. Er ég læt hugann reika aftur til þess tíma, er ég var lítil telpa, þá minnist ég þess að 'alltaf er ég hitti ömmu, en það var oft, spurði hún mig er við kvöddumst, hvort ég væéi ekki auralítil. Eftir að barnabarnabörnin komu skildi hún einnig auraleysið á þeim bæj- um. Fyrir ári síðan gaf amma mér passíusálmana og undurfagran kistil, sem Stefán Eiríksson hafði skorið út og eru upphafsstafir okkar á honum. Afi gaf henni þessar gjafir er hún var ung stúlka og mér eru þetta dýrgripir. Við barnabörn hennar bárum mikla virðingu fyrir henni og ég fyrir mitt leyti er stolt af að bera nafn hennar. Ég trúi því að amma sé nú búin að hitta afa og drengina sína og ég þakka guði fyrir að hún þarf ekki að þjást lengur. Ég kveð nú ömmu mína í dag, hrygg í huga, en ég veit að nú líður henni vel og að það hefur verið vel tekið á móti henni. Guð blessi minningu hennar. Ólafía Árnadóttir. Sigurður Erlendsson Stóru-Giljá - Kveðja Mig langar að minnast frænda míns Sigurðar Erlendssonar með örfáum orðum. Sigurður var fædd- ur 28. apríl 1887 að Beinakeldu í Húnaþingi, en fluttist að Stóru- Giljá ungur að árum og bjó þar síðan ásamt Jóhannesi bróður sín- um. Sigurði kynntist ég ekki náið fyrr en hann var orðinn gamall maður, eða árið 1972 þegar for- eldrar mínir tóku við búi að Stóru-Giljá. Sigurður var sérlega góður heimilismaður hlýr og til- litssamur, ákaflega skapgóður, hafði gaman af að segja sögur, sagði þá gjanan frá skemmtileg- um atburðum er hann hafði lent í á sinni löngu æfi. Mörg trúnað- arstörf voru honum falin um ævina og gegndi hann þeim af mikilli trúmennsku og skyldu- rækni. Bóngóður var hann og vildi ætíð hvers manns vanda leysa. Nú þegar ég kveð frænda minn veit ég að honum verður greið gangan gegnum móðuna miklu því hans trú var sterk. Ástríður Krlendsdóttir á þök, loft og veggi Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. AXMjgmmnm INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012 SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.