Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 7 Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 5. nóv. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. Sýnikennsla í matargeróaiiist Nú er tækifæriö til aö læra réttu tökin við matargerðina. Matreiðslumenn Hótels Loftleiða sjá um sýnikennslu í matreiðslu í Leifsbúð kl. 17.00 í dag. Þátttökugjald er kr. 30. VERIÐ VELKOMIN. - Meðan húsrúm leyfir. HÓTEL LOFTLEIÐIR * SJÚKRANUDDSTOFA AÐ HVERFISGÖTU 39 auglýsir: HEILNUDD, PARTANUDD, HITALAMPI, SÓLARLAMPI Upplýsingar í síma 13680 mánud.—föstud. kl. 14—18. Hilke Hubert, félagí í sjúkranuddarafélagi ísl. SP0NAPL0TUR - KROSSVIÐUR - HARÐVIÐUR Fyrirliggjandi: • Spónaplötur, sænskar 1. fl., mjög hagstætt verö. • Plasthúð. spónaplötur (Wiruplast og Silkopal). • Krossviöur, brasil, mahogni, vatnsh. líming 4—18 mm. • Haröplast (mjög mikið úrval). • Haröviöur, danskt beyki, amer. eik, amer. askur. • Spónn. PÁLL Þ0RGEIRSS0N & C0 Ármúla 27 — Símar 34000 og 86100. HELO - Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæðu verði. Benco, Bolholti 4, sími 21945. Agreiningur um menn — segir Vísir Vísir segir m.a. í foryslu- grcin sinni í gær: „Geir llallgrímssun fékk gla'sikga kosningu, og má vel við una. Ilvað sem líður öllum deilum, |>á vilja sjálfsta'ðismenn. að formaður þeirra hafi ótví- ra'ðan styrk á hak við sig, og |>ann styrk og stuðning fékk Geir á landsfundin- um. I*að segir sína sögu um eindra'gni og hollustu flokksmanna. Þann stuðn- ing fékk Geir llallgríms- son, umboð til að halda flokknum saman, |>ar til nýtt tímabil hefst. \ aralórmaður var kjör inn Friðrik Sophusson, al- |>ingismaður. Kriðrik er ungur maður og hefur að- eins starfað |>rjú ár á |>ingi. En hann hefur getið sér gott orð fyrir dugnað og skeleggan málflutning og hefur alla burði til að reyn- ast farsæll forystumaður. Kriðrik nýtur þess vissu- lega að vera ungur maður, en þó skiptir sennilega meira máli, að hann er maður sátta og samein- ingar. í kosningu hans endurspeglast sá vilji landsfundarins enn og aft- ur, að sjálfsta'ðismenn vilja ná saman, vilja hefja endurreisnarstarfið á nýj- um nótum. Allharðar deilur risu í gær vegna ályktunar, þar sem landsfundurinn lýsti vantrausti á ríkisstjórnina og hvatti sjálfstæðis- ráðherra að yfirgefa stjórn- ina. Við atkva'ðagreiðslu um þessa ályktun greiddu 700 atkva-ði tneð, en 236 á móti. Gera verður ráð fyrir, að í þessum tölum komi fram skiptingin milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. Þau hlutföll komu ekki á óvart, en undirstrik uðu þá staðreynd, að sjálfsta'ðismenn eru upp til hópa á móti núverandi rík- isstjórn. Kn þegar þessi ályktun er undanskilin, kom eng- inn málefnaágreiningur í Ijós á fundinum. Stjórn- málaályktun var samþykkt samhljóða. Sú niðurstaða er Ijósi punktur þessa fundar. Ilún sýnir glöggt, að ágreining- urinn er um menn en ekki málefni. Það eiga menn að hafa hugfast." Flokkseig- endur og midjumenn — að mati Dagblaðsins Dagblaðið segir í for ystugrein sinni í ga'r: „Sambra'ðslur urðu með ýmsum hætti á landsfund- inum. Klokkseigendafélag- ið og miðjumenn, þ.e. al- mennir andstæðingar ríkis- stjórnarinnar, tóku saman hiindum um vantraust á ríkisstjórnina og um endurkjör Geirs llall- grímssonar formanns. Ilins vegar náðu miðju- menn og stjórnarsinnar saman í kosningu Kriðriks Sophussonar varafor manns. Og loks stóðu allir armar saman að því að vísa frá svonefndum handjárn- um á stjórnarsinna og fela þann vanda miðstjórn í hendur. Öll llokkshrotin í burt- reiðunum fengu nokkurn árangur. Beztur var árang- ur Geirs llallgrímssonar, sem náði tveimur þriðju hlutum atkya'ða til for mennsku. Ohjákva-milegt er að telja það góðan árangur í klofnum flokki. Ltndsl’undurinn vottaði Geir traust starfandi flokksmanna. Það vegur mjög á móti því vantrausti, sem almennir kjttsendur flokksins hafa sýnt Geir í skoðanakönnunum, enda eru starfandi fiokksmenn áhrifameiri en almennir kjósendur. Stjórnarsinnar náðu sín- um fjórðungi alkva-ða, ba'ði í formannskjöri »g í vfirlýsingu um vantraust á ríkisstjórnina. Raðir þeirra riðluðust ekki undir þrýst- ingi og þeir gátu sýnt fram- ba'rilegt formannsefni í l’álma Jónssyni. Þá eignaðist Sjálfstæðis- flokkurinn sinn llamlet. — Að vera eða vera ekki — ra-ða Kllert B. Schram mun vafalaust varðveitast í ra'ðusögu Islands sent da'nti um, hversu mikið drama og hversu mikil til- finning getur leitt til niður stiiðu í núlli. Ekki má |x> gleytna, að framtak Ellerts eða fram- taksleysi dró annars vegar úr líkum á öðru framlxtði miðjumanna til formanns og stuðlaði hins vegar að því andrúmslofti, sem síðar kom fram í varafor mannskjiiri Kriðriks Soph- ussonar. I.ílil völd fylgja stiiðu varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. 11ún gefur ekki einu sinni iiruggt fyrirheit unt síðari formennsku. En hún vísar þó fram á veginn til kynslóðaskipta, — hefur eins konar láknra-nt gildi. Miðjumenn hagnýttu sér hina þa'gilegu stöðu í miðj- unni og fengu atkvæði rík- isstjórnarsinna til að koma sínum frambjóðanda upp fyrir fulltrúa flokkseig- endafélagsins í kosning- unni unt varaformann Sjálfstæðisflokksins. Þar með tilkynntu miðjumenn, að valdamið- stöðin í flokknum skyldi ekki fá öll völd í sínar hendur, heldur mundu miðjumenn vera þar þátt- takendur, sem taka yrði til- lit til, þegar gengið verður til burtreiða á nýjan leik. Kíkisstjórnin mun starfa áfram, flokkseigendafélag- ið mun áfram vilja aukin völd í minnkuðuin flokki og miðjumenn munu áfram reyna að þreyja þorrann með drauminn um óklof- inn stórflokk einhvern tíma í Ijarhegri framtíð." Dýrt, pólitískt samsæti, segir Svarthöfdi Svarthöfði segir í Vísi í gær: „Það var strax Ijóst með setningarra'ðu Geirs llall- grímssonar, að nýr maður var kominn lil sögunnar sem krafði andsta-ðinga sína um svör, en það hefur hann ekki heyrst gera fyrr með jafn skýrum hætti, allt frá því að dr. Gunnar inyndaði ríkisstjórn sína. Sú daufa andstaða Geirs hefur auðvitað að hluta stafað af því, að hann hef- ur viljað fresta því í lengstu liig að kljúfa flokkinn. Klofningurinn virðist þó óhjákva'milegur, enda þótt landsfundur hafi ekki vilj- að laka af skarið »g vísað hættumálum til fiokks- sljórnarinnar. Kinsýnt er, að þar verður flokkurinn látinn klofna formlega, hvenar sem það hentar. Aftur á móti stóðu deilur á landsfundi út af heppilegri stiiðu andsta'ðinga til klofningsverka. og virðist ekki hafa náðst sú afstaða, sem leiddi til þess, að landsfundur sem slíkur trevsti sér til að láta dr. Gunnar og samstarfsmenn hans roa. Landsfundur í fjölmiðlum Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var nú í fyrsta sinn opinn fjölmiðlum. Um hann var því mikið fjallað á þeim vettvangi, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og allur almenningur hefur því haft betri aðstöðu til þess að fylgjast með framgangi mála þar en áður. j síðdegisblöðunum í gær var svo fjallað í forystugreinum og dálki Svarthöfða í Vísi um niðurstöður landsfundarins og fara hér á eftir nokkrar glefsur úr leiðurum Vísis og Dagblaðsins og dálki Svarthöfða. LÚÐRASVEITIN SVANUR I. Unglingadeildin er tekin til starfa og býður alla unglinga velkomna sem starfað hafa í skólalúðra- sveitum og/eða hafa fengiö undirstöðutilsögn í hljóð- færaleik og nótnalestri. Þorskandi tómstundastarf. Skemmtilegt hópstarf. Verið meö frá byrjun. II. Lúðrasveitin Svanur getur jafnframt bætt viö sig áhugasömum og vönum hljóðfæraleikurum. III. Nánari upplýsingar gefa Sæbjörn Jónsson, sími 72228, Valur Páll Þóröarson, sími 74790 eöa á æf- ingatímum í Vonarstræti 1, mánudaga og miðviku- daga frá kl. 20.30, unglingadeildin þriðjudaga og föstudaga frá kl. 20.00. LÚÐRASVEITIN SVANUR Nýjar plötur: Katla María syngur barnaljóð KATLA María hefur nýlokið við að syngja inn á stóra plötu, sem væntanleg er bráðlega. Mikil nieiri hluti ljóðanna á þessari plötu er eftir Norðmann- inn Alf Pröysen, sent er kunnasti barnaljóðahöfundur Noregs. Óskar Ingimarsson hefur þýtt ljóðin. Upptökur hafa staðið yfir í Hijóðrita hf. undanfarið undir stjórn Ólafs Gauks, sem útsetti öll lögin. Titillag plötunnar heitir Litli Mexíkaninn og í tilefni af því setti Katla María upp mexíkanahatt fyrir ljósmyndarann. Þetta er þriðja platan, sent Katla María syngur inn á, en hún er aðeins tólf ára gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.