Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 27 errier • Kappa • Hið fræga New York-maraþonhlaup fór fram fyrir skömmu. Alls tóku 16.000 keppendur þítt í hlaupinu. A efri myndinni má sjá hvar hlaupararnir fara yfir Verrazno-brúna. En á neðri myndinni má sjá hvar sigurvegarinn í hlaupinu Alberto Salazar kemur í mark. Alberto setti nýtt heimsmet, hljóp vegalengdina 42,2 km á 2:08:13 klst. • Þessi mynd er af einu nafntogaðasta knattspyrnuliði Akureyrar um langt skeið. Þessir kappar kalla lið sitt „Early sunrise". Lið þetta hefur marga hildi háð og oftast komið út sem sigurvegari. Eins og sjá má á myndinni eru í liðinu margir kunnir knattspyrnumenn. Meira að segja fyrrverandi landsliðskappar eins og Skúli Ágústsson og Kári Árnason. Þegar þessi mynd var tekin af liðinu höfðu kapparnir nýlokið keppni við skipverja af portúgölsku skemmtiferðaskipi sem kom til Akureyrar síðastliðið sumar. Kraman- af leiknum höfðu leikmenn „Early sunrise" umtalsverða yfírburði. En er líða tók á bar á mikilli gestrisni þeirra norðanmanna og Portúgöiunum tókst að jafna metin undir lokin. Leiknum lauk með jafntefli 5—5. Það kunnu portúgölsku leikmennirnir vel að meta og buðu heimaliðinu til skips eftir leikinn í góðan fagnað. Early Sunrise Akureyri • Koy Amundssen sá er sló þrjá niður í leik í 3. deild. • Dómarinn í leiknum, Tor Moyen, liggur meðvitundarlaus á vellinum. Rotaði dómarann og sló tvo niður ÞAD er ekki oft sem leikmenn ganga berserksgang í knattspyrnu- leikjum. En það skeði nú samt síð- astliðið sumar í 3. deildinni í Noregi. Landslidsniarkvörðurinn Koy Amundssen gerði sér lítið fyrir og rotaði dómara leiksins og sparkaði síðan í hann liggjandi og sló tvo leikmenn úr liði mótherjanna niður. Þetta gerðist í leik Snögg og Assiden. Dæmt var fríspark á mótherja Amundssens. En að hans mati var mótherjinn að handleika boltann of lengi og lét hann ekki strax af hendi. Og áður en hann vissi af fékk hann hnef- ann í andlitið frá Amundssen. Dómarinn kom þegar í stað og gaf markverðinum rauða spjaldið. En í staðinn fékk hann rothögg og þar sem hann lá á jörðinni kom Amundssen og sparkaði í hann liggjandi. Þegar einn leikmaður ætlaði sér að ganga í milli fékk hann líka hnefahögg. Nú skarst lögregla í leikinn og Amundssen var fjarlægður, dómarinn fluttur á sjúkrahús og leikurinn stöðvað- ur. Roy Amundssen sem er fyrrum Noregsmeistari í fjölbragðaglímu sagði eftir leikinn að hann skildi bókstaflega ekkert í því sem hann hefði gert. Ég var í öðrum heimi. Hann fékk 3 ára leikbann fyrir at- vikið. • Það er á ýmsan hátt sem kapplið undirbúa sig fyrir leiki. Leikmenn kyrja hróp, jafnvel baráttusöngva. Þetta lið sem er frá SuðurKóreu undirbýr sig á óvenjulegan hátt. Þegar út á leikvöllinn er komið leggjast allir á hné og fara með bænir sínar, og biðja sjálfsagt um sigur í leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.