Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Vildu varla trúa því hve margar bækur eru gefnar út á Islandi Teddy Kollec afhendir rithöfundinum Graham Greene aðalverðlaun Alþjóð- legu bókasýningarinnar. Greinarhöfundur afhendir forseta ísraels bók að gjöf í forsetahöllinni. I Dagana 5.—10. apríl 1981 var haldin alþjóðleg bókasýning í Jerúsalem. Þessi sýning var sú tí- unda er þar hefur verið haldin, en hin fyrsta var haldin árið 1963 og síðan annaðhvert ár. Að þessum sýningum standa horgarstjórn Jerúsalemborgar, félag bókaútgef- enda í ísrael og viðskipta- og iðn- aðarráðuneyti ísraels. Stjórn þessara sýninga er í höndum níu manna framkvæmdanefndar, en formaður hennar nú er Gershan Polak, en framkvæmdastjóri er Dan Avnon. Eins og gat hér um að framan, þá er þetta aljjjóðleg bókasýning, og leggja ísraelsmenn mikla áherslu á að þátttaka sé frá sem flestum þjóðlöndum. íslenskir bókaútgefendur höfðu aldrei verið þátttakendur í bókasýningum í Jerúsalem, og unnu ísraelsmenn töluvert að því að íslenskir bóka- útgefendur tækju þátt í sýning- unni. Þegar sendiherra ísraels á íslandi var hér á ferð sumarið 1980, en hann hefur aðsetur í Osló, vann hann töluvert að því að fá íslenska þátttöku í þeirri sýningu er halda átti vorið 1981, ennfrem- ur var leitað til sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn í sama skyni, en það fer með málefni ísraels á ís- Íandi. Þar sem ekki voru horfur á því að íslenskir bókaútgefendur tækju þá þátt í tíundu alþjóða- bókasýningunni, þá barst mér bréf i febrúar sl. frá framkvæmda- stjóra sýningarinnar, Dan Avnon, þar sem hann bauð mér að verða þátttakandi, en í bréfi sínu óskaði hann mjög eftir að fulltrúi kæmi frá íslandi. Uann vitnaði í um- mæli er fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels, Ben Gurion, við- hafði er hann var í heimsókn á íslandi 1962. Þá sagði forsætisráð- herra eftirfarandi: ísrael er land bókarinnar, ísland er land bók- anna (Israel is the land of the book, Ieeland is the land of books). Eftir að hafa borist þetta bréf og lesið þau ummæli er við voru höfð hér áð framan þótti mér ekki annað fært en Islendingar tækju þátt í tíundu alþjóðabókasýning- unni. Framkvæmdastjórinn benti mér ennfremur á í bréfi sínu, að þátttaka yrði frá hinum Norður- löndunum, og ráðlagði hann mér að hafa samband við ferðaskrif- stofuna Rejsecentret í Kaup- mannahöfn er skipulegði þátttöku frá Norðurlöndunum á sýninguna. Þar á eftir hafði ég samband við ferðaskrifstofuna, og tjáðu þeir mér að um 30 þátttakendur færu frá hinum Norðurlöndunum. Það var svo í byrjun apríl að ég hélt af stað áleiðis til Kaupmannahafnar, en snemma morguns sunnudaginn 5. apríl átti að leggja af stað frá Kaupmannahöfn til ísraels. Kom- inn var miður dagur er komið var á Ben Gurion flugvöll, en hann er í 45 km fjarlægð frá Jerúsalem. Það var þá fyrst við komu mína til ísraels að ég hitti samferðamenn mína frá hinum Norðurlöndunum, en ég bar engin kennsl á þá, og ekki var fyrirhugað að við hitt- umst áður en lagt var af stað frá Kaupmannahöfn, en eftir að ég hafði hitt þá slóst ég í þeirra hóp. A flugvellinum beið okkar bíll ásamt fararstjóra er flutti okkur til Jerúsalemborgar. Jerúsalem stendur u.þ.b. 700—800 metra yfir sjó, og þegar þangað kemur frá flugvellinum er fyrst komið í vest- urhluta hennar. Eins og öllum er kunnugt þá var Jerúsalem skipt borg frá því Ísraelsríki var stofn- að árið 1948 þar til í sexdagastríð- inu 1967 að hún var sameinuð að nýju, og eftir það hefur hún öll yerið undir stjórn ísraelsmanna. A meðan hún var skipt, var vest- urhlutinn í Israel en austurhlut- inn í Jórdaníu, en í þeim hluta er gamla Jerúsalem, sem er helgast- ur staður gyðinga, kristinna manna og einn af helgustu stöðum múhameðstrúarmanna. Vestast í Jerúsaiem er Hilton hótelið þar sem við áttum að búa, en næsta bygging við hótelið er hin mikla sýningarhöll, sem nefn- ist Biyanei Ha’ooma en þar var bókasýningin til húsa. Það gladdi mig er ég ók þarna framhjá að sjá íslenska fánann við hún ásamt fánum annarra þeirra þjóða er þátt tóku í sýningunni. Það var farið að líða að kvöldi er við kom- um á Hilton hótelið, en þá um kvöldið átti að setja bókasýning- una formlega í stórum samkomu- sal á Hilton hótelinu. Setningar- hátíðin hófst klukkan níu en það var viðskipta- og iðnaðarráðherra Israels, Gideon Patt, er opnaði sýninguna formlega. II Dagskrá sýningarinnar hófst næsta morgun með því að hist var að nýju í sama samkomusal og kvöldið áður. Þar var mættur Teddy Kollek borgarstjóri Jerú- salemborgar, og snæddum við þar morgunverð með honum. Hann tók þarna til máls og bauð alla velkomna í sitt ríki, ennfremur ræddi hann hve þýðingarmikil þessi sýning væri fyrir Jerúsalem. Þarna tók einnig til máls Spán- verjinn Manuel Salvat, forseti Al- þjóða bókaútgefendasambandsins. Ræddi hann um hversu þessi sýn- ing væri orðin stórbrotin á alveg ótrúlega stuttum tíma frá því að hún var fyrst haldin. Strax að þessu samkvæmi loknu fór ég á sýninguna og gaf mig fram við aðalskrifstofuna. Hitti ég þar Dan Avnon framkvæmda- stjóra og spurðist fyrir um sýn- ingarbás, en ég hafði meðferðis sýnishorn íslenskra bóka. Þessar bækur samanstóðu af nokkuð fjöl- breytilegu úrvali, en ég leitaði til ýmissa útgefenda hér áður en ég fór, í því skyni að þeir létu mig hafa bækur til fararinnar, og kann ég þeim hér með bestu þakk- ir fyrir góðar undirtektir. Ég mátti velja úr þremur sýningar- básum, en þó var mælt alveg sér- staklega með einum er var við hliðina á finnska básnum, og setti ég mig þar niður með mínar bæk- ur. Næst þeim finnska voru Norð- menn og þar við hliðina voru Dan- ir, þannig að fjórar Norðurlanda- þjóðir voru þarna hlið við hlið. Sýningarhöllin Binyanei Ha’- ooma er fimm hæða bygging, og var sýningarflöturinn í henni rúmir 8000 fermetrar eða tæpur hektari. Sýningarbásar okkar Norðurlandabúanna voru í nýrri 1000 fermetra viðbyggingu, er fyrst var tekin í notkun í sam- bandi við þessa sýningu. Á þeirri sýningu sem nú var haldin var fjöldi sýningarbása 1200, ogsýndu Hrólfur Hall- dórsson segir frá tíundu alþjóðlegu bókasýningunni í Jerúsalem þarna 120 útgefendur frá ísrael, en 350 útgefendur voru frá öðrum löndum. Þátttökuþjóðir í þessari sýningu voru 46, þar af voru 6 þjóðir er sýndu í fyrsta skipti. Það má geta þess að fyrst þegar al- þjóðleg bókasýning var haldin í Jerúsalem árið 1963, voru þátttak- endur frá 22 þjóðlöndum, er sýndu 15000 bækur á 1130 fermetra sýn- ingarsvæði. III Á öllum alþjóðlegum bókasýn- ingum er haldnar hafa verið í Jerúsalem frá byrjun hafa verið afhent verðlaun til þess manns, er að mati dómnefndar sem til þess er skipuð, hefur skrifað best um efnið „Frelsi einstaklingsins í þjóðfélaginu" (The Freedom of the Individual in Society). Þessi dóm- nefnd var nú skipuð próf. Gershon Shaked deildarforseta leiklistar- deildar háskólans í Tel Aviv, Zvi Terio varaforseta Hæstaréttar ísraels og Dan Laor prófessor í hebreskum bókmenntum við há- skólann í Tel Aviv. Fyrst voru þessi verðlaun afhent árið 1963 og hlaut þau þá Sir Bertrand Russell, árið 1979 hlaut þau Isaiah Berlin. í ár komst nefndin að samkomu- lagi um að rithöfundurinn Gra- ham Greene hlyti þau. Óþarft er að kynna Graham Greene, hann hefur skrifað fjölda bóka og marg- ar af þeim verið þýddar á íslensku. Hann hefur oft verið orðaður við bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann er Engiendingur, fæddur 1904, kaþólskrar trúar og ókvæntur. Af- hending verðlaunanna átti að fara fram í leikhúsi er nefnist Kan kl. 18.30, mánudaginn 6. apríl. Óskað var eftir að allir er boðnir væru mættu í Ieikhúsið kl. 18.00, en samkvæmið hófst með hanastéls- boði. Á mínútunni kl. 18.30 hófst af- hendingarhátíðin. Það var Teddy Kollek borgarstjóri er afhenti verðlaunin, sem var viðurkenn- ingarskjal ásamt fjárupphæð. Blaðamenn áttu viðræður við Gra- ham Greene, og snerust umræð- urnar töluvert um ástand mála í Miðausturlöndum. Graham Greene sagði t.d. það skoðun sína að Jerúsalem ætti ekki að vera skipt borg eins og fyrir sexdaga- stríðið. Ennfremur sagði hann, að hann óttaðist meira í framtíðinni hryðjuverkamenn en kommún- isma. Hann var mikið spurður um vináttu þá er hann átti við njósn- arann Kim Philby, sem nú er bú- settur í Sovétríkjunum, en hann var ekki margorður um það. Eftir afhendingarhátíðina hélt fram- kvæmdanefnd bókasýningarinnar Graham Greene heiðurskvöldverð í einu af veitingahúsum borgar- innar, en sá staður heitir Chez Simon. I þetta samkvæmi var boð- ið tuttugu mönnum, þar á meðal nokkrum erlendum bókaútgefend- um. Frá Norðurlandaþjóðunum Skreíatalning ínn- anbæjarsímtala Athugasemd við ummæli samgöngurádherra - eftir Gísla Jónsson í Morgunblaðinu þann 31. október sl. eru birt eftirfarandi ummæli samgönguráðherra Steingríms Hermannssonar: „Mér finnst menn nú heldur seinir að kippa við sér í þessu máli, þegar þeir fara fram á skoðanakönnun á því.“ Ummæli þessi lýsa vel hinum óbilgjornu og ólýðræðislegu vinnubrögðum, sem samgöngu- ráðherra hefur beitt við að þvinga fram með röngum og villandi upp- lýsingum skrefatalningu á inn- anbæjarsímtölum, gegn vilja sím- notenda. Enda þótt ráðherranum hafi nú, með hrokafuilri valdbeitingu, tek- ist að vinna sigur í stríðinu í bili, er því ekki lokið. Með ofbeldi næst aldrei varanlegur sigur. Enda þótt íslenskir neytendur séu þekktir fyrir það, að láta bjóða sér næst- um hvað sem er, þá er hægt að ganga svo langt í valdbeitingu gegn vilja yfirgnæfandi þorra neytenda, að þeim ofbjóði og það hefur samgönguráðherra og tals- mönnum skrefatalningar nú tek- ist. Samgönguráðherra og ráða- menn Pósts og síma bera ábyrgð á því, hve tillagan um skoðanakönnun kom seint fram Hvers vegna er beiðnin um skoðanakönnun svo seint fram komin? Ástæðan er augljós. Ráða- menn Pósts og síma og samgöngu- ráðherra hafa þar til nýverið þráast við að viðurkenna, að ná mætti yfir- lýstu markmiði í jöfnun símakostn- aðar með hækkun skrefagjaldsins. Þessu til staðfestingar skal rifjað upp svar samgönguráðherra við fyrirspurn Jóns Ógmundar Þor- móðssonar, lögfræðings. Spurning Jóns, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. maí sl. var svohljóðandi: „Hvað þyrfti að hækka hvert um- framskref bæjarbúa á landinu um marga aura og hundraðshluta miðað við núverandi gjaldskrár- taxta til að ná sömu tekjuaukn- ingu í jöfnunarskyni og fyrirhug- að er með hinu óvinsæla nýja skrefgjaldi á bæjarbúa?" Svar ráöherrans, sem birtist í sama blaði þann 21. júní sl. var hins vegar: „Verði skrefgjaldið hækk- að, hækka bæði langlínusamtöl og bæjarsímtöl hlutfallslega jafn mikið. Með því að setja tímataln- ingu á bæjarsímtölin að degi til virka daga hækka þau eingöngu, en ekki langlínusamtöl og bæjar- símtöl um kvöld og helgar. Þetta tvennt er alls ekki sambærilegt.“ Viðurkenning Pósl og síma þvinguð fram Það var ekki fyrr en í ágúst sl. að það tókst, m.a. með grein und- irritaðs í Dagblaðinu þann 20. ág- úst sl. að þvinga fram staðfestingu póst- og símamálastjóra á því, að ná mætti sama árangri í jöfnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.