Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 'ai, TIL FÖSTUDAGS ■7 r MKTI Skrefagjaldið: Orð þriggja alþingismanna Jón Ögmundur l'ormóðsson lög- fræóingur skrifar: „í umræöum í sameinuðu þingi hinn 27. október sl. um tillögu til þingsályktunar um könnun á af- stöðu símnotenda til mismunandi valkosta við jöfnun símkostnaðar, sem nokkrir þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins flytja (Jóhanna Sigurðardóttir, Friðrik Sophusson, Benedikt Gröndal, Birgir ísleifur Gunn- arsson, Geir Hallgrímsson, Albert Guðmundsson, Vilmundur Gylfa- son, Pétur Sigurðsson, Matthías Á. Mathiesen, Salome Þorkels- dóttir, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason), féllu m.a. eftirfarandi orð: Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, sagði um flutningsmenn tillögunnar (orðrétt úr fundargerð Alþingis): „Þeir vilja bregða fæti fyrir framkvæmd þessa réttlætismáls, sem skrefatalningin er og skrefa- talningin jafnar þó í litlu sé lífs- aðstöðu þegnanna í landinu." Helgi Seljan, Alþýðubandalag- inu, forseti efri deildar Alþingis, sagði: „Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að við eigum að huga vel að elli- og örorkulífeyrisþegum í þessu efni. Það eigum við bara að gera með öðrum hætti og það á ekki að gerast — þeir eiga ekki að vera notaðir í þessu efni sem ein- hver- tylliástæða til þess að menn séu á móti því, en ég verð að telja að sva sé, að menn séu á móti því að jafna þennan kostnað milli allra landsmanna sem allra fyrst og sem allra best.“ Jóhanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfason bentu rétti- lega á það í svarræðum sínum á þingfundinum að sama fjárhags- lega jöfnuðinum væri unnt að ná með hvorri leiðinni sem væri, 1) skrefatalningu innanbæjarsím- tala og 2) hækkun á gjaldskrár- taxta umframskrefa, og að með könnuninni gæfist símnotendum kostur á að velja á milli leiðanna. Skal þetta undirstrikað hér þar eð nauðsynlegt er að íslenska þjóðin sem á ekki skilinn ofangreindan rangan málflutning Páls og Helga vaði ekki í neinni villu um þetta grundvallaratriði viðvíkjandi jöfnun símgjalda. í þessu sam- bandi má taka fram að póst- og símamálastjóri veitti opinberlega í ágústlok sl. síðbúna en þakkar- verða viðurkenningu á því að ná mætti sama jöfnuði með hvorri leiðinni um sig og var þetta bein- línis tekið fram í greinargerð fyrir þingsályktunartillögunni. Hefði mátt ætla að þær raddir sem hafa kallað andmælendur skrefataln- ingarinnar (meðmælendur gjald- skrárbreytingarleiðarinnar) and- stæðinga jöfnunar og stuðnings- menn misréttis mundu hljóðna við þetta en þær skutu þá því miður upp kollinum þar sem síst skyldi — á sjálfu Alþingi. I'jódin á leiðréttingu skilda Á fundi í borgarstjórn Reykja- víkur hinn 4. september 1980, þar sem meirihluti Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins samþykktu gegn atkvæðum minnihluta Sjálfstæð- isflokksins tillögu um að taka undir skrefatalninguna, vísaði Guðrún Helgadóttir, alþingismað- ur og borgarstjórnarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, sem tók ein til máls af meirihlutamönnum m.a. í viðtal sitt við Guðmund Ólafsson, fyrrverandi umdæmisverkfræðing Pósts og síma í Reykjavík og and- stæðing skrefagjaldsins sem rekur nú verkfræðistofu og símtækni- fyrirtæki í Reykjavík, og sagði hún (orðrétt úr fundargerð borg- arstjórnar): „Hann sagði, og mér er alveg áreiðanlega óhætt að hafa það eft- ir honum, að þó að hann hefði á sínum tíma eygt annan möguleika heldur en það að hefja skrefataln- ingu, þá er hann þeirrar skoðunar, að hjá því verði raunar ekki kom- izt, og það segi sig auðvitað sjálft að af hverju skyldu Islendingar geta sloppið framhjá þessu, frekar en aðrar þjóðir." Að sögn Guðmundar Ólafssonar eru þetta ekki hans orð og beinlín- is efnislega rangt þegar því er haldið fram að hann telji skrefa- gjaldið óhjákvæmilegt. Hann var og er andstæðingur skrefagjalds- ins en er hlynntur gjaldskrár- breytingarleið (verðhækkun um- framskrefa samfara lengingu langlínuskrefa). Ummæli Guðrún- ar Helgadóttur voru röng og mjög meinleg þar eð þau voru til þess fallin að hafa áhrif á afstöðu ann- arra borgarfulltrúa og tillagan síðan áhrif á aðra. Enn tók Guðrún Helgadóttir fram: „Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar vissi hann um eitt land, sem ekki hefur tekið upp skrefa- talningu, og þaðær eitthvert olíu- ríki suður við Svartahaf. — Þeir hafa ókeypis innanlandssímtöl." Þetta er villandi framsetning því að hér liggur næst að álykta að tímamæling innanbæjarsímtala — skrefagjaldið — sem var til um- ræðu sé svo til undantekningar- laus regla erlendis. Því fer hins vegar víðs fjarri enda hefur Póst- ur og sími ekki getað nafngreint nema 15 erlend ríki — innan við tíunda hluta aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna — þar af 8 eða ein- ungis þriðjung vestrænna ríkja þar sem skrefatalning innanbæj- arsímtala fer fram (miðað við könnun erlends fyrirtækis þar sem 56 ríki svöruðu fyrirspurn þar að lútandi). Þjóðin á leiðréttingu skilda. Og alþingismenn sem greiða at- kvæði um framangreinda þings- ályktunartillögu í sameinuðu þingi á næstunni eiga skilið að fá réttar upplýsingar — og engar aðrar. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra sagði nýlega í blaðaviðtali að könnun á afstöðu símnotenda til mismunandi val- kosta væri ekki til neins annars en að egna dreifbýlið á móti þéttbýl- inu. Er ráðherrann að gefa í skyn að skrefatalningarleiðin sé eina jöfnunarleiðin? Ef veita má dreif- býlinu sömu fjárhagslegu jöfnun á grundvelli hækkunar á gjald- skrártaxta umframskrefa og á grundvelli skrefatalningar inn- anbæjarsímtala hvers vegna skyldi dreifbýlismönnum þá ekki standa á sama fjárhagslega séð hvor leiðin yrði farin? Bágt á ég með að trúa að dreifbýlismönnum sé nokkurt minnsta kappsmál að koma skrefatalningunni sem slíkri á Reykvíkinga og aðra þéttbýl- isbúa í óþökk þorra þeirra þar eð skrefatalningin mun svipta alla landsmenn (96% símnotenda strax) því frelsi sem þeir hafa nú til að tala án tímamælingar við nágranna sína. E.t.v. á ráðherrann við að könnun sem tæki nokkrar vikur mundi ergja einhvern. En benda má á að ná hefði mátt jöfn- un með annarri aðferð en skrefa- talningu fyrir mörgum árum. Val á skrefatalningartækjum, pöntun og uppsetning þeirra hefur því tafið mjög fyrir æskilegri jöfnun símgjalda. Einnig hefði verið unnt að hækka nú gjaldskrártaxta um- framskrefa í stað skrefatalningar- innar þannig að jöfnunin gæti byrjað strax. Steingrímur Hermannsson sem vill ekki breyta ákvörðunum fyrir- rennara í skrefagjaldsmálinu og færði mannréttindalögsögu Is- lendinga einhliða inn hinn 1. nóv- ember sl. — og það að þarflausu — hlýtur að minnast þess að hann er sem ráðherra og alþingismaður sýknt og heilagt að breyta ákvörð- unum og lögum fyrirrennara sinna. Þarf ekki að felast í því neinn áfellisdómur um eldri ákvarðanir og lög sem mótast af aðstæðum staðar og stundar, m.a. áliti kjósenda. Það er aldrei of seint að taka rétta ákvörðun. Menn verða eingöngu menn að meiri. Þjóðin á leiðréttingu skilda." Ódýr matarkaup Hvalkjöt Kíndalifur Folaldahakk Kindahakk Kindakarbonaði Unghænur 27,00 kr. kg. 20.50 kr. kg. 33,00 kr. kg. 29.50 kr. kg. 52,00 kr. kg. 36.50 kr. kg. .mj 1 ^KRAFJ Jomato ^tchup CA«IC *M** SWÖ NEIWT. 14 0Z& <39?g) Kn*ft .. „ KRAFT TÓMATSÓSA frá einum þekktasta matvælaframleiöanda Bandaríkjanna Gerid verösamanburö ^KAUPfÉlAGH) ¥ JO iSVON«€ ATOOV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.