Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JttorjjunWafoiíi Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10-100 JílorxjunI»Iuííiíi 1»RIÐJUDAGUR .3. NÓVEMBER 1981 Flugleiðir ráð- gera áætlunar flug til Nigeríu Nei, Skódinn er ekki að taka flugið. Myndin sýnir afleiðingar aftanááreksturs á Breiðholtsbraut í gærmorgun. Við áreksturinn hentist Skódinn upp á stag, sem var við Ijósastaur og stöðvaðist eins og myndin sýnir. Engin meiðsl urðu í þessu óhappi. Ljóam.: i>k. FLI'GLEIDIR ráðgera nú að hefja áætlunarl'lug tvisvar í viku milli Luxemborgar og Nig- eríu á 1)08, en ef af verður munu Flugleiðir og Kabo Tra- vel sem leigir eina Boeing 727- vél Flugleiða og rekur í áætlun- arflugi í Nigeríu, standa sam- eiginlega að umræddum flug- rekslri, samkvæmt upplýsing- urn Björns Theodorssonar framkvæmdastjóra Markaðs- deildar Flugleiða. Flugleiðir hafa sótt um leyfi til áætlunar- flugs milli Luxemborgar og Nigeríu og Kabo hefur sótt um flugleyfi milli Nigeríu og Lux- emborgar. F> búið að afgreiða málið jákvætt í Luxemborg, en svör hafa ekki borizt enn frá Nigeríu, Lagos, eða beggja staöanna, en ef af verður er reiknað með að flugið hefjist í byrjun næsta árs. Björn sagði að flugfargjöld á þessari leið væru tvöfalt hærri en þau gjöld sem eru á flugleiðinni Luxemborg-New York, sem er þó um það bil 9 klst. flugleið á móti 4 '/a klst. milli Luxemborgar og Nig- eríu. Reiknað er með að flug- liðar Flugleiða stanzi ekki milli ferða í Nigeríu, heldur verði skipt um áhafnir á ís- landi og í Luxemborg. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Eining um stefiiumörkun í stjórnmálayfirlýsingu Ályktun um andstöðu við ríkisstjórn samþykkt með 700 atkv. gegn 237 Nigeríu. Samkæmt upplýsingum Björns Theodorssonar er nú verið að kanna flutninga- möguleikana á þessari leið, tekjur og kostnað og einnig hvort flogið yrði til Kano í Lögðu niður vinnu til að mótmæla vond- um vegum SKÓLA BÍLSTJOKAK í <;núp verjahrvppi eru mjög óánægðir með hvcrnig Vegagerd ríkisins stendur að viðhaldi vega í hreppn um, og segja þeir þá nánast ófæra, á meðan viðhald í Hrunamanna- hreppi og á Skeiðum sé mun betra. Til að leggja áherslu á kröf- ur um betri vegi, lögðu skólabíl- stjórarnir niður vinnu í gær, en munu aka með venjulegum hætti í dag, að því er Prándur Ingvarsson í Prándarholti í (inúpverjahreppi, einn bílstjóranna sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Þrándur sagði, að um væri að ræða fjóra skólabíla, er ækju unt (>0 börnum í skólann, Ása- skóla. Auk þess er svo ekið með unglinga í Húðaskóla í Hruna- mannahreppi. Kennslu sagði Þrándur hafa fallið niður í Ása- skóla í gær, en kennt hefði verið að Flúðum. „Okkur líkar illa þetta ástand veganna hér, og því var gripið til þess ráðs að leggja niður vinnu í einn dag í mót- ntælask.vni, og í von um að úr verði bætt,“ sagði Þrándur. ALGJÖR eining varð um grundvallarstefnumörkun í stjórnmálayfirlýsingu 24. landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Stjórnmálayfirlýsing II, sem fjallar um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til nú- verandi ríkisstjórnar var hins vegar samþykkt með 700 at- kvæðum gegn 237 en 32 seðl- ar voru auðir og 1 ógildur. I stjórnmálayfirlýsingu II er lýst yfir „eindreginni andstöðu við ríkisstjórnina og skorað er á ráð- herra úr röðum sjálfstæðismanna að ganga úr ríkisstjórninni og þeir þingmenn flokksins, sem hafa stutt hana eru hvattir til þess að láta af þeim stuðningi. Harðar umræður urðu um þessa ályktun og er skýrt frá umræðum um hana á bls. 17 í Morgunblaðinu i dag. í stjórnmálayfirlýsingu I, þar sem lýst er grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir, að „Sjálfstæðisflokkurinn einn stjórnmálaflokka getur veitt þjóð- inni þá forustu, sem hún þarfn- ast“. Hvatt er til þess, að sjálf- stæðismenn „sameinist í einarðri baráttu fyrir öryggi landsins, SÍLDARSÖLTHN er nú alveg lokið og sömuleiðis veiðum reknetabáta og að sögn Jóns B. Jónassonar skrif- stofustjóra Sjávarútvegsráðuneytisins þá er Ijóst að reknetabátarnir fengu 18—19 þúsund tonn af síld á úthald- inu, en kvóti þeirra var 18 þús. tonn að þessu sinni. Þá munu 30 nótabátar af um 90 vera búnir með sinn kvóta, um 30 nótabátar eru á veiðum núna og aðrir 30 hafa enn ekki farið til frelsi og rétti einstaklingsins og frjálsu og heilbrigðu atvinnulífi, er sé grunnur velferðar hvers og eins og samhjálpar allra á kom- andi árum“. I stjórnmálayfirlýsingu II, sem ágreiningur varð um, segir m.a. að veiða, og ekki vitað hvort þeir muni notfæra sér veiðiheimildina. Þar sem búið er að salta upp í alla samninga og frystihúsin hafa verið treg að taka á móti síld til frystingar á verðum ákveðnum af Verðlagsráði sjávarútvegsins, þá munu allmargir eigendur nótabáta hafa boðið síldina á lægra verði en ákvörðun Verðlagsráðs segir til um. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- „stefna og störf núverandi ríkis- stjórnar séu í ósamræmi við sjón- armið Sjálfstæðisflokksins og efli áhrif þeirra, sem andvígastir eru þeim sjónarmiðum". Sjá stjórnmálayfirlýsingu lands- fundar á miðsíðu. um sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá munu nótabátar hafa landað síld til frystihúsa á verði sem er um kr. 1,95 á kíló. Samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins á að borga kr. 2,96 fyrir hvert kg. af 1. stærðarflokki og kr. 2,01 fyrir 2. stærðarflokk og skiptir engu hvort síldin fer til söltunar eða fryst- ingar. Er hér því um lögbrot að ræða, þar sem ákvarðanir Verð- lagsráðs sjávarútvegsins eru bundnar lögum og þar segir að bæði skuli flokka og meta síldina við Iöndun. Jakob Kristinsson hjá Fiskvinnslimni hf. í Bfldudal: Sfld til frystingar: Bjóða sfld á allt að 28% lægra verði en heimilt er „Það er ekki nóg að fá fyrirgreiðslu, það verður líka að vera rekstrargrundvöllur“ ,,VH) ERFM og höfum verið illa se-ttir undanfarið og það kemur að því að fyrirta‘kið stöðvast, ef við fáum ekki fyrirgreiðslu bráðlega,“ sagði Jakob Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal, þegar Morgunhlaðið ræddi við hann í gær. „Það er hins vegar ekki nóg að fá einhverja fyrirgreiðslu í Byggðasjóði eða bönkum, stjórnvöld verða að sjá svo um að einhver rekstrargrund- völlur verði fyrir frystihúsin í landinu. Ilann hefur enginn verið um langt skeið,“ sagði Jakob enn- fremur. Að sögn Jakobs vinna nú um 60 manns hjá Fiskvinnslunni á Bíldudal, en fyrirtækið tekur við afla togarans Sölva Bjarnasonar og eru þessir 60 manns stór hluti vinnandi fólks í kauptúninu. „Skuldir hafa smám saman ver- ið að safnast saman og það þarf að breyta þessum lausaskuldum í föst lán, þannig að við fáum tæki- færi á að lifa. Hjá okkur er málum svo háttað að mikið af fiskinum sem við tökum á móti getur ein- göngu farið til frystingar, en frystingin er sá þáttur fiskvinnsl- unnar sem er hvað óhagstæðastur um þessar mundir," sagði Jakob að lokum. Morgunblaðið aflaði sér einnig þeirra upplýsinga, að brúttóverð til flestra síldarbáta sem landað hafa síld til söltunar í haust sé um og yfir 2,70 og skiptaverðið um 2,30, enda hefur síldin sem fengist hefur á þessari vertíð verið mjög stór og góð. Ef miðað er við að brúttóverð fyrir síld þá sem nótabátarnir eru að fá um þessar mundir yrði um 2,70 kr. á kíló skv. ákvörðun Verð- lagsráðs, og að eigendur og skips- hafnir bátanna sætti sig nú við 1,95 kr. á kíló fyrir síld til frystingar er um að nema verðlækkun, sem nem- ur 28%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.