Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum • Þetta var fyrsti flokkurinn sem Atli þjálfaði árið 1950. í þesu liði voru margir sem síðar urðu landskunnir knattspyrnumenn. í fremri röð má sjá Svein Jónsson, núverandi formann KR, Ellert Schram, formann KSÍ, Heimi Guðjónsson og Þórólf Beck, allir þessir kappar léku marga landsleiki fyrir fslands hönd. Við hlið Atla í aftari röð er Garðar Árnason einn besti knattspyrnumaður sem fsland hefur átt. En hér fara nöfnin á eftir: IV. flokkur 1950: Fremri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson, Ellert Schram, Þórólfur Beck, Heimir Guðjónsson, Magnús Ólafsson, Leifur Gíslason, Pétur Stefánsson. Aftari röð: Atli Helgason, þjálfari, Garðar Árnason, Erlendur Erlendsson, Pétur Axel Jónsson, Haraldur Baldvinsson, Gunnlaugur Sigurgeirsson, Ingólfur Babel, Daníel Benja- mínsson. FYRIR rétt rúmum mánudi lauk keppnistímabili knatt- spyrnumanna. Margir flokkar voru í eldlínunni að venju og árangur misgódur eins og gengur og gerist. Einn af yngri flokkum KR náði á síðasta keppnistímabili mjög góðum árangri. Var (tað fimmti flokkur félagsins. Strákarnir í flokknum sigruðu í öllum þremur mótunum á tímabilinu, Reykjavíkurmóti, íslandsmóti og haustmóti. Allstaðar hafði liðið umtalsverða yfirburði. Reykjavíkurmótið unnu þeir til dæmis með fullu húsi stiga, skoruðu 31 mark en fengu aðeins á sig 1. Þá tók flokkurinn þátt í keppn- isferð til Danmerkur síðastliðið suniar. Þar tók liðið þátt í hrað- móti í Asnæs og sigraði glæsilega í mótinu. Skoraði liðið 26 mörk gegn engu. Leiknir voru margir leikir í þessari ferð og tapaðist að- eins einn þeirra. Ferð drengjanna var sérlega vel skipulögð og vel að henni staðið. En aðalfararstjóri var Sigurgeir Guðmannsson. Þjálfari 5. flokks KR er Atli Helgason. En sennilega hefur eng- inn starfað jafn lengi við knatt- spyrnuþjálfun yngri flokka hér á landi en Atli. Ávallt hefur Atli þjálfað yngstu flokka KR. Þeir eru orðnir marfíir sem hafa stigið sín fyrstu skref í knattspyrnuþjálfun hjá Atla. Atli hefur þjálfað sam- fellt í 20 ár. Atli var inntur eftir því hvort lið það sem um er rætt hér á undan sé óvenju gott af yngri flokki að vera. — Já það er óhætt að segja það. Þessi 5. flokkur er mjög sterkur. Ekki síst vegna þess að helmingur drennjanna verður áfram á næsta sumri. Ganga ekki upp. Eg man ekki eftir jafn góðum flokki í mörg ár, sagði Atli. Nú hefur Atli starfað sem ungl- ingaþjálfari í 20 ár. Hann var því spurður álits á því á hvað bæri að leggja mesta áherslu hjá yngstu kynslóðinni. — Það ber að leggja aðaláhersl- una á tæknisviðið. Knattleikni og mýkt. Það verður alltof fljótt of mikið um hörku í leikjum yngri flokkanna. En við náum ekki upp mýkt og knattleikni fyrr en við látum ungu drengina æfa alveg á grasi og leika þar líka. Við verðum að losna alveg við malarvellina. Það er mesta vanda- málið að þurfa að vera á mölinni. Verður þú aldrei þreyttur á að þjálfa þá yngstu? Ég hef nú lengi ætlað að hætta, en er enn að. Það koma margir smástrákar til mín og segja við mig: Veistu það að þú þjálfaðir hann pabba. Þegar þeir fara að koma til mín og segja þú þjálfaðir hann afa, þá er ég ákveðinn í því að hætta þessu. Það er gaman að starfa með yngstu mönnunum. Þar er svo gíf- urlega mikill áhugi á knattspyrn- unni. Það þarf aldrei að ganga á eftir neinum. Ánægjan er líka svo mikil. I hverju liggja hinir miklu yfir- burðir 5. flokks KR í knattspyrnu? — Þessi flokkur er með efni- legustu knattspyrnuflokkum sem KR hefur eignast. Það get ég full- yrt. Hin mikla geta liðsins liggur fyrst og fremst í því hversu jafnir að getu strákarnir eru. Þá er það mjög óvanalegt að í svona liði séu svo til allir efni í afburðagóða knattspyrnumenn. Hæfileikarnir leyna sér ekki. - ÞR. • Atli Helgason unglingaþjálfari KR í knattspyrnu hefur náð afbragðs góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað. I.jóam. i>r. „Þú þjálfaðir hann afa“ - þegar ég fæ að heyra það er ég hættur segir Atli Helgason sem starfað hefur við unglingaþjálfun í 20 ár • Hér til hliðar má sjá hinn sterka fimmta flokk KR í knattspyrnu. Drengirnir sigr uðu með glæsibrag í öllum mótum sumarsins. Sannkall- aðir meistarar. Nöfn þeirra fara hér á eftir. Efri röð frá vinstri: Sveinn Jónsson form. KR. Atli Ilelgason, þjálfari, Sig. (luðmundsson, Olafur Magn- ússon, Jóhann Lapas, Heimir (iuðjónsson, Gunnar (iísla- son, Jón Örvar Kristinsson, I'orsteinn Stefánsson, I>or- móður Egilsson, Ægir Jóns- son, (iuðjón Guðmundsson form. Knattspd. KR. Fremri röð: Viðar Halldórsson, Guðjón Guðmundsson, Hilmar Björnsson, I>orsteinn Guð- jónsson, fyrirliði, Jóh. Ingi Guðmundsson, Stefán Guð- mundsson, Steinar Haralds- son, Hörður Felix Harðar- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.