Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 17 sumarbúðir og þjálfunarbúðir einnig. Bessí Jóhannesdóttir taldi ályktunina fyrst og fremst pen- ingakröfur. Sigurður Halldórsson, Kristinn Jónsson, Ófeigur Gests- son, Páll Gíslason, Júlíus Hafstein og Jón Gauti Jónsson lögðu ein- dregið til að ályktunin yrði sam- þykkt. Haraldur Kristjánsson taldi drögin að ályktuninni fráleit; vidli ekki gera frjáls félagasamtök of háð ríkisvaldinu. Páll Daníelsson lagði fram til- lögu um gegnumstreymislífeyris- sjóð, sem byggður yrði á launa- flokkum en ekki ævitekjum. I líf- eyrissjóði þessum yrðu allir yngri en 16 ára, launaflokkar yrðu 5—7, launþegar einir greiddu í sjóðinn og ættu hann, fólk gæti valið hvaða launaflokk það kjósi að greiða í sjóðinn, lífeyrisréttindi hefjist við 65 ára aldursmörk, hægt verði að þiggja laun að hluta, og úr sjóðnum verði greidd laun fyrir heimilis- störf. Pétur Blöndal flutti framsögu um drög að ályktun í skattamálum og lagði m.a. áherzlu á verulega lækk- un skatta almennt. Tekjuskattar verði afnumdir í áföngum af al- mennum launatekjum og stefnt verði að því, að lífeyrisgreiðslur verði í samræmi við skattaframtöl. Sameiginlegum tekjum hjóna verði skipt jafnt á milli þeirra. Tekin verði upp staðgreiðsla skatta. Virð- isaukaskattur verði tekinn upp. Hann sagði, að núverandi skatt- kerfi drægi úr vinnulöngun ein- staklinga. Þá var lagt til að afnema skattlagningu af nýjum fram- leiðsluaukandi tæknibúnaði, s.s. tölvum. Atvinnumál Árni (írétar Pinnsson hafði fram- sögu um atvinnumál undir kjörorð- inu „Leiðin til bættra lífskjara". Meðal annars var lögð áherzla á nýtingu kosta frjálsra viðskipta og markaðskerfis. Sú meginregla verði tekin upp að fella niður hvers konar skriffinnsku, boð og bönn. Verðlag verði gefið frjálst. Geng- isskráning miðist fyrst og fremst við almennar breytingar á fram- leiðslukostnaði hér á landi og i samkeppnislöndum. Allir atvinnu- vegir fái eðlilegan og jafnan að- gang að rekstrar- og fjárfestingar- lánum á sambærilegum kjörum. Skattlagningu atvinnureksturs verði ekki íþyngt. Almenn þátttaka í atvinnurekstri verði örvuð. Lögð er áherzla á, að bættar samgöngur séu mikið hagsmunamál fyrir at- vinnureksturinn, ekki síður en all- an almenning. Næsta stórátak í at- vinnumálum þjóðarinnar eigi að vera í uppbyggingu stóriðju, með því að koma á fót þremur til fjór- um stóriðjuverum, einu á Suður- landi, einu á Austurlandi og einu til tveimur á Norðurlandi. Auk þess verði stóriðjuverin í Straumsvík og á Grundartanga stækkuð hið fyrsta. I tengslum við uppbyggingu stóriðju komi nýjar virkjanir. Lögð verði áherzla á að sjávar- útvegi verði búin skilyrði til að vaxa og eflast. Lögð er áherzla á gildi frjálsrar verzlunar, og að í iðnaði felst vaxtarbroddur at- vinnulífsins. Friðrik Sophusson lagði áherzlu á að velferðarþjóðfélag okkar bygg- ist á atvinnuvegunum; þeir væru mjólkurkýrin, sem ekki yrði mólk- uð og étin í senn. Hann sagði að stjórnvöld stæðu eðlilegri atvinnu- þróun fyrir þrifum í landinu. Þorvarður Elíasson flutti tillögu til breytingar á ályktun um verzlun og viðskipti. Hann lagði til að gjaldeyrisverzlun verði gefin frjáls. Pálmi Jónsson frá Sauðárkróki sagði, að það hefði aðeins þrisvar gerst á síðastliðnum 20 árum, að fleiri hefðu flutt til landsins en frá landi. Árni Emilsson sagði, að það væri furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem væri talsmaður frjálsrar verzl- unar, skyldi ekki beita sér fyrir af- námi einokunar á sumum sviðum útflutningsverzlunarinnar. Magnús L. Sveinsson hafði fram- sögu um vinnumarkaðsmál og var það síðasta mál á dagskrá á laug- ardeginum. Þar var megin áherzla lögð á, að svo verði búið að atvinnu- vegunum, að þeir fái á hverjum tíma uppfyllt þá kröfu, að dag- vinnulaun einstaklings nægi til framfærslu meðalfjölskyldu. í ályktun var lögð áherzla á, að fatl- aðir fái stundað vinnu við sitt hæfi og njóti starfsöryggis og kjara til jafns við aðra launþega. Unnið verði að bættri vinnuaðstöðu. Af- nema beri mismunun á sviði lífeyr- ismála. Vinnumarkaðurinn lagi sig að þörfum fjölskyldunnar í aukn- um mæli, t.d. með sveigjanlegum vinnutíma. Framlög til verkmennt- unar verði aukin. Afkastahvetjandi launakerfum verði komið á. Ágúst Hafberg mælti fyrir tillögu um samgöngumál og urðu um hana talsverðar umræður, einkum um flugmál. Vegna tímahraks á fund- inum var samþykkt að framkomn- um breytingatillögum skyldi vísað til miðstjórnar flokksins og tillag- an síðan samþykkt með hliðsjón af því. Jón Gauti Jónsson mælti fyrir til- lögu um sveitastjórna- og byggða- mál og urðu mjög litlar umræður um hana þar sem formannskjör stóð yfir á sama tíma. Tillagan var samþykkt með meginþorra allra greiddra atkvæða. Hörð gagnrýni á stjórnar- myndun og stjórnarstefnu Síðdegis á sunnudag hófust umræð- ur um stjórnmálaályktun fundarins, sem var í tveimur liðum, annars vegar almenn stjórnmálayfirlýsing og hins vegar vantraustsyfirlýsing á ríkis- stjórnina. Kramsögumaður var Jónas Haralz og rakti hann efni ályktananna og skýrði þa*r. Hvatti hann til þess að þær yrðu samþvkktar. I>á tók Sigurgeir Sigurðsson til máls og ræddi stjórn- málaástandið almennt og lýsti því síð- an yfir að hann drægi framboð sitt til varaformanns til baka. Taldi hann sig hafa fremur lítið fylgi og vildi hann því ekki raska kosningu hinna tveggja, sem gefið hefðu kost á sér. Sagði hann að þessi ákvörðun sín stafaði ekki af andstöðu eða óánægju við flokkinn og að hann myndi halda áfram að helga flokknum starfskrafta sína og veita stjórnendum hans aðhald. Stefán Jónsson ra'ddi stjórnmálaástandið og erjur innan flokksins. Krlendur Kv- sleinsson tók einnig til máls, sagðist vera stuðningsmaður stjórnarinnar og styddi Pálma í formannskjöri, en hvatti menn þó til að sæta kosinni for- ystu flokksins, hver sem hún yrði og að klæði yrðu hreidd á vopnin. Matthías Á. Mathiescn ra'ddi einnig stjórnmála- ástandið og veittist að Gunnari og stjórn hans. Taldi hann að þar réðu ekki stefnumál Sjálfstæðisflokksins og taldi að stjórninni hefði mistekizt í bar áttu sinni við verðlxilguna og benti á verulega aukningu erlendra lántaka, sem hlytu að auka verðbólguna innan tíðar. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, tók næstur til máls. Hóf hann mál sitt á því að lýsa tilhögun vantraustsyfirlýsinga á þingi, sagði að þar tíðkaðist ekki að þeim fylgdi greinagerð og taldi að landsfundur hefði átt að hafa sama háttinn á. Hann rakti síðan ályktunina um stjórnmálayfirlýsinguna og taldi að í henni væru 9 rangfærslur. Hann sagði að það væri rangt að aðeins hefðu verið gerðar bráðabirgða- ráðstafanir gegn verðbólgunni og sagði að verðbólga hefði farið niður í 40% úr 60% á stjórnartíma sínum og sagði hana fremur fara lækkandi en hækkandi. Þá sagði hann að rangt væri að hér ríkti fjölgengi og því væri þjóðin komin langt aftur í tím- ann, hér væri aðeins eitt gengi auk ferðamannagengis. Þá sagði hann það rangt að opinber fyrirtæki hefðu ekki fengið hækkanir. Sagði hann Landsvirkjun hafa fengið hækkanir umfram verðbólgu og krafa um meiri hækkanir raf- og hitaveitna þýddi auðvitað hækkað verð á vatni og rafmagni og sagðist efast um að hinn almenni borgari kærði sig um það. Þá sagði hann það ekki rétt að hér ríktu hörkulegri verðlagshöft en áður og það verðlagseftirlit, sem nú ríkti væri ekki í andstöðu við stefnu sjálfstæðismanna og sagði að þrír fyrrverandi formenn flokksins, þeir Olafur Thors, Bjarni Benedikts- son og Jóhann Hafstein, hefðu komið á meiri verðlagshöftum á sínum stjórnartíma en nú væru. Þá sagði hann ekki rétt að hásköttun væri viðhaldið og umsvif ríkisins væru ekki of mikil. Sagði hann að þau hefðu verið um 31% af þjóðartekjum 1974 til 1975, 1977 til 1978 hefðu þau verið 29% og yrðu á næsta ári 28%. Þá sagði Gunnar að rétt væri að er- lend lántaka hefði aukizt, en það fé hefði að mestu farið í byggingu Hrauneyjafossvirkjunar og aðrar orku- og hitaveituframkvæmdir. Ef menn vildu auka slíkar framkvæmd- ir yrðu erlend lán að koma til. Þá 'sagði hann að staða banka hér á landi hefði farið mjög batnandi vegna stóraukinnar sparifjár- myndunar og þeir væru nú færir um að lána stærri upphæðir en áður þannig að minna þyrfti að taka af erlendum lánum. Þá sagði hann rangt að engin stefna ríkti í virkjun- ar- og orkumálum og það hefðu í sinni stjórnartíð verið teknar meiri ákvarðanir um slík mál en nokkru sinni fyrr. Þá sagði Gunnar það ekki rétt að afstaða ríkisstjórnarinnar í varnarmálum væri tvíbent og sagði það ekki skipta máli fyrir varnir landsins hvort flugstöð yrði byggð eða ekki. Þá sagðist hann undrandi á fullyrðingum um það að stefnu sjálf- stæðismanna væri ekki fylgt í ríkis- stjórninni og sagði að flokksráð hefði áður fagnað því einróma að stefnu Sjálfstæðisflokksins væri — í umrædum á sunnudag fylgt við stjórn landsins. Þá sagði hann ekki koma til greina að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins færu úr stjórninni. Það myndi %’alda glund- roða á stjórnmálasviðinu og hann hefði ekki fengið nein svör um það hjá flokksbræðrum sinum hvað tæki við, færi stjórnin frá. Matthías Bjarnason tók næstur til máls. Taldi hann ræðumennsku Gunnars hafa hrakað verulega og var undrandi á málflutningi hans og rangfærslum. Hrakti hann mál- flutning Gunnars og benti á að hann hefði sagt sig vera á móti leiftur- sókninni en hefði síðan valið sér höf- und hennar, Jón Orm Halldórsson, sem aðstoðarmann. Þá benti Matthí- as á að eignaskattur hefði hækkað verulega í tíð núverandi stjórnar og hann héldi enn áfram að hækka, þrátt fyrir að það væri stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka hann og afnema. Þá átaldi hann að gerður hefði verið leynisamningur við komma um neitunarvald í öllum Jónas Haralz málum. Þá sagði hann að sjálfstæð- ismenn hefðu ekki gert kröfu um gengislækkun heldur aðeins að gengi væri rétt skráð, og að einn af núver- andi ráðherrum hefði sagt að geng- isfelling væri óumflýjanleg ef út- flutningsiðnaðurinn ætti að geta gengið, þrátt fyrir yfirlýsingar for- sætisráðherra um að gengi yrði ekki lækkað. Þá átaldi hann að frystihús- um, einkum í eigu Sambandsins, væri hjálpað á meðan einkarekstur- inn fengi ekki leiðréttingu á rekstr- arskilyrðum sínum og væri að éta sig út á gaddinn og á meðan Sam- bandið fengi aðstoð frá stjórninni væri það að kaupa upp einkarekstur- inn í landinu. Þá sagðist hann ekki vera andvígur samstarfi við Al- þýðubandalagið fremur en við aðra flokka svo framarlega að viðunandi málefnasamningur næðist, en svo væri ekki nú. Illa hefði verið stofnað til þessarar ríkisstjórnar og árangur væri eftir því. Þá sagðist hann ánægður með grein Styrmis Gunn- arssonar, „Sögulegar sættir“, menn yrðu að starfa innan flokksins og utan, sem ein heild. Þá sagðist hann standa heilshugar með endurkjöri Geirs Hallgrímssonar og harmaði hann áróður framsóknarhyskisins og kommadótsins gegn honum, sem jafnvel hefði borizt inn í Sjálfstæðis- flokkinn. Gísli Jónsson tók næstur til máls og var mjög harðorður í garð forsæt- isráðherra, Gunnars Thoroddsens. Sagðist hann ekki þekkja hann fyrir sama mann. Manninn sem hann hefði dáð fyrir ræðusnilld og vizku. Taldi hann rangfærslur hans ósmekklegar og að það jaðraði við smekkleysi að skýla sér bak við minningu látinna manna. Þá færði hann fundarmönnum þakkir f.vrir gott samstarf við erfiðar aðstæður og þakkaði Ellert Sehram góða ræðu og honum og Sigurgeir Sigurðssyni fyrir að hafa hætt við framboð. Gísli sagði einnig að þó hann vildi helzt að flokkurinn væri einn, væri þó sök sér að hann væri aðeins með tvo arma. Hann væri þá að minnsta kosti í mannsmynd, væru armarnir fleiri, væri hann hins vegar skrímsli. Hann sagði að það væri.gott að á þessum fundi hefðu menn verið hreinskilnir og blásið út og væru því væntanlega sáttfúsari á eftir. Þær sættir yrðu að koma fram í verki, ekki bara orði og það fyrsta og mikilvægasta væri að eining næðist um framboð til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í vor og borgin unnin aftur úr hönd- um kommúnista. Sagði hann árásir á formann flokksins mjög ómaklegar, hvatti til endurkjörs hans og friðar og sameiningar innan Sjálfstæðis- flokksins og sagðist vona það að flokkurinn gengi ekki út að loknum landsfundi, sem „fjölgengisflokkur". Davíð Scheving Thorsteinsson taldi ríkisafskipti of mikil og sagði það skoðun sína að leggja bæri niður iðn- aðar-, landbúnaðar-, samgöngu- og viðskiptaráðuneyti. Þess í stað bæri að stofna. atvinnumálaráðune.vti, sem hefði yfirsýn yfir alla atvinnu- vegi landsins og skoðaði þau mál í heild. Þá ætti efnahagsmálaráðu- neyti aö vera undir forsætisráðu- neytinu. Þannig væri hægt að losa atvinnuvegina undan ríkiskruml- unni, sem beindi sér bara að því að hefta einkarekstur í landinu. Þá sagði hann eilífðarvél verðbólgunnar vera að mala atvinnuvegi landsins í rúst með hjálp afturhaldsflokkanna í landinu. Spáði hann því að Alþýðu- bandalagið myndi fljótlega gefast upp á stjórninni og hvatti sjálfstæð- ismenn til að vera fyrri til að rjúfa stjórnarsamstarfið. Birgir Isleifur Gunnarsson hrakti rök Gunnars og sagði stefnuleysi ríkja í orkumálum, þar sem hvergi væru til áætlanir um það hvernig nýta bæri þá orku, sem fengist með aukinni byggingu orku- vera. Þá átaldi hann Gunnar fyrir að hafa gert leynisamning við Alþýðu- bandalagið í varnar- og öryggismál- um. Þá varaði hann við klofningi innan flokksins og benti á að borgaraleg öfl á Norðurlöndum væru margklofin og því ekki í aðstöðu til meirihlutamyndunar eða oddaað- stööu í ríkisstjórnum. Þá mælti hann með sameiningu og að deilur yrðu látnar falla niður. Sagði hann núverandi , ríkisstjórn vera orsök deilnanna og ef ætti að vera mögu- legt að jafna þær yrðu sjálf- stæðismenn að hverfa úr stjórninni. Sverrir Hermannsson sagði erfið- leikana og óeininguna stafa af myndun ríkisstjórnarinnar, þó Gunnar héldi öðru fram og að stefna Sjálfstæðisflokksins kæmi hvergi fram í gerðum núverandi ríkis- ,stjórnar. Þorgeir Ibsen lýsti stuðn- j ingi sínum við Geir og hvatti til kosningar hans. Ragnhildur Helga- dóttir sagði núverandi ríkisstjórn vera mestu vinstristjórn landsins og lýsti undrun sinni á því að forsætis- ráðherra notaði minningu látinna manna til að færa rök fyrir stjórn- arm.vndun sinni og gerðum og gagn- rýndi málflutning hans frekar. Skúli Johnsen ræddi Stöðu hins almenna flokksfélaga og sagði það erfitt fyrir hann að fóta sig á hinum hála ís erfiðleika og óeiningar. Hann hvatti til kosningar Geirs og taldi að menn mættu ekki skorast undan siðaregl- um flokksins, með svipuðum gerðum og þeir, sem nú styðja ríkisstjórnina. Taldi hann að þeim bæri að segja sig úr flokknum og því væru annmarkar á framboði Pálma Jónssonar til formanns flokksins. Halldór Blondal ræddi um stöðu sjálfstæðismanna innan launþegahreyfingarinnar og gagnrýndi málflutning forsætis- ráðherra. Jónas Haralz tók loks til máls og sagði að hvergi hefði verið farið með rangt mál í stjórnmala- ályktuninni og hrakti málflutning Gunnars. Sagði hann að fyrrihiuti stjórnmálaályktunarinnar væri framtíðarmál, en sá seinni hefði nteiri þýðingu í dag, en væri ekki síður ntikilyægur til santeiningar og sterkrar sóknar Sjálfsta'ðisflokks- ins. Þá var gengið til kosningar urn stjórnmálaályktunina og samkvæmt ósk Gunnars Thoroddsens var at- kvæðagreiðsla skrifleg um van- traustsyfirlýsinguna. Atkvæði um hana féllu þannig, að 7(K) manns samþykktu hana en 2)17 voru á móti. Fyrrihlutinn var svo samþykktur með ntegin þorra allra greiddra at- kvæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.