Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 „Eins og að leika með atvinnumannaliði“ - segir Kristinn Björnsson, norskur meistari „ÞAÐ var stórkostlegt að verða norskur meistari með Vaalerengen, þetta er virkilega vinalegt félag og það er stórskemmtilegt að leika með því, sérstak- lega á heimavelli þar sem áhorfendur eru að jafnaði 10.000 talsins. Þá er andrúmsloftið slíkt, að engu er Ifkara en maður sé að leika með atvinnu- mannaliði," segir Kristinn Björnsson í samtali við fréttamann Morgunblaðs- ins í Osló. Kristinn tók nýlega við sigurverðlaunum sínum og er hann fyrsti Islendingurinn sem verður norskur meistari í knattspyrnu. Þrátt fyrir meistaratign, var keppnistímabilið Kristni að mörgu leyti ekki til sannrar gleði. í rúma tvö mánuði gekk hann ekki heill til skógar, eftir að hafa brák- ast á fæti í æfingaleik. Var hann með miklar umbúðir á fætinum lengi vel og það var ekki fyrr en í júní, að hann gat farið að æfa á ný. Fótbrotið kom á versta tíma, því hann var sögn þjálfara Vaaler- engen, í þann mund að vinna sér sæti í byrjunarliði félagsins. Kristinn iék 11 leiki með Vaal- erengen, en aðeins einn heilan leik. í hinum 10 tilvikunum kom hann inn sem varamaður. Hann stóð sig vel, en segir sjálfur: „Það hefði getað gengið betur, ég náði til dæmis aldrei að skora mark fyrir Vaalerengen. En það var samt gaman að vera með, allir leikmenn liðsins eru miklir vinir og samheldnin, ásamt andrúms- loftinu á heimaleikjum, varð oft til þess að liðið lék betur en talið var mögulegt. Því er ekki að neita, að skemmtilegt hefði verið fyrir mig að skipa fast sæti í liðinu. En það var erfitt að verða heill af meiðsl- um einmitt um sama leyti og sér- staklega vel gekk hjá liðinu. Eðli- lega kaus þjálfarinn að breyta ekki sigurliöinu og maður varð að sætta sig við það,“ bætir Kristinn við. Staða Kristins hjá Vaalerengen er mjög óljós um þessar mundir, sérstaklega vegna þess að 17 ára piltur, að nafni Henning Bjarnoy, kom hreint ótrúlega á óvart undir lok keppnistímabilsins og skoraði mikið af mörkum. Haldi Bjarnoy áfram að sýna framfarir rýmkast ekki beinlínis um Kristinn. En hvað segir Kristinn sjálfur um mál þetta: „Ég hef ekki ákveðið hvort ég held áfram að æfa með Vaalereng- en næsta keppnistímabil. Nýr þjálfari tekur við liðinu og það er aldrei að vita nema hann sé lík- legri til að gera breytingar á lið- inu sem opna fyrir mér dyr. Ég gæti alveg eins hugsað mér að skipta um félag, en ég hef fengið tilboð frá félagi sem leikur í 2. deild.“ En vandamálið með Kristinn er, að hafi hann hug á að leika knattspyrnu með námi sínu í íþróttaskóla Osló, þá verður hann námsins vegna, að leika með félagi í Osló, hann hefur engin tök á að sækja æfingar langar vegalengdir. Hann útskrifast næsta sumar og hefur ekki gert upp við sig hvort hugurinn stefni í framhaldsnám. „Ég gæti vel hugsað mér að fara heim til íslands og þjálfa þar knattspyrnulið. Hugsanlega inn- rita ég mig líka í Háskóla ís- lands,“ segir Kristinn og bætir við að lokum: „Ég kann geysilega vel við mig í Noregi og norskri knattspyrnu, en menntunina tek ég fram yfir knattspyrnu í fram- tíðaráformunum." Jan Eric Laure, Osló • Norska meistaraliðið Vaalerengen. Markaskorarinn Mikli Paal Jakobsen er fjórði frá hægri í aftari röðinni. Tvö ensk stórlið, Manchester Utd og Nottingham Forest hafa verið á höttunum eftir honum, án árangurs þó. Kristinn Bjömsson er annar frá hægri í fremri röðinni. Þór sigraði Dalvík 28—17 \ FOSTUDAGINN áttust við í 3. deild í handknatlleik á Akureyri Þór og Dalvík og lyktaði leiknum með Frjálsíþróttadeild IR hefur nú haf- ið vetrarstarfsemi sína af krafti eftir vel heppnað sumar. /Efingar eru ba-ði úti og inni alla daga vikunnar. Einn liðurinn í vetrarstarfsemi deildarinnar eru hlaup þau, sem deildin hefur staðið fyrir mörg undanfarin ár, svo sem Oskjuhlíð- arh.'aupið, Gamlaárshlaupið, Kambaboðhlaupið, Víðavangs- hlaupið, Breiðholtshlaupin og Hljómskálahlaupin. Óskjuhlíðarhlaupið hefur þegar farið fram og tókst það mjög vel. Næst í röðinni í vetur verða öruggum sigri l>órsara, 28—17, eftir að þeir höfðu leitt 18—8 í hálfleik. í fyrri hálfleik var nánast um Breiðholtshlaupin, sem nú hefur verið ákveðið að fari fram á 6 sunnudögum fyrir jól og hefjast þau alltaf klukkan 2 = 14.00 hvern dag við Breiðholtskjör. Hlaupin munu fara fram þessa daga: 8.11., 22.11., 29.11., 13.12. og 20.12. Veitt verða verðlaun öllum, sem Ijúka 4 hlaupum af þessum 6 og röð þeirra innan hvers aldurs- flokks miðast við bestan saman- lagðan tíma úr fjórum bestu hlaupum þeirra. Aldursflokkarnir fara eftir fæð- ingarári. einstefnu að ræða og réðu Þórsar- ar lögum og lofum á vellinum. Þórsarar byrjuðu þann seinni illa og gerðu þeir sitt fyrsta mark í hálfleiknum þegar liðnar voru 10 mínútur, en þrátt fyrir að þeir lékju ekki eins vel og í þeim fyrri var sigur þeirra aldrei í hættu. Bestur hjá Þór var Guðjón Guð- mundsson en hjá Dalvík var Björn Friðþjófsson bestur. Mörk Þórs: Sigtryggur Guð- laugsson 7 (6v), Guðjón Guð- mundsson 6, Arni Stefánsson 5, Sigurður Pálsson 3, Rúnar Steingrímsson 2, Jón Sigurðsson 2, Einar Arason 2 og Sölvi Ingólfs- son 1. Mörk Dalvíkur: Stefán Georgs- son 5, Tómas Viðarsson 4, Aðal- steinn Gottskálksson 3, Björn Friðþjófsson 3 og Einar Einarsson 2. — re Breiðholtshlaup ÍR • Kristinn Björnsson á fullri ferð í leik gegn Brann í sumar. Afturelding fór án stiga frá Vestmannaeyjum LEIKMENN Aftureldingar úr Mos- fellssveitinni sóttu ekki gull í greip- ar Eyjamanna í 2. deildinni um helg- ina. Þeir töpuðu stórt fyrir Tý á föstudagskvöldið og á laugardaginn urðu þeir að láta í minni pokann fyrir Þór. Naumur sigur Þórs 20—19 í miklum barningsleik. Afturelding hvarf því af braut frá Eyjum án stiga. UMFA byrjaði leikinn við Þór vel og hafði forustu lengi framan af fyrri hálfleik en Þórarar slepptu þeim þó aldrei úr augsýn og þeir höfðu jafnað metin í hálf- leik 11—11. Til að byrja með í s.h. var jafnræði með liðunum og upp komu tölur sem, 14—14 og 15—15 um miðjan hálfleikinn. Þá kom góður kafli hjá Þór og þeir skor- uðu fjögur mörk i röð án svars frá UMFA. En þeir úr sveitinni gáfust ekki upp og náðu að saxa á forskot Þórs og breyta stöðunni í 19—18. Lokamínútur leiksins var allt við suðumark í húsinu, Sigurjón Eiríksson, fékk tækifæri til að jafna leikinn úr víti en skaut þá í stöng. Þórarar skora 20—18 en UMFA minnkar enn i 20—19 og á síðustu sek. leiksins kemst UMFA í hraðaupphlaup en Þórarar ná að stöðva það á elleftu stundu og tím- inn rann út. Þórarar hafa farið ágætlega af stað í deildinni í vetur, unnið þrjá af fimm leikjum sinum. Góður varnarleikur og frábær mark- varsla er aðall liðsins sem annars leikur nokkuð þunglamalegan handknattleik en ágætlega árang- ursríkan. Besti maður liðsins var Herbert Þorleifsson og Sigmar Þröstur varði oft á tíðum glæsi- lega í leiknum. Lið Aftureldingar er nú eitt og yfirgefið á botninum og verður að gera betur ef möguleiki á að vera að halda sætinu í 2. deildinni. Það Þór V. - UMFA 20:19 á þó eflaust eftir að bíta frá sér í vetur og alltof snemmt er að af- skrifa liðið. Sigurjón Eiríksson var langbesti maður liðsins. Einn- ig átti Guðjón Magnússon góðan leik. Markvörður liðsins heitir Ásgeir Ragnarsson en ekki Jón Ágústsson eins og slæddist inn í Mbl. á laugardag, nafn hans um- snérist svona hrikalega á símalín- unni frá Vm. til Rvíkur og er beð- ist velvirðingar á því. Mörk Þórs: Andrés Bridde 6 (3v), Albert Ágústsson 5, Herbert Þorleifsson 5, Páll Scheving 3, Karl Jónsson 1. Mörk UMFA: Sigurjón Eiríks- son 8 (2v), Guðjón Magnússon 3, Steinar Tómasson 2, Magnús Guð- mundsson 1, Ingvar Hreinsson 1, Þorvaldur Hreinsson 3, Björn Bjarnason 1. — hkj. Staðan í 2. deild Staðan í 2. deild er nú sem hér segir: ÍR 3 3 0 0 63:48 6 Stjarnan 3 2 0 1 73:68 4 Þór Ve. 4 2 0 2 78:79 4 Haukar 3 1 1 1 69:64 3 Fylkir 3 1 1 1 64:62 3 UBK 3 1 1 1 59:59 3 Týr 4 1 0 3 83:96 2 UMFA 3 0 1 2 54:67 1 ísiandsmötlö 2. delld rl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.