Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 3 Athugað með kaup á nýjum Drang FLÓABÁTURINN á Akureyri er nú að huga að kaupum á nýju skipi í stað Drangs, sem verið hef- ur í notkun frá því á árinu 1959. Jón Steindórsson, framkvæmda- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þeim stæði til boða nýtt skip, sem væri aðeins stærra en Drangur, sem er 176 tonn að stærð. Jón sagði, að hið nýja skip væri byggt fyrir gámaflutninga og væri svokallað ekjuskip. Þá sagði hann að um borð í skipinu væri bóma sem gæti iyft 56 tonnum og far- þegarými fyrir 60 manns, en það er sama tala og Drangur tekur. „Umrætt skip er byggt í Rúm- eníu, og er nú nýkomið til Noregs. Ef af kaupunum verður, þá þurf- um við að láta breyta skipinu nokkuð, þannig að það henti betur okkar aðstæðum. Það sem okkur vantar nú er fjármagnið, en það liggur nú fyrir að þótt flutningar myndu ekki aukast með tilkomu nýja skipsins, þá yrði ódýrara að gera það út en Drang, hins vegar mælir allt með því að flutningar myndu aukast mikið með nýju skipi, því þá getum við flutt svo til allt með lítilli fyrirhöfn. Það sem okkur vantar nú er fjármagn til að kljúfa kaupin," sagði Jón. Pílagríma- flugi Flug- leiða að ljúka PÍLAGRÍMAFLUGI Flugleiða í ár er nú að Ijúka. Tvær DÍ>8-63-flug- vélar voru í fluginu og um 90 Flug- leiðastarfsmenn tóku þátt í flutning- unum. Flogið var milli staða í Alsír og Jedda í Saudi-Arabíu. Flutningar þessir voru framkvæmdir fyrir als- írska flugfélagið Air Algerie. Alls voru fluttir um 28 þús. píla- grímar í tveimur önnum flugsins og farnar 110 flugferðir milli landa í sjálfu pílagrímafluginu. Að auki voru farnar áætlunarferð- ir fyrir alsírska flugfélagið milli Alsír og Evrópu. Flugleiðastarfsmenn sem þátt tóku í síðari önn pílagrímaflugs- ins eru væntanlegir til Kaup- mannahafnar næsta miðvikudags- kvöld. Þar verður gist um nóttina en komið til Keflavíkurflugvallar kl. 15:45 daginn eftir, fimmtudag- inn 5. nóvember. Islenska álfélagið: Ragnar Arna- son í stað Inga R. Helgasonar Framhaldsaðalfundur íslenska á|- félagsins var haldinn í gær. Þar var kjörin ný stjórn, er situr fram að næsta aðalfundi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar voru tilnefndir þeir Ragnar Arna- son, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla íslands, en hann kemur í stað Inga R. Helgasonar, og Þor- steinn Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, er setið hefur í stjórninni síðustu ár. Aðrir í stjórninni voru endur- kjörnir, þeir Halldór H. Jónsson, formaður, dr. Paul Múller, vara- formaður, Wolfgang Capitaine, Gunnar J. Friðriksson og Sigurður Halldórsson. j t ví;i D • O II ____SKÍÐAPARADÍS í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM í SUÐUR-TYROL. _______TVÆR VIKUR FYRIR AÐEINS4.719.00 KRÓNUR. Flugleiðum heíur tekist að ná góðum samningum við tvö prýðileg skíðahótel í draumalandi allra skíða- manna, Dolomiti í ítalska hluta Suður Týról. Svœði þetta er þekkt íyrir fram- úrskarandi skíðalönd með rúmlega 90 skíðalyftum og aðstöðu íyrir byrjendur jaínt sem lengra komna. Til marks um ágœti Dolomiti er hluti af heimsmeistarakeppni í Alpagreinum haldin þar árlega. Svœði þetta býður upp á það besta úr tveim heimum. Austurrískt andrúmsloft og ítalska glaðvœrð. Suður Tyról var eitt sinn austurrískt en er nú innan ítölsku landamœranna. ítölsku alparnir hafa löngum verið rómaðir fyrir náttúrufegurð, en Selva Val Gardena er talið eitt fegursta Alpasvœðið og eitt glœsilegasta skíðasvœði Evrópu. Flugleiðir fljúga gestum sínum til Innsbruck, en þaðan er aðeins 1 1 /2 klst.akstur til Val Gardena. Þar bíður gisting á Hotel Sun Valley, sem er ákaílega vistlegt hótel með hálíu fœði inniföldu í verðinu. Sun Valley er stjórnað aí margfjöldum Ítalíumeist- ara á skíðum, þannig að þar er vel búið að skíðafólki! Svo bjóðum við líka Hotel Savoy, einnig með hálfu fœði inniíöldu! Þá er einnig boðið upp á gistingu á gistiheimilinu „Pension Elvis".Hjá Elvis er morgunmatur inniíalinn. í Gardenadalnum má íinna skíðabrekkur og leiðir við allra hœíi, jaínt byrjenda sem kunnáttuíólks. Rúmlega 90 skíðalyftur tengja saman Selva, Badia og Fassa, en Selva er í hjarta Dolomiti skíðasvœðisins, sem býður uppá u.þ.b. 400 skíðaleiðir. Á staðnum er skíðaskóli fyrir börn, ungl- inga og íullorðna. Fyrsta íerðin heíst 9. janúar 1982, en síðan verða vikulegar íerðir í janúar, íebrúar og mars. Tveggja vikna ferð til ítölsku Alpanna kostar frá kr. 4.719 , en vikuferð írá kr. 3.959 Sérstakur aísláttur fyrir böm. Leitið upplýsinga um verð fyrir hópa. Hafið samband, pantið strax hjá Flugleiðum, umboðsmönnum Flug- leiða eða hjá íerðaskriístoíunum. Kynnið ykkur greiðslukjör. FLUGLEIÐIR Traust fólkhjá góöu félagi • - Í££l HITTUMSTI OLPUNUM! VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK 0 Þl AIGLYSIR l.M ALLT LAND ÞEGAR Þl AUG- LÝSIR I MORGLABLADINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.