Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Bjami Ólafsson bók bindari - Minning Ka'ddur II. maí 1888 Dáinn 26. nklóhor 1981 ..llrornar |m»II >u i r slcnrlur |M»rpi á hl.iral hcnni horhur n<- l»arr.“ llávamál. Á sólbjörtum sumardet'i 1920 ba ttist prests.fjölskyldunni á Val- |)jófsstaö nýr aðili þenar Unnur, na-st yrínsta dóttirin t;ekk að eifía Bjarna Olafsson, bókbindara úr Reykjavík. Untju hjónin hófu búskap sinn á efri hæðinni í húsi Ilalldórs Þórftarsonar ot; Maríu konu hans vift Inttólfsstræti en Bjarni hafði lentíi verið heimilis- maður jæirra, hálftíerður fóstur- sonur. Þarna heimsótti éfí þau Unni systur mína Of; mát;, er éfí kom f.vrst til Reykjavíkurá haust- dögum 1921. I þessi húsi höfðu þau kynnst. Systir mtn dvaldi hjá frænku sinni er þá bjó á efri hæðinni ok Bjarni sem heimilismaftur eins ot; fvrr satíði. Skömm varð samhúð hinna untiu hjóna. Þrem árum síð- ar féll hin unt;a húsmóðir fyrir sij;ð hins hvíta dauða, scm felldi stór skörð í raðir unf;s fólks á þriðja áratut;num, aldrei stærri, hvorki fyrr né síðar. Einn son höfðu þau eif;nast Unnur ok Bjarni, er hlaut nafn afa síns, prestsins á Valþjófsstað. Eft- ir fráfall móðurinnar ólst hinn unt;i Þórarinn upp hjá afa sínum ot; ömmu, uns þau bruf;ðu búi ot; hann lét af~prestsskap 1939. Dóttursonurinn unt;i varð þeim mikið yndi ot; eftirlæti á elliárun- um þet;ar allir ,unt;arnir voru flot;nir úr hreiðrinu. Mikið héldu þau foreldrar mínir upp á Bjarna tengdason sinn fyrir ræktarsemi hans ot; hjálpfýsi. Árið 1929 kvæntist Bjarni öðru sinni ot; hét sú kona hans Pálína Þórðardóttir, ættuð úr Þykkva- hænum, hin áftætasta kona er bjó bónda sínum hið besta heimili, smekkvíst, notalet;t og reKlusamt, allt heimiliskostir að skapi hús- hóndans, sem fyrir sitt leyti kost- aði kapps um fyrirhygfyuna. Þeim Pálínu ot; Bjarna varð fimm harna auðið, fjö(;urra dætra ot; eins sonar. Börn þeirra eru þessi: Guðlaut;, t;ift Bandaríkja- manni, Kristín, kona Hróbjarts E. Jónssonar skrifstofumanns, Lína, búsett vestan hafs, Sif;ríður Þóra hjúkrunarfræðint;ur, tíift Einari G. Olafssyni kaupmanni, og Ólaf- ur Guðni, bankamaður, kvæntur Brynhildi Hauksdóttur. Alls voru barnabörnin orðin átj- án að meðtöldum tveim börnum Þórarins, sonar Bjarna, sem fyrr var nefndur, of; konu hans Ingi- bjart;ar Gunnarsdóttur. Þau búa á Hjarðarbóli sem er nýbýli úr Brekkulandi í Fljótsdal. Það sem hér hefur verið sagt um fjölskyldur Bjarna Ólafssonar, má lesa í opinberum skýrslum, en þær seKja ekkert um hvílíkur einstak- ur heimilisfaðir hann var, sem eit;inmaður, faðir og afi, frá því sejya þau best sem næst honum stóðu, of( nú kveðja hann með klökkum oj; þakklátum huga. Mætti máf;ur minn nú mæla væri honum vafalítið efst í hut;a þakk- lætið til allra þessara vina sem umvöfðu hann ástúð ot; hlúðu að honum lant;a ævi. „Vcrlu Irúr alll lil dauúa uj» t*|* mun u<-fa |mt lífsins kórónu.“ < ipinlM-runarlMikin. Bjarni Ólafsson var fæddur á Eyrarbakka í svokölluðu Götu- húsi, þ. 11. maí 1888 of; var því orðinn fullra níutíu of; þrifttya ára þegar hann lést hinn 26. október sl. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólafur Gíslason frá Eyrarbakka, lengi formaður þar og síðar versl- unarmaður hjá Lefoliiverslun, því mikla verslunarfyrirtæki í þá dat;a. Móðir Bjarna var Guðbjörf; Sigurðardóttir ættuð frá Skúms- stöðum í Landeyjum. Tíu ára missti Bjarni föður sinn ok um svipað leyti dró mjöf; úr fiskigöngum á mið þeirra Eyr- bekkinKa, starfsemi öll dróst sam- an of( þar með atvinnuvonin fyrir hinn unt;a föðurlausa dreng, sem aflaði sér ok heimilinu tekna með því að snúast við hesta ferða- manna sem þá voru mart;ir á Eyr- arbakka. Tvisvar fór hann með ferðamönnum til Reykjavíkur á þessum árum til að flytja hesta þeirra til baka. Þessi kynni hans af Reykjavík, sagði hann mér, urðu til þess að hann fjórtán ára Kamall réð sif; í bókbindaranám hjá Haildóri Þórðarsyni bókbind- ara, þetta var árið 1902. Bókband stundaði Rjarni æ síð- an í sjötíu ot; sex ár uns hann lét af því starfi nokkru fyrir áramót- in 1978—79, árið sem hann varð níræður, að vísu síðasta árið í hálfu starfi. Hann vann þá hjá ríkisprentsmiðjunni Gutenbert; við handbókband, sem hann sagði að ungu mennirnir væru latir að fást við. Aðallet;a voru það ríkis- skjöl sem hann batt inn ok hvíldi mikil leynd yfir sumum þeirra. Eitt sinn spurði éf; Bjarna í f;amni að því hvað stæði í þessum leyni- skjölum. Hann horfði á mig Of> spurði i móti með óvenjulef;um þunt;a: „Hvað heldurðu að ég sé?“ Haustið 1972 var hann kjörinn heiðursfélat;i Bókbindarafélags Is- lands, þá elsti starfandi bókbind- ari landsins. Svo sem fyrr sat;ði, nam Bjarni iðn sína hjá Halldóri Þórðarsyni ok bjó hjá honum svo sem siður var þet;ar iðnmeistarar tóku sveina til náms, kaupið var t;reitt með „kost oj; lot;i“ eins ot; fæði ok húsnæði var kallað i þá dat;a. Vasapeninf;a aflaði hann sér með því að sækja hesta fyrir Reykvík- int;a er riðu tyarnan út á sunnu- döftum of; svo þurfti að flytja hest- ana til baka eftir útreiðartúrana. Á þekktu málverki eftir Jón bisk- u[> Helt;ason, sem prýðir kápuna á bókinni Reykjavík 1100 í ár, stend- ur Bjarni þar í Bakarabrekkunni í þessu hestastússi. Hann mundi vel eftir því að sr. Jón var að mála mynd þarna uppi á brekkunni. Tvisvar fór Bjarni utan til framhaldsnáms til Kaupmanna- hafnar, fyrra skiptið 1908 off var þá þrjú ár við nám ot; síðara skipt- ið 1916 oj; var þá tvö ár við nám ot; vinnu. Eftir heimkomuna í fyrra skipt- ið vann hann á ýmsum bókbands- stofum oj; má sjá handaverk hans frá þeim árum í bókunum í safni Benedikts S. Þórarinssonar, sem Benedikt t;af lláskólanum en hann hafði látið Bókbandsstofu Hall- dórs Þórðarsonar, sem Bjarni hafði þá á leigu ásamt Bjarna ívarssyni, binda inn bækur sínar. Lent;st af var Bjarni verkstjóri á bókbandsstofum prentsmiðjanna Acta ok síðar Eddu, sem var raun- ar sama fyrirtækið. Með vaxandi hyskni í vinnubrögðum almennt, eftir síðari heimsstyrjöldina fór Bjarna að leiðast verkstjórnin og réði sig til ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg 1946 og vann þar upp- frá því. Oft minntist Bjarni samstarfs- manna sinna frá þessum mörgu starfsárum, allra, sem hann nefndi, minntist hann með hlýhug og þakklæti, hina vildi hann ekki muna. Bjarni var af þeim, er til þekktu, talinn afbragðs verkmað- ur, bæði röskur og vandvirkur með afbrigðum. Hann var ákaflega vandur að virðingu sinni gagnvart handverki sínu sem hann taldi að ætti að lofa meistarann. Hroð- virkni að ekki séu nefnd vinnusvik taldi hann mannskemmandi. Þegnhollustu og trúmennsku í starfi mat hann umfram aðrar dyggðir. ..(■laúur <>|» r< ifur skyli mnnna hvcrr uns sinn Inóur hana.“ llávamál. Eftir að Bjarni Ólafsson missti síðari konu sína, 1966, dvaldi hann áfram á Óðinsgötu 15 og brátt í skjóli Kristínar dóttur sinnar og Hróbjarts manns hennar. Fór hið besta á með þeim tengdafeðgunum og undi Bjarni þarna vel hag sín- um. Til hans komu kunningjar, börn og barnabörn, honum til mikillar ánægju. Bjarni var bók- elskur og átti fallegt safn útvaldra tóka. Hann var stálminnugur og því orðinn afar fróður um liðinn tíma sem hann mundi frábærlega vel allt frá barnæsku. Hann hafði góða frásagnargáfu og var oft un- un að því að heyra hann segja frá. Hann var barn í sveit, átta ára gamall á Sviðugörðum í Flóa þeg- ar heimilisfólkið eina nóttina hélt að hross væru komin upp á járn- varða þekjuna en það var upphaf landskjálftans mikla er dundi yfir Árnessýslu 1896. Eftir að faðir hans dó vann hann sér inn aura með því að flytja og sækja hesta ferðamanna sem þá voru margir á Eyrarbakka. Það kom fyrir að hann fylgdi feðamönnum alla leið til Reykja- víkur til að fara með hesta þeirra til baka. Eitt sinn, þá um ferm- ingu reiddi hann barn alla leið til Reykjavíkur og aldrei sagðist Bjarni hafa orðið hræddari á ævi sinni en þegar sviptivindur reið yfir er hann var með barnið í fanginu á Ólfusárbrúnni og var rétt búinn að missa það í hvítfyss- andi ána. Hann hyllti fyrsta ráð- herrann 1904 og æ síðan dáði hann Hannes Hafstein umfram aðra menn. Bjarni var einn af þeim fáu sem ekki veiktust í Spönsku veik- inni 1918 og var þá í sífelldum matarflutningum og sendiferðum fyrir læknana þá Matthías Ein- arsson og Þórð Thoroddsen, hon- um fannst þeir þyrftu aldrei að sofa. Þannig mætti lengi rifja upp minningar Bjarna mágs míns, sem hann hafði yndi af að rekja í goðu tómi. Þessar minningar hans virt- ust standa honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, þótt kominn væri á tíræðisaldur. Það er vissu- lega mikið tjón fyrir íslenska þjóðfræði þegar svona greinargóð- ir og langminnugir menn eins og Bjarni Ólafsson var, fara með minningasjóð sinn í gröfina án þess að reynt sé að varðveita hann öldnum og óbornum til afnota, svo auðvelt sem það er nú orðið með nútíma tækni. Bjarni var vel á sig kominn lík- amlega, ókvillisjúkur sem raun bar vitni, röskur meðalmaður á hæð með reisn og hvatleik í fasi og framgöngu á meðan hann hafði ferlivist sem var fram á síðastliðið sumar. Hann var trúmaður á gamla vísu og lét sig sjaldnast vanta í kirkju, séra Bjarni Jónsson var prestur að hans skapi. Hann var mikill áhugamaður um upp- byggingu Skálholts og sótti allar Skálholtshátíðir á meðan hann hafði fótavist, eftir að þær voru upp teknar. Gaman hafði Bjarni mágur af að lyfta glasi með góðkunningjum og sagði þá gjanan: „Það eru ekki alltaf jólin, krakkar.“ Nú hefur þessi aldni heiðursmaður lyft hinsta fullinu og honum fylgja til nýrrar „jólahátíðar“ einlægar þakkir vina hans og vandamanna og óskir um fararheill. í þeim hópi verður hans lengi minnst sem hins glaða og reifa guma, sem ekki mátti vamm sitt vita uns sinn beið bana. Öllum ástvinum hans sendum við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. Þórarinn Þórarinsson, frá Valþjófsstað og Kiðum. Aldinn heiðursmaður er látinn, Bjarni Ólafsson bókbindari, ætt- aður úr Landeyjum og af Eyrar- bakka, þar sem hann fæddist 11. maí 1888, svo að hann var á 94. ári, þegar hann kvaddi. Hann ólst fyrstu ár sín upp í fæðingarbæ sínum, en missti föð- ur sinn aðeins tíu ára gamall. Var faðir hans Ólafur Gíslason for- maður sem fórst með sviplegum hætti. Má geta nærri, hve sár missir það hefur verið fyrir ungan dreng að missa föður sinn snögg- lega með þeim hætti. Stuttu síðar tók móðir hans — Guðbjörg Sigurðardóttir — sig upp og fluttist til Reykjavíkur með syni sína tvo, Bjarna og Ólaf, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um. Átti Bjarni upp frá því heim- ili sitt hér í Reykjavík, að undan- skildum tveim stuttum tímabilum, þegar hann var við nám og bók- bandsstörf í Kaupmannahöfn. Var hann þar fyrst um þriggja ára skeið eða frá 1908 til 1911, þegar hann fór fyrst og fremst til frek- ara náms í iðngrein sinni, en síðan dvaldist hann þar í tvö ár að auki á tímum fyrri heimsstyrjaldar eða frá 1916 til 1918. Bjarni unni Reykjavík og vildi hvergi annars staðar vera, enda talaði hann oft um, hvað borginni væri vel stjórnað að hans áiiti. Bjarni var sérstakur maður í öllu sínu dagfari. Hann var heil- steyptur í lund, háttvís við hvern sem var og vandur að virðingu sinni í hvívetna, óeigingjarn og kunni vel að gleðjast á sinn prúðmannlega hátt. Komu þessir mannkostir hans greinilega fram í öllum hans lífsmáta. Hann naut þess að ganga úti við, en ók aldrei bíl og vildi ekki fljúga, en hafði sérstaka ánægju af að fara á sjó. Því kemur upp í huga minn ferð, sem við fórum saman með Gull- fossi, árið sem hann varð áttræð- ur, en tveim árum áður hafði hann misst eiginkonu sína, sem hann hafði unnað mjög. I þessari ferð með Gullfossi, sem farin var með viðkomu í ýms- um Evrópulöndum, naut Bjarni sín einstaklega vel, og það varð í engu séð, að þar væri áttræður maður á ferð. Bjarni var maður trúaður og sótti oft kirkju. Hefur það án efa átt sinn stóra þátt í farsælu lífi hans. Þegar ég nú kveð Bjarna vin minn að leiðarlokum, langar mig til að ljúka þessum orðum með nokkrum hendingum þjóðskálds- ins: liúna, scm var «y vann, <*r vorum líma víir; því aldur dfvúir rnj'an mann, s<*m á |»a<> v<*rk, <*r lifir. Já, ItU ssmn »11 hin hljóriu h< il, s<*m h< ill vor.s lands voru’ unnin, hv<*rn krafl, .*«*m sluddi slad oj* nv<*íI »1» slcina laj»ói' i |»runninn. (K.H.) Kinar G. Olafsson t Eiginmaður minn, GUNNAR ÓSKARSSON, Hjallalandi 12, Reykjavik, andaðist í Landspitalanum aö kvöldi 1. nbvember. F.h. aðstandenda, Elísabet Finnbogadóttir. t Systir okkar og frænka, KRISTÍN GUOMUNDSDÓTTIR, Hátúni 10 A, lézt i Elliheimilinu Grund 1. nóvember. Aöstandendur. t Eiginkona mín, MARÍA SIGUROARDÓTTIR, andaöist aö heimili sínu, Laugateigi 15, aöfaranótt sunnudagsins 1. nóvember. Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna, Magnús Ingimundarson. t Eiginkona mín, ÁSLAUG Ó. STEPHENSEN, Hlaðavöllum 5, Selfossi, andaöist aö heimili okkar 30. október. Jón Pálsson. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, STEFANÍA SIGURBJORG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Þórshöfn á Langanesi, Borgarholtsbraut 11, Kópavogi, lést í Landspítalanum aöfaranótt 1. nóvember. Tryggvi Alfreö Björnsson, Guörún Tryggvadóttir, Sigfús Tryggvason, Helga Tryggvadóttir, Jakob Tryggvason, Ólafur Tryggvason, Sverrir Tryggvason, Ingólfur Tryggvason, Sigurlaug Tryggvadóttir, Barnabörn og Sigfússon, Hulda Pétursdóttir, Helgi Helgason, Guólaug Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir, Sigríöur Þorsteínsdóttir, Ágústa Waage, Haukur Þóröarson, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.