Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 31 Haukur Már Haraldsson: Gagnlegar viðræð- ur eða já og amen Það eru mér ný og merk tíðindi að rétt og heiðarleg frásögn af blaðamannafundi skuli teljast til ávirðinga fyrir fjölmiðil. Ég hafði gert mér það í hugarlund, að slíkt flokkaðist einfaldlega undir heið- arlega blaðamennsku. En ekki eru allir á sama máli. Til dæmis telur Ólafur Ragnar Grímsson slíkt bera vott um mjög svo vafasamar hvat- ir, ef dæma má af furðuskrifum hans í Morgunblaðið 24. október sl. — Vegna anna hefur mér ekki unn- ist tími til að gera athugasemd við málflutning hans fyrr en nú, en tel það þó nauðsynlegt, þar sem málið snertir mig óbeint. Miðvikudaginn 21. október sl. var haldinn blaðamannafundur vegna heimsóknar fulltrúa Sovésku frið- Stutt athugasemd vegna skrifa Olafs R. Grímssonar arnefndarinnar hingað til lands. A þessum fundi sögðust Sovétmenn- irnir hafa átt mjög gagnlegar og áhugaverðar viðræður við Ólaf Ragnar Grímsson um friðarmálin. Auk þess kom fram í máli þeirra að Sovéska friðarnefndin ætti sam- skipti og samstarf við ótal friðar- Ihreyfingar í Evrópu. Tóku þeir sem dæmi bresku hreyfinguna CND, sem þeir virtu mikils fyrir starf hennar. Frá þessu er sagt á fullkomlega heiðarlegan hátt í frétt Morgun- blaðsins af þessum blaðamanna- fundi, en sú frásögn virðist hins vegar fara óskaplega í taugarnar á Ólafi Ragnari. Jlann rýkur upp til handa og fóta og talar um „Sovét- Mogga samvinnu" á þeim forsend- um að frétt Morgunblaðsins hafi verið á hans kostnað. Eyðir síðan miklu plássi í að skýra frá því að hann hafi ekki verið sammála Sov- étmönnum og að CND sé á móti SS-20-eldflaugum Sovétríkjanna en sovésku gestirnir hafi varið til- vist þeirra. Sovésku fulltrúarnir héldu því hvergi fram að þeir Ólafur Ragnar hefðu verið sammála í sínum viðræð um. Þeir sögðust hafa átt gagnlegar viðræður við Ólaf Ragnar og það kemur skýrt fram í frétt Morgun- blaðsins. Nú getur það auðvitað vel verið að Ólafur Ragnar telji við- ræður ekki gagnlegar nema því að- eins að viðræðuaðilar s'-gi já og amen við öllu sem hinn segir, en það er sem betur fer ekki útbreidd- ur skilningur. „Gagnlegar viðræð- ur“ eru að mínu viti þær viðræður þar sem aðilar reifa skoðanir sínar hver fyrir öðrum af hreinskilni. Kynna sjónarmið sín og kynnast sjónarmiðum annarra. I því felst gagnið, þótt Ólafur Ragnar virðist ekki skilja gagnsemi skoðana- skipta. Hvað snertir skoðanir Sovésku friðarnefndarinnar og CND-hreyf- ingarinnar á SS-20-eldflaugunum, þá er hér um eitt atriði í stefnu beggja að ræða. Báðar þessar hreyfingar hafa það hins vegar að meginmarkmiði að berjast fyrir af- vopnun og friði. Ólafur Ragnar ætti að vita það manna best — ef marka má allar hans friðarþingas- etur — að friðarhreyfingar í Evr- ópu — og heiminum — eru ekki einn óskiptur hópur, sammála í öll- um áhersluatriðum. Þar eru inni í myndinni vinstri menn af öllum gerðum, hægri menn og miðju- menn, trúarhreyfingar, náttúru- verndarmenn og guð veit hverjir. Sumir þessara hópa telja útþenslu- stefnu Sovétríkjanna helstu ógnun sem við heimsfriðnum blasi; aðrir að það sé bandarísk heimsvalda- stefna. Enn aðrir leggja stórveldin að jöfnu í þessu tilliti. En hvað sem öllum þessum áherslum í málflutn- ingi viðvíkur hafa þessar hreyf ingar eitt meginmarkmið: Afvopn- un og frið. Á því meginmarkmiði byggist einmitt sú víðtæka sam- vinna sem vakið hefur vaxandi ugg í brjóstum þeirra sem ekki mega til þess hugsa að jafnvægi óttans víki fyrir jafnvægi friðar og afvopnun- ar. Þetta ætti Ólafur Ragnar að vita gegnum allt sitt starf, og sjálfsagt veit hann það, þótt hann láti sér sæma að taka þátt í þeim hjaltn- eska kór sem í tísku virðist vera meðal þeirra sem ferðinni ráða í flokki okkar, þegar hann talar um Heimsfriðarráðið með fyrirlitn- ingartóni sem „hluta af áróðurs- starfi Sovétríkjanna". Heims- friðarráðið er án efa öflugustu samtökin sem berjast fyrir afvopn- un og friði í heiminum í dag og þvættingur á borð við þessi orð Óiafs Ragnars hefur ekki annan tilgang en þann að reyna að koma því inn hjá fólki að til séu góðar friðarhreyfingar og vondar. Slíkt ætti Ólafur Ragnar Grímsson að hafa þekkingu til að forðast. Haukur Már Haraldsson, form. íslensku friðarnefndarinnar. Betrí fötá börnin PÓSTSENDUM Betri föt á börnin TÍSKUVERSLUN BARNANA MIÐBÆJARMARKAÐNUM AÐALSTRÆTI9 SÍMI27620 REYKJAVÍK Ef þú ert að hugsa um litsjónvarpstæki, ættirðu að koma til okkar á nýja staðinn, Skipholt 7, og skoða ITT litsjónvarpstækin, það borgar sig. og nýja heimilsfangið er Skipholt 7 símar: 26800 - 20080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.