Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 33 Bílaplan og lofthjúpur eftir Pétur Pétursson þul „Þegar vindur var lékum við okkur oft að flugdrekum, sem við smíðuðum sjálfir. Á vængi drek- anna límdum við mislitan gjáandi pappír til skrauts, eftir því sem við höfðum föng á. Var mikil keppni meðal drengjanna um það hver okkar ætti stærstan og skrautlegastan flugdrekann og hver gæti komið flugdreka sínum hæst í loft upp.“ Thor Jensen í frásögn um æskuár sín. Með svofelldum orðum lýsir Thor Jensen, athafnamaðurinn kunni, leikjum danskra drengja á liðinni öld. Við veitum athygli keppnisandanum er fram kemur í athöfnum drengjanna. Þeir höfðu líka sitt flugráð og dómnefnd. En flugdrekarnir voru margir og báru ýmis merki. Ekki bara eitt, heldur mörg og skrautleg. Og knatt- spyrnuliðin voru líka mörg hér á landi, áður fyrr á árunum. Og eru mörg enn i dag. Sem betur fer. Eða hvað segði Albert Guð- mundsson ef ekkert félag tefldi fram knattspyrnuliði nema „elsku KR“ eins og Erlendur Ó. Péturs- son kallaði félagið sitt? Væri ekki kallað: Útaf með dómarann ef knattspyrnuráð kvæði upp slíkan dóm? (Er það rangminni að Al- bert, heimsborgari og frjáls- h.vggjumaður, hafi sjálfur áform- að stofnun flugfélags á sínum tíma og þotukaup? Hefði hann setið hjá við atkvæðagreiðslu um leyfi til þess félags?) Miðaldra Reykvíkingar og aldr- aðir minnast tíðra og ánægjulegra ferða að Reykjavíkurhöfn fyrr á árum, þá er fríður floti millilanda- skipa leitaði hafnar. Gullfoss, Dronning Alexandrine, Lyra og Nova, skip Eimskipafélagsins, Sameinaða, og Bergenska voru kvödd og þeim var heilsað með fögnuði. Að vísu slógu hjörtun hraðar og metnaðurinn var meiri ef íslenskur fáni blakti við hún. En aldrei heyrðist krafa frá Eim- skip um að Sameinaða og Berg- enska væri bönnuð sigling til ís- lenskra hafna. Steindór bíla- kóngur sætti sig við samkeppni Hreyfils, BSR, Bæjarleiða og Borgarbíla og þó var hann for- göngumaður um stofnun bíla- stöðvar. Að vísu átti hann til að segja við þá sem lögðu bílum á planið hans: „Ef þú átt planið, þá farðu með það.“ Svo átti hann til að bæta við: „Það er ég sem hef valdið og peningana." En lengra náði það ekki. Kemur nokkrum til hugar að Flugleiðir eigi lofthjúpinn yfir landinu og hafinu? Er ekki tími átthagafjötra, vistarbands og hörmangara liðinn? Frelsishreyfingar liðinna alda brutust úr fjötrum aðals og léns- skipulags. Aldalöng forréttindi féllu úr gildi. Ætla stjórnvöld að stofna lénsveldi Flugleiða í him- inhvolfi og sækja til þess fé í vasa skattborgara? Eiga Flugleiðir að dæma sér Evrópubikarinn án keppni? Og önnur og þriðju verðlaun líka? Pétur Pétursson þulur. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \h L AUGLÝSINGA- CÍVIINV 17». / 7 22480 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Til sölu Til sölu skemma og stór kæli- skápur, til breytingar í frysti- kistu. Eldavél meö 4 gormahell- um, flúorljós 10 stk. Krossviö- arplötur, timbur o.fl. allt á góöu veröi. Uppl. i sima 92-6519. Konur athugiö Okkur vantar sjálfboöaliða f verslanir okkar. Uppl. í síma ?8222. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauðakross íslands. Sumarbústaður óskast til leigu 20—80 km frá Reykja- vik, má þarfnast lagfæringar. Einnig kemur til greina aö taka eyöibyli á leigu Ttl greina gæti komiö aö hluti leigunnar veröi greiddur meö viöhaldsvinnu. Til- boö sendist Mbl. merkt: „K — 7806". Hilmar Foss löggiltur skjalaþýöandi. 231 Latymer Court, LONDON WC 7LB simi 01-748-4497. Víxlar og skuldabréf i umboössölu. Fyrirgreiöslu- skrifstofan, Vesturgötu 17, simi 16223, Þorleifur Guömundsson, heima 12469. Vélritun Tek aö mér vélritun. Upplýsingar i síma 75571 daglega kl. 10—16. tryy- tilkynningar- —*A-i—L~A_A_ „Sólargeislinn“ Sjóöur til hjálpar blindum börn- um. Gjöfum og áheitum veitt móttaka i Ingólfsstræti 6. Ðlindravinafélag Islands. □ EDDA 59811137 — 1 Frl. IOOF Rb = • 1138’? ET I — 9 III □ HELGAFELL 59811137 IV/V — 2. Fíladelfía bænavikan heldur áfram, meö bænum hvern dag kl. 16.00 og 20.30. Námskeið fyrir áramot: 1. Fotvefnaður 9. nóv. 2. Band- vefnaður i bandgrind 13. nóv. 3. Jólaföndur, morgunnámskeiö kl. 9—12. dagnamskeiö kl. 13.30— 16.30 og 16.45—19.45 og kvöldnamskeið kl. 20—23. Inn- ritun aö Laufásvegi 2, uppl. i síma 17800. ISLERSKI ALPAKLUBBURINN ÍSALJ' ICELANDIC ALPINE CLUB Rötunarnámskeið (áttavitanámskeið) Mánudagur 9. nóv. Rötunarnám- skeiö i umsjón Einars H Arn- aldssonar. Inniæfing. Utiæfing veröur haldin eitt kvöldiö i vik- unni. Skráning a rötunarnámskeiö, miövikudaginn 4 nóv. i opnu husi aö GrenSásvegi 5. kl. 20.30. Ferö i Tindafjöll 14.—15. nóv. Feröanefnd Kvenfélag Neskirkju Aöalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 5 þ.m. kl. 20.30 i felagsheimilinu. Konur fjölmennið Stjórnin. Stykkishólmskonur Fundur veröur i Domus Medica fimmtudagskvöld 5. nóv. kl. 20.30. Nefndin AD KFUK ..a kristniboösari" fundur i kvöld a Amtmannsstig 2B i umsjá Hilmars Baldurssonai kl. 20.30. Kaffi. allar konur velkomnar. Fimir fætur Heldur dansæfingu sunnudagmn 8 november i Hreyfilshusinu fra kl 9—01 Nyir felagar avallt velkomnir. Heimatrúboðið, Óöinsgötu 6A Vakningarsamkoma i kvöld kl 20.30. Allir velkomnir. Kvenfélag Hallgríms- kirkju fundur veröur haldinn i félags- heimilnu fimmtudaginn 5. nóv- ember kl. 20.30. Stjornin. rEF ÞAÐ ER FRÉTT- ■NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilboö —■ útboö Byggingameistarar — verktakar Tilboö óskast í byggingav. risþaks á 4 raðhús í Reykjavík. Verkinu þarf aö vera lokið fyrir árslok ’81. Útboðsgögn liggja frammi hjá Ásgeiri Guðnasyni, Sæviöarsundi 56, sími 81548. Skilatrygging 200 kr. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. Útboð RARIK-81023 Einangrarar. Opnun- ardagur 4. des. 1981 kl. 14.00. 2. Utboð RARIK-81025 Vír. Opnunardagur 4. des. 1981 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma, þar sem þau verða opnuð aö viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 3. nóv- ember 1981 og kosta kr. 25.- hvert eintak. Reykjavik 30. október 1981. Rafmagnsveitur ríkisins. Valdimar Tryggvason. Scania Super 80 Til sölu Scania Super 80 árg. ’72 í mjög góðu ástandi. Er falleg. Til sýnis hjá ísarn hf., Reykjanesbraut 10, þar sem einnig eru gefn- ar nánari upplýsingar. Stuðlafell Til sölu er verksmiðja á Akureyri, Stuðlafell, en hlutverk hennar er að framleiða stein- steyptar einingar til húsagerðar og kraft- sperrur. Byggingaraðferð þessi hlaut viöur- kenningu Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins 4. apríl 1975 eða um leið og starfsemin hófst. Frá byrjun hefur verksmiðjan framleitt og reist 118 hús. A þessu ári flutti verksmiðjan í nýtt húsnæði að Draupnisgötu 1, Akureyri, aö stærð 1204 fm, 6477 rm. Stór og góð lóð 4580 fm. Framleiðslugeta nú er 60 hús á ári. Ahugasamir kaupendur hafi samband við undirritaðan. Ásmundur S. Jóhannsson, Brekkugötu 1. Akureyri. Símar 96-21721 og 96-22742. Til sölu fiskvinnslufyrirtæki í fullum rekstri. Fyrirspurnir sendist Mbl. merkt: „F — 7810“. Scania Super 80 Til sölu Scania Super 80 árg. '72 í mjög góðu ástandi. Er palllaus. Til sýnis hjá Isarn hf., Reykjanesbraut 10, þar sem einnig eru gefn- ar nánari upplýsingar. Úrethan-einangrun Til sölu er verksmiðja á Akureyri, Urethan- einangrun sem sérhæft hefur sig í samsetn- ingu og einangrun hitaveituleiðslna. Verk- smiöjan er í 360 fm eigin húsnæöi. Véla- og tækjakostur nýlegur. Selst sem ein heild eða hús, vélar og tæki sér. Asmundur S. Jóhannsson hdl., Brekkugötu 1, Akureyri. Símar 96-21721 og 96-22742. • W J3J9 » t «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.