Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 41 Hornabolti í Ameríku + Sl. laugardag birtum við myndir úr amerískum fótbolta og nú í dag úr hornabolta svonefndum. Þar er geysileg harka eins og í fótboltanum, og ef áhorfendur eru ekki nógu hressir, þá bregða þeir sér bara inná völlinn og hleypa lífi í leikinn. Önnur myndin sýnir áhorfanda einn lumbra á tveimur leikmönnum Yankee-liðsins og hin er svipmynd úr venjulegum leik ... Montand syngur á ný + Leikarinn og söngvarinn franski, Yves Montand lifir enn. Hann hefur haft hægt um sig í heil 13 ár og ekki komið fram opinberlega allan þann tíma. En nú er Montand aftur kominn í sviðsljósið. Hann söng fyrir fullu húsi í Olympia-tónleikahöllinni í París í síðustu viku, og hann ætlar ekki að láta þar við sitja, heldur ætlar hann að skella sér útí sjóbissnessinn af fullum krafti og koma fram á mörgum tónleikum ... Marty Feldman + Marty Feldman er háðfugl þekktur í kvikmyndaheimin- um. Hann hefur nýlega gert mynd uppá eigin spýtur, ef svo má segja; leikur sjálfur aðalhlutverkið, leikstýrir, og skrif- aði handritið með öðrum manni, og hér er ljósmynd af kappanum úr þessari nýju kvikmynd ... Úr söng í málverk + Amanda Lear er sumsstaðar þekkt söngkona en nú hefur hún lagt sönginn á hilluna og snúið sér að málverkinu. Hún er skjólstæðingur málarans fræga Salvador Dalis og hefur lært hjá honum meira og minna sl. 15 ár. Fyrir ári síðan var það svo tilkynnt að hún yrði hans eini erfingi, en Salvador er maður hrumur af elli og lasleika. Amanda býr nú í París og gerir það gott; hún seldi fyrstu myndina sína fyrir 150 þúsund krónur íslenskar. \ Björgvin ' Gíslason, ^ .... á ferö meö Friöryk 30. okt. Egilsstaöir (í kvöld), 31. okt. Reyðarfjörður, 1. nóv. Egils- staðir, 2. nóv. Seyðisfjöröur. 3. nóv Neskaupsstaður, 5. nóv. Vík i Mýrdal. Heildsöludreifmg HIJOMOEIID stdAorhf Simar 85742 og 85055 laugavegi 66 — Giapsiba* — Austurstrv't. /, Stmi trá sfctpt.bofö. 8S0S5_____________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.