Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Afvopniin í Líbanon Boirúl, 2. nóvember. Al*. IIERIR deiluaðila í hverfi múham- cilstrúarmanna í Beirút hófu.st handa um að leggja nióur vopn í dag í sam- ræmi við áætlun, sem kveður á um afvopnun í Beirút og að óryggisgæzla verði aftur fengin í hendur her og lógreglu. Frelsissamtök Palestínu, PLO, og líbanskir vinstrisinnar er fylgja þeim að nfiálum ákváðu á fundi á laugardagskvöld að stjórnmála- flokkar skyldu afvopnast. Herjum deiluaðila var skipað að flytja þungavopn sín út úr borg- inni og eyðileggja neðanjarðar- byrgi umhverfis skrifstofur sínar. Samkvæmt áætluninni er einnig bannað að bera óskrásettar byssur, klæðast einkennisbúningum eða hleypa af skotvopnum við brúð- kaup, á hátíðisdögum og við önnur hátíðleg tækifæri. Fréttamaður kannaði ástandið í sex aðalstöðvum stjórnmálaflokka, sem allar hafa yfirleitt verið rammlega varðar, og komst að því að farið væri eftir áætluninni í öll- um aðalstöðvunum nema einum. Einkennisbúnir verðir vopnaðir sovézksmíðuðum Kalashnikov- árásarrifflum voru horfnir, svo og sandpokavígi og vélbyssuhreiður. í aðalstöðvum stærri flokkanna, t.d. Sósíalíska framfaraflokksins — sem er stjórnað úr byggingu er eitt sinn átti að verða Sheraton- hótel — sáust engir brynvarðir herflutningabílar eða létt stór- skotaliðsvopn, sem krökkt var af á bílastæði á laugardaginn. Afvopnunaráætlanir hafa áður verið reyndar, en farið út em þúfur þar sem einhver stjórnmálaflokk- anna hefur haldið dauðahaldi í vopn sín, en það hefur orðið til þess að aðrir flokkar hafa náð aft- ur í byssur sínar með þeim afleið- ingum að aftur hefur sótt í sama farið í borginni. Siglingafræðingur sovézka kafbáts- ins (ókunnugt er um nafn hans) í þyrlu á leið út í sænskan tundur skeytabát sem flutti hann þangað sem yfirheyrslur fara fram. Siglingafræðingur sovézka kafbátsins ásamt Pjotr Gushin skipherra í sænskum tundurskeytabát á leið til yfirheyrslu. Ókunnur sovézkur stjórnarfulltrúi neðst til vinstri. Einn njósnarí til viðbótar veldur úlfuð á Bretlandi London, 2. nóvember. Al\ KYRRVERANDI starfsmaður leyni- þjónustu breska hersins viðurkenndi á sig njósnir fyrir Sovétríkin í viðtali við Sunday Times um helgina. Þingmenn Verkamannaflokksins ákærðu Marg- aret Thatcher forsætisráðherra um að hafa hylmt yfir brot bresku leyniþjón- ustunnar á stríðsárunum. Dennis ('anavan fór fram á opinbera rann- sókn á athæfi þjónustunnar síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Leo Long viðurkenndi að hafa veitt Anthony Blunt, sem stjórnaði njósnahring í Bretlandi fyrir Moskvu, leynilegar upplýsingar þeg- ar hann var starfsmaður mi-14 deildarinnar sem fylgdist með ferð- um Þjóðverja á stríðsárunum. Játn- ing Longs hefur leitt til frekara um- tals um brot innan leyniþjónustunn- ar, en í síðasta mánuði voru kan- adísk skjöl birt sem bentu til að aldrei hefði verið flett ofan af einum háttsettum starfsmanni mi-5 deild- arinnar. Begin hafnar friðaráætlun U a.shinglon, 2. nóvember. Al\ HIJSSEIN Jórdaníukonungi var fagnað með viðhöfn í Hvíta húsinu í dag og hann sagði Ronald Reagan forseta að hann vonaðist til að geta sannfært hann um réttlæti málstaðar araba í Miðausturlöndum. Margt bendir til að konungurinn fái að kaupa vopn í Bandaríkjunum, svo að hann leiti ekki til Rússa. En sagt var fyrir fund Husseins og Reagans að ekki væri búizt við að takast mætti að fá konung til þátttöku í friðaráætluninni sem er kennd við Camp David. Símamynd-AI*. Leo Long, fyrrum starfsmaður brezku leyniþjónustunnar, lýsir njósnum sínum í þágu Rússa í seinni heimsstyrjöldinni á blaðamannafundi í gær. Njósnastarfsemi Longs, sem starfaði með Anthony Blunt og öðrum njósnurum Rússa í Bretlandi, var opinber uð í fyrri viku í brezkum blöðum. Long sagðist hafa íhugað sjálfsmorð er honum varð Ijóst að njósnastarfsemi hans yrði uppljóstruð, en sagðist ekki hafa viljað yfirgefa eiginkonu sína með þeim hætti. Eiginkona hans, Vera, er með honum á myndinni. Long sagði í viðtalinu að hann hefði viðurkennt brot sitt 1964. Hann sagðist ekki hafa verið undan- þeginn lögsókn formlega en gefið í skyn að hann yrði aldrei lögsóttur. Breskir þingmenn hjóu eftir þessu af því að Sir Michael Havers dómsmálaráðherra sagði í þinginu 1979, eftir að fréttist að Blunt hefði verið veitt formleg undanþága frá lögsókn, að Blunt hefði verið eina handbendi Sovétmanna sem hlaut slíka undanþágu. „Mér sýnist á öllu að Long hafi einnig verið veitt undanþága," sagði Canavan í þinginu. „Það lítur út fyrir að dómsmálaráðherrann hefi vísvitandi villt um fyrir neðri þing- stofunni." Havers neitaði í dag að Long hafi verið veitt undanþága frá lögsókn eftir að hann viðurkenndi brot sitt fyrir 17 árum. Long sagðist hafa gengið í sellu kommúnista í Cambridge á 4. ára- tugnum. Hann vildi ekki nefna aðra liðsmenn sellunnar á nafn þar sem að „sumir þeirra geta gegnt hátt- settum embættum nú“. Deilurnar í Bretlandi snúast nú um hversu mörgum fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar hefur verið veitt undanþága frá lögsókn og hversu mikið ráðherrar landsins vita í raun og veru um starfsemi leyniþjónustu ríkisins. Fahd, krónprinz Saudi-Arabíu, sagði í dag að Camp David-þróunin væri komin í sjálfheldu og skoraði á Bandaríkjastjórn að styðja stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis undir stjórn PLO. Fahd útilokaði ekki þátttöku Rússa í friðarþróun, sem hann hef- ur gert tillögur um til að bjóða upp á nýjan valkost í staðinn fyrir Camp David-formúluna. Forsætisráðherra Israels, Men- achem, Begin, hafnaði friðaráætl- uninni í dag, þar sem hún „miðaði að útrýmingu ísraels". Begin hefur lýst ugg vegna jákvæðra ummæla bandarískra ráðamanna um áætl- unina og kveðst ósammála því að hún kveði á um viðurkenningu ísra- els. Washington-ferð Ariel Sharons landvarnaráðherra hefur verið frestað til að lýsa vanþókknun ísra- elsmanna. Felli- bylur Nvju Delhí, 2. nóvember. Al\ ÓTTAST er um afdrif 1400 manna, sem talið er að týnt hafi lífi í eyði- leggingum sem hlutust af völdum kröftugs fellibyls, sem enn geisar við vesturströnd Indlands. Tugir fiski- báta sukku og fragtskip löskuðust, en fundisí líWJ„ip«a%-.. Reagan forseti ítrekaði í viðtali við Time stuðning stjórnar sinnar við Camp David-samkomulagið, en lagði til að rammi samningsins yrði víkkaður með þátttöku fleiri ar- abaþjóða en Egypta. Varaforsætisráðherra Saudi- Arabíu, Abdullah Bin Abdul Aziz prins, sagði í dag að í friðaráætlun- inni væri gert ráð fyrir „tilverurétti ísraels“ eftir ísraelskan brottflutn- ing frá herteknum svæðum og við- urkenningu á Palestínuríki. Saudi-Arabar báru til baka í dag frétt „Washington Post“ um að þeir hefðu gert leynisamning um banda- rískar herstöðvar í Saudi-Arabíu í staðinn fyrir fimm ratsjárflugvél- ar. Starfsmenn Pentagon sögðu að Bandaríkjamenn hefðu áhuga á samningi milli Persaflóaríkja um landvarnir og staðsetningu banda- rískra hergagna í þessum heims- hluta. En þeir sögðu að enginn samningur um þetta hefði verið gerður. Utanríkisráðherra Breta, Carr- ington lávarður, fer á morgun í erf- iða samningaferð til Saudi-Arabíu til að kanna friðaráætlun Saudi- Araba fyrir hönd Vestur-Evrópu- ríkja. Áiram verkföll hjá British Leyland ERLENT liirmingham, 2. nóvember. Al*. LEIÐTOGAR starfsfólks brezku bíla- verksmiðjanna British Leyland höfn- uðu í dag nýjum samningsdrögum og hvöttu til áframhaldandi verkfalla, sem formælendur verksmiðjanna hafa sagt að ganga muni endanlega af fyrir tækinu dauðu. í nýju samningsdrögunum var gert ráð fyrir hækkuðum bónus- greiðslum, en tilboðið um 3,8% hækkun grunnlauna stóð þó eftir óbreytt, og það segjast leiðtogar starfsfólksins ekki geta sætt sig við, en verkföllin skullu á er BL treysti sér ekki til að bjóða meiri launa- hækkun en 3,8%. Starfsmenn BL, sem eru 58 þús- und að tölu, greiða atkvæði um nýju samningsdrögin á morgun, þriðju- dag, en búist er við að þeir fari að ráði leiðtoga sinna og hafni uppkast- inu. Aðeins 12 leiðtogar af 250 mæltu með því að samningsdrögin yrðu samþykkt og deilan þannig til lykta leidd. í nýju samningsdrögunum er boð- inn framleiðslubónus, sem aldrei getur orðið lægri en 3,75 sterlings- pund á viku. Krafa starfsfólksins . hljóðar upp Á 17,5% launahækkun, sem mundi þýða um 20 punda launa- hækkun á viku, en meðaltekjur starfsmanna í verksmiðjum British Leyland eru um 100 sterlingspund. British Leyland varð fyrir 225 milljóna punda tapi á síðasta ári og á við verulega örðugleika að stríða. Forstjóri verksmiðjanna hefur hótað að segja öllu starfsfólkinu upp bóta- laust og lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Færi svo misstu ekki aðeins starfs- menn BL atvinnuna, en þeir eru um 58 þúsund, heldur einnig um fjögur hundruð þúsund annarra Breta sem framleiða alls kyns hluti í bifreiðir BL hjá öðrum fyrirtækjum. Destourian-flokkurinn vinnur alla þingmenn Túnis, 2. nóvember. Al\ SOSÍALISTAKLOKKHR Habibs Bougguiba forseta, Ilestourian- flokkurinn, sem farið hefur með völd í Túnis frá því nýlendustjórn Krakka lauk 1956, sigraði með miklum yfir burðum í fyrstu frjálsu þingkosning- um landsins frá 1956 er haldnar voru um helgina. Flokkurinn hlaut milli 78% og 98% atkvæða í kjördæmum lands- ins, sem eru 23 að tölu. Endanlegri talningu var ekki lokið þegar síðast fréttist, en allt stefndi í að flokkur- inn hlyti öll sætin 136 á þingi lands- ins. Lýðræðislegi jafnaðarmanna- flokkurinn, flokkur Ahmeds Mest- eri, fyrrum landvarnaráðherra, sem er hægri sinnaður, hlaut næst bezta útkomu og allt að 14% atkvæða í sumum kjördæmanna, en Kommún- istaflokkurinn, sem hlaut viður- kenningu fyrr á árinu, í fyrsta sinn frá 1956, hlaut aðeins prósentubrot atkvæða, að sögn innanríkisráðu- neytisins. Kommúnistaflokkurinn og aðrir hópar stjórnarandstæðinga hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.