Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 18 Þátttakendur í landsfundi Sjálfstædisflokksins eru þver skurður þjóðarinnar. I>ar geta menn gengið í ræðustól og vakið máls á hverju sem þeim dettur í hug og átt von á því, að einhver andstæðrar skoðunar spretti á fætur og síðan standi allir full- trúarnir frammi fyrir því að þurfa að höggva á hnútinn. Til dæmis urðu um það snarpar unr ræður á fundinum á laugardag, hvort álykta bæri um íþrótta- og æskulýðsmál og þá hvernig, eða hvort beinum orðum ætti að segja það í ályktun, að leggja bæri Byggingarsjóð ríkisins niður. í báðum tilvikum náðu menn þó saman á nefndarfund- um og samhljóða var ályktað bæði um æskulýðs- og íþrótta- mál og húsnæðismál. Og milli þess sem menn greiddu atkvæði um vantraust á rfkisstjórnina og kusu sér formann á sunnudag- inn, deildu ræðumenn um það, hvort algjört frjálsræði ætti að ríkja í flugmálum eð „skipu- lagt“ frjálsræði, vegna tíma- skorts var ágreiningsefninu vís- að til miðstjórnar og þingfiokks. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins hittast menn úr öllum byggð- arlögum og stéttum. Menn sáu breidd flokksins í hnotskurn, þegar framsögumenn kynntu ályktanir um einstök mál. Sérstaka athygli vakti, þegar Jón Þórarinsson, tónskáld, flutti mönnum hvatningu um nauðsynlegt frumkvæði flokks- ins í menningarmálum. Það er ekki alltaf hlustað með athygli á þann, sem í ræðustól stendur. Úti í saln- um skiptast vinir á kveðjum, segja fréttir eða ráða ráðum sínum. En allt í einu slær þögn á salinn, at- hygli allra beinist að ræðumanni, gangar fundarstaðarins, Sigtúns, tæmast, öll sæti í salnum fyllast og menn troða sér, þar sem eitthvert skot finnst. Tæplega 1000 fundar- menn leggja allir við hlustirnar. Þetta gerðist nú á þessum fundi síðdegis á föstudag og síðdegis á sunnudag. Ræðurnar Ræðulist hefur dafnað innan Sjálfstæðisflokksins í kjölfar stjórnarmyndunarinnar. Forystu- mönnum flokksins er ljóst, að á stórum fundum verða þeir að standa frammi fyrir umbjóðendum sínum og verja mál sitt, berjast af þeirri lagni og hörku, sem þeir búa yfir. Flokksráðsfundurinn 10. febrúar 1980, tveimur dögum eftir stjórnarmyndunina, var svo snarp- ur að þessu leyti, að hann líður þeim mönnum aldrei úr minni, er þar sátu. Enn urðu átök á flokks- ráðsfundi í lok nóvember á síðasta ári. Þá deildu menn þó meira um stefnu ríkisstjórnarinnar en ágæti hver annars. Og á landsfundinum má segja, að mest hafi verið hlust- að, þegar ríkisstjórnin, myndun hennar, stefna og störf voru til um- ræðu, og klappað af mestri festu, þegar sterkast var að orði kveðið um hve illa hefði tekist til við til- urð hennar og stefnumótun. Geir Hallgrímsson flutti tví- mælalaust áhrifamestu ræðu fund- arins, þegar hann setti hann í Há- skólabíói. Fleiri en einn og fleiri en tveir ræðumenn vitnuðu til þessar- ar ræðu síðar á fundinum og lýstu því yfir, að hún hefði ráðið úrslit- um um stuðning þeirra við Geir í formannskjörinu. Glöggur fundar- maður hafði á orði, að kannski hefði Geir snúið 100 fundar- mönnum til fylgis við sig með ræð- unni. Gunnar Thoroddsen svaraði á föstudaginn. Sú ræða var með allt öðrum hætti en Geirs, forsætis- ráðherra var í vörn og sótti vopn sín í hin smæstu atriði og þá fyr'st náði hann sér á strik, þegar hann tók til við að verja samstarf sitt við Alþýðubandalagið. Ellert B. Schram talaði næstur á eftir for- sætisráðherra. Menn hlustuðu á hvert orð fullir eftirvæntingar. Gefur hann kost á sér til for- mennsku eða ekki? Ræðan var svar við þessari brennandi spurningu. Hún var þannig samin, að fram eftir henni allri væntu menn þess, að Ellert lýsti yfir framboði sínu en í lokasetningunum sagðist hann ekki vera í kjöri frekar en hver annar landsfundarfulltrúi, en þeir eru allir í kjöri til formanns án framboðs eins og reglum flokksins er háttað. Strax á eftir Ellert kvaddi Ragnhildur Helgadóttir sér hljóðs, en menn veittu það treg- lega, þeim lá svo mikið á að ræða boðskap þeirra Gunnars og Ellerts. Fór ræða Ragnhildar því fyrir ofan garð og neðan að þessu sinni. Ólaf- ur G. Einarsson svaraði Gunnari Thoroddsen af snerpu síðar þennan sama dag, Styrmir Gunnarsson varði sögulegu sættirnar með beinskeyttum hætti, hann skírskot- aði til þess, að þær byggðust á ein- hug og styrk Sjálfstæðisflokksins, og Kára Jónssyni frá Sauðárkróki tókst vel upp í gagnrýni sinni á stjórnina en Árni Helgason frá Stykkishólmi varði gjörðir hennar af glettni og sannfæringu. Síðdegis á sunnudag sló enn í brýnu með stjórnarandstæðingum og stjórnarsinnum. Forsætisráð- herra flutti varnir fyrir ríkis- stjórnina vegna tillögu til ályktun- ar um vantraust á hana. Matthías A. Mathiesen svaraði fyrstur og síðan komu þeir hver af öðrum Matthías Bjarnason, Gísli Jónsson, Sverrir Hermannsson og Halldór Blöndal, allir eru þeir afburða- ræðumenn og liggja ekki á skoðun sinni. Þeir svöruðu forsætisráð- herra hver með sínum hætti og fékk nú landsfundurinn ailur, en 970 manns greiddu atkvæði um vantraustið, smjörþefinn af hinum heitu deilum, sem orðið höfðu á flokksráðsfundunum. Niðurstaða þeirra funda var staðfest með svip- uðu atkvæðahlutfalli og jafnan kemur í ljós, þegar tekist er á um ríkisstjórnina í flokknum, and- stæðingar hennar hafa um 75% fylgi en stuðningsmennirnir aðeins um fjórðung. í þessum umræðum talaði Ragnhildur Helgadóttir aft- ur og nú hlustaði hver maður á hennar mál eins og talsvert fá- mennari hópur hafði gert rétt fyrir kvöldmat daginn áður, þegar Frið- rik Sophusson flutti sína ræðu. En í hádeginu á sunnudeginum lýsti Sigurgeir Sigurðsson því yfir, að hann drægi sig í hlé úr varafor- mannsframboði án þess þó að gera upp á milli þeirra Friðriks og Ragnhildar. Kosningar Geir. Hallgrímsson lýsti því yfir í ræðu sinni við upphaf fundarins, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í formannsembættið, ef landsfundurinn lýsti yfir stuðn- ingi við ríkisstjórnina. Með hlið- sjón af þessum orðum einum, þurfti fyrst að fá úr því skorið, hver væri afstaðan til ríkisstjórn- arinnar, áður en formaður var kos- inn. Gunnar Thoroddsen bað um, að atkvæðagreiðslan um það yrði skrifleg í lok umræðnanna á sunnudag. Fundarstjóri Þorvaldur Garðar Kristjánsson varð við þeirri ósk og atkvæði féllu eins og áður var lýst, stjórnarsinnar fengu um fjórðung, svipað hlutfall og áð- ur á flokksfundum og í skoðana- könnunum dagblaðanna. Þá rann upp hin stóra stund, að formaður skyldi kjörinn. Öllum fundar- mönnum var skipað að ganga fyrir kjörnefndarmenn, segja til nafns og fá atkvæðaseðil, sem þeir rituðu nafn á og stungu síðan í innsiglað- an kjörkassa. Þannig var varafor- maður einnig kjörinn svo og mið- stjórn. Geir Hallgrímsson hlaut eir,- dregna traustsyfiriýsingu í for- mannskosningunni, hann fékk 637 atkvæði eða 66%, Pálmi Jónsson 209 og Ellert B. Schram 79. Miðað við róginn um Geir Hallgrímsson og þá hörðu hríð, sem að honum hefur verið gerð bæði innan flokks og utan, getur hann mjög vel við þessi úrslit unað, enda var hann hrærður, þegar hann þakkaði stuðninginn að kosningu lokinni. Honum þætti vænt um úrslitin ekki af yfirlæti heldur í auðmýkt, þjóðin sæi nú, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins stjórnuðu ekki vali forystumanna í honum. Pálmi Jónsson óskaði Geir Hallgrímssyni til hamingju með kjörið en hann lét þess jafnframt getið, að landsfund- ur væri aðeins einn atburður í flokksstarfinu, framundan biði mikið starf og nauðsynlegt væri að finna máttugt afl innan flokksins til að leiða baráttuna til samein- ingar. Þótti sumum hér einkenni- lega að orði kveðið við þetta tæki- færi. Allt frá því Ragnhildur Helga- dóttir ákvað að gefa kost á sér til varaformanns á móti Friðriki Sophussyni, sem fyrstur kynnti framboð sitt, hef ég verið þeirrar skoðunar, að úrslit í átökum milli þeirra mundu að nokkru ráðast af úrslitum í formannskjörinu. Fengi Geir lélega kosningu styrkti það Ragnhildi, mönnum þætti þá nauð- synlegt að herða enn á andstöðunni við stjórnarsinna, fengi Geir góða kosningu styrkti það Friðrik, mönnum þætti rétt að slaka á gagnvart stjórnarsinnum. Hvernig rökstyð ég þessa skoðun? Auðveld- ist er að gera það með því að vitna til orða Gunnars Thoroddsens. í ræðu sinni á föstudeginum vék hann að Ragnhildi, þó hann nefndi hana ekki á nafn, þegar hann býsn- aðist yfir því, að þær raddir hefðu komið upp í þingflokki sjálfstæð- ismanna haustið 1978, að skipta um þingflokksformann og kjósa annan en Gunnar Thoroddsen. Þótti hon- um þó hámark dónaskaparins, að Raghildur hefði skrifað grein um þetta í Morgunblaðið. í Vísi í gær segir Gunnar Thoroddsen um Frið- rik Sophusson: „Hann hefur alla t ð frá því stjórnmálaferill hans hófst átt stuðning minn ..." Geir hl-.ut ótvíræðan stuðning í formar ns- kjöri og Friðrik öruggan m ;iri- hluta í varaformannskjörinu. Fátt sýnir betur, að Sjálfs* eðis- flokkurinn er flokkur allra itétta en úrslitin í miðstjórnark örinu, þar sem þeir eru efstir Bjö n Þór- hallsson, varaforseti ASI og Davíð Sch. Thorsteinsson, sá atvinnurek- enda, sem einna mest hefur verið í sviðsljósinu. Nafn Björns Þórhalls- onar bar oft á góma í umræðunum á sunnudaginn, því að Gunnar Thoroddsen tengdi saman stjórn- armyndun sína og kjör Björns í varaforsetaembættið. Vöruðu þeir Gísli Jónsson og Halldór Blöndal mjög við þessari tengingu, hún gæti orðið til þess að fella Björn í miðstjórnarkjörinu, en til þess mætti ekki koma. Saknaði ég þess, að Bjöm skyldi ekki sjálfur stíga í ræðustól og skýra afstöðu sína. Þriðji fylgishæsti miðstjórnarmað- urinn var Jónas Haralz og síðan koma nýir menn, þeir Ellert B. Schram og Gísli Jónsson og úr röð- um yngri kynslóðarinnar vösk sveit með þann breiða grundvöll að baki, er gerir Sjálfstæðisflokkinn að fjöldaflokki: Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, Einar K. Guðfinns- son stjórnmálafræðingur frá Bol- ungarvík, sem gjörþekkir þar til útgerðar og fiskvinnslu, Óðinn Sig- þórsson bóndi í Borgarfirði og Jón Ásbergsson frá Sauðárkróki, sem af festu og áræði hefur ráðist þar í og stjórnað áhættusömum atvinnu- rekstri. Þá hlutu tveir baráttu- glaðir fulltrúar sjálfstæðiskvenna sæti í miðstjórninni, þær Sigurlaug Bjarnadóttir og Björg Einarsdótt- ir. Málefnin I ræðu sinni á föstudeginum lýsti Pálmi Jónsson, sem af stjórnar- sinnum hefur helst haldið því á loft, að hann hafi gengið í lið með Gunnari Thoroddsen af hugsjóna- og málefnaástæðum, því yfir, að stjórnmálayfirlýsing fundarins gengi verulega til móts við þá stjórnarsinna, enda var hún sam- þykkt samhljóða. Sömu sögu er að segja um allar ályktanir um sér- greinda málaflokka, væru um þær skiptar skoðanir, byggðist ágrein- ingurinn á öðru en stuðningi við ríkisstjórnina eða andstöðu. Hyggi stjómarsinnar á frekari sérstöðu gagnvart meirihluta flokksmanna, geta þeir ekki borið stefnu flokks- ins fyrir sig. Raunar kom það fram í máli manna á fundinum, að líklega væri allt tal stjórnarsinna um að leift- ursóknin svokallaða hefði fælt þá frá meirihluta þingflokksins aðeins yfirvarp. Minnti Matthías Bjarna- son á það, að Jón Ormur Halldórs- son, er Gunnar Thoroddsen valdi sér til aðstoðar í forsætisráðuneyt- inu, hefði verið einn af hugmynda- smiðum leiftursóknarinnar. Sömu sögu má raunar segja um Friðrik Sophusson, sem var einn af helstu málsvörum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 1979 og nú hef- ur verið kjörinn varaformaður með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.