Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Að landsfundi loknum Frá því að Geir Hallgrímsson flutti setningarræðu sína á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins þar til fundinum lauk, var öllum fundarmönnum Ijóst, að hvorki málefnaágreiningur né hugmyndir um skipulagsbreytingar væru undirrót ágreiningsins innan flokksins. Á landsfundinum var þetta staðfest. Samhljóða samþykktu fundar- menn almenna stjórnmálaályktun landsfundarins og róttækum til- lögum um breytingar á skipulagi Sjálfstæðisflokksins var vísað til nánari athugunar hjá miðstjórn og þingflokki. í umræðum um vanda Sjálfstæðisflokksins hafa þau orð verið einna oftast notuð, að stefnan skipti höfuðmáli en mennirnir komi þar á eftir. Þess vegna hlýtur það að teljast merkur og mjög mikilvægur ávinningur í því skyni að skapa forsendur fyrir einhug innan flokksins, að á landsfundi hans skuli hafa tekist algjör eining um almenna stjórnmálaályktun. Stjórnar- sinnar í hópi sjálfstæðismanna geta ekki lengur haldið því fram, að þeir eigi ekki samleið með meirihluta flokksmanna vegna stefnu flokksins. Við öllum blasti, að á landsfundinum yrði tekist á um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar. Flutt var sérstök ályktun um vantraust á ríkis- stjórnina, þar sem það er rökstutt hvers vegna landsfundurinn telji stefnu og störf ríkisstjórnarinnar í ósamræmi við sjónarmið Sjálf- stæðisflokksins og efli áhrif þeirra, sem andvígastir eru þeim sjónar- miðum. Um þessa ályktun urðu harðar umræður á síðasta degi lands- fundarins, þar sem forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, varði rík- isstjórnina. Þrátt fyrir málsvörn hans samþykktu 700 fundarmenn vantraustið en 237 voru því andvígir. Yfirgnæfandi meirihluti lýsti þar með yfir eindreginni andstöðu við ríkisstjórnina og stuðningi við þessi orð: „Stefna stjórnarinnar og framkvæmd hennar er bersýni- lega ekki í samræmi við grundvallarhugsjónir ráðherra úr röðum sjálfstæðismanna. Fundurinn skorar á þessa ráðherra að ganga ur ríkisstjórninni og þá þingmenn flokksins, sem stutt hafa hana, að láta af þeim stuðningi." Taldi meirihluti landsfundarfulltrúa, að fyrst eftir brottför ráðherra sjálfstæðismanna úr ríkisstjórninni gæti Sjálfstæðisflokkurinn staðið einhuga og sameinaður að nýrri stjórn- armyndun á grundvelli stefnu sinnar. Allt frá því ríkisstjórnin var mynduð hefur spjótum aðstandenda hennar verið beint að Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðis- flokksins. Á stundum hafa þessir menn talað eins og þeir ættu að ráða því, hver væri formaður Sjálfstæðisflokksins og Geir Hall- grímsson væri svo sannarlega ekki að þeirra skapi. Það er landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins að velja formann flokksins og mikill meiri- hluti fundarmanna hafnaði íhlutunarvaldi stjórnarsinna innan og utan Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson hlaut glæsilega endur- kosningu. Umboð hans til að veita Sjálfstæðisflokknum forystu hefur verið endurnýjað með afdráttarlausum hætti. Ræða Geirs í upphafi landsfundar vakti þann baráttuanda í hugum landsfundarfulltrúa, sem réð úrslitum um glæsiiegan sigur hans yfir Pálma Jónssyni í formannskjörinu. Eftir að úrslit í formannskjörinu lágu fyrir komst Geir Hallgrímsson svo að orði, að hann vænti þess, að sú eldraun, sem sjálfstæðismenn hefðu gengið í gegnum herti þá í baráttunni við andstæðinga sína og stefnu sinni til sigurs, er ekki að efa, að þessi sama ósk bærist með hinum almenna sjálfstæðismanni, þegar hann íhugar endurkjör Geirs Hallgrímssonar. Friðrik Sophusson, alþingismaður, var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins í stað Gunnars Thoroddsens. Milli Friðriks og Ragnhildar Helgadóttur, fyrrverandi alþingismanns, var háð barátta um varaformannsembættið í anda „samstarfs og vináttu", svo að notuð séu orð Ragnhildar, þegar úrslitin lágu fyrir. Með Friðriki Sophussyni bætist fulltrúi nýrrar kynslóðar í æðstu forystusveit Sjálfstæðisflokksins, kynslóðar, sem fram til þessa hefur fyrst og fremst litið á það sem hlutverk sitt að veita hinum ráðandi öflum aðhald. Hinn nýi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur um langt árabil verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er ekki að efa, að með kjöri hans eflast tengsl forystunnar við hinn almenna flokks- mann. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk án þess að þráðurinn slitnaði milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna í flokknum. Landsfund- urinn styrkir stöðu þeirra, sem tóku um það ákvörðun að skipa sér í andstöðu við ríkisstjórnina. Þessi styrkur gerði þeim kleift að ganga verulega til móts við stjórnarsinna á fundinum í leit að leiðum til sátta. Hins vegar létu stjórnarsinnar ekkert uppi um það, hvað þeir væru reiðubúnir að gera í sáttaskyni. Lykilspurningunni í setningar- ræðu Geirs Hallgrímssonar um sáttavilja stjórnarsinna er því enn ósvarað, hitt er víst, að árásir þeirra á formann Sjálfstæðisflokksins eða stefnu flokksins eru marklausar, hefjist þagr að nýju nú að lands- fundi loknum. Ragnhildur Helgadóltir óskar Geir Hallgrímssyni og Friðrik Sophussyni til hamingju með kjör þeirra til formanns og varaformanns. Ljósmynd Mbi. Kristjín Fram til sigurs sameinaðir — sagði Geir Hallgrímsson „ÉG ER ÞAKKLÁTUR fyrir það traust og fylgi, sem ég hef hlotið með þessari kosningu og mun leggja mig allan fram til að bregðast því ekki. Það hafa verið erfiðir tímar að undanlornu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyllilega eðlilegt að kosið sé á milli manna, en skoðanaágreiningur sá, sem verið hefur er ekki eðlilegur og nú er okkar að jafna hann,“ sagði Geir Hallgríms- son á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir að hann hafði verið endurkjörinn formaður flokksins með miklum meirihluta atkvæða. Geir sagði ennfremur að sér þætti vænt um þessi úrslit fyrir sjálfan sig en enn frekar fyrir flokkinn, því með þessu hefði allri þjóðinni og andstæðingum flokksins verið sýnt hverjir réðu flokknum og málefnum hans. Hann sagðist telja það skuldbindingu sína eftir þessi úrslit að ná sættum innan flokksins og hann vonaðist til þess að allir flokksmenn stæðu að baki honum til þess að flokkurinn gæti gengið sameinaður til stórsigurs í næstu kosningum. „Fram til sigurs, sameinaðir," sagði Geir að lokum. Vinátta okkar Friðriks mun haldast — sagði Ragnhildur Helgadóttir „ÉG VIL ÓSKA formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins til hamingju með kjör þeirra og þakka keppinaut mínum, Friðrik Sophussyni, fyrir drengi- lega og vinsamlega baráttu. Vinátta okkar Friðriks mun haldast óbreytt áfram og það höfðum við ákveðið áður en kosið var á milli okkar, að hvernig sem færi myndi svo vera,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi alþing- ismaður, er Ijóst var að Friðrik Sophusson hafði sigrað hana í kosningunni til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ragnhildur sagði ennfremur að öllum hefði verið efst í huga að gera það, sem þeir teldu vera flokknum bezt og því sætti hún sig niðurstöðu fundarins eins og vera bæri. Þá óskaði hún þess, að framvegis kæmu fleiri konur til starfa innan flokksins og að grundvöllur skoðana Sjálfst- æðisflokksins yrði að leiðarljósi við stjórn landsins í framtíðinni. Að lokum þakkaði hún veittan stuðning, hvatningu og vinarhug stuðn- ingsmanna sinna. Von, bjartsýni og baráttuhugur — einkunnarord okkar sagði Fridrik Sophusson „ÞAÐ MÁ LÍKJA Sjálfstæðisflokknum við varðskip, sem hafi það hlutverk að verja þá landhelgi, sem flokkurinn hefði markað um sjálfstæði lands og þjóðar. Nú hafa menn verið kjörnir í brúna, eftir að landsfundur hefur markað stefnu skipsins, en engu að síður kemst skipið ekki langt ef vélarafl- ið, sem er hinn almenni flokksmaður, skortir. Því þarf hann að taka þátt í stjórn skipsins til þess að það geti sinnt hlutverki sínu,“ sagði Friðrik Sophusson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins meðal annars er hann hafði verið kjörinn varaformaður flokksins. Þá óskaði hann formanni flokksins til hamingju með endurkjörið og sagðist vænta sér góðs samstarfs við hann. Friðrik þakkaði síðan veittan stuðning og Ragnhildi Helgadóttur fyrir drengilega baráttu. Hann sagð- ist vera bjartsýnn á framhaldið og vonast til að sjálfstæðismenn gætu nú gengið sameinaðir til sigurs. „Von, bjartsýni og baráttuhugur eiga að vera einkunnarorð okkar sjálfstæðismanna," sagði Friðrik að lokum. Leitum að máttugu forystuafli — sagði Pálmi Jónsson „SÚ ER ENN skoðun mín eftir þessi úrslit að leita þurfi eftir máttugu forystuafli innan flokksins til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sterkasta stjórnmálaafl þjóðarinnar,“ sagði Pálmi Jónsson, landbún- aðarráðherra eftir að Geir Hallgrímsson hafði verið endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Pálmi sagðist ennfremur óska Geir til hamingju með endurkjörið og óskaði þess að hann mætti nýta forystu sína til heilla og sameiningar fyrir flokkinn. Hann sagði þennan landsfund hafa verið stormasaman en hann vonaðist til að sjálfstæðismenn gætu á ný gengið sameinaðir og undir einu merki til leiks. Síðan þakkaði hann fylgismönnum sínum veittan stuðning við sig og sjónarmið sín. Pálmi Jónsson óskar Geir Hallgrímssyni til hamingju með formannskjörið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.