Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Nú er sá timi er yngstu borgararnir halda litlu jól, en það er viðburður sem fæstir æskumenn vilja missa af. Meðfylgjandi mynd var tekin i Fellaskólanum í gær og er ekki annað að sjá en unga fólkið lifi sig inn í skemmtunina. Morininbia«i«/ rax Algengt að öryggisbúnaður sé í ólagi og haffærisskírteini útrunnin 187 kíló af smyglaðri kjötvöru gerð upptæk TOLLG/EZLAN hefur að undan- förnu kannað hvort eitthvað væri af smyglaðri kjötvöru í umferð í Reykjavik, þar sem þótt hefur bera á smyglvarningi af þessu tagi og orð- rómur þar að lútandi verið á kreiki. Við leit fundust 187 kíló af smyglaðri kjötvöru í fjórum verzl- unum og einni smurbrauðsstofu í borginni, og var lagt hald á þenn- an varning. Af smyglvarningnum reyndust 67 kíló vera kalkúnar, 26 kíló spægipylsa, 63 kíló skinka og 31 kíló af hamborgarhrygg. Önnur prentun af Kvistum í lífstrénu KVISTIR i lífstrénu, samtalsbók Árna Johnsen, er nú uppseld hjá forlaginu Erni og Örlygi, 3.000 eintök. Bókafor- laginu hefur tekizt að fá prentuð 1.000 eintök í viðbót fyrir jól og fær það þær bækur til dreifingar eftir helgina, segir í fréttatilkynningu frá Erni og Örlygi. Nafnasamkeppni Flugleiða: — segir skipaskoðunarmaður Siglingamálastofnunarinnar „ÞETTA EFTIRLIT hefur gefið góða raun og á þessu ári hefur mörgum skipum verið vísað til hafnar þar sem haffærisskírteini og ýmiss lögboðinn öryggisbúnaður hefur ekki verið í lagi eða hann hreinlega vantað. Einnig vitum við að mörg skip hafa haldið til hafnar til að ganga frá sínum málum þegar þau hafa orðið vör eftirlitsmanna í nálægum skipum. Það er því miður alltof mikið um að lögboðinn örygg- isbúnaður sé ekki í lagi og að haf- færisskírteini séu útrunnin. Ég held þetta sé hið almenna kæruleysi okkar fyrir lögum og reglura miklu fremur en menn séu að reyna að koma sér hjá því að hafa þessa hluti í lagi,“ sagði Páll Guðmundsson, skipaskoðunarmaður hjá Siglinga- málastofnun, er hann var spurður hvort algengt væri að lögboðinn ör- yggisbúnaður íslenzkra fiskiskipa væri í ólagi og haffærisskírteini út- runnin. Páll sagði að Landhelgisgæzlan hefði litið eftir því hvort þessir hlutir væru í lagi þegar farið væri um borð í fiskiskipin til að athuga veiðarfæri þeirra. Á sein- ustu þremur vikum hefur gæzlan haft afskipti af 11 netaveiðibát- um fyrir Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi. Bátar þessir hafa verið á netaveiðum ýmist án þess að hafa haft tilskilin veiðileyfi, eða þeir hafa verið með ranglega merkt veiðarfæri eða ómerkt, og einnig hefur verið um að ræða of Langt í land að samkomulag verði um stjórnarskrármálið „ÞAÐ hefur enn engin endanleg niðurstaða fengist í stjórnarskrármálinu, hvorki varðandi efnisatriði né málsmeðferð,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. Olafur sagði að næsta skref i málinu yrði væntanlega það, að stjórnarskrárnefnd lyki við að ræða vinnutilhögun í málinu, og sendi það síðan til þingflokkanna. Þá kæmi að þingflokkunum að ræða málið, og hlyti það að fara eftir því að hve miklu leyti þeir yrðu sammála, hve fljótt málið gengi fyrir sig. Er Ólafur Ragnar var spurður álits á þeim ummæl- um forsætisráðherra, að frumvarp að nýrri stjórnarskrá yrði lagt fram í janúar, sagði hann að þar gætti væntanlega nokkurs mis- skilnings. Vinnutillögur gætu hugsanlega legið fyrir í janúar, en því sem næst útilokað væri að lagafrumvarp gæti birst þá. Sagði Ólafur að ef svo ætti að verða, yrðu þingflokkarnir að vera sam- mála í flestum greinum málsins, en ekkert benti til þess að heildarsamkomulag væri í sjón- máli. Framsóknarflokkurinn hefði til dæmis lagt til að haldið yrði stjórnlagaþing um málið, alls ekki væri búið að ganga frá hugmynd- um um afnám deildaskiptingar Alþingis, flestir teldu að veita þyrfti mun fleiri aðilum en þing- flokkunum tækifæri til að kynna sér málið, og ekki væri nema eðli- legt að um breytingar á stjórn- arskránni færu fram miklar um- ræður úti í þjóðfélaginu. Stjórn- arskrárnefnd hefði starfað að mestu á lokuðum fundum í all- mörg ár, en opna þyrfti umræðuna áður en málið yrði lagt fram. Þá sagði Ólafur að margt af því sem nú væri á vinnslustigi í stjórn- I arskrárnefnd, væri enn órætt inn- an þingflokkanna. Miðað við ým islegt annað, mætti gera ráð fyrir að umræður um þessi atriði tækju mánuði. Það hlyti því að vera mis- skilningur er forsætisráðherra talaði um að leggja frumvarpið fram í janúar nk. Þá kvað Ólafur Ragnar gæta nokkurs misskilnings varðandi hlutverk stjórnarskrárnefndar í þessu máli. Hún væri í rauninni ekki annað en vinnunefnd þing- flokkanna, og því væri eðlilegast að fulltrúar þingflokkanna í nefndinni gerðu flokkunum nú grein fyrir störfum nefndarinnar. Einnig sagði Ólafur Ragnar það alls ekki ljóst eða frágengið, hver legði frumvarpið fram þegar þar að kæmi. Það gætu verið fulltrúar þingflokkanna, hugsanlega for- menn flokkanna, eða ríkisstjórnin og hugsanlega forsætisráðherra. Allt væri það órætt enn, og þyrfti að taka ákvarðanir um það innan þingflokkanna. mörg net í sjó. Var viðkomandi skipum stefnt til hafnar. Nú í vikunni kom varðskip að togaranum Gylli ÍS 261 frá Flat- eyri úti fyrir Vestfjörðum. Við skoðun reyndist haffærisskírteini Gyllis hafa runnið út fyrir þrem- ur mánuðum, og gaf skipherra varðskipsins því fyrirmæli um að togarinn skyldi strax sigla til hafnar. Sigldi hann til ísafjarðar til að koma málum sínum í lag. „Það kemur alloft í ljós, að ár- leg skoðun á björgunarbátum, slökkvitækjum og öðrum örygg- isbúnaði hefur ekki farið fram, en því má bæta við, að stundum eru þessir hlutir í lagi þótt haffær- isskírteini sé útrunnið. Haffær- isskírteini eru gefin út árlega og eitt ár í senn, og eiga að vera staðfesting á því að allt sé í lagi um borð í skipunum, gagnvart tryggingum og öðru,“ sagði Páll. Hátt á áttunda hundrað til- lögur bárust SÆMUNDUR Guðvinsson, frétU- fulltrúi Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að hátt á áttunda hundrað tillög- ur hefðu borizt um nöfn á flugvélar félagsins í samkeppni þar að lútandi, en tillögurnar eni frá liðlega 400 ein- staklingum. Þess má geta, að vélar Flugfélags íslands og Loftleiða báru allar nöfn á sínum tíma, en eftir sameiningu félag- anna hafa einungis einkennisstafir ein- kennt þa r. Sérstök dómnefnd, sem er skipuð þeim Birni Theódórssyni, fram- kvæmdastjóra markaðssviðs Flug- leiða, Leifi Magnússyni, fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, og Ólafi Stephensen, mun síðan kveða upp úrskurð í sam- keppninni fyrir 15. janúar nk. Ingólfur Jónsson: Styð Eggert Haukdal „MÍN skoðun er sú sama og fyrir síðustu alþingiskosningar, að ég mun styðja Eggert Haukdal í kom- andi kosningum og tel, að hann Launataxtar skertir um 43% frá því í júní 1979 „ÞEGAR þetta er ritað í byrjun des- ember er Ijóst að launataxtar hafa verið skertir um 43% frá því í júní 1979. Þetta hefir verið gert með niður- skurði verðbóta á laun. Þetta er það sem á vantar til þess að umsamdir launataxtar séu í gildi,“ segir Sigfinn- ur Sigurðsson, hagfræðingur Verzlun- armannafélags Reykjavikur, í grein er hann ritar í nýjasta VR-blaöiö, sem er málgagn félagsins. „Grunnkaupshækkanir á tímabil- inu hafa numið 28% á sama tíma og ná því ekki að jafna skerðinguna. Ýmsar félagslegar ráðstafanir hafa á þessum tíma náð fram og hafa þær verið mældar af stjórnvöldum til kjarabóta, nú síðast fyrirheit um lengingu orlofs. Þetta er af hinu góða. En það er skemmst frá því að segja, að engar ákvarðanir stjórnvalda geta þó reynzt svo góðar, að þær komi í staðinn fyrir frjálsan samningsrétt. Frjáls samningsréttur er meðal annars í því fólginn, að samnings- aðilar komi fram sem fulltrúar andstæðra hagsmuna og beiti áhrif- um sínum til að ná samkomulagi. í slíkum tiifellum er það óþolandi að annarhvor eða báðir aðilar eigi sí- fellt yfir höfði sér ógildingu samn- ingsákvæða af hálfu ríkisforsjár. Slíkt endar ekki nema á einn veg, — á því að ríksivaldið tekur samn- ingagerðina í sínar hendur. Vilji til samningagerðar hjá eiginlegum samningsaðilum hlýtur að dofna við slíkar aðstæður. Það verður því að segjast eins og er, að boðuð lenging orlofs með lög- um án samráðs við aðila vinnu- markaðarins, er ekki í anda þeirra vinnubragða sem æskileg eru á þessu sviði. Menn mega fagna leng- ingu orlofs, en sú lenging verður ekki ókeypis. Hún er hluti ai- mennra kjarabóta. En aðstæður eru víða þannig í dag, að margir hefðu viljað taka kjarabæturnar í annarri röð eða a.m.k. að undangenginni umræðu um kjaramálin í heild," segir Sigfinnur Sigurðsson. hafi ekki unnið til annars,“ sagði Ingólfur Jónsson, fyrrverandi ráðherra, í samtali við Morgun- blaðið í gær er hann var spurður um afstöðu sína til prófkjörsfram- boðs Eggerts Haukdal að gefnu tilefni fréttar í Helgarpóstinum í gær, sem sagði að Ingólfur hefði látið af þeim stuðningi. „Ég veit ekki til að fylgi Egg- erts hafi minnkað í Rangár- vallasýslu eða kjördæminu yfir- leitt," sagði Ingólfur Jónsson ennfremur. Ingólfur Jónsson var spurður um afstöðu hans til ákvörðunar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á Hellu um að frambjóð- endur í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Suðurlandskjördæmi skyldu vera þrír. Hann sagði: „Ég var ekki á þessum fundi og hef ekki tekið afstöðu til þess, hvort Rangæingar eigi að vera 3 eða 5, sem taka þátt í væntan- legu prófkjöri, en verði þeim fækkað í þrjá tel ég ófært, að það verði ákveðið af fámennu fulltrúaráði, heldur verði að fara fram almenn skoðanakönn- un í sýslunni um það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.