Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 47 Sex marka sigur gegn B-liói Austur-Þjóðverja ÍSLENSKA landsliöið í hand- knattleik sigradi B-liö Austur- Þýskalands með sex mörkum — 28:22 — á alþjóðlega handknatt- leiksmótinu í Austur-Þýskalandi í gær. íslendingarnir voru yfir í leikhléi 14:10 og voru allan tim- ann betri aóilinn. „Þetta var mun yfirvegaöra og rólegra hjá strákunum en í hinum leikjunum — og nú var markvarsl- an mjög góö, betri en í langan tíma. Einar Þorvaröarson stóö í markinu hjá okkur allan tímann og varöi 16 skot,“ sagöi Hilmar Björnsson, landsliösþjálfari, er Mbl. spjallaði viö hann í gær. „Vörnin vann mjög vel saman og A var mun betri en í hinum leikjun- um. Einar í markinu var bes,. maö- ur liösins, en annars var liösheildin mjög sterk og segja má aö sigur- inn hafi unnist vegna sterkrar liösheildar,” sagöi Hilmar. Aö sögn Hilmars var sóknarnýt- ing íslenska liösins 56% í leiknum. „Þetta var miklu betra hjá okkur í dag en í hinum leikjunum, og strákarnir náöu miklu betur sam- an. Þetta þýska B-liö er mjög þokkalegt, í því eru bæöi ungir og efnilegir leikmenn svo og þeir sem standa alveg viö landsliöiö sjálft,” sagöi hann. Mörk Islands skoruöu þessir: Al- freö Gislason 7, Kristján Arason 4, Siguröur Sveinsson 4, Páll Ólafs- son 3, Bjarni Guömundsson 3, Steindór Gunnarsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jóhannes Stef- ÍS sigraði Hauka f 1. deild kvenna í körfubolta á fimmtu- dagskvöldiö í mjög jöfnum leik. Hauka-stelpurnar höföu yfir f hálfleik 20 — 19. Síöan komust þær f 24 —19 en þá náöu leik- reyndar ÍS-dömurnar aó komast yfir og lokatölur uröu 36 — 34 fyrir ÍS. ÍS-stelpurnar viröast vera aö ná sér á strik eftir heldur slaka byrjun á mótinu og hafa þær nú unnið tvo leiki í röö. Ekki var búist viö miklu í byrjun vetrar af Haukastúlkunum ánsson og Haukur Geirmundsson eitt hvor. Steindór Gunnarsson lék í horn- inu í þessum leik og kom mjög vel frá þeirri stööu og skoraði þrjú mörk. Annars var Einar í markinu besti maður liösins, eins og áöur sagöi, en auk þess áttu Alfreö, Kristján Ara og Steindór góöan leik. íslendingar leika í dag gegn Rúmenum og gegn Ungverjum á morgun. Eins og viö sögöum frá í gær meiddust Ólafur Jónsson og Gunnar Gíslason í leiknum viö Svía í fyrradag, og aö sögn Hilmars veröur liöiö í hálfgeröu manna- hraki í þeim leikjum sem eftir eru þar sem þeir Siguröur Sveinsson og Bjarni Guömundsson eru nú á förum til Þýskalands þar sem þeir leika meö Nettelstedt. — SH en þær hafa veriö í sífelldri framför og er ekki aö efa aö ef þær halda áfram á sömu braut aö von er á betri tíö meö blóm (haga fyrir þær. Þaö sem háir þeim mest núna er aö þær vantar meiri reynslu. Stigahæstar voru: ÍS: Kolbrún Leifsdóttir 9, Kol- brún Jónsdóttir 8, Hanna Birgisd- óttir 7 og Margrét Eiríksdóttir 6 stig. Haukar: Sóley Indriöadóttir 22, Sólveig Pálsdóttir 4 og Svanhildur Guölaugsdóttir 4 stig. ÍS-stelpurnar að ná sér á strik „Veit af hverju þeir eru blankir“ BRUCE Grobbelaar komsf nývar- iö aö því hvers vegna svo margir knattspyrnuaödáendur á Mersey- side hafa ekki efni á því aó koma á alla leiki liðanna í Liverpool. Grobbelaar sagöi eftir leikinn viö Everton, sem Liverpool vann 5—0: „Þaö kemur mér ekki á óvart aö aödáendur Everton skuli vera svo fátækir sem raun ber vitni, þeir köstuöu mest öllu klinkinu sínu í mig.“ Grobbi týndi upp sjö pund — um 1.800 krónur íslenskar — eftir leikinn, og allt var þaó komiö frá aðdáendum Everton. Grobbi gaf upphæóina til líkn- armála. Fram meistari í kvennaflokki Fram-stúlkurnar uröu Reykja- víkurmeistarar á ný er þær unnu Val 15:13 í Reykjavíkurmótinu í fyrrakvöld. Reykjavíkurmótið f handknattleik er nú yfirstaöið. Í vikunni voru einnig leiknir síö- ustu leikirnir í fleiri flokkum í Reykjavíkurmótinu. Þróttur varö meistari í 5. flokki karla — sigraöi Ármann 6:5, en Ármann náöi aö sigra í 3. flokki — lagði þá Víking 10:9. KR sigraði svo í 2. flokki — vann ÍR meö 15 mörkum gegn 10. Valur vann svo öruggan sigur á KR í 1. flokki, 23:18, eftir aö þeir höföu veriö yfir í hléi 15:10. Feögarnir Guöni Bergsson og Bergur Guðna- son léku þar saman meö Val og mun þaö aö öllum líkindum eins- dæmi hér á landi. A.m.k. langt síö- an slíkt hefur gerst ef þaö hefur einhvern tíma komiö fyrir. Deniiin tar — Þitt er vnlið Kjartan Asmundsson, fíullsmíðav. Aðalstræti S. Æ • Steindór Gunnarsson lék í horninu í íslenska landslióinu í gær þar sem bæöi Gunnar Gíslason og Ólafur Jónsson voru meiddir. Steindór stóö sig vel í þessari stööu — skoraði þrjú mörk og átti góðan leik. VATTERAÐIR LEÐURJAKKAR OG KÁPUR PENTIK frá Finnlandi greiösluskilmálar PELSINN Kirkjuhvoli - sími 20160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.