Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 21 við Dachau“ „í dag skoðuðum Dagbók dóttur Himmlers ásamt 700 bréfum nazistaforingjans fundin — í dag fórum við að skoða fangabúðirnar í Dachau. Við skoðuðum allt, sem við gátum. Við horfðum á garðyrkjustörf fanganna, við skoðuðum peru- trén. Við sáum allar myndirnar, sem fangarnir höfðu málað. Dá- samlegt. Og á eftir fengum við heilmikið að borða og öllum var okkur gefín gjöf. Þetta var fjarska yndislegt og stór atburð- ur. Þannig kemst Gudrun Himmler, dóttir nazistaforingj- ans Heinrichs Himmlers, að orði í dagbók sinni, sem hún skrifaði sem barn í heimsstyrjöldinni síð- ari. Dagbók þessi þykir gefa ein- stakar upplýsingar um nazista- foringjann alræmda og ekki dregur það úr, að hvorki meira né minna en 700 sendibréf frá honum sjálfum til dóttur hans hafa komið fram um leið. Þvf skal ekki gleymt, að um 40.000 manns voru teknir af lífí í Dachau í stríðinu, flestir Gyð- ingar. Það er Gyðingur, sem nú er búsettur í Israel, sem hefur þessi gögn undir höndum. Maður þessi, Chaim Rosenthal að nafni, keypti dagbókina og bréfin í fé- agi við tvo menn aðra af fyrrver- andi SS-foringja, sem nú er bú- settui'í Mexíkó, fyrir 40.000 doll- ara. Gudrun Himmler og móðir hennar voru handteknar í stríðslok, er þær voru á flótta á Ítalíu og munu þá hafa glatað bæði dagbókinni og bréfunum. í tilefni af þessum fundi hringdi Rosenthal í Gudrunu Himmler sem er búsett í Miinc- hen. Þar gengur hún undir ætt- arnafni eiginmanns síns og forð- ast öll fréttaviðtöl, enda veit þar naumast nokkur, hver hún er. Rosentha! hafði hins vegar feng- ið símanúmer hennar frá manni einum í Bandaríkjunum, sem vissi, hver hún er. Símtal þetta var tekið upp á band og hefur svo sannarlega komið fólki í ísrael á óvart, en þar hefur það verið flutt í sjónvarpi. Finnst mörgum þar eins og miklum ör- lagahring sé nú lokið. Sjálfur missti Rosenthal mörg af ætt- mennum sínum í dauðabúðum nazista. Þegar Rosenthal hóf símtalið, hafi hann lista með 25 spurning- um, sem hann lagði fyrir dóttur nazistaforingjans meðal annars um Adolf Hitler, um tilfinningar hennar til föður hennar og um heimsókn hennar í æsku til fangabúðanna í Daehau. En það var með naumindum, að hann gæti stunið spurningunum upp, svo spenntur var hann. Hann lét þess hvergi getið, að hann hringdi frá ísrael af ótta við, að þá myndi dóttir Himmlers leggja á. Þegar Rosenthal sagði henni frá því, að hann hefði dagbók hennar og bréfin frá föður henn- ar undir höndum, bað hún hann að senda sér eintak af því öllu en alls ekki að gefa það út á prenti. — Hún sagði, að það væri vin- samlegur verknaður af minni hálfu, er haft eftir Rosenthal. Og hann heldur áfram í frásögn sinni: Mér leið, eins og allt færi af stað innan í mér. Hér var þessi kona, dóttir Himmlers, sem bað, jafnvel grátbað mig. Þýzkan hennar var með mjúkum bæverskum hreim. Hún kvaðst eiga börn og spurði mig, hvort ég ætti ekki börn og hvort ég gæti ekki skilið, að allt, sem hún vildi, væri að vera látin í friði. Rosenthal hlustaði en lét hana tala að mestu. Hann vonaði að Heinrich Himmler, æðsti yfírmaður SS-sveitanna. finna hjá henni einhverja for- dæmingu á nazistum, en hún kom aldrei. Þegar hann spurði hana um nazistatímabilið, svar- aði hún: — Ég var bara lítil telpa þá. — Þessi dagbók og bréf eru einstakur fundur, er haft eftir prófessor Yehuda Bauer, sem er sérfræðingur í sögu útrým- ingarherferðarinnar gegn Gyð- ingum, en hann starfar við Hebreaháskólann í ísrael. Við höfum ekki áður haft undir höndum dagbækur barna helztu nazistaforingjanna. Hér er því um einstakan fund að ræða. Gudrun Himmler var fædd 1929, sama ár og faðir hennar varð yfirmaður stormsveitanna í nazistaflokknum. Hún ólst upp i grennd við Dachau. — Hún virð- ist hafa verið mjög eðlileg telpa, er haft eftir Bauer. — Hún hefur dáðst mjög að föður sínum. Svo er að sjá, sem hún hafi ekki haft hugmynd um skelfingaratburð- ina allt í kringum hana og hún virðist hafa trúað því til hins síðasta, að Þýzkaland myndi vinna stríðið. Þannig segir t.d. í dagbókinni á einum stað frá árinu 1944: — Frá því í júlí hefur pabbi ver- ið æðsti maður landhersins. Flugherinn er mjög lélegur. Gör- ing virðist ekki hirða um neitt lengur. Hann bara hreykir sér og setur upp snúð. í dag fengu allir orðu nema pabbi, en hann er sá, sem átti að fá orðu fyrstur. Himmler var einn helzti höf- undur að hugmyndafræði naz- ista um kynþáttahatur og átti einn mestan þátt í því að koma upp því neti dauðabúða, sem nazistar komu upp víðs vegar i Evrópu. Hann var tekinn til fanga af Bretum í maí 1945 og framdi síðan sjálfsmorð. Barnaguðs- þjónusta í Dómkirkjunni á sunnudag Jólasöngvar Dóm- kórsins á mánudag ÞAÐ KR orðin venja að hafa barna- guðsþjónustu í Dómkirkjunni síð- asta sunnudag fyrir jól. í guðsþjón- ustunni á morgun, sem hefst kl. 11 f.h., leikur hornakvartett jólalög, sr. Hjalti Guðmundsson les jólasögu og sr. Agnes Sigurðardóttir ræðir við börnin um jólin og þýðingu þeirra. Það mun sr. Þórir Stephensen einnig gera og hann stjórnar al- mennum söng, en Marteinn H. Friðriksson dómorganisti verður við orgelið. Er þess vænst að for- eldrar, afar og ömmur eða aðrir aðstandendur fjölmenni með börnunum í Dómkirkjuna á morg- un kl. 11. Þá verður Dómkórinn með jóla- söngva í kirkjunni á mánudags- kvöldið kl. 22. Þar er einnig hefð á komin. Dómkórinn hefur í nánd jóla á undanförnum árum skapað með þessum jólasöngvum miklar yndisstundir. Ég vil því eindregið hvetja fólk til að koma í Dóm- kirkjuna á mánudagskvöldið. Að- gangur er ókeypis og allir boðnir velkomnir. herraskyrtur og Van Heusen herraskyrtur eru heimsþekkt gæðavara. Fáanlegar í miklu efnis- og litaúrvali í tveim mismunandi ermalengdum (89 og 91 cm) og í tveim mismunandi bolvídd- um (standard vídd og extra vídd). Aöalstræti 4. Bankastræti 7 H E R R A P E I LD AUSTURSTRÆTI 14 Sími 82710. Þórir Stephensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.