Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 17 Peter OToole I aAalhhitverki myndarinnar „My Favourite Year“. Leikstjóri Richard Benjamin. slóð undirmeðvitundarinnar og í opna skjöldu. Leikkonan Lola Herrera hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í þessari mynd. Ein frumlegasta myndin á há- tíðinni hefur án efa verið „Dag- bækur" (Bandaríkin 1981). Leik- stjóri er Ed Pincus. Þetta er e.k. heimildarmynd þar sem líf og list er blandað saman í hlutföll- um sem aldrei hafa sést áður. Byggt er á andstæðunum: til- finningar/ staðreyndir og hug- lægni/ heimildir. Pincus tók myndir af sínu eigin fjölskyldu- lífi í fimm ár. Hjónin sýndu mik- ið hugrekki, þroski þeirra og þras er sýnt jöfnum höndum eins og það kemur fyrir á hverj- um tíma. Með þessum vinnu- brögðum öðlast kvikmyndalistin eina vídd í viðbót: kvikmyndalist verður uppvaxtaraðstæður. Woody Allen, Jules Feiffer, God- ard og Fellini hafa daðrað við líka hluti en enginn þeirra hefur gengið eins langt og Pincus enda er hann sagður -giftur kvik- myndavélinni. Ef ég hefði mátt velja mér að sjá eina mynd á kvikmyndahá- tíðinni í London hefði ég valið „Kageroza" (Japan 1981). Kvik- myndagagnrýnandinn Ian Christie valdi hana bestu mynd hátíðarinnar. Þessi mynd vakti mikla athygli á kvikmyndahátíð- inni í Berlín, sem metnaðar- fyllsta og dularfyllsta myndin sem hefur komið frá Japan á síð- ari árum. E.t.v. heilla japanskar myndir ekki síst eftir að maður hefur séð „Veldi tilfinninganna", sem er einhver besta mynd sem ég hef séð. Verður það að teljast mikill aumingjaskapur að slíkt listaverk fékkst ekki sýnt á kvikmyndahátíðinni hér um ár- ið, ekki einu sinni fyrir 50 ára og eldri! „Kageroza" gerist árið 1926. Ríkur fjársýslumaður var í erf- iðu hjónabandi með þýskri konu, og minningar þess ásækja hann í öðru hjónabandinu. Leikrita- skáld sem á erfiða daga, verður trylltur í seinni konu kaupsýslu- mannsins, og tengist einnig hinni fyrri ... eða er hann bara að gera sér þetta allt upp í at- vinnuskyni? Ian Christie segir: „Hin öru skipti frá draumi yfir í stöðugt furðulegri raunveruleika og undir lokin nokkur ástríðufull endurleikin atriði úr megin dramanu, leikin í mismunandi leikstílum, minna á stórkostleg- an Pirandelló-isma. Þrátt fyrir það er hið lýsandi myndmál og hin kraftmikla erótík greinilega japönsk." /’Tiork /’TIOIX ÞEIR ERU KOMNIR! sænsku brunsleðarnir frá STIGA sem hafa farið sigurför um Norðurlöndin brunsleðarnir eru ekta sænsk gæðavara, hraðskreiðir, sterkir og öruggir. Verð kr. 1.296.- barnasleðar — níðsterkir, léttir og mjög öruggir. Fyrir börn 6 ára og yngri. Verð kr. 768.- Spítalastíg 8 viö Oðinstorg. Símar: 14661 og 26888. Varahlutaþjónusta Heildsölubirgöir fyrirliggjandi. 4 Hverthús -heill ævintýraheimur Gömlu ævintýrin í nýjum búningi \ °9 fc-U*UM Hvað skyldi vera inni í ÆVINTÝRAHÚSUNUM/' Þessar skemmtilegu bcekur opnast þegar knúið er dyra, — og þar finnum við Hans og Grétu, Rauðhettu, Þrjá litla grísi og Gullbrá og birnina þrjá. Þetta eru allt klassísk œvintýri sem hér birtast með óvenjulegum umbúnaði, — elskulegar litlar bcekur sem gaman er að lesa og skoða. Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.