Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 PERSNESK Höfum fengiö sendingu af handhnýttum persnesk- um teppum. Fjölbreytt úrval, hagstætt verö. Málningarvörur, Ingólfsstræti 5, sími 29660. Grímsá í Borgarfirði 12 vatnslitamyndir í gjafamöppu eftir Giovanni Leombianchi. Ljóö eftir Ezra Pound í þýöingu Friöriks Á. Brekkan 1000 stk. árituð tölusett eintök. Selt hjá helstu bóksölum. Dreifing: Listhönnun. Pósthólf 64, Reykjavík 101, sími 16829. Nú er hún komin ... Vélin, sem tengist köldu vatni eingöngu eða heitu og köldu — sama vélin — en þú velur með spamaðartakka ódýrasta þvottamátann, við þínar heimilisaðstæður Hitun Þvottur Þurr — vinding • Þeytivinding með 850 sn. á mín. • Tekur 5 kg af þurrþvotti. • Hefur 10 grunnþvottakerfi. • Sjálfstilltur forþvottur oy aðalþvottur. • Auk þess sjálfstætt hitaval fyrir 30,40, 60 og 95 gráðu heitan þvott (suða). ^RAFBUÐ ^SAMBANDSINS Ármúla 3 ■ Simi 38900 Tími til að faðmast Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir í FAÐMI ÖRLAGANNA: Lilli Palmer Skáldsaga Útg. Iðunn 1982 Magnea Matthíasdóttir þýddi I fyrra gaf Iðunn út endurminn- ingar leikkonunnar Lilli Palmer og sendir nú á markaðinn skáld- sögu hennar „Unarmen hat seine Zeit“ og kýs að kalla hana I faðmi örlaganna. Um þá nafngift hnaut ég strax, í upprunalega titlinum er vitnað í hina margfrægu og fögru speki Prédikarans „Öllu er af- mörkuð stund ..." (Jr því hefði mátt taka titil sem langtum frek- ar hentar bókinni. Að þessu sögðu er bók Lilli Palmer með hinum ágætustu af- þreyingarbókum. Hún er ágæta vel skrifuð, í henni er bæði stíg- andi og frásagnargleði sem gerir bókina læsilega í flesta staði. Ég las þessa bók fyrst á ensku og fannst sá texti ljóðrænni en hann skilar sér á íslenzku. Það er sennilega enginn boð- skapur í þessari bók, þaðan af síð- ur rakst ég á nokkuð sem mætti flokka undir þjóðfélagslega vit- und. Þó gætu viljugir lesendur auðvitað sagt að hér væri fjallað um stöðu tyrknesku konunnar og kynferðislega kúgun hennar í upp- hafi aldarinnar. Uppsetning bókarinnar er snjöll: A dánarbeði Sophie ákveð- ur hún að skrifa bók um ævi sína, yfir henni vakir ungur lækna- kandidat, Kostar, og hún ímyndar sér að hún lesi honum fyrir frá- sögn af lífshlaupi sínu. Allt fer það fram í huga hennar þessa síð- ustu lífdaga hennar, en Kostar er gerður þátttakandi, á sinn hátt skynjar hann sérstæða sögu Sophie og þess umkominn að hjálpa henni að „skrifa" hana. Berglund faðir Sophie stundaði viðskipti við Tyrkland upp úr aldamótunum. Þar átti hann sér sinn fasta kaupmann sem seldi honum teppi, flest fölsuð og svik- in. Eftir löng kynni býður kaup- maðurinn honum að líta inn í kvennabúrið og þar verður Berg- lund heillaður af einni stúlkunni, Aminu, og fær að festa kaup á henni. Síðan fer hann með stúlk- una með sér og stúlkan á vitanlega erfitt með að aðlaga sig þýzku lífi, hún hefur aldrei komið út fyrir hússins dyr og gengur með blæju og í þjóðlegum búnaði tyrkneskra aldamótakvenna. Engu að síður veitir Amina honum gleði og fróun en hún deyr síðan af barns- förum. Tyrkneski kaupmaðurinn sendir honum næ^tu dóttur sína í staðinn, Yasmin, og hún elur hon- um dótturina Sophie. Yasmin hef- ur lært þýzku og hún klæðir sig að hætti nútímakvenna og það eru Berglund hin mestu vonbrigði og á endanum er hún send heim með smán. Síðan segir frá sérstæðum uppvexti þeirra systkina og ein- hvers staðar á leiðinni kemur til sögunnar ný kona, Anita, sem reynist börnunum hin notalegasta og samband hennar og Sophie verður örlagaríkt. Aftur á móti njóta þau lítils ástríkis af föður sínum. Fyrir nánast tilviljun verð- ur Sophie morfínsjúklingur og berst við það árum saman, yfir- vinnur sjúkdóminn, eignast nokkra eiginmenn og loks á sjúkrahúsinu fellst hún á að þiggja morfínsprautu á ný til að lina þjáningarnar. Baráttu Sophie við morfínneyzl- una er lýst af stakri prýði, svo og átökum við eiginmenn, sérstætt samband við stjúpmóður, um- hverfi, föður sinn. Einhver bölvun virðist hvíla yfir henni og hún veltir fyrir sér hvort rekja megi það til þess uppruna sem hún á. Kannski er hún aldrei elskuð fyrr en þessa síðustu daga sem hún er að heyja dauðastríð sitt og segir unga manninum ævisögu sína. Dálítið reyfarabragð að bókinni og söguþræðinum, en þó ekki væri fyrir annað en lýsingar á sam- bandi Sophie við stjúpu síqa er bókin þess virði að í hana sé gluggað. ARANGUR ANÆGJA Fisher skíði — árangur og ánægja. Fisher skíöi hafa orð á sér fyrir aó vera skíði hins kröfuharða at- vinnumanns. Þetta er vissulega rétt, enda hafa Fisher verksmiöj- urnar ætlð lagt höfuðáherslu á vöruþróun og tækninýjungar. En Fisher verksmiðjurnar hafa ekki slður lagt hart að sér viö að þróa skíði handa hinum almenna frlstundasklðamanni. Fisher hafa þvi skíði við hæfi hvers og eins. Gönguskíöi og svigsklði handa byrj- endum og kunnáttufólki, börnum, unglingum og fullorönum. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 84670 A0RIR ÚTSÖLUSTAÐIR Versl. Húsið Kaupfélag nu.ivstnlngs ViðarGarðarsson Verslunin Skógar Stytdushótmi Blðnduðsi Akureyri Egilsstöðum Pipulagningarþjónustan Akranesí Kauptelag V-Barðstrendinga Patreksfirði Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki Kaupfelag Eyfirðinga Akureyri Verslunin Þór Versl. Bjarg Akranesi Bildudal Barðaströnd Kaupfelag Eyfirðinga Ólafsfirði Fáskruðsfirði Sporthlaðan Isafírði Bokaverlsun Pórarins Verslunin Mosfell Kaupfelag Borgfirðinga Verslunin Ýllr Stefánssonar Hellu Borgarnesí Dalvik Húsavík Verslun Einars Kaupfélag Borgfirðinga Guðfinnssonar hf Jón Halldórsson Steingrimur Sæmundsson Sportbúðln Ólafsvík Bolungarvik Dalvik Vopnafirði Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.