Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 9 Umsjónarmaður Gisli Jónsson 176. þáttur Halldór Halldórsson í Reykja- vík, meistari minn, sem ég hef margvitnað til í þáttum þessum, sendir mér bréf það sem hér fer á eftir, að slepptum persónu- legum kveðjuorðum: „Kæri vinur! í þætti þínum’ íslensku máli í Morgunblaðinu 4. sept. 1982 ræddir þú allrækilega um orð- in transeyði og ranseyði. Eg þykist vita, að þetta hafi verið gert að beiðni kunningja míns og gamals sveitunga þíns Gísla Kristjánssonar ritstjóra. Nafni þinn hefir einnig skrifað mér um þessi orð og átt við mig ræður í síma. Fór ég því að athuga þau betur en áður og komst að annarri niðurstöðu en þú, nánast hinni sömu og ég tilgreini í Stafsetningarorða- bók minni. Eins og þú rekur, er nú nokkuð á reiki, hvort orðin ranseyði og transeyði eru notuð um langan efri skolt eða neðri skolt, og elztu dæmin eru ekki ótvíræð að þessu leyti: ranseydi neutr. gen. saudr, hvers efri skvoltr er leingre enn sá nedre. Á.M.Skr. 11,247 (OH). Transeydi, vitium, ubi labi- um inferius prominet, si recte memini, sed Ranseydi, ubi sup- erius. (Orðabók Jóns frá Grunnavík; hér tekið úr OH. Á íslenzku: Transeyði, lýti, þegar neðri vör stendur fram, ef ég man rétt, en ranseyði hin efri. Þó verður að játa, að Jón virð- ist ekki hafa verið öruggur, því að öfug þýðing kemur einnig fyrir, m.a. á myndinnin trant- seyði, sem áreiðanlega er al- þýðuskýring. Ég treysti betur þeirri skýringu, sem ég til- greindi, einkum vegna þess, að eldra dæmi um ranseyði er til úr bók eftir Jón Rúgmann, útg. í Uppsölum 1667, og þar er það orð einhaft um langan efri skolt: Islenskir kalla og ranseidi, eirn saud sem leingri er upp- skolturin a, en nidur kialkarn- er. JRúgmGrein G (OH). En hvað sem þessu líður, virðast nútímamenn ekki sam- mála um, hvorn skoltinn hvort orð á við. Um þetta atriði get- um við víst alveg orðið sam- mála. Hins vegar er ég sann- færður um, að upprunaskýring þín á orðinu transeyði er röng. Þú vitnar til séra Björns Hall- dórssonar í Sauðlauksdal. Til- vitnunin er raunar ekki í orða- bók hans, heldur í frekari út- skýringar við orðabókina, sem Björn sendi Jóni Ólafssyni frá Svefneyjum 1791. Þessar við- bætur voru ekki felldar inn í orðabókina, þegar hún kom út, en birtust í Biblotheca Arna- magnæana XXXIX. I orðabók BH 11,390 er tilgreint transeyði og vísað til orðsins trönusauður (trönu-saudr), sem er þýtt „ovis inæqvaliter rostrata, et Faar, som har ulige lange Kjæveben". Svo virðist því, að Birni hafi orðið kunnugt orðið transeiði í merkingunni „trönu- síli“, eftir að hann samdi orða- bókina, eða að merkingin hafi komið upp í huga hans, eftir að hann sendi orðabókarhandrit- ið frá sér. Aldursmunurinn á heimild- um um transeyði (= trönusauð- ur) og transeiði (= trönusíli) er svo lítill, að hann sker ekki úr, hvort upprunalegra er. Að hinu ber þó að gæta, að vart er leyfilegt að skýra transeyði (= trönusauður) án allrar hlið- sjónar af ranseyði í sömu eða mjög svipaðri merkingu. Og um það orð eru um 100 árum eldri heimildir (frá 1667). Ókunnugt er um, að ranseyði hafi getað merkt „trönusíli". Það orð verður því að skýra með hliðsjón af sauður. Niður- staðan verður þannig sú, að transeiði (= trönusíli) er annað orð en transeyði (= trönusauð- ur) eða alþýðuskýring á því. Þú virðist ekki hafa þekkt orðið trönusauður, sem ekki er aðeins kunnugt frá BH, heldur einnig úr orðasöfnum Schevings (OH) og hefir komizt inn i Blöndals- bók, sennilega úr annarri hvorri þessari heimild. Sch. hefir einnig trönuselur og trönusíli. En snúum okkur nú að myndun orðanna. Orðmyndin -seyði (í ranseyði og transeyði) er ekki vandskýrð. Algengt er, að af karlkenndum orðum séu myndaðir hvorugkenndir ia- stofnar og að jafnaði notaðir í samsettum orðum, sbr. t.d. -menni (af maður) í illmenni, -streymi (af straumur) í öfug- streymi o.s.frv. Það er einnig vandalaust að skýra myndina ran- (af rani) í ranseyði. I samsettum orðum með an-stofn sem fyrri lið (eins og rani) tíðkaðist stund- um þegar í fornmáli að fella stofnendinguna brott, sbr. t.d. bogmaðr, af bogi. Vera má, að sumum virðist erfiðara að skýra myndina tran- (af trana) í transeyði. Trana er on-stofn. Af jon- stofnum eins og brynja höfum við dæmi þess, að stofnending sé felld brott, sbr. brynhosur, bryntröll o.s.frv. Ef betur er að gáð, kemur þetta einnig fyrir um on-stofna. Algeng eru í ís- lenzku, allt frá fornmáli, sam- sett orð með forliðnum kven-, t.d. kvenmaðr, kvenleggr o.s.frv. Þessi forliður er stofnend- ingarlaust orðið kvena, sem hlýtur að hafa verið norrænt orð, sbr. gotn. gino, sem er on- stofn. Raunar geymist ef. flt. af þessu orði enn: kvenna, þ.e. kven + na. Annars er einnig hugsan- legt, að tran- í transeyði sé af karlkennda orðinu trani, sem var algengt í fornmáli. Við orðið kannast að minnsta kosti þeir, sem lesið hafa Höfuð- lausn Egils, úr kenningunni hjaldrs tranar" Ég er Halldóri afskaplega þakklátur fyrir þetta stórgóða bréf. Ber það öllum hans vinnubrögðum skýrt vitni. Verð ég í bráð að ætla, að mál þetta, sem nafni minn Krist- jánsson kom á framfæri við mig, verði ekki miklu betur krufið til mergjar en gert hef- ur verið um sinn. Fjölskylduguösþjónusta kl. 11.00. Jólasöngvar viö kertaljós kl. 22.30. Sigurbjörn Einarsson fyrrv. biskup talar, kór Háteigs- kirkju syngur aöventusöngva og flytur kantötu nr. 61 eftir J.S. Bach „Nú kemur heiðinna hjálp- arráð“. Almennur söngur. Aö- ventutónlist leikin á kirkjuorgeliö frá kl. 22.00. Prestarnir. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Jólatónleikar Tónlist- arskólans í Kópavogi kl. 4.00. Ritningarlestur. Sr. Árni Pálsson. LAUGARNESKIRKJA: Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 11.00. Barnakór Laugarnesskólans syngur, Helga Hróbjartsdóttir kennari segir jólasögu. Hljóö- færaleikur. Mánudagur: jólatón- list kl. 20.30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30. Jólasöngvar fjölskyldunn- ar kl. 14.00. Jónas Ingimundar- son leikur á nýjan flygil kirkjunn- ar. Rúna Gísladóttir fer meö sögu, barnakór Melaskóla syng- ur og einnig kór aldraöra. Ingi- mar Erlendur Sigurösson les jólaljóö og ennfremur leikur Reynir Jónasson á orgeliö og einnig veröur almennur söngur. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Mánudagur, æskulýðsfundur kl. 20.00. í dag, laugardag: Sam- verustund aldraöra. Jólafundur kl. 15—17. Gestir veröa Magnús Guöjónsson, Ingveldur Hjalte- sted, Eiríkur Ásgeirsson og Reynir Jónasson. Veizlukaffi. Prestarnir. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta aö Seljabraut 54, kl. 10.30. Fluttur jólahelgileikur af börnun- um sjálfum. Jólasöngvar. Barna- guösþjónusta Ölduselsskóla. Fluttur jólahelgileikur, kór Öldu- selsskóla syngur jólasöngva. Foreldrar hvattir til aö koma með börnum sínum í barnaguösþjón- usturnar. Guösþjónustan kl. 14 fellur niöur. Fimmtudagur 23. des. Fyrirbænasamvera Tinda- seli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma, jólatrésfagnaö- ur í Félagsheimilinu kl. 11.00. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá er lágmessa kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11.00. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumenn: Frímann Ásmundsson og Einar J. Gíslason. Fórn til innanlands trú- boös. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma á vegum Kristni- boössambandsins kl. 20.30. — Guölaugur og Ragnar taka þátt í samkomunni. HJÁLPRÆDISHERINN: Fyrstu tónar jólanna kl. 17. Vigsla yngri liðsmanna, Lucia, barnaleikrit, söngur og Herkaffi. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síöari daga heilögu, Skólav.st. 46: Sakramentissamkoma / kl. 10.30 og sunnudagaskóli kl. 11.50. GARDAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Gunnlaugur Stefánsson guöfræöingur prédikar. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA ST. JÓSEFSSYSTRA Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARDARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Tekiö miö af jólum. Guösþjónusta kl. 14 um afvopnun og friö. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Barnatíminn kl. 10.30. Safnaöar- stjórn. KAPELLA ST. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Jólafund- ur sunnudagaskólans kl. 11. Jóiasöngvar kl. 17: Kór Keflavík- urkirkju, barnakór frá Akranesi og kór af Keflavikurflugvelli flytja jólalög. — Einsöngvarar: Ragn- heiöur Guömundsdóttir, Steinn Erlingsson og Sverrir Guö- mundsson. — Jólafundur safn- aöarfélagsins veröur í Kirkjulundi kl. 20.30. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 13.30. Sóknarprest- ur. AKRANESKIRKJA: Jólasöngvar kl. 14. Tólf ára börn flytja helgi- leik. Einnig veröur einsöngur og almennur söngur. Sr. Björn Jónsson. Nýbygging Samvinnubankans á Akranesi tekin í notkun Akranesi, 15. desember. Samvinnubankinn á Akranesi hef- ir látið byggja stórt og glæsilegt hús til afnota fyrir starfsemi sína og reyndar annarra. Bankinn flytur I bygginguna („Hvíta húsið") fljótlega eftir næstu áramót. Nú þegar hefir Skattstofa Vest- urlands flutt starfsemi sína í þetta nýja hús, og í dag munu skrifstofur Akranesbæjar opna þar einnig. Bæjarfógetaskrifstofurnar eru nú til húsa hjá Landsbankanum hér, svo það má segja að öll opin- ber þjónusta sé undir þaki bank- anna, nema lögregluvarðstofan og fangahúsið, sem er þó aðeins í 100 metra fjarlægð frá báðum bönk- unum. Það eru því „hæg heima- tökin“ með fyrirgreiðslur og lok- anir á öllum sviðum sem ríkisút- varpið er alltaf að hóta viðskipta- vinum sínum. Mynd sú sem hér fylgir með er af hinu nýja bankahúsi, en við hliðina á því og til hægri stendur hús það sem Samvinnubankinn starfar nú í. Það var upphaflega byggt af Þórði Ásmundssyni hf., sem mjólkurbúð fyrir Uppskag- ann. Oddur Sveinsson fyrrverandi fréttaritari Morgunblaðsins keypti það síðar og byggði hæð ofan á það. Þar urðu til margar fleygar fréttir. Július. flfotgifiitffifrifr MetsöluUad á hverjum degi! Ath: umsóknarfrestur um lán til húsnæöisstjórnar rennur út um áramót. Opið í dag 1—4 Kópavogur 2ja herb. með bílskur Fyrir ofan Furugrund er nýtt 2ja hæöa sexbýlishús meö stórri lóö. Bæöi lóðin og húsið er fullfrágengiö. Á efri hæö hússins er til sölu 2ja herb. íbúö ásamt bílskúr. íbúöin er meö suður svölum sem vita út í garðinn. Hiti og vatn í bílskúr. Falleg eign. verö 1 millj. Vesturbær 3ja herb. með bílskúrsrétti Á 1. hæð í parhúsi nálægt vesturbæjarlaug, er til sölu íbúö með eldri innréttingum. ibúöinni fylgir bílskúrsréttur. Ræktaöur garöur er kringum húsiö. Verð 950—1 millj. Seltjarnarnes 3ja til 4ra herb. með bílskúr Á 1. hæö eða jaröhæö er lítil 4ra herb. íbúð ásamt góðum bílskúr. búöina er hægt aö kaupa á hagstæðum kjörum. Verö 1.300 þús. íbúð á tveim hæðum — eða tvær íbúðir íbúöirnar eru á 1. hæö og í kjallara nýlegrar blokkar neöarleg í Seljahverfi og eru um 140 fm. Hægt er að tengja þær saman meö hringstiga eöa skipta þeim og er þá sér inng. í báöar. Reiknast þá kjallaraibúöin ófullgerö aö hluta. í efri íbuðinni eru sérsmiðaðar innréttingar og búr og þvottahús inn af eldhúsi. Stór afmarkaöur reitur í óvenju góðu bílskýli fylgir báöum íbúðunum. Góö þvotta- aðstaöa fyrir bila. Heildarverö er hugsaö um 1.700 þús. en gæti breyst eftir útb. og greiösluformi eftirstööva. Hvassaleiti 4ra herb. með bílskúr Endaíbúð á efstu hæð í 4ra hæöa blokk. Blokkin er á vinsælum stað í borginni og hefur gott útsýni yfir Fossvog. íbúöinni fylgir Bilskúr. Verö 1.500 þús. Lítíö raðhús í Garðabæ Húsið er nýtt og á tveim hæðum alls 85 fm íbúöarflötur. Grófjöfnuð lóö. Verö 1.250 þús. Raðhús í Vogahverfi Húsiö er á þrem hæöum meö innb. bílskúr, og ræktaöri lóö. Ekkert ákv. Verð 2,5 millj. Steinhús viö Lokastíg Húsiö er tvær hæöir og ris og um 70 fm aö gr.fl. Það þarfnast standsetningar. Möguleiki á aö byggja eina hæð ofan á. Lyklar á skrifst. Fokhelt Einbýli í Mosfellssveit fæst í skiptum fyrir 2ja herb. íbúð i Mos- fellssveit. Lyklar og teikningar á skrifst. Verö 1.280 þús. Allar þessar eignir eru til sölu strax og til afh. fljótlega. OPIÐ 1—6 á morgun 29766 OG 12639 GRUNDARSTIG11 GUÐNISTEFANSSON SOLUSTJORI OI.AFUR GEIRSSON VIÐSKIPTAFR )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.