Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Grafið undan Hitaveitu Reykjavíkur „Endanleg stórútgáfa um Einar Jónsson“ Hitaveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki í þágu rúmlega helmings þjóðarinn- ar. Þetta fyrirtæki hefur ekki staðið eins illa fjárhagslega á tveimur síðustu áratugum og nú. Framkvæmdir hafa verið skornar niður um þriðjung á þessu ári og brýnu viðhaldi hefur verið slegið á frest. Engu að síður er staðan sú, að gjaldfallnar lausaskuldir hlað- ast upp. Sýnt þykir og, að Hitaveitan stenzt ekki lang- varandi kuldakast við þessar aðstæður. Þetta voru kjarnaatriði úr ræðu Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, er hann fjallaði um þetta þjóðþrifafyrirtæki á fundi borgarstjórnar um fjár- hagsáætlanir borgarsjóðs og borgarstofnana 1983. Borgar- stjóri sagði orðrétt: „Tíðni bilana eykst og kostnaður við rekstur veitunn- ar vex hraðar en verðbólgan. Sífellt þarf öflugri dælur til þess að ná því vatni, sem dug- ar íbúum á veitusvæðinu, og það hrekkur raunar ekki til. Lítið sem ekkert hefur verið hægt áð bora af nýjum holum hér í borgarlandinu, eða uppi í, Mosfellssveit, vegna fjár- skorts. Þaðan af síður hefur verið hægt að sjá af fé til nauðsynlegra framkvæmda á, Nesjavöllum til þess að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort háhitasvæðið þar geti reynzt okkur hagkvæmur orkugjafi í framtíðinni". Borgarstjori staðhæfði, að stjórnvöld væru að „grafa undan mesta þjóðþrifafyrir- tæki landsmanna með því að koma í veg fyrir þær verð- hækkanir sem Hitaveitunni vóru og eru nauðsynlegar .. “ . Hér er í senn um þann vísi- töluleik að ræða, sem stjórn- völd iðka, þar eð verðlagningu heits vatns á höfuðborgar- svæðinu, undir kostnaðarverði er ætlað að reikna niður verð- 'bætur á laun, einnig hjá þeim landsmönnum er hita hús sín með rafmagni eða olíu. Jafn- framt er hér um óþolandi skerðingu á sjálfstjórnarrétti borgarstjórnar að ræða. Það var iðnaðarráðherra sem gaf sér tíma til þess í nóvembér- mánuði sl., í önnum við að klúðra íslenzkri hagsmuna- gæzlu gagnvart Alusuisse, að ákvarða einhliða söluverð á heitu vatni á höfuðborgar- svæðinu. Af því tilefni hefur borgarráð falið borgarlög- manni að kanna grundvöll málshöfðunar til að fá skorið úr um réttarstöðu borgaryfir- valda gagnvart ríkinu á þessu sviði. í kuldakasti eins og því sem nú gengur yfir, verður borg- arbúum og íbúum á þjónustu- svæði Hitaveitunnar utan borgarmarka ljósar en áður nauðsyn þess, að horft sé til framtíðar um heitavatns- möguleika. Þetta fyrirtæki hefur á löngum ferli sameinað hag- sýni og stórhug í rekstri og uppbyggingu. Skörp skil urðu til hins verra með tilkomu vinstri meirihluta 1978. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina. Meginástæða er íhlutun stjórnvalda um verðlagningu stofnunarinnar. Reykvíkingar geta ekki horft upp á það lengur að ríkisvaldið fótumtroði sjálf- stjórnarrétt þeirra á eigin stofnunum með þeim hætti að heitavatnsöryggi fólks á höf- uðborgarsvæðinu sé stefnt í beinan voða. Það er nóg að þurfa að þola hjörleifskuna í stjórnsýslu ríkisgeirans. Sókn í stað kyrrstöðu Eg tel, að með þessu frumvarpi sé blásið til nyrrar sóknar í borgarmálum eftir kyrrstöðutímabil. Ég er ekki í neinum vafa um, að þetta munu borgarbúar skynja. Þótt ekki sé sérstak- lega bjart framundan í bráð vegna almennrar óstjórnar í efnahagsmálum, verðum við að trúa á betri tíma og leggja sjálf drög að þeirri trú. Það er andi þessarar fjárhagsáætlun- ar,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er hann lagði fram fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir næsta ár. Borgarstjóri sagði að frum- varp sjálfstæðismanna að fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar 1983 bæri þessi höfuð- einkenni: • 1) Horfið er frá vinstri stefnu um auknar álögur á borgarbúa og fast- eignaskattar á íbúðarhúsnæði eru lækk- aðir. • 2) Frumvarpið boðar stór- aukið framboð á lóðum og miklar framkvæmdir við undirbúning að nýj- um byggingarsvæðum. • 3) Allt aðhald í borgarkerf- inu héfur verið aukið og eftirlit hert með því að stofnanir haldi sér innan marka fjárhagsáætlun- ar. • 4) Borgaryfirvöld leggja á það höfuðáherzlu að tryggja fjárhagslega af- komu Hitaveitunnar, sem á undir högg að sækja gagnvart verð- íhlutun viðkomandi ráðuneytis. BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hefur gefið út listaverkabók með nánast öllum listaverkum Einars Jónssonar myndhöggvara og ber bókin nafn listamannsins. Á fundi útgefanda með Mbl. í gær þakkaði Hörður Bjarnason formaður stjórnar safns Kinars Jónssonar útgefanda og þeim sem unnu að gerð bókarinnar, fyrir mikið og gott starf, en Oliver Steinn Jóhannesson bókaútgefandi kvaðst vona að þessi listaverkabók væri fal- legasta bókin sem hefði komið út á íslandi í dag. Bókin er í stóru broti og sérlega vönduö að allri gerð. Þá sagði Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, sem annaðizt útlit bókar- innar ásamt Ólafi Kvaran forstöðu- manni Listasafns Einars Jónssonar, að vinnan við þessa bók væri ein- hver sú erfiðasta sem hann hefði fengist við, svo mikið hefði hann orðið að leggja af sjálfum sér í hið — sagði Hörður Bjarnason um viðamikla listaverkabók Skuggsjár vandasama starf. Málverk Einars eru prentuð í lit og lagði Kassagerð- in allt kapp á aö vinna það verk eins vel og frekast var unnt, að sögn út- gefanda. Hörður Bjarnason sagði við blaðamann Mbl. að i rauninni væri þessi bók endanleg stórútgáfa um Einar Jónsson. Einar Jónsson er brautryðjandi íslenskrar höggmyndalistar. Hann hlaut menntun sína í Kaupmanna- höfn í lok 19. aldar og sýndi fyrst opinberlega þar í borg árið 1901. Fram til ársins 1920, er hann fluttist alkominn til íslands, var hann lengst af búsettur í Kaup- mannahöfn, en einnig í Róm, Berl- ín, London og Bandaríkjunum. Ár- ið 1923 var opnað Listasafn Einars Jónssonar, sem þjóðin reisti yfir verk hans, og var það fyrsta lista- safnið til sýnis almenningi á ís- landi. Einar Jónsson sækir myndefni sín einkum í trúarleg minni, goða- fræði og íslenskar þjóðsögur. Hann fjallar ekki í list sinni um hinn hlutræna veruleika, heldur um hið andlega. í list hans birtast sígildar hugmyndir um andlega þróun mannsins, innri baráttu hans og frelsun, átök ljóss og myrkurs og framar öllu túlkun í mörgum tilbrigðum á sigri andans yfir efninu. Það var í árslok 1980, sem út- gáfusamningur var undirritaður á milli útgefanda og Listasafns Ein- ars Jónssonar. Þetta er fjórða bókin, sem út kemur með lista- verkum Einars. Þessi bók er frábrugðin hinum fyrri að allri gerð og útliti. Sérstök ástæða er að nefna að til þess að draga fram einstaka þætti verkanna eru myndhlutar úr þeim stækkaðir og birtir sérstaklega. Bókin gefur heilsteypta mynd af lífs- og list- ferli Einars. Birtar eru myndir af nálega öllum verkum hans, allt frá æskuverkum til þeirra, sem hann vann að skömmu fyrir andlátið. Alls eru birtar um 200 ljósmyndir af listaverkum hans, bæði högg- myndum og málverkum auk fjölda ljósmynda úr lífi hans og starfi. í bókinni er prentuð ritgerð um Einar Jónsson eftir sr. Jón Auð- uns, sem hann lauk við skömmu áður en hann lést 1981. Sr. Jón var nákunnugur Einari og var for- stöðumaður safnsins um árabil. Val listaverkanna í bókina ann- aðist ólafur Kvaran forstöðumað- ur safnsins og vann hann í nánu samstarfi við Hafstein Guð- mundsson, sem sá um allt útlit bókarinnar. Ljósmyndirnar í bók- ina hafa ýmsir ljósmyndarar tekið en tveir Ijósmyndarar hafa tekið langstærstan hluta þeirra, Vigfús Sigurgeirsson og bandaríski Alda aldanna, böggmynd Einara Jónasonar. Sölutregða og verðlækkun skinnum en minkaskinn s< VERULEG verðlækkun og sölutregða hefur verið á refaskinnum við fyrstu uppboð vetrarins, en minkaskinn seljast vel, skv. upplýsing- um Jóns Ragnars Björnssonar hjá Sambandi íslenzkra loðdýra- ræktenda, sem hefur milligöngu um sölu á skandinavísku uppboð- m. Á nýlegu uppboð í Noregi seldust um 81% þeirra blárefaskinna sem á uppboðið fóru og fengust fyrir þau rúmar 800 krónur íslenzkar að meðaltali. Lækkaði verðið í norsk- um krónum um 25% frá sama tíma í fyrra, en norska krónan hefur sig- ið nokkuð frá þeim tíma. Af shadow-refaskinnum seldust 72% og fengust að meðaltali 1.095 íslenzkar krónur fyrir hvert skinn. Öll hvítrefaskinn, sem á uppboðinu voru, seldust, og fengust 1.147 krónur að meðaítali fyrir hvert skinn. Mikið verðhrun varð á silf- urrefaskinnunum, 86% þeirra seld- ust á 2.335 krónur sem er 50% lægra verð en fékkst í fyrra. Innan við eitthundrað refaskinn frá ís- landi Voru á þessu uppboði í Nor- egi, en ekki liggja enn fyrir upplýs- ingar hvernig þau komu út. Jón Ragnar sagði að flest íslenzku skinnin færu á uppboð á Norður- löndunum í janúar til marz þar sem vonast væri til að þá fengist hærra verð fyrir þau. Á uppboði í Finnlandi í nóvem- berlok voru til sölu 220 þúsund blá- refaskinn, sem eru um 10% af finnsku framleiðslunni. Fékkst þá svipað verð og síðast fékkst á Nor- egsuppboðinu, rúmar 800 krónur íslenzkar á hvert skinn, en salan var tregari, aðeins um 65% skinn- anna seldust. Betur gekk að selja shadow-refaskinnin, en 90% af þeim 75 þúsund skinnum sem á uppboðið fóru seldust, og var með- alverðið 1.050 krónur. refaskinnum hefði verið tregari hjá Hudson Bay en á sama tíma í fyrra. Að meðaltali hefði hvert blárefsskinn selzt á 32—33 sterl- ingspund, en var komið í 40—45 pund í fyrra, og aðeins 60% þeirra hefðu selst nú. Betur gekk að selja shadow-refaskinnin og seldust 95% þeirra, að sögn Skúla. Hann sagði að Japanir, sem keyrðu verð- ið upp í fyrra, hefðu lítið sézt á uppboðunum ennþá, en von væri á þeim síðar. Skúli sagði að útlitið væri ekki svo slæmt ef þeir kæmu inn í dæmið eftir áramótin. Á des- emberuppboði Hudson Bay verða 1.850 íslenzk refaskinn, en það sem eftir er fer á febrúaruppboð, svo og öll minkaskinnin, sem fara til fyr- irtækisins. Skúli Skúlason umboðsmaður Hudson Bay-uppboðsfyrirtækisins sagði í samtali við Mbl. að salan á Samkvæmt upplýsingum Jóns Ragnars Björnssonar eru horfur á minkaskinnamarkaðinum mun betri. Salan væri góð en verðið lækkaði samt heldur. Á nýafstöðnu uppboði í danska uppboðshúsinu seldust 98% af högnaskinnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.