Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 35 Verkalýðsforingjar 1 pólitík — eftir Guðmund Sœmundsson Eitt af því sem ég vildi draga fram í bók minni „Ó, það er dýr- legt að drottna" er sú staðreynd að verkalýðshreyfingunni er ekki stjórnað af fólkinu, heldur flokk- unum. Þar sem ég hef frétt það víða að, að einmitt þetta atriði sé víða rætt meðal fólks um þessar mundir, langar mig að leggja nokkur orð í belg þeirrar umræðu. Ekki vegna þess að bókin geri það ekki býsna vel. Nei, málið er bara það að þótt bókin verði lesin af þúsundum um jólin, þá þarf að reyna að halda gangandi þeirri umræðu sem þegar er komin af stað. Flokkarnir hafa víkkað út Stjórnmálaflokkarnir verja sig og starfa hver um sig að hagsmunamálum ákveðins hóps í samfélaginu. Eða þannig var það að minnsta kosti. Þess vegna var það býsna eðlilegt að tengsl flokk- anna við hinar ýmsu hagsmuna- hreyfingar væru ansi náin. Sjálfstæðisflokkurinn + einka- framtakið, SÍS + Framsóknar- flokkurinn, ASÍ + Alþýðuflokkur/- Alþýðubandalag. í dag hafa þessi tengsl rofnað nokkuð hvað mál- efnin varðar, þar sem allir flokk- arnir eru nú í raun farnir að starfa að sömu hagsmununum, „hagsmunum þjóðarinnar" eins og það er kallað. Þar er öllum hópum samfélagsins safnað undir einn hatt, rétt eins og hægt sé að sam- eina hagsmuni þess fólks sem nær enga á sameiginlega. Flokkarnir keppast því allir við að höfða til sem flestra og margvíslegastra hópa. Lifað á leifum gamals tíma En leifarnar af þessu gamla kerfi eru ennþá við lýði. M.a. vegna þess að með samspyrðing- unni forðum tókst flokkunum að festa sig svo vel í sessi í hags- munahreyfingunum með alls kyns reglugerðum og skipulagshömlum. Til valda í Vinnuveitenda- sambandinu (VSÍ) komast aðeins Sjálfstæðismenn, öðrum er ekki treyst. Það er raunar undarlegt, því að vart getur nú um stundir klárari stjórnendur fyrir þeirra resió af meginþorra þjóóarinnar daglega! hönd en einmitt alþýðubanda- lagsmenn. Þeir gætu vel skipt um sæti, þeir Ragnar Arnalds og Þorsteinn Pálsson, án þess að nokkur teljandi breyting yrði. Svipað gildir um ASÍ. Þar halda meirihlutavöldum flokkshestar Alþýðubandalagsins, þótt enginn sjái lengur mun á pólitík þeirra og annarra flokka, hvað varðar hags- munamál launaflokks. Þeir eru að vísu oftast með kjaftinn gleiðari 1. maí en t.d. framsóknarmenn eða kratar, en í verki er lítill munur þar á. „Sveigjanleikinn“ Hitt er svo annað mála að flokk- arnir nota sér óspart stöðu sína í svona hreyfingum, þegar kemur inn á svið landsmálapólitíkur. Eða hvenær hófst hin herskáa stefna VSÍ? Varla við það eitt að Þor- steinn Pálsson tók þar til starfa? Nei, hún hófst með tilkomu vinstri stjórna. Og ASÍ — hvað birtist okkur þar? Jú, alveg það sama. Hvenær hófst sú niðurlæging ASÍ sem nú stendur með „ábyrgð" og sveigjanleika gagnvart kjara- skerðingum stjórnvalda, eftirgjöf og „varnarbaráttu"? Jú, einmitt — með tiikomu vinstri stjórna. Flokkarnir orðnir klíkur Flokkarnir hafa sem sagt allir víkkað og teygst, eins og ég nefndi áðan, — úr því að vera eins konar pólitískur armur ákveðins hags- munahóps eða stéttar, — í það að vera allir verjandi sömu hagsmun- ina og sama óbreytta kerfið. En um leið hefur það gerst að flokk- arnir eru orðnir æ meira klíku- veldi. Þeir nærast og lifa á starfi örfárra einstaklinga sem um leið fá í hendur gífurlega mikil völd. Þessi þróun hefur færst í aukana og títtnefndir foringjar hafa síður en svo neytt kraftanna við að breyta því. Þetta hefur svo orðið til þess að meginþungi starfs þeirra fer í að viðhalda eigin völd- um og ítökum flokksins og halda kerfinu í heild gangandi. Flokk- arnir eru orðnir hagsmuntæki fyrir örsmáar klíkur valdamikilla einstaklinga. ASÍ stjórnað gegn hagsmunum félaganna Það er ljóst af því sem að ofan segir að samtök eins og VSÍ og SÍS skaðast tiltölulega lítið, af því að innan þeirra ríkir flokksræði og klíkuskapur. Hagsmunir félags- manna VSÍ og kaupfélaganna fara oftast nær saman við hagsmuni þeirra flokka sem þar ráða ríkj- um. En hvað varðar ASÍ er þessu öfugt farið. Hagsmunir þess og flokkanna rekast oftast nær illi- lega á . Flokksræðið innan ASÍ veldur því þess vegna að því er í aðalatriðum stjórnað í andstöðu við hagsmuni fólksins. Þar kann að vera komin skýringin á því hve hægt hefur miðað í kjarabaráttu síðustu ára, jafnvel aftur á bak. Flokksræðið býður einnig flokkspólitískri spillingu og mis- notkun heim. Foringjarnir fara að nota sér stöðu sína innan verka- lýðshreyfingarinnar sér til fram- dráttar innan stjórnmálaflokk- anna. í einstökum tilvikum ganga þeir jafnvel svö langt að nota hús- næði og tæki verkalýðsfélaganna sem aðsetur og tæki pólitískra flokka í kosningabaráttu eða sem aðsetur ákveðinna flokksarma í prófkjörum. Um þetta hef ég bein dæmi héðan að norðan. Óflokksbundnir réttleysingjar Að endingu vil ég nefna það sem skiptir þó einna mestu máli. Að- eins lítill minnihluti félagsmanna í verkalýðshreyfingunni starfar innan stjórnmálaflokkanna og á þess kost að hafa einhver áhrif á stefnu þeirra og starf, t.d. í verka- lýðsmálum. Mikill meirihluti fé- lagsmanna vill ekki nálægt flokk- unum koma, þótt flestir líti á það „Eða hvenær hófst hin herskáa stefna VSÍ? Varla við það eitt að Þorsteinn Pálsson tók þar til starfa? Nei, hún hófst með tilkomu vinstri stjórna. Og ASÍ — hvað birtist okkur þar? Jú, alveg það sama. Hvenær hófst sú niðurlæging ASÍ sem nú stendur með „ábyrgð“ og sveigjanleika gagn- vert kjaraskerðingum stjórnvalda, eftirgjöf og „varnarbaráttu“? Jú, einmitt — með tilkomu vinstri stjórna.“ sem þegnskyldu sína að taka þátt í almennum kosningum og velja þann kost sem þeim finnst skást- ur. En flestir hafa engin bein áhrif á þá. Það er því beinlínis í andstöðu við allt hátíðarhjal um lýðræði, þegar flokkarnir einoka svo alla stjórnun innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar sem þeir geta ekki stjórnað einn í einu, er tekið up makk og samstarf flokka — völdunum skipt á milli þeirra. Hinn stóri óflokksbundni meiri- hluti verður algjörlega útundan, fær engu ráðið. Það er gegn þessu sem ég vil berjast. Og ég trúi að svo sé um ansi hreint marga aðra. Fólk er að verða þreytt á óstandinu. Akureyri 13. des. 1982 (W PIOIMEER X-OOO HI-FI SYSTEM 3ia ára ábvrnð' Eins og þú sérð hana.. er jólatilboð okkar ;a- - Álfhóll. Sigluflrði — Eyjabær. Vestmannaeyjum — Ennco, Neskaup- stað — Fataval, Keflavik —Hornabœr, Hornafirði — KF Rangæinga, Hvolsvelli — KF Borgfiröinga, Borgarnesi — MM, Selfossi — Portiö, Akranesi — Patróna, Patreksflrði — Paloma, Vopnafiröi — Rögg, Akureyri — Radióver, Húsavík — Skógar, Egllsstöðum — Sig. Pálma- Son, Hvammstanga — Stálbúðin, Seyöisfirði — Sería, Isafiröi síminn er224 80 HLJOMBÆR HLJOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 17244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.