Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 42
A/*”v 42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Laugavegi lokað síðdegis í dag og á Þorláksmessu SKIPULÖGÐ hefur verið sérstök hringleið frá Umferðarmiðstöðinni að helztu verzlunargötum í miðbæn- um í dag og á Þorláksmessu, en þessa daga verður Laugavegurinn lokaður annarri umferð en strætis- vagna frá hádegi. í samtali við Eirík Asgeirsson, forstjóra Strætisvagna Reykjavíkur, kom fram, að á þennan hátt verður reynt að gera fólki auð- velt að komast í verzlanir við þessar götur. Kinnig sagði Eiríkur, að for- vitnilegt yrði að sjá hvort mikið yrði um að fólk nýtti stórt bílastæði við Umferðarmiðstöðina, sem sérstak- lega verður útbúið þessa daga. Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning vegna þessa: 1. Laugavegi verður lokað fyrir umferð annarra ökutækja en strætisvagna í dag, laugardaginn 18. des., kl. 13—22 og á Þorláks- messu kl. 13—23, þó með þeirri undantekningu að öll umferð er heimiluð þessa tvo daga á tímabil- inu milli kl. 19 og 20 vegna vöru- dreifingar í verslanir. 2. Með tilliti til takmörkunar á umferð um Laugaveginn þessa daga hafa Strætisvagnar Reykja- víkur skipulagt sérstaka leið (hringleið) til að auðvelda starfs- fólki verslana og viðskiptavinum að nota bifreiðastæði fjær Lauga- veginum. Við Umferðarmiðstöðina verður útbúið bifreiðastæði og þaðan munu strætisvagnar aka á 15 mín- útna fresti frá kl. 13 til 23 í dag og frá kl. 13 til 24 á Þorláksmessu. Leið vagnanna frá Umferðar- miðstöð liggur um Njarðargötu, Sóleyjargötu, Fríkirkj uveg, Lækj- argötu, Hverfisgötu á Hlemm og þaðan um Snorrabraut, Hring- braut að Umferðarmiðstöð. 3. Gjaldskylda verður í stöðu- mæla fyrrgreinda tvo daga á með- an verslanir eru opnar. Þá verður bifreiðastæði í Tollhúsinu við Tryggvagötu opið á sama tíma. 4. Vakin er athygli á því, að vinstri beygja af Barónsstíg og hægri beygja af Vitastíg inn á Laugaveg eru bannaðar á mánu- dögum og föstudögum milli kl. 16 og 18 til að greiða fyrir akstri strætisvagna á Laugaveginum. Þetta bann kom fyrst til fram- kvæmda föstudaginn 10. desember og verður framvegis til reynslu. 5. Lögreglan verður með aukna löggæslu þar sem þess er mest þörf í borginni fram að jólum og mun þannig greiða fyrir og að- stoða fólk í þeirri miklu umferð sem framundan er. 6. Starfsmenn versiana og ann- arra fyrirtækja í miðborginni eru hvattir til að leggja bifreiðum sín- um fjær vinnustað en venjulega fram að jólum. Er þá sérstaklega bent á nýlega gert bifreiðastæði milli Vatnsstígs og Frakkastígs á lóð Eimskips, sem Reykjavíkur- borg hefur á leigu. 7. Fólki utan Reykjavíkur, sem leið á til borgarinnar með lang- ferðabifreiðum, er sérstaklega bent á þjónustu strætisvagnanna frá Umferðarmiðstöðinni laugar- daginn 18. desember og á Þor- láksmessu. 8. Fólk er almennt hvatt til að notfæra sér strætisvagnana sér- staklega dagana fram að jólum til að létta á umferð og spara sér tíma og erfiðleika við leit að bif- reiðastæðum. Umferðarnefnd Reykjavíkur Lögreglan í Reykjavík Strætisvagnar Reykjavíkur PÉTUR GUNNARSSON: ljosmynd jim suart PERSÓNUR OG LEIKENDUR Sjálfstæð skaldsaga í flokki sem hófst með „PUNKTINUM" og „ÉG UM MIG“. Mér þykir þetta vera skemmtileg bók. Sumir kaflar hennar eru stórkostlega fyndnir... Það hefur oft verið minni ástæða til að óska höfundi til hamingju með bók sína. ILLUGI JÖKULSSON, TÍMINN. Persónur og leikendur er bráðskemmtileg saga og fjarska vel samin, hvert orð, hver líking, leikbragð máls og hugsunar í sögunni vandlega valið og yfirvegað að sjá og þó svo áreynslulaust..." ÓLAFUR JÓNSSON, DAGBLAÐIÐ-VÍSIR. „Það sem einkennir Pétur Gunnarsson er hnitmiðaður stíll, einstaklega fyndinn og skemmtilegur á köflum. Hann bregður upp myndum úr samtíð sinni... hann er málsvari kynslóðar sinnar og gagnryn- andi um leiðJÓHANN HJÁLMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ. „Af ástæðum sem lesendur þessarar bókar (vonandi verða þeir margir) munu skilja getur ritdómari naumast leyft sér að segja að með henni hafi Pétur Gunnarsson skipað sér á bekk með fremstu rithöfundum þjóðarinnar. En ég ætla samt að láta mig hafa það!“ HEIMIR PÁLSSON, HELGARPÓSTURINN. Zontakonur með jólabasar Zontaklúbburinn í Reykjavík hef- ur jóla- og kökubasar í dag, laugar- daginn 18. desember, kl. 14 á Hall- veigarstöðum. Er þetta tekjuöflun fyrir svonefndan Margrétarsjóð, en hann er kenndur við Margréti Rasmus, skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans og fyrsta formann klúbbsins. Hefur sjóðurinn í ára- tugi styrkt heyrnarlausa, einkum meðan málefnum þeirra var lítið sinnt. En á síðustu árum með kaupum á tækjum í heyrnar- og- talmeinastöð og nú námsstyrk til fólks sem sérhæfir sig á þessu sviði. Hafa Zonta-konur unnið ýmsa hluti og bakað á basarinn. Þar eru á boðstólum m.a. smákökur, laufa- brauð, jólaskraut og munir til jólagjafa, prjónaðir sokkar og vettlingar og saumaðar svuntur o.fl. Zonta-konur með jólabasar. M.a. hafa þær bakað smikökur og sett í skreytt- ar dósir. Bamlaus, eignalaus einstaklingiir: Fær 1.650 krónur 1 lág- launabætur í desember hafi hann haft 70.000 krónur í laun á árinu 1981 ÞANN 9. desember sl. var gefin út reglugerð um sérstakar bætur til lág- tekjufólks úr ríkissjóði að upphæð 50 millj. kr. Byggist þetta á ákvæð- um bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar og er hugsað sem fyrsta greiðslan af þremur. Er samtals ætl- að að greiða 175 millj. kr. til lág- tekjufólks i lok þessa árs og á fyrri hluta ársins 1983 í samræmi við yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. ág- úst sl. í þeim tilgangi að vega á móti tekjuskerðingu bráðabirgðalaganna, segir í frétt fjármálaráðuneytisins. Ennfremur segir: Bætur þessar byggjast á skattframtölum ársins 1982 (tekj- ur ársins 1981 og eign í lok þess árs) og greiðist til u.þ.b. 50 þúsund einstaklinga sem fá að meðaltali um 3.500 kr. alls í þremur greiðsl- um, í desember 1982, mars 1983 og júní 1983. Fyrir meginþorra þessa fólks nema þessar bætur 5—7% af útsvarsskyldum tekjum liðins árs. Bæturnar eru miðaðar við launagreiðslur en ekki aðrar teg- undir tekna. Opinberir styrkir eða bætur veita ekki rétt til bóta. Að öðru jöfnu fá þeir bætur sem voru á launabilinu 25—100 þús. kr. á árinu 1981. Sérstök áhersla hefur verið lögð á fólk sem hefur fyrir heimili að sjá og jafnframt eykur barnafjöldi rétt til launabóta. Verulegar eignir rýra bótarétt, svo og ef veittur hefur verið nokk- ur námsfrádráttur. Að öðru jöfnu skerðast bætur ef hrein eign er umfram kr. 326.250 hjá einstakl- ingi, en kr. 652.500 hjá hjónum. Til samanburðar má nefna að fjögurra herbergja meðalíbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík var met- in á 430.000 til 470.000 kr. Þeir sem eiga skuldlausa eign sem nemur verulega hærri fjárhæð en verði meðalíbúðar, fá því ekki greiddar láglaunabætur. Reiknaðar bætur skerðast ennfremur um 40% af því sem tekjur eru umfram 75.000 að teknu tilliti til eignar. Hámarkstekjur án skerðingar hækka um 10.000 kr. fyrir hvert barn og skiptist sú fjárhæð til helminga milli hjóna. Hámarksbætur fyrir barnlaus- an eignalítinn einhleyping eru þegar tekjurnar eru um 75.000 kr. á árinu 1981 en fjara út við 98.200 kr. tekjur. Til samanburðar má benda á að heildarárstekjur fyrir dagvinnu skv. 7A taxta Dags- brúnar námu 52.000 kr. árið 1981. Tillit til framfærslubyrðar hjóna er tekið með því að miða skerðingu reiknaðra launabóta við það sem hærra er, 80% af skerð- ingarstofni viðkomandi eða 50% af samaniögðum skerðingarstofni beggja hjóna. I framhaldi af þessu er gert ráð fyrir hækkun tekjutryggingar, þannig að þeir sem hana fá taki ekki á sig neina skerðingu vegna lækkunar verðbóta 1. desember sl. Einnig munu heimilisbætur og svokallaðir vasapeningar hækka aukalega til að vega upp skerð- ingarákvæði bráðabirgðalaganna. Dæmi um launabætur: 1. Barnlaus einhleypingur með 70 þús. kr. laun og eignalaus hlýt- ur 1.650 kr. í launabætur í des- ember. 2. Einstætt foreldri með 1 barn og 80 þús. kr. laun en nettóeign 300 þús. kr. fær launabætur að upp- hæð 2.000 kr. 3. Hjón með 3 börn þar sem annað hefur 100 þús. kr. laun en hitt 50 þús. kr. laun fá samtals um 1.600 kr. í launabætur. Hér er miðað við að hjónin eigi nettó- eign að upphæð 750 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.