Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 27 Stefnubreyting sjálfstæðismanna í borgarstjórn: vinda ofan af boltanum. Slíkt tekur tíma. Nú eru fasteigna- skattar á íbúðarhúsnæði lækk- aðir í sama hlutfall og var 1978. Þar með eru tugir milljóna færðar úr borgarsjóði í vasa borgaranna," sagði Davíð. „í öðru lagi markar þetta frumvarp algera stefnubreyt- ingu í lóðaúthlutun og fram- kvæmdum. Framboð á bygg- ingarlóðum verður aukið og um- sækjendum gefinn kostur á að tryggja sér úthlutun með allt að 2ja ára fyrirvara, þannig að þeim gefist gott ráðrúm til að undirbúa og fjármagna fram- kvæmdir. Horfið verður frá punktakerfi vinstri meirihlutans fyrrver- andi, en framkvæmd þess reyndist misheppnuð og ýtti beinlínis undir lóðabrask. Þetta átak mætir e.t.v. ekki að fullu lóðaeftirspurninni, en ætti að draga úr þeirri verðþenslu og spennu, sem lóðaskortur hefur haft í för með sér. í þriðja lagi er nú á markviss- ari hátt stefnt að sparnaði og hagkvæmni í öllum borgar- rekstri. Fyrir öllum óhjákvæmi- legum og samningsbundnum rekstrarkostnaði er að sjálf- sögðu áætlað, en fyrir forstöðu- menn borgarstofnana er lagt að gæta ýtrasta sparnaðar og hag- ræðingar í rekstri, þannig að komast megi hjá öllum óþarfa kostnaði. Ætlunin er að herða mjög eftirlit með því, að þessari ákvörðun verði fylgt. Á sumum kostnaðarliðum er dregið úr um- svifum og á öðrum verður stefnt að því, að þjónustugjöld standi í auknum mæli undir rekstri," sagði Davíð Oddsson. Davíð Oddsson borgarstjóri um fjárhagsáætlun sl. árs: Rekstrargjöld og eigna- breytingar fara fram úr áætlun síðasta árs í safni Einars Jónssonar í gær vió höggmyndina Úr álögum. Frá vinstri: Hafsteinn Guðmundsson í Þjóðsögu, Ólafur Kvaran forstöðu- maður Listasafns Einars Jónssonar, Oliver Steinn Jóhannesson bókaút- gefandi og Hörður Bjarnason fyrr- verandi húsameistari ríkisins, for- maður stjórnar safns Einars Jóns- sonar. Ljósmynd Mbl. RAX. ljósmyhdarinn Frank Guida. Auk þess hefur Leifur Þorsteinsson tekið myndir í bókina og jafn- framt verið tæknilegur ráðgjafi um ljósmyndir. Halldór J. Jónsson cand. mag. hefur haft umsjón með og lesið prófarkir af íslenskum texta bókarinnar. Allir myndatextar í bókinni eru auk íslensku á ensku, frönsku, þýsku og dönsku og jafnframt er útdráttur úr ritgerð sr. Jóns Auð- uns birtur á áðurgreindum tungu- málum. Bókin er að öllu leyti unnin hérlendis. Setningu annaðist Prisma, litgreiningu, filmuvinnu og prentun Kassagerð Reykjavík- ur hf., og bókin er bundin í Bók- felli hf. „ÞAÐ frumvarp að fjárhagsáætl- un, sem nú liggur fyrir, markar í verulegum atriðum stefnubreyt- ingu frá fjárhagsáætlunum þeim, sem fyrrverandi meirihluti stóð að. í fyrsta lagi er nú horfið frá þeirri stefnu vinstri meirihlutans fyrrverandi að leggja árvisst þyngri skattbyrðar á borgarbúa,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í ræðu sinni um fjárhagsáætlun borgarinnar, sem lögð var fram á fimmtudag, er hann ræddi um þann mun sem er á fjárhagsáætl- un meirihluta Sjálfstæðisfiokksins í borgarstjórn og áætlanir vinstri mcirihlutans. „Á fyrsta ári vinstri meiri- hlutans voru þannig fasteigna- skattar hækkaðir úr 0,421% í 0,5% af matsverði íbúðarhús- næðis og úr 0,842% í 1,25% af matsverði atvinnuhúsnæðis. Á árinu 1979 voru lóðarleigur at- vinnuhúsnæðis einnig hækkaðar úr 0,58% í 1,0% af matsverði lóða, og þá var aðstöðugjalds- stiginn nýttur í hámarki, sem þýddi um 24% hækkun á að- stöðugjaldatekjum. Þessar skattahækkanir dugðu þó vinstri meirihlutanum ekki nema í eitt ár, og 1980 hækkaði hann útsvarsálögur á borgarbúa um 8%, eða úr 11% útsvarsstiga í 11,88%. í samræmi við stefnu og lof- orð okkar sjálfstæðismanna er nú horfið af braut sífellt auk- innar skattheimtu og byrjað að á refa- eljast vel svartminksins fyrir að meðaltali um 511 íslenzkar krónur, og 94% læðuskinnanna seldust fyrir 384 krónur að meðaltali. Verð á svartminkaskinnunum hefur lækk- að um 5% í dönskum krónum talið. Af högnaskinnum hvítminksins seldust 91% fyrir 574 krónur að meðaltali, og er það um 10% lægra verð en á sama tíma í fyrra, en 97% læðuskinnanna seldust fyrir 378 krónur og er það 12,5% lækkun frá fyrra ári. Áf högnaskinnum pastell-minksins seldust 94% fyrir 507 krónur að meðaltali, sem er 10% lægra verð en fyrir ári, og 80% læðuskinnanna seldust fyrir 319 krónur að meðaltali. Á uppboði í Noregi seldust öll högnaskinn svartminksins fyrir um 511 krónur að meðaltali og læðuskinnin seld- ust einnig upp fyrir 329 krónur að meðaltali. Þetta verð er 14% hærra en á sama uppboði í fyrra. Um 3.500 íslenzk minkaskinn eru á des- emberuppboði í Danmörku, en þau sem eftir eru verða seld á uppboði eftir áramót. Félagsstarf aldraðra Syöra-Langholti, 14. desomber. AR ALDRAÐRA, sem nú er senn á enda, hefur vakið marga til umhugs- unar um málefni eldri borgaranna, aðstöðu þeirra og efnahag, og brydd- að hefur verið upp á ýmissi starfsemi fyrir gamla fólkið víða um land. Hér í Hrunamannahreppi hefur nýlega ver- ið hafinn vísir að nokkru félagsstarfi fyrir eldra fólkið, en ætlunin er að hafa opið hús einu sinni í mánuði, 3—4 klst., þar sem eldri borgararnir koma saman og gera sér ýmislegt til dægrastyttingar, svo sem spila- mennsku, handavinnu o.fl. Fyrir rúmri viku var fyrsta sam- koman haldin og þótti takast vel. Þriggja manna nefnd sér um allan undirbúning, en kvenfélagið hafði framgang í þessu máli eins og svo mörgu öðru merku menningar- starfi, sem það hefur tekið sér fyrir hendur. Þá er einnig í ráði að stofna hér styrktarfélag ^ldraðra. Fyrir þremur árum voru teknar í notkun fjórar leiguíbúðir fyrir aldr- aða á Flúðum, en nú er ætlunin að bæta við jafnmörgum íbúðum, og hefur þegar verið steyptur grunnur að viðbyggingu við Heimaland, en svo nefnist húsið, sem eldra fólkið býr í. Viðbyggingin verður samtals 200 fermetrar og í kjallara er gert Horfið af braut sífellt aukinnar skattheimtu — segir Davíð Oddsson borgarstjóri „BORGARSJÓÐI verða færðar til tekna um 62 millj. kr. umfram fjárhagsáætlun, en áætlað er, að hækkun rekstrargjalda nemi um 46 millj. kr. Til eignabreytinga ætti þess vegna að geta farið um 16 millj. kr. hærri fjárhæð en gert var ráð fyrir í áætlun yfirstand- andi árs,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í ræðu sera hann flutti við framlagningu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1983, þegar hann fjallaði um út- komu borgarsjóðs. „Því miður géfur þetta ekki rétta mynd af stöðunni. Á þessu hausti hefur innheimta verið lakari en undanfarin ár, óinn- heimtar eftirstöðvar hafa aukist og rekstrargjöld verða sennilega í heild hærri en fram kemur i þeirri útkomuspá, sem hér er miðað við; Útkomuspáin er sem kunnugt er byggð á reikningsjöfnuði frá 31. ágúst og framreikningi frá þeim tíma til áramóta, að teknu tilliti til þeirra breytinga, sem vitað var um. Nú hefur ýmislegt breyst síðan þessi spá var gerð. Endanleg niðurstaða er fengin úr kjarasamningum og hækkan- ir á ýmissi vöru og þjónustu hafa orðið ívið meiri á þessu hausti en gera mátti ráð fyrir, þegar útkomuspáin varð gerð. Ég tel því ekki annað sýnt, þeg- ar upp verður staðið, en rekstr- argjöldin hækki meira en að framan er greint og jafnframt fer eignabreytingafærsla a.m.k. um 69 millj. kr. fram úr gildandi fjárhagsáætlun," sagði Davíð. „Mér dettur ekki í hug að skella allri skuldinni af þessu á fyrrverandi meirihluta, en vek þó athygli á því, að hér veldur miklu að losaralega var gengið frá síðustu fjárhagsáætlun og hugmyndir um ^þróun kaup- gjalds og verðlags á árinu hafa reynst æði óraunhæfar. Segja má, að þar hafi fyrrverandi meirihluti sýnt núverandi ríkis- stjórn óverðskuldað traust á grundvelli loforða hennar um „niðurtalningu" verðabólgu," sagði Davíð Oddsson. á Flúðum ráð fyrir vinnustofu fyrir íbúa hússins, þar sem hægt verður að vinna margs konar handavinnu, en ekkert er eins ömurlegt í ellinni eins og að sitja aðgerðarlaus. Sigurður Haraldsson frá Hrafn- kelsstöðum sem í áratugi var birgðavörður hjá vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og kona hans, Helga Hannesdóttir, sem eru látin fyrir nokkru, ánöfnuðu Heimalandi bókasafn sitt eftir sinn dag. Bóka- safnið telur á fimmta hundrað bindi og hefur því nýlega verið komið fyrir í húsinu. Sig. Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.