Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 19 Skuldbreyting útgerðarinnar: V iðmiðunarmörk hækkuð og olíu- skuldir teknar með NÚ HEFUR verið ákveðið að hækka viðmiðunarmörk skuldbreytingar út- gerðarinnar úr 7% af tryggingarverði skipanna í 10% og að olíuskuldum verði jafnframt breytt i framhaldi olíuskuldbreytinga í vor og með sömu skilmálum og þá. Skuld- breyttu lánin eru til 5 ára og með 47% vöxtum. Þá hafa vextir á af- urðalánum verið hækkaðir úr 29% í 33%. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við Davíð Ólafsson, seðla- bankastjóra, og sagði hann meðal annars, að vegna þessa myndu á annað hundrað milljónir bætast við skuldbreytingarupphæðina, þannig að alls yrði á þessu ári breytt lausa- og olíuskuldum út- gerðarinnar að upphæð yfir 600 milljónir. Þá sagði Davíð, að langt væri síðan að óskað hefði verið samþykkis ríkisstjórnarinnar á vaxtahækkun á afurðalán, nú síð- ast í nóvember og kæmi sú hækk- un að nokkru á móti aukinni skuldbreytingu og hækkun á af- urðalánum. Hvað varðaði afurða- lánin hefðu þau hækkað eins og gert hefði verið ráð fyrir vegna hækkana á söluverðmæti og verð- lagshækkana. Skreiðin væri hins vegar nokkuð vandamál, þar sem mjög óljóst væri með sölu og verð á henni, en lán á henni hefðu verið látin hækka eins og á saltfiski. Fyrstu 10 mánuðir ársins: Sala á tóbaki svipuð í ár og á síðasta ári FYRSTU 10 mánuði þessa árs voru seld út frá ÁTVR 419 tonn af tóbaki, þ.e. sígarettum, vindlum, reyktób- aki, neftóbaki og munntóbaki. Er þetta tveimur tonnum meira heldur en á sama tímabili í fyrra og nemur aukningin aðeins 0,5%. Ef litið er á samanburð á inn- flutningi og sölu tóbaks síðustu ár, kemur í ljós, að árin 1972—1980 var innflutningurinn flest árin til muna meiri en salan. Árið 1981 brá hins vegar svo við, að inn- Ekið á 7 ára stúlku EKIÐ var á 7 ára stúlku á gangbraut á Reykjavegi á fimmtudag, en hún slasaðist ekki alvarlega, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. Stúlkan var á leið austur Reykjaveg, en bifreið sem var á leið suður veginn ók á stúlkuna. Stúlkan var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar reyndust ekki al- varlegs eðlis, eins og áður sagði. flutningur og sala héldust nánast í hendur. í ár er útlit fyrir að sala verði mun minni en innflutningur, en í lok október höfðu verið flutt inn 543 tonn af tóbaki. Flugleiðir hafa flutt 705 tonn af ferskum fiski FLUTNINGAR Flugleiða á ferskum fiski á erlenda markaði hafa aukizt mikið á þessu ári, en samkvæmt upplýsingum Sæmundar Guðvins- sonar, fréttafulltrúa Fluglciða, hefur félagið flutt liðlega 705 tonn á fyrstu ellefu mánuðum ársins, og hefur reyndar ekki annað eftirspurn. Stærstur hluti ferskfisksins hefur farið til Bandaríkjanna fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, ístros og íslenzku umboðs- söluna, en siðan hefur verið flogið með ferskan fisk til Bretlands, Luxemborgar og Frakklands fyrir j Islenzku umboðssöluna, ístros og Andra. Hátíðatónleikar íslenska hljómsveitin og Söngsveitin Fílharmónía í Háskóiabíói sunnudaginn 19. des., kl. 21.15. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir: J.S. Bach, Gabrieli, Áskel Másson, Da Milano. Einleikari: Snorri Örn Snorrason. Einsöngvarar: Signý Sæmundsdóttir, John Speight, Sigurður Björnsson. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Aögöngumiðar í Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar í Austurstræti, í ístóni, Freyjugötu 1 og Háskóla- bíói. V erslunar- fólk í dag laugardag 18. desember, bjóöum viö okkar vinsælu „KABARETT-BAKKA“ sem innihalda m.a. rækjucocktail, hamborgar- hrygg, kjúkling o.fl. Ekta rommbúðingur í desert. Verð aðeins 145.- Pantanasímar 25224 — 25640 — 25090 — 20490 Þessa helgi veitum við sérstakan 15% kynningarafslátt á hinum vinsælu Omorika jólatrjám. Nýtið ykkur þessi sérstöku kjör: Að 125 cm. hæð verð kr....J29*T^ 250 126-175 cm..............315 176 cm og stærri .......„£85^ 410 blómouol GróÖurhúsinu við Sigtún: Simar36770-86340 • • mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.