Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 37 Stuðmannamyndin frumsýnd í dag NÝ ÍSLENSK kvikmynd, „Með allt á hreinu", verður frumsýnd í Hi- skólabíói í dag, laugardag. Það eru liðsmenn hljómsveitarinnar Stuð- manna sem standa að gerð þessarar kvikmyndar sem þeir kalla „söngva- og gleðimynd í léttum dúr með al- varlegu ívafi“. Stuðmenn gerðu sjálfir handrit að myndinni i sam- vinnu við Ágúst Guðmundsson, sem er leikstjóri. Hljómsveitina Stuðmenn skipa þeir Jakob Magnússon, Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Tómas Tómasson, Þórður Arnason og Asgeir Óskarsson, en auk hand- ritsins hafa þeir einnig samið tónlistina í myndinni og fara með aðalhlutverkin ásamt stúlkunum úr hljómsveitinni „Grýlurnar" og einnig fara Eggert Þorleifsson og Anna Björnsdóttir með stór hlut- verk. „ Kvikmyndin var tekin upp í sumar víða um land og einnig í Osló og Kaupmannahöfn og er hún í „dolby-stereo". Á fundi með fréttamönnum, þar sem myndin var kynnt, lögðu höfundar áherslu á að hér væri ekki um að ræða hljómleikamynd, heldur er leikinn söguþráður um „örlög og ástir og leit mannsins að hamingjunni", eins og þeir sjálfir orðuðu það. Myndin verður sýnd á næstunni í Háskólabíói og á annan í jólum verður hún tekin til sýninga í Vestmannaeyjum og Keflavík og eftir áramót á Akureyri og síðan viðar um land eftir aðstæðum. Að eiga langt í land Hijóm- plotur Finnbogi Marinósson Depeche Mode. A Broken Frame. Mute Rec./Steinar hf. Fyrr á þessu ári kom út plata með hljómsveit sem kallaði sig Depeche Mode. Beðið var eftir henni með nokkurri eftirvænt- ingu vegna þess hversu athyglis- verðar smáskífurnar þeirra höfðu verið. Eftir dálítið streð kom platan loksins út og ekki var að sökum að spyrja. Hún gekk ágætlega í almenning og gagnrýnendur voru flestir já- kvæðir. En svona eftir á að hyggja er platan vægast sagt þreytandi. Einhæft sándið á hljóðfærunum getur gert hvern mann brjálaðan þegar til lengd- ar lætur. Ekki virðast piltarnir í hljóm- sveitinni vera leiðir á tónlist sinni því nýlega kom út önnur plata frá Depeche Mode og heitir hún „A Broken Frame". Tónlist- in hefur breyst dálítið frá síð- ustu plötu og þá aðallega upp- bygging laganna, en sama leiði- gjarna sándið er alveg eins. Því er ekki annað hægt að segja en hljómsveitin eigi ennþá langt í land. Að minnsta kosti nær hún ekki að vinna sig neitt upp með þessari plötu og ekki gerir hún það í framtíðinni ef svona heldur áfram. Ekkert situr eftir á „A Broken Frame“ þegar hlýtt hefur verið á hana. Hún er ekki alvond en þetta litla sem einhver von er í drukknar í leiðinlegum og ein- hæfum hugmyndum. Það var mál manna að þegar Vince Clark yfirgaf Depeche Mode til að stofna Yazoo, þá ætti flokkurinn ekki mikla von og svei mér ef þetta hefur bara ekki reynst rétt. Af tvennu vel ég heldur Yazoo. FM/AM. GENERAL ELECTRIC LÍFfTÍÐ/illEKiN Pxí ekki að kaupa sér kæli- og frystiskáp í eitt skipti Eigum tyrir, frá GENEKAL Líttu vlB Hjá ipa og geröum. >aöu ,,topp klassa" skápa >ur en þú ákveður eitthvaö annaö. \fellídan með nuddi og gufu Andlitsgufubað hreinsar og fegrar húðina, mýkir og slakar á andlitsvöðvum. Gefur ferskt og hraustlegt útlit. Andlitsgufan losar um þrengsli í nefgöngum og léttir öþægindi af völdum kvefs og nefrennslis. Andlitsgufan er gerð úr hvítu traustu plasti og riðfríu stáli, innbyggður öryggisrofi, Ijósblá andlitsgríma með hlífðarbrún úr mjúku efni. Verð: 871.25 kr. Nudd og hiti slakar á spennu í vöðvum og linar minniháttar verki í taugum, baki og fótleggjum. Hitanuddtæki nuddarog hitar, tvær stillingar: volgt og heitt, tvennskonar titringur. Fimm fylgihlutir til notkunar á andlit, hársvörð, hálsvöðva m. — Nuddpúði tengdur tækinu veitir þægilega afslöppun í baki og fótum. Verð frá 708.75 kr. F ALKIN N AeúHclMdcí SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.