Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 29 Fjölskylduhátíð sjálfstæðis- félaganna I Reykjavík: Jólaskemmtun I Valhöll á morgun SJÁLFST/EÐISFÉLÖGIN í Reykjavík munu gangast fyrir jólaskemmt- un á morgun, sunnudag, í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og stendur skemmt- unin frá klukkan 15.00 til 18.00 og er aðgangur ókeypis, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaftió fékk hjá Arna Sigfússyni, fram- kvæmdastjóra Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. Árni sagði í samtali við Mbl. að sjálfstæðisfélögin hefðu sam- einast um að halda þessa skemmtun og væri þar boðið upp á skemmtidagskrá í þremur söl- um hússins, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. í fyrsta salnum verða kaffiveit- ingar og séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir mun flytja hug- vekju. Einnig verður þar lesið upp úr nýjum bókum af þeim Matthíasi Johannessen, Áslaugu Ragnars og Guðna Kolbeinssyni. Ennfremur fer fram samspil og söngur í umsjá nemenda úr Tón- listarskólanum í Garðabæ. í öðrum sal Sjálfstæðishússins verður barnaefni á dagskrá og þar verður og barnagæsla. Þar mun töframaður leika listir sín- ar og Guðni Kolbeinsson mun lesa úr bók sinni „Mömmustrák- ur“. Þá verður þar sjónvarpsefni fyrir börnin og gos og kökur verða veitt ókeypis. I þriðja salnum verður fjöl- skyldusamkoma og sagði Árni að hugmyndin væri sú að fjölskyld- an sameinaðist þar undir lok skemmtunarinnar, en þar verður jólatré og jólasveinarnir Stúfur og Hurðaskellir mæta á staðinn ásamt félögun sínum. Þar fer fram bögglahappdrætti og sung- in verða jólalög og dansað verð- ur í kringum jólatréð. Samkoman hefst á því að Litla lúðrasveitin, hópur 10 ára barna, mun leika jólalög. Skemmtunin hefst klukkan 15.00, eins og áður sagði, og sagðist Árni Sigfússon hvetja allt sjálfstæðisfólk til að mæta og skemmta sér á þessari fjöl- skylduhátíð. Miðfjörður: Aðyentukvöld í Melstaðakirkju SlaÁarhakka, MiArirAi, 17. desember. ÞANN 15. þessa mánaðar var að- ventukvöld í Melstaðakirkju. Stjórnandi og kynnir var sóknar- presturinn séra Guðni Þór Ólafs- son. Vitni vantar ÁREKSTUR varð á milli tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar laug- ardaginn 11. desember síðastlið- inn. Óljóst er hvor ökumanna ók á móti grænu ljósi. Áreksturinn varð um klukkan 14.10. Slysarann- sóknardeild lögreglunnar biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að atburði þessum að gefa sig fram. Hvert sæti í kirkjunni var skipað. Góður gestur heimsótti söfnuðinn, sem var söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson. Hann lék á nýtt orgel kirkjunnar nokkur tónverk tilheyrandi jólahaldi og einnig lék hann undir með kirkjukórn- um sem söng undir stjórn Ólafar Pálsdóttur. Benedikt Guðmunds- son flutti erindi í tilefni af aldar- afmæli séra Jóhanns Briem, sem þjónaði Melstaðaprestakalli í 42 ár við sérstakar vinsældir og al- menna virðingu. Herdís Brynjólfsdóttir flutti kvæðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal. Að lokum var almenn- ur söngur við kertaljós. Kvöldið var hið ánægjulegasta. Benedikt Ný umferdarljós á EUiðavogi KVEIKT var á nýjum umferðarljós- um á mótum Elliðavogs, Dalbraut- ar og Sundagarða í gær, 17. des- ember. Ljós þessi eru tveggja fasa og umferðarstýrð að hluta til, þann- ig að málmskynjarar eru beggja vegna í hliðargötum Elliðavogs. Bifreiðir í hliðargötum geta þannig „kallað" á grænt ljós, en sé engin umferð og engin fót- gangandi, sem ýtt hefur á hnapp fyrir leið sína yfir Elliðavog, þá logar stanslaust grænt ljós móti ökumönnum í Elliðavogi. Tafir vegna umferðarljósanna verða því í lágmarki fyrir ökumenn um Elliðavog. Fótgangandi geta með því að ýta á hnapp, „kallað" á grænt ljós yfir Elliðavog. Leitað eftir sameiginlegu prófkjöri á Reykjanesi Á FUNDI stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi í fyrrakvöld var ákveðið að leita eftir þvi við aðra flokka að fram fari sam- eiginlegt prófkjör allra flokka í kjör- dæminu samtímis. Að sögn Kjartans Gunnarsson- ar. framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins, er ástæðan fyrir þess- ari málaleitan sú að koma í veg fyrir að menn taki þátt í prófkjöri fleiri en eins flokks. Kjartan sagði jafnframt að ekk- ert hefði verið ákveðið hvenær prófkjör færi fram í Reykjanes- kjördæmi, og yrði það eflaust ekki gert fyrr en í ársbyrjun næsta árs. „Tyllidagar" í Breiðholti í dag „Að baki dauðans dyra“ í Bíóbæ BreiðholLsbakarí hf., Veit- ingastofan Fell (Askur), og Bóka- búðin Embla, munu gangast fyrir bóka- og vörukynningu í Veitinga- húsinu Felli í Fellagörðum, undir nafninu Tyllidagur í Breiðholti. Til hátíðabrigða mun Albert Guðmundsson alþingismaður og borgarfulltrúi árita bók sína Albert í Veitingahúsinu Felli, laugardaginn 18. desember kl. 14—16, þá mun veitingahúsið kynna kaffi og kakó, bakaríið kynnir helsta jólabakkelsi sitt og bókabúðin jólabækur og fl. Með þessu vilja þessi fyrirtæki kynna fjölbreytni þjónustu sinna fyrirtækja fyrir Breið- holtsbúum. Og einnig að nýver- ið hafa breytingar verið fram- kvæmdar á þessum fyrirtækj- um. Vilja eigendur þeirra þenda Breiðhyltingum á að gæði og þjónusta eru í fyrirrúmi í Fella- görðum í Breiðholti. (Króttalilkynning) Alþýðuflokkur á Suðurlandi: Prófkjör um annað sætið BÍÓBÆR hefur tekið til sýningar kvikmyndina Beyond Deat’s Door byggða á metsölubók eftir hjartasér- fræðinginn Dr. Maurice Rawlings. Myndin er sannsöguleg og lýsir raunverulegum atburðum er gerð- ust í Bandaríkjunum um fólk er dó líkamsdauða en var vakið upp frá dauðum með nýjustu tækni læknavísindanna og upplifun þeirra handan við dauðans dyr. Leikstjórn er í höndum Henning Schellerup. Aðalhlutverk: Tom Hallick og Melinda Naud. Myndin er með íslenzkum texta og bönnuð innan 12 ára. MAGNÚS H. Magnússon alþingis- maður var sjálfkjörinn í efsta sæti framboðslista Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi, þar sem eng- inn annar gaf kost á sér í fyrsta sæti listans. Hins vegar verða að fara fram kosningar milli þriggja manna sem gáfu kost á sér í annað sæti listans, þeirra Hreins Erlendsson- ar Selfossi, formanns Alþýðu- sambands Suðurlands, Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings og Steingríms Ingvarssonar um- dæmisverkfræðings. Prófkjör um annað sætið verður 22. janúar nk. við hofum fön n SEM FARA PER VEL Serlega glæsileg dökk föt Ein- eða tvihneppt, með eða án vestis, snið og litir í úrvali. _________Efni: Flannel, mohair o.fl. - Komdu og sjáðu „solid” föt sem fara þér vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.