Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Olíuráðherr- ar OPEC funda Vín, 17. desember. AP. HELSTII ráðherrar OPEC-ríkjanna héldu fund í dag og samningaviðræður munu hafa farið fram bak við tjöldin í þeim tilgangi að reyna aö koma í veg fyrir lækkun á olíuverði og ná samkomulagi áður en formleg ráðstefna ríkjanna hefst á sunnudag. Á sama tíma tilkynntu Samein- uðu arabisku furstadæmin í opin- berri tilkynningu í útvarpsstöð sinni, að ef ráðherrunum tækist ekki að komast að málamiðlun varðandi skiptingu og takmörkun framleiðslu væri voðinn vis: „Ef ráðherrunum tekst ekki að komast að samkomulagi er OPEC búið að vera,“ segir í tilkynningunni. Margir fréttaskýrendur eru þó ekki á sama máli og telja það ekki úrslitamál fyrir OPEC-ríkin að samningar um olíuverð takist við opnun fundarins á sunnudag. Samningar um framleiðslu- Bretland: Minnsta verð- bólga í áratug Lundúnum, 17. denember. AP. VERDBOLtíA í Kretlandi fór niður í 6,3 prósent í nóvember og hefur hún ekki verið lægri í áratug og er þetta talinn mikill sigur fyrir Margréti Thatcher forsætisráðherra. Norman Tebbit, atvinnumálaráð- herra tilkynnti tölur þessar í dag og sagði að þær sönnuðu „að þeirri stefnu sem þetta hefði leitt af sér yrði að viðhalda". kvóta hvers OPEC-ríkis eru flókn- ir og erfiðleikum bundnir vegna stjórnmála- og trúarlegra deilna og ólíkra viðhorfa ríkjanna, sérstaklega milli Saudi-Arabíu og róttækari ríkja eins og íran. íranir hafa lagt til að Saudi- Arabar minnki framleiðslu sina um 6 milljónir tunna á dag, í þeim tilgangi að íran getu aukið fram- leiðslu sína í 3 milljónir tunna á dag úr 2,5 milljónum tunna. 100.000 mótmæltu Burnus Aires, 17. desember. AP. MEIRA en 100.000 Argentínubúar söfnuðust saman til mótmæla- fundar á aðaltorgi höfuðborgar- innar í gær og létu í Ijós andúð sína á herstjórninni og hvöttu hana til að flýta áður lofuðu burthvarfi hershöfðingjanna frá stjórn landsins. Einn maður mun hafa látið lífið í óeirðum er fylgdu í kjölfar mótmælanna og 120 manns voru handteknir. Um það bil sextíu manns munu hafa særst í göng- unni, sem farin var undir víg- orðinu „Gengið fyrir lýðræðið". Starfsmenn flutningafyrirtækisins þar aem ránið var framið á sannndag mæta til vinnu á mánudagsmorgun, í baksýn er húsið þar sem grímuklæddir ræningjarnir skárn sig f gegnum tjöruþak. Ránsfengurinn nam 11 millj. dollara New York, 17. deoember. AP. UPPHÆÐIN, sem rænt var í stærsta peningaráni i sögu Banda- ríkjanna á sunnudag, mun hafa verið 11 milljónir dollara en ekki 8,3, eins og síðast var tilkynnt. samkvæmt áreiðanlegum heimild- um innan bandarísku alríkislög- reglunnar FBI. Talsmaður FBI, Joe Valiqu- ette, sagði í dag að lokatala upp- hæðarinnar sem rænt var, yrði ekki gefin upp „vegna ástæðna er við koma rannsókn málsins“. Stöðugt er unnið að rannsókn málsins. Kosningar í Hamborg á sunnudag llamborg, 17. detiember. AP. Á SUNNUDAG fara fram kosningar til fylkisþingsins í Hamborg, en sams konar kosningar fóru þar fram í júní sl. Ástæðan fyrir því, að endurtaka verður kosningarnar nú, er sú, að ekki hefur fundizt starfhæfur meirihluti á fylkisþinginu og störf þess hafa því farið að meira eða minna leyti út um þýfur. „Græn- ingjunum" svonefndu er kennt um öngþveitið, en þeir komust í oddaaðstöðu á fylkisþinginu í kosningunum í júní. Skoðanakannanir nú benda til þess, að jafnaðarmenn fái rúm- lega 44% atkvæða, kristilegir demókratar 42,4% og græningjar um 10%. Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Sími: 18830. Loksins! Loksins! Loksins er hún komin, Stóra Barnabókin frá Fjölni. Bók með fimmtíu myndum við œvintýri og sögur, Ijóð og leiki, þulur, gátur, bœnir og barnagœlur. Bók með öllu því efni sem foreldrarnir lœrðu sem börn, og vildu nú geta kennt sínum börnum aftur. Rammíslensk bók, um 100 blaðsíður að stærð i stóru broti. Það er enginn vafi á því lengur, hver er óskabók barnanna í ár! 4f tuoomt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.