Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 45 árum síðar eða 1908 flytja þau að Morastöðum í sömu sveit og þar ólst hún upp. Það voru ham- ingjustundir í lífi lítillar stúlku er hún fékk að heimsækja ömmu og afa í Harðbala. En eftir því sem þrek og kraftar jukust fækkaði ferðunum þangað, því alltaf var nóg að snúast heima á Morastöð- um og Júlíana var snúningalipur. Guðrún og Einar á Morastöðum tóku ýmsa smælingja á sitt heim- ili og reyndust þeim vel. Þau tóku því þess vegna ekki þegjandi ef gengið var á hlut barnanna og þau ekki sett undir sama hatt og aðrir. Þannig atvikaðist það að Júlíana Þuríður var send í skóla í Hafnar- firði fermingarveturinn sinn og fermd þaðan. Hún var með af- brigðum hlédræg og fáskiptin um annarra hagi en það var kært með henni og Morastaðasystkinum og fannst henni jafnan hún vera ein af þeim. Júlíana Þuríður var lagleg stúlka, grönn og kvik á fæti og óþrjótandi vilji hennar til að gera öðrum til hæfis einkenndi allt hennar líf. Það kom sér líka vel, því strax og Morastaðabræður uxu úr grasi fóru þeir á vetrarvertíðir og þá tók hún við öllum þeirra úti- verkum. Páll fósturbróðir hennar, sem var níu árum yngri en hún og er nú látinn, varð fyrir slysi á unga aldri og var bæklaður á fæti eftir það og átti erfitt með gang, þó vildi hann hjálpa til við úti- verkin. Júlíana Þuríður lét sig þá ekki muna um að bera hann á bak- inu á milli staða ef svo bar undir og það þó hann væri orðinn bæði hærri og þyngri en hún. Unglings- ár hennar liðu í þrotlausu starfi heima á Morastöðum eða annars staðar, þar sem vantaði skamm- tíma vinnukraft eins og títt var á þeim tíma og fengu þá húsbænd- urnir launin ef einhver urðu. Júlíana Þuríður var orðin fullra 25 ára gömul þegar hún upplifði æskuvor sitt. Svo var það eina septembernótt, eftir langan vinnudag í kalsarign- ingu í dýjamýrum, að hún vaknar með sárar þrautir í baki. Guðrún fóstra hennar sem svaf ekki langt frá í baðstofunni, vaknar við lág- værar stunur, rís upp við dogg og hvíslar út í dimmuna: Hvað er að þér rýjan mín, hefur þú nú étið yfir þig? Svarið sem hún fékk var sem þruma eða öllu heldur ísköld vatnsgusa. Á meðan beðið var eftir ljósunni og verið var að búa allt í haginn, tautaði gamla konan: Guðrún fóstra, hvernig gastu gert mér þetta? Því sagðir þú mér ekki frá þessu? Þá hefði ég að minnsta kosti séð um að þú værir ekki látin ganga í verstu verkin. Svo hækk- aði hún róminn og sagði með þunga: Hver á krakkann og hvað ætlar þú að gera við hann? Brátt var fæddur nýr íslending- ur, reyndar ósköp lítill og magur en samt sólargeisli móður sinnar. Það átti þó eftir að birta enn meir í huga hennar þegar sagt var við hana: „Sannaðu til, þetta er þitt gæfuspor." Þegar Gunnar Einarsson tók við búinu á Morastöðum og kom með konuefni sitt Aðalheiði Jónsdóttur úr Grindavík var sem nýtt líf hæf- ist fyrir Júlíönu Þuríði og dreng- inn hennar. Aðalheiður var ung og tók hana sem jafningja og með þeim tókst gagnkvæm vinátta sem entist á meðan báðar lifðu. í stríðsbyrjun eða árið 1940 söðlaði Júlíana Þuríður um og flutti alfarin frá Morastöðum eftir 35 ára veru með þessu góða fólki. Þá réð hún sig sem vinnukona í Gufunesi og hafði drenginn með sér. Eftir tveggja ára veru þar flutti hún með son sinn að Norður- koti á Kjalarnesi til barnsföður síns, Sigfúsar Jónssonar, f. 1. apríl 1891 á Blikastöðum í Mosfells- sveit. Þar tók hún við húsmóður- skyldunum sem voru bæði krefj- andi og annasamar, þar eð hún settist í gróið heimili og gest- kvæmt. Sigfús var vinmargur og Karl Ólafur Hinriks- son — Minning Fæddur 12. nóvember 1935 Dáinn 11. desember 1982 „Tilvcra okkar cr undarlc^t TcrAalaf; vid orum gcstir og hótcl okkar cr jörðin. Kinir fara og aórir koma í dag því alltaf bælast nýir hópar í sköróin.** (T.G.) Mig setti hljóða á laugardaginn er hringt var í mig og mér sagt andlát mágs míns og vinar. Það er alltaf óskiljanlegt þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur í valinn. Hann var austfirskrar ættar en átti sín unglingsár í Reykjavík. Hann var hér á ferð í sumar og við ræddum ýmis mál eins og gengur. Þá bar það á góma að núna væri gaman að geta að sumri lyft sér upp og skroppið í sumarhús í Danmörku með fjöl- skylduna því mestu erfiðleikarnir væru að baki, búið að koma sér upp fallegu húsi. Og svona er það að fólk hefur ekki tíma til að njóta lífsins á yngri árum því lífsbarátt- an er þungt lögð á herðar fólki sem vill eiga sinn örugga sama- stað. Á yngri árum stundaði hann sjómennsku og var yfirleitt yfir- matsveinn á skipum, vel liðinn og virtur af sínum félögum enda snyrtimenni,og kunni vel til verka. Hann giftist ungur Gunnlaugu Heiðdal Kristjánsdóttur hún- vetnskrar ættar og alin upp á Ak- ureyri hjá móðurömmu og móð- ursystur frá 3ja ára aldri. Eftir stofnun heimilis hætti hann á sjónum og stundaði ýmsa vinnu. Árið 1962 fluttu þau til Ak- ureyrar. Þeirra hugur var að fara þangað, þaðan átti hún sínar æskuminningar og þar vildu þau búa. Þau hafa komið sér vel fyrir með elju og dugnaði, en þeim varð engra barna auðið en ólu upp dreng og stúlku og eru barnabörn- in orðin þrjú. Hann bar ætíð hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Það var bjart yfir Kalla, hann var röskur, duglegur og hjartahlýr. Eins vildi hann öllum vel gera og greiða götu í hvívetna en þó náði það hugarþel sem á bak við bjó lengra, hann var sannur vinur og góður drengur. Móðir mín þakkar honum alla hans hlýju og góðvild í sinn garð sem í annað sinn þarf að sjá á eftir nákomnum ástvin í blóma lífsins. Það var ekk- ert sumar nema skroppið væri til Akureyrar til Kalla og Gullu. Þá var farið í útilegu og það voru skemmtilegir tímar. Farið í ýmsa leiki og hoppað og skoppað eins og börn. Stundum var skroppið á dansleik og Kalli talaði oft við mig um þessa gömlu daga, hvað það hefði verið ógleymanlegt. Elsku systir mín, missir þinn er mikill en ég veit að þið trúðuð bæði á endurfundi eftir þessa jarðvist. Megi góður guð vaka yfir velferð þinni og fjölskyldunni. Og litlu afabörnin, megi þau vera þeirrar gæfu aðnjótandi að líkjast honum í lífinu. Við erum svo mörg sem þökkum honum fyrir alla hans hlýju og góðvild. Góður guð hann leiði á nýrri vegferð. Blessuð sé minning hans. Lilja Kristjánsdóttir gestrisinn og engan bar svo að garði að hann yrði ekki að ganga í bæinn og þiggja veitingar. Sigfús galt líka heimsóknirnar- og var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Þau eignuðust þrjú börn, Krist- in, f. 19. september 1929, kona Gréta Jónsdóttir frá Vestmanna- eyjum. Þau eiga 3 börn, Gerði, Hrönn og Sigfús, þau slitu sam- vistum. Guðmund, f. 12. janúar 1944, ógiftur í Norðurkoti. Lilju, f. 7. janúar 1946, maður Pétur Guð- jónsson, bóndi, Vogi á Fellsströnd í Dalasýslu. Börn: Hrefna, Hulda Júlíana, Sigfús, Einar og Hanna Björg. Þeim auðnaðist þó ekki að njóta langra samverustunda því Sigfús andaðist 7. janúar 1951. Sama ár tók Kristinn sonur þeirra við bú- inu í Norðurkoti með konu sinni. En Júlíana Þuríður dvaldi þar áfram með börn sín og hafði eitthvað af skepnum. Síðustu árin hefur Júlíana Þuríður búið með sonum sínum og notið umhyggju og alúðar. Alla tíð var hún vilja- sterk og vinnusöm og til hinstu stundar reyndi hún að gera skyldu sína og hjálpa til eins og þrek og kraftar leyfðu. Að leiðarlokum vil ég votta virð- ingu mína og þakkir fyrir ómæld- ar ánægjustundir á liðnum árum á Norðurkotsheimilinu. Gengin er góð kona. Hulda Pétursdóttir, Útkoti. í dag, 18. desember, verður bor- in til hinstu hvíldar í Saurbæ á Kjalarnesi Júlíana Þuríður Ein- arsdóttir. Hún er horfin, dáin. Þetta orð kemur svo illa við mig. Þó höfðum við ekki þekkst lengi en á milli okkar hafði myndast kærleiks- band kynslóðabilsins sem milli dóttur og móður. Ég man hvað ég kveið fyrir fyrsta fundi okkar. Ég hafði lofað að líta til hennar og hlynna að henni. Ég hafði heyrt að hún væri fáskiptin og hlédræg, jafnvel sérsinna. Þegar ég heilsaði henni svo með hálfum hug, leit hún á mig brosandi og full af trún- aðartrausti. Þar með urðum við vinir við fyrstu kynni. Vclkomin nótt, scm allir þrcyttir þrá scm þjáóa gctur svæft mcd frióarkossi. D X Þessar ljóðlínur eftir Davíð Stefánsson eiga svo vel við og segja allt sem ég ætlaði að segja. Hún var svo þreytt og þráði svo heitt að losna við viðjar líkamans og vera ekki öðrum til byrði. Nú er hún horfin inn á friðarlandið en ég gleðst yfir öllum þeim ánægju- stundum sem við áttum saman. Guð blessi minningu hennar. Gunna löffarinnog bóndlnn Róbert Maitsland Af elllærum kynvilltum hænum I Flóanum og öðrum óvenjulegum lyrirbærum Vondi strákurinn og sveitarskelfirinn Róbert Maitsland HÖGGORMUR í PARADÍS er sagan af cevintýralegum ferli Róberts Maitslands. Hann er ástandsbam, fcer snemma á sigþað orð að vera vondur strákur og sveitarskelfir í Flóanum. Hann fœst við margt enflest endar fiað með ósköpum. Hann lifir fyrir líðandi stund, á í mörgum ástarcevintýrum og lendir oft í útistöðum, tekst raunar stundum að skjóta löggceslunni ref fyrir rass. Róbert Maitsland dregur ekkert undan... ,,Eftir allt, sem á undan er gengið, undrar mig mest að vandrœðaunglingurinn skyldi ná þroska til að skrifa svona bók. “ (Erlendur Jónsson, Mbl. 8/12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.