Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Síðasti starfsdagur þings fyrir jól: Fær ríkisstjórn- in bráðabirgðalagarétt? Fyrstu lögin, sem Alþingi afgreiðir á vetrinum, vóru samþykkt í efri deild í gær og mátti naumast síðar vera, enda hefst jólahlé þingsins í dag, laugardag. Fyrstu lögin vóru: 1) lög um málefni aldraðra, 2) lög um jöfnunargjald á hús og húshluta, 3) lög um lífeyrissjóð b«nda og 4) lög um almannatrygging- ar (ef örorka er meiri en 50% skal auk örorkulífeyris greiða lífeyri vegna maka og barna yngri en 18 ára o.s.frv.). Heiðurs- laun lista- manna ’83 TÓLF þingmenn úr öllum þing- flokkum og utanflokka lögðu í gær fram breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um að heið- urslaun listamanna 1983 skuli falla i hlut eftirtalinna, þ.e. kr. 80.000.- til einstaklings: 1. Finnur Jónsson. 2. Guðmundur Daníelsson. 3. Guðmundur G. Hagalín. 4. Halldór Laxness. 5. Indriði G. Þorsteinsson. 6. Kristmann Guðmundsson. 7. María Markan 8. Ólafur Jóhann Sigurðsson. 9. Sigurjón Ólafsson. 10. Snorri Hjartarson. 11. Stefán ísiandi. 12. Svavar Guðnason. 13. Tómas Guðmundsson. 14. Valur Gíslason. 15. Þorvaldur Skúlason. Ráðgert var í gær að Alþingi færi t jólahlé í dag síðla, eða kvölds, en þingfundir hefjast kl. 10 árdegis. Meðal mála, sem væntanlega hlutu afgreiðslu í gærkveldi eða hljóta af- greiðslu í dag, eru: fjárlög (án lánsfjárlaga), frumvarp um ieng- ingu orlofs, frumvarp um tekju- stofna sveitarfélaga (um fasteigna- mat sem gjaldstofn fasteigna- skatta), frumvarp um verðjöfnunar- gjald á raforku, frumvarp um eftir- laun aldraðra (takmörkuð verð- trygging framlengd), frumvarp um meðferð opinberra mála (hækkun sektarákvæða) og hugsanlega fleiri. Flestir gera ráð fyrir að þingi verði frestað með þingsályktun, sem þýðir, að ríkisstjórnin hefur heimild til setningu bráðabirgðalaga i þing- hléi, en í lofti lá að áhugi sé hjá stjórnarliðum til að nýta slikan rétt vegna hugsanlegrar gengislækkunar í janúar, þ.e. til að ráðstafa gengis- hagnaði og gera aðrar ráðstafanir til hjálpar útvegi, s.s. vegna olíu- kostnaðar, en engin staðfesting fékkst á þessum atriðum. Ef Alþingi er frestað með venjulegum hætti verður það að koma saman innan hálfs mánaðar og ríkisstjónin getur ekki gefið út bráðabirgðalög. Ágreiningur var í þingliði Al- þýðubandalags, um hvort ríkis- stjórnin ætti að hafa þennan bráða- birgðalagarétt, en kunnugir í þeim herbúðum töldu líklegt, að ráðherr- ar berðu það í gegn. Þá verður til staðar 31 atkvæði í Sameinuðu þingi til slíkrar heimildar. Þetta mál ræðst á Alþingi í dag. Svipmynd frá Alþingi: „Refskák" stjórnmálanna er ekki eina skákin sem tefld er í þinghúsinu. Hér sést Guðmundur J. Guómundsson tefla fram svörtum gegn hvitliðum Alberts Guð- mundssonar. Svavar Gestsson fylgist hugsi með — því það má búast við ýmsu hjá skákmönnum. Nefndarálit um orlofsfrumvarp: „Þeir fá mest sem mest hafa fyrir“ Laun skert, framleiðslan axli orlofskostnað FRIÐRIK Sophusson, Kggert Haukdal og Steinþór GesLsson lögðu i gær fram minnihlutaálit félagsmálanefndar um stjórnarfrumvarp um lengingu orlofs. í álitinu segir m.a.: „Það er því kostulegur hráskinna- leikur að skera niður launakostnað fyrirtækja með annarri hendi, en auka hann með hinni, og það þannig að draga mun úr framleiðslu. Verður ekki séð að kostnaður atvinnulífsins af völdum orlofslengingar sé annars eðlis en sá launakostnaður er ríkis- stjórnin taldi atvinnureksturinn ekki færan um að gera. Niðurstaðan er þó Ijóslega sú, að kaupmáttur launþega eykst ekki af völdum or- lofslengingarinnar. — Þeir fá ekki hærra kaup á áformuðum frídögum. Undirrituðum virðist því einsýnt að frumvörp ríkisstjórnarinnar um orlofsmál og frídaga séu í beinni andstöðu við þau sjónarmið er ríkis- stjórnin taldi réttlæta skerðingu verðbóta á laun. Þessi frumvörp eru því enn eitt dæmið um hringlanda- hátt og hrossakaup við framgang svonefndrar stjórnarstefnu. Sé litið til einstakra ákvæða frum- varpsins, þá vekur það fyrst athygli, að ríkisstjórnin hefur valið orlofs- lengingunni það form, að frumvarp- ið mun færa þeim mest er mest hafa fyrir. Það, að fella niður laugardaga við talningu orlofsdaga, leiðir til þess, að þeir starfshópar, er einungis njóta lágmarksorlofs, fjögurra vikna, munu fá 4 daga til viðbótar, en hinir, sem meiri rétti hafa náð fram, t.d. 7 vikum, munu fá 7 daga. Breytingartillaga meiri hl. nefndar- innar setur raunar hámark við þessu misrétti, þannig að engir fái meira en 5 daga að auki. Við þær aðstæður, sem nú ríkja í þjóðfélaginu, hefði án efa verið skynsamlegra að fresta orlofsbreyt- ingunni, en draga úr verðbótaskerð- ingunni á móti, eins og margoft hef- ur verið bent á. Þrátt fyrir þá staðreynd, að ríkis- stjórnin hafði misst starfhæfan meirihluta á Alþingi þegar hún efndi til efnahagsaðgerðanna í ágúst, tók hún afstöðu til þessa máls án nokk urs samráðs við stjórnarandstöðuna. Undirritaðir lýsa því fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni í þessu máli, bæði hvað varðar efni og máls- meðferð. Afgreiðsla þess hefur tafist vegna ágreinings innan ríkisstjórn- arinnar um fylgifrumvörp með bráðabirgðalögunum — einkum svo- kallaðs viðmiðunarfrumvarps, sem enn hefur ekki fengið afgreiðslu i ríkisstjórn. ÞJÓÐLEGUR FRÓDLEIKUR Leiftur ftá liðnum árum FráMflnir af mannraunum, slysfArum. dulraenum atburOom oq shyg^nu fólki. Borgfirzk blanda HEITBR ASTIR & RÓM8NTÍK ÞU ERT ASTIN MÍN eftir Bodil Fors- berg, er saga um unga elskendur. NJÖTTU MlN. Ný ástarsaga eftir ensku skóldkonuna Nettu Muskett. Hyldjúp örvænting eða alsæl óst. ELSKAÐU MIG eftlr Erling Poulsen. Bók um óst og afbrýöl. LEIFTUR FRA LIÐNUM ARUM 2. bindi. Safnað hefur Jón Kr. Isfeld. Frósagnir af mannraunum, sérstæðum atburðum og skyggnu fólki. NY BORGFIRZK BLANDA. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Borgfirzkir þjóðlifs- og persónuþættir. Syrpa af gamanmólum. gtiUlíi j>t I'rósðgujiœt tl r ÞOHSTEINN CVDMUNDSSON skAlpastöðum OLAMPAR I FJARSKA A GULLIN ÞIL. Frásöguþættir eftir borgfirzka bondann Þorsteln Quðmundsson á Skálpastóð- HALUSNMint JÓNSSON í«A i MkskOoum llvcr cifm liar á »ína söí>ii HVER EINN BÆR A SINA SÖGU. Saga Ljárskóga í Dölum. Skráð af Hallgrimi Jónssyni. Frásagnir af fólki og atburð- PR4(/AtA/?CÚ l£7T/Rl£fW PBA Föóur:= landsvinlr m ííöíIíi Lftit hofHnd fnr««ildK'*»ríf*M»: ÞECiAR NUYDIN KR ST.FRST .*é I bókinni LEIKIR OG LÉTT GAMAN finnur þú gótur, töfrabrögó og ým- iss konar leiki. Tómstundagaman fyrir alla fjötskylduna. DRAUMRAÐNINGAR - SPILASPÁ Hvað dreymdi þig í nótt? Viltu læra að spó i spil? Bók sem ungir og aldnir spó i. HÆTTUFÖR A NORÐURSLÓÐ eftir hinn þekkta spennusagnahöfund Duncan Kyle. Svaöilför flugmanns yfir Atlantshafiö meö nauölendingu á Grænlandi og viðkomu ó Islandi. FÖÐURLANDSVINIR A FLÓTTA eftir Asbjörn öksendal. Norsklr föó urlandsvinlr i striði við nasista. Lif- andi lýsing á hrikalegum sannleika. Viö stöndum bókstaflega ó öndinnl. SPENNUSÖGUR *spila6pA SVE/NN GÓÐAR BÆKURFRÁ HÖRPUÚTGÁFUNNI HÖRPUÚTGÁFAN 8TEKKJARHOLT S-IO - SOO AKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.