Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 15 Góð plata er góð jólagjöf Katia Mana og Paimi Cumarsson syngla sivlnsaat log t nV|wm utsotnbtsum Gunnars trarðarsonar Katla og Pálmi syngja saman nokkur sí- gild lög úr barnaleikritum og sjónvarps- þáttum fyrir börn. Nýjar útsetningar Gunnars Þóröarsonar og frábær söngur Kötlu og Pálma gera þessi lög stór- skemmtileg enn á ný. GUomunDUR ión//on einsongstog og Ooeruariur Jólaljós er jólaplatan okkar í ár. Þetta eru tvær plötur saman í albúmi sem kosta aöeins sama og ein plata. Allir bestu söngvarar og hljómsveitir landsins flytja góökunn jólalög og jólasálma. Graham Smith meö aöra plötu sína þar sem hann leikur íslensk lög í útsetningum Ólafs Gauks. Graham sló í gegn meö plötu sinni í fyrra. Þessi nýja plata hans er enn skemmtilegri og ólgar af fjöri. Guðmundur Jónsson syngur einsöngs- lög og óperuaríur. Það hefur lengi veriö beðið eftir plötu af þessu tagi frá Guö- mundi og loks er hún komin. Hljóðritanir frá árunum 1956—1976. Frábær þlata meö okkar allra vinsælasta og þekktasta söngvara. Nafnakall nefnir Guðmundur Ingólfsson nýja plötu sína þar sem hann fer snilld- arhöndum um nótnaborö píanósins. meö honum leika þeir Guömundur Stein- grímsson, Pálmi Gunnarsson og Björn Thoroddsen. Loksins er komin út íslensk jazzplata þar sem sveiflan er í hámarki. SG-hljómplötur hafa allt frá Við djúkboxið í samantekt Björgvins Halldórssonar samanstendur af nokkrum gamalkunnum rokklögum meö íslenskum textum. Allt lög, sem ekki hafa fyrr komið á íslenskum plötum. Meö Björgvini syngja þau Helga Möller, Jóhann Helga- son, Olafur Þórarinsson, Haraldur Sig- urðsson, Siguröur Dagbjartsson og Erna Gunnarsdóttir. $ Ingveldur Hjaltested syngur sextán ein- söngslög við undirleik Jónínu Gísladótt- ur. Söngur Ingveldar í óperum og á söngskemmtunum hefur vakiö mikla at- hygli og aödáun hin síðustu ár, sem ekki er nema von, því hér er á ferðinni einhver allra besta sópransöngkona okkar. Túlk- un hennar á ísl. þjóðlögum á þessari plötu er einstök. Manstu eftir því? heitir platan sem þær Erna-Eva-Erna sungu inn á sl. sumar og viö vekjum sérstaka athygli á nú, því þetta er hiklaust einhver vandaöasta plata sem út hefur komiö hér á landi á þessu ári. Platan sem þú setur á fóninn aftur og aftur. Hvít jól. Vekjum aö síöustu athygli á jóla- plötu Silfurkórsins sem út kom fyrir þremur árum. Þessi plata er oröin sigild í hópi íslenskra jólaplatna. Fjörutíu gam- alkunn jólalög i átta lagasyrpum. Af- bragös útsetningar Magnúsar Ingimars- sonar og sérlega „jólalegur“ söngur Silf- urkórsins. upphafi lagt stolt sitt í aö gefa aðeins út vandaðar plötur, sem um leið höfða til allra aldurshópa. Úrvalið hefur aldrei verið meira en nú. Ofangreindar plötur og samsvarandi kassettur er að finna í hljómplötuverslun- um um land allt, svo og í verslun okkar að Ármúla 38, þar sem einnig fást íslenskar plötur frá öllum öðrum útgefendum. SG-hljómplötur, Ármúla 38. Sími 84549

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.