Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Til sölu af sérstökum ástæðum sem nýtt IWO-kæliborö, 2 m breitt, 1 m djúpt. Fæst gegn staðgreiðslu á góðu verði. Uppl. í síma 76218, milli kl. 18 og 22. Sæng og koddi það er lausnin. Saengur stærðir: 140x200 120x160 100x140 90x110 Sængurfatagerðin Baldursgötu 36, sími 16738. (Áður Hverfisgötu 57a). Koddar stærðir: 55x80 40x50 50x70 35x40 45x60 Tilvalin gjöf við flest tækifæri. Eigum einnig sængurverasett. Sendum gegn póstkröfu. Geymið auglýsinguna. ÞU SMIÐAR EIGIN INNRÉTTINGU og sparar stórfé! Björninn býður þér allt efni til smíða á eigin fataskápum og eldhúsinnréttingu. Hurðaeiningar eru úr dönskum úrvals viði. Það er ekki svo lítið, að spara allt að helmingi með því að smíða eigin innréttingu! Vifi veitum fúslega allar nánarí upplýsingar ísíma 25150 J Frá afmælishófinu. Bókasafn Vest- mannaeyja 120 ára V (‘stmannaeyjum, 7. desember. UM SÍÐUSTU helgi minnlust Vest- manneyingar þess med sérstökum hátíðarfundi aó 120 ár eru liðin frá því Bokasafn Vestmannaeyja, eitt elsta bókasafn landsins, var sett á stofn. Það var árið 1862 sem Bjarni E. Magnússon sýslumaður í Eyjum beitti sér fyrir stofnun Lestrarfélags Vestmannaeyja og naut til þess lið- sinnis séra Brynjólfs Jónssonar og J.P. Bryde kaupmanns. Þetta lestr- arfélag varð vísir að Sýslubókasafni Vestmannaeyja sem síðan varð að Bókasafni Vcstmannaeyja þá er Vestmannaeyjar öðluðust kaupstað- arréttindi. Þannig hefur þetta safn nú í 120 ár miðlað Eyjafólki bókum til lestrar og fróðleiks en eins og nærri má geta hefur á ýmsu gengið með rekstur safnsins frá einu tíma- skeiðinu til annars. Sérstaklega var safnið hætt komið á árunum 1918—1923 er margar góðar bækur skemmdust af myglu og sagga í ófullkominni geymslu. Lengst af sínu langa æviskeiði hefur safnið búið við þröngan og óhentugan húsakost eða allt fram til ársins 1977 er safnið komst loksins í sín eigin sérhönnuðu húsakynni í Safna- húsi Vestmannaeyja. Þar eru húsakynni hin vistlegustu og bæk- ur, blöð, tímarit og annað lesefni mjög svo aðgengilegt fyrir gesti safnsins. Safnahúsið í Eyjum varðveitir einnig Byggðasafnið, Skjalasafnið og þar er vísir að Listasafni Vestmannaeyja. Manna lengst hefur Haraldur Guðnason verið bókavörður við safnið eða í hart nær þrjá áratugi. Þegar Haraldur tók við safninu árið 1949 taldist safnið eiga 3.000 bindi bóka en síðan hefur það vax- ið mjög og dafnað og er bókaeign þess nú talin í tugum þúsunda binda. Áður var lítillega minnst á Haraldur Guðnason hóf störf við Bókasafn Vestmannaeyja árió 1949 og vann við safnið í tæpa þrjá íra- ti \ Haraldur er nú skjalavörður við Skjalasafn Vestmannaeyja. Nú þessa dagana er að koma út bók, Við ægisdyr, saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, skráð af Haraldi Guðnasyni og er það fyrra bindi. Bókin geymir margar merkar heimildir úr sögu Vestmannaeyjabæjar í máli og myndum. þegar safnið varð fyrir skemmd- um vegna niðurlægjandi vanhirðu en safnið mátti einnig sæta atlögu náttúruaflanna þegar við lá að það lenti undir hraunstraumi þegar hraunflóðið braut niður þáverandi hús þess, „Kuða“, í eldgosinu 1973. Haraldur Guðnason með aðstoð góðra manna bjargaði þá safninu á elleftu stundu. Sl. laugardag efndi Safnanefnd Vestmannaeyja til sérstaks hátíð- arfundar þar sem þessara merku tímamóta í sögu Bókasafns Vest- mannaeyja var minnst á veglegan hátt. Haraldur Guðnason flutti ágrip af sögu safnsins, Ólafur El- ísson bæjarstjóri flutti ávarp og flutt voru ýmis skemmtiatriði. Öllum viðstöddum var boðið uppá kaffiveitingar. Börn úr Grunn- skóla Vestmannaeyja lásu úr verkum skálda sem bjuggu í Eyj- um einhvern tíma æviferils síns, þeirra Sigurbjörns Sveinssonar, Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti og Magnúsar Stefánsson- ar, öðru nafni örn Arnarson. Þá hefur í tilefni afmælisins verið komið upp í anddyri Safnahússins sýningu á gömlum verslunarbók- um og handritum sem eru í eigu safnsins. Eyjabúum er hlýtt til bóka- safnsins síns og sækja þangað mikið sér til fróðleiks og ánægju og þeir óska þess einlæglega að safnið megi enn vaxa og dafna, að vegur þess verði sem mestur og bestur á ókomnum árum. — hkj. SUrfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja, ÁgúsU Ágústsdóttir, Helgi Bernódusson, forstöóumaóur safnsins, Ille Guðna- son, Haraldur Guðnason og Hrafnhildur Siguróardóttir. Ljósm. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.