Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 41 sem eiga að koma út 1985, 1986 og 1987. Hið sjaldgæfa hefur nú gerst, að tekist hefur að endurlífga sögu- persónu látins rithöfundar, sem ekki virðist ætla að verða síður vinsæl í höndum hins nýja „föð- ur“, en hún var í sögum upphafs- mannsins. Hefur Bond breyst? Þeirri spurningu, hvort James Bond hafi breyst við það að skipta um faðerni á miðjum aldri, getur sjálfsagt enginn svarað til fulls nema hann hafi þekkt fyrirrenn- ara hans náið, og líklega verður hver lesandi að svara því fyrir sig. Af erlendum blöðum má þó ráða, að ekki hafi verið komist hjá því að breyta ýmsu í fari 007 um leið og hann var vakinn af Þyrni- rósarsvefni sínum. Annað væri enda fráleitt, svo margt sem hefur breyst í heiminum frá kaldastríðs- tímanum til okkar daga í upphafi níunda áratugarins. James Bond drekkur til dæmis ekki eins marga þurra Martini- drykki og hann gerði. Kvennafar hans er með öðrum og snyrtilegri hætti en var, og hann hefur breytt reykingavenjum sínum. Hann er ekki eins harður af sér og hann var, eða að minnsta kosti á annan hátt, en hann tekur sífellt meiri og meiri tækni í þjónustu sína, þegar hann berst við fúlmennin and- stæðinga sína. — Hið mikilvæg- asta er þó, segir Janson-Smith sem áður er vitnað til: James Bond er enn sami persónuleikinn og hann var, annars hefði ekki verið leyft að hann bæri hið fræga nafn 007 — James Bond. Sean Connery ad leika í nýrri kvikmynd nm 007. Connery befur lengst túlkað James Bond, og í huga margra eni þeir óaðskiljanlegur hluti af ímynd hins eina og sanna leyniþjónustumanns. HfflUAMR Hefur þú kynnst sígildum hljómburði Scala óperunnar í Mílanó, Boston Symphony Hall, Planetarium eða Royal Albert Hall í London? Vissir þú að á slíka staði eru ea hátalarar valdir, auðvitað vegna hljómgæðanna? Það er því engin tilviljun, að heimsfrægt kunnáttufólk á borð við Herbert von Karajan, Miles Davis og strákana í hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO) kjósa ca hátalara til eigin nota, auðvitað vegna hljómgæðanna E3 hátalarar hafa einstakt tónsvið. Það sem skiptir þó öllu máli í reynd er hinn hárnákvæmi tónblær þeirra, hvernig þeir endurhljóma nákvæmlega hin ólíkustu hljóð- færi, einmitt þannig sem kunnáttufólk kýs og kann að meta. Suðurlandsbraut 8, sími 85884 Fullkomið tölvu mótor- stillingatæki Ljósastillingar Ljósaviðgerö Hjólastilling Vönduð vinna Bílastilling Birgis, Skeifan 11, sími 37888. Geymið auglýsinguna. „Wð verðið aðlesa þessabók" Ein eftirminnilegasta örlagasaga allra tíma ÉG LIFI, hin ógleymanlega saga Martins Gray, er nú komin út í þriðja sinn. ,,Hér er bók sem ekki er eins og aðrar bcekur. Maður opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lokað henni aftur... Mig skortir orð til að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er. þið verðið að lesa þessa bók, þið verðið að lesa hana!“ Þannig var komist að orði um þessa einstœðu bók, eina sérstœðustu og eftirminnilegustu örlagasögu allra tíma, sögu sem er ótrúlegri en nokkur skáld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.