Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 7 Þetta er saga af sjómanninum Jóhannesi Helga- syni, sem gæddur er dulrænum hæfileikum er koma bæöi honum og öðrum að góðu gagni á örlagastundum. Þetta er myndrík og spennandi saga. Þetta er jólabókin í ár. Nú geta allir eignast VHF-talstöð í bátinn og til- kynnt sig inn og úr höfn. Svo er ekki verra aö geta talað heim. Lítil fyrirferðar, 25x8 — 4x32,7 cm. Verö aöeins 4.206.-. D A M M A Gengi 7.12 ’82 D6I1CO Bolholti 4. Sími 91-21945/ 84077. Boltar af öllum stæröum og geröum: Handboltar — fótboltar — körfuboltar — blakboltar. Þú færð allt handa íþróttamanninum hjá okkur Klapparstíg 44, sími 11783. Satt og logið um Afganistan í leiðara MorgunhlaAs- ins hinn 28. nóvember sl. var vakió máls á þvi, að sögusagnir um að sovéska leynilögreglan KGB undir forystu Yuri Andropovs, eftirmanns Leonid Brezhn- evs, hafi i raun verið and- víg þvi að sovéski herinn réðist inn í Afganistan en Brezhnev hafi viljað beita hervaldi væru á þann veg, að það væri „furðulegur barnaskapur hjá Kreml- verjum að halda, að þeim takist að sannfæra Vestur- landabua um það, að KGB sé í raun rödd skynseminn- ar i sovéska valdakcrfinu." Það eru einkum land- flótta KGB-menn bæði sov- éskir og afganskir sem hafa viljað skella skuldinni alfarið á Brezhnev. Sam- hliða því hefur Sovétstjóm- in með markvissari hætti en áður mótmælt aðild sinni að óhæfuverkum her- manna sinna í Afganistan. I>essi andmæli eru tekin góð og gild af þeim sem ávallt vilja gera hlut Sov- étmanna sem bestan í vest- rænum fjölmiðlum og hér á landi skín þetta í gegn í ríkisfjölmiðlum og erlend- um fréttaskýringum iHÍrar- ins Imrarinssonar, ritstjóra Timans. Tvö nýleg dæmi má nefna þcssu til stað- festingar. Rfldsútvarpiö Fyrr í þessum mánuði var frá því skýrt, að sov- éskir hermenn hefðu brennt a.m.k. 105 Afgani lifandi þegar þeir réðust að fólkinu í neðanjarðarskýli þar sem það gat sér enga björg veitt. Samkvæmt fréttum gerðist þessi at- burður í september. Þeir sem gleggst fylgjast með fréttum hljóðvarpsins telja, að þá fyrst hafi verið skýrt frá þessum hrvllilega at- burði í Afganistan, þegar sovéska áróðursvélin sendi frá sér sársaukafullar yfir- lýsingar um að sovéskir hermenn væru hafðir fyrir rangri sök og þessi sovéska afneitun hafi verið aðal- atriðið í fréttum hins is- lenska ríkisfjölmiðils um fjöldamorðin. /Kskilcgt væri, svo ekki sé meira sagt, að fréttastofa hljóð- varps gæti sannað, að þess- ir glöggu útvarpshlustend- ur sem hér er vísað til fari ekki með rétt mál. Tíminn Imrarinn l>órarinsson, ritstjóri Tímans, segir i blaði sínu i fyrradag, að Zia, forseti Pakistan, hafi sagt í Bandaríkjunum. „að Sovétríkin hefðu áhuga á að ná samkomulagi um málefni Afganistan við nábúaríkin á þeim grund- velli, að Kússar gætu flutt herlið sitt þaðan." Þórar- inn getur ekki um heimild- ir sínar en t.d. í bandaríska vikuritinu Time er aðeins sagt. að Zia hafi gefið til kynna að hjá Sovétmönn- um hafi „vottað fyrir sveigjanleika" i viðræðum um Afganistan við jarðar- lor Brezhnevs. Þórarinn Þórarinsson visar einnig til þess að „orðrómur hafi magnast" ura að Andropov hafi verið andvígur innrás- inni í Afganistan. Þá birtir Inirarinn kafla úr sendingu til hans frá áróðursskrif- stofu sovéska sendiráðsins í Reykjavik. Síðan segir rit- stjóri Timans, málgagns Kramsóknarflokksins: „Kússar hafa oft látið i Ijós áður, að þeir vilji koma á samkomulagi um lausn Afganlstanmálsins með samningum milli stjórna Afganistan, Pakistan og ír- ans." I>á leggur l*órarinn áherslu á það, að Sovét- menn geti ekki sætt sig við nema sér vinveitta stjórn í Afganistan. Hvað er rit- stjóri Timans eiginlega að fara? Hvers vegna skyldu l’akistanar og íranir semja við Sovétmenn um örlög afgönsku þjóðarinnar? Það eru Sovétmenn sem gerðu innrás í Afganistan til að hernema landið. Allsherj- arþing Sameinuðu þjóð- anna vill að þeir fari þaðan skilyrðislaust, — en rit- stjóri Tímans sýnist telja sjálfsagt að brottfor sov- éska innrásarliðsins ráðist af samningum við ná- grannaríkin og vinfengi ráðamanna í Kabúl við Krcmlverja! Þjóöviljinn í Þjóðviljanum forðast menn að skrifa um Afgan- istan. Hins vegar birtist þar forystugrein á fimmtu- daginn um það, að Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra hafi í sjónvarpi sýnt „furðulegt ósjálfstæði gagnvart þeim röksemdum sem koma frá herstjórum Nató og bandarískum stjórnvöldum". Litlar líkur eru á því að Þorarinn l>ór- arinsson taki upp hansk- ann fyrir Ólaf Jóhannesson vegna þcssara ásakana Þjóðviljans. Kyrir utan að ráðast ómaklega á utanrík- Lsráðherra fer Þjóðviljinn auðvitað með rangt mál, þcgar hann fjallar um ör- yggi og varnir Y esturlanda. Það er rangt hjá Þjóðvilj- anum, að bandaríska þing- ið hafi hafnað MX-eld- flauginni. Þingið vill láta framleiða eldflaugina en ekki láta setja hana niður í þyrpingu að tillögu Keag- ans. I>á segir Þjóðviljinn, að málflutningur Olafs Jó- hannessonar hafi orðið „ömurlegastur" í sjónvarp- inu, þegar ráðherrann sagði, að það væru Vestur- Kvrópuþjóðirnar sjálfar sem vildu að varnir NATO í Kvrópu væru bættar með endurnýjun á handarískum kjarnorkueldflaugum þar. Það er furðulegt, að Þjóð- viljinn skuli ekki vita það enn, að það var Helmut Srhmidt, þáverandi kansK ari Vestur-I>ýskalands, sem haustið 1977 vakti fyrstur stjórnmálamanna máls á því að nauðsynlegt væri að svara hættunni af SS-20- eldflaug Sovétmanna með meðallangdrægum kjarn- orkuvopnum í Vestur- Kvrópu. Hvernig væri að Þjóðviljinn færði sönnur á þá fullyrðingu sína, að Bandaríkjamenn hafi „þröngvað" nýju meðal- langdrægu eldflaugunum upp á Kvrópu? HOLTSGATA — HÖFÐATÚN — HOLTSGATA — HÖFÐATÚN — HOLTSGATA 4 ^ jr < VinFn^Pm AN "ú á tveim stööum, (J • I * ™ W Or U L rt I tl Höfdatúni 10 og Holtsgötu 1. W Vorum að opna glæsilega v 1. '!r»on að Höfðatuni 10 Næg bilastæði _ L ANDSINS MESTA ÚRVAl Af VHS ')G BK I A A BAOUM STOÐUM n __ Að sjálfsögðu ■ er líka opið á Holtsgötu 1. Opiö: Mánudaga — föstudaqa 11—21. Laugardaga 10—20. Sunnudaga 14—20 HOLTSGATA — V.deóspólan, Kred..kor.aþ)önusta. Holtsgötu 1. Simi 16969 Höfðatúni 10, sími 21590. HÖFÐATÚN — HOLTSGATA — HÖFÐATÚN — HOLTSGATA HOLTSGATA — HÖFDATÚN — HOLTSGATA — HÖFOATÚN — HOLTSGATA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.