Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Valhúsgögn vandað og ódýrt Fatastandur Kr. 300.- Indverakt borö Kr. 680.- Kr. 500,- Nýkomið Símabekkir. Verö frá kr. 3000 —. 2 gerðir. Borð fyrir sjónvörp og videó. Verð kr. 1700 — Opið laugardag VALHÚSGÖGN, til kl. 10.00 Armúla 4, sími 82275. NILFISK GS 80 heimsins besta ryksuga. Stór orð sem reynslan réttlætir Wic f:ÍCi'i< Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Góð kjör. jFOmx HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Ljósm. Mbl. RAX Grétar Bergmann (tv.) ásamt einum aðstoðarmanna sinna I herrafataverzluninni Bónaparte í Austurstræti. „Kjörorð okkar að koma til móts við fólkið44 - segir Grétar Bergmann verzlunarstjóri í Bonaparte „VIÐ ERliM komnir hérna með afskaplega fallega búd, breytta og betri búð,“ sagði Grétar Bergmann verzlunarstjóri í herrafataverzlun- inni Bónaparte í Austurstræti, en gerðar hafa verið miklar útlits- breytingar innan dyra þar á bæ. „Hér hefur átt sér stað mikil hagræðing,“ sagði Grétar. „Þær breytingar hafa verið gerðar á skipulaginu hér að öll fáanleg vara blasir við augum, allur lagerinn er kominn fram. Innréttingum hefur verið breytt og hér er allt í „renaiss- ance“-stíl, eins og á dögum Lúð- víks fjórtánda. Þetta er orðin fyrirmyndarbúð og til dæmis reka útlendingar sem hingað koma upp stór augu. Við leggjum aðal áherzlu á herrafatnað, en tízkan í honum hefur breyzt með árunum og kjörorð okkar er að koma alltaf til móts við fólkið. Það má segja að það sé ákveðinn kúnnahópur sem hefur fylgt okkur og elzt Úr einu horni verzlunarinnar Bónaparte, en þar befur innréttingum verið breytt og flest orðið í endurreisnarstíl. með okkur frá byrjun. En nýir hópar bætast alltaf við. Þessa dagana seljum við mest af „tweed“-jökkum og teinóttum „tweed“-herrafötum, og einnig mikið af „mohair“-fötum og fín- um ullarfötum. Jafnframt erum við með fallega enska alullar- frakka og úrval af skyrtum og peysum." Grétar Bergmann sagði níu starfsmenn í Bónaparte í des- embermánuði og að þeim fjölg- aði í 10—12 á Þorláksmessu. Að jafnaði starfa hins vegar þrír til fjórir í Bónaparte, sem er eitt Karnabæj ar-fyrirtækj anna. Bónaparte hefur verið í núver- andi salarkynnum í Austur- stræti í fjögur ár, var áður á horni Lækjargötu og Austur- strætis. Stjórn Samtaka um málefni aldraðra; Arnfríður Cuðjónsdóttir, Guðrún Ein- arsdóttir formaður og Valdís Þórarinsdóttir. Fáskrúðsfjörður: 40 þúsund kr. söfnuðust á vinnuvöku Fáskrúósfirói, 15. desember. SAMTÖK kvenna um stuðning við málefni aldraðra efndu til vinnu- vöku í grunnskólahúsinu hér á staðnum 10. til 12. desember siðast- liðinn, þar sem um 50 konur unnu að hvers konar vinnu í fjáröflun- arskyni fyrir öldrunarheimilið, sem hér er í byggingu. Flestar voru kon- urnar 30 við störf í einu. Unnið var við bakstur á laufa- brauði og margs kyns kökum og brauði, og unnið var við prjóna- skap og hannyrðir. Að vökunni lokinni voru vörurnar seldar, og varð hagnaður af sölunni um 40 þúsund krónur, er allur kostnaður hafði verið greiddur, að sögn Guð- rúnar Einarsdóttur, formanns samtakanna. Sagði hún í samtali við Morgunblaðið, að ætlunin væri að vinna áfram að stuðningi við aldraða með þessum hætti og yrðu væntanlega haldnar fleiri vinnu- I.jóam Albert Kemp. vökur SÍðar í vetur. Konur að störfum á vinnuvökunni á Fáskrúðsfirði á dögunum. — Albert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.