Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Flestir góðir í Vesturbænum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján P. Magnússon: VIÐ I VESTURBÆNUM Teikningar eftir Evu Vilhelmsdóttur. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja 1982. Um við í Vesturbænum birtir Kristján P. Magnússon eftirfar- andi orðsendingu tii lesenda: „Bók þessi er skáldsaga. Engin persóna, staðir eða atburðir hafa átt sér stað í raunveruleikanum. Telji einhver sig þekkja persónu, staði eða atburði er það misskiln- ingur eða algjör tilviljun." Þetta hljómar eins og öfug- mælavísa vegna þess að ekki þarf að lesa lengi í Við í Vesturbænum til þess að komast að raun um að hér er á ferð sönn saga, að öllum líkindum með skáldlegu ívafi. Margar þeirra persóna sem fjallað er um í bókinni eru löngu kunnar af störfum sínum og alls kyns fjöl- i miðlastússi. Þær eru líka nefndar sínu rétta nafni í bókinni, hvergi er farið í felur með hlutina. Eftir sögunni að dæma er Kristján P. Magnússon dulnefni Vilmundar Gylfasonar eða skrá- setjara sögu hans. I öðrum kafla kynnir söguhetjan sig á þessa leið: „Nú er ég sex ára. Eg á tvo bræður, Þorsteinn er tólf ára og Þorri er þriggja. Þorri fer alltaf að grenja þegar komið er við hann en Þorsteinn er alltaf að lemja mann. Óli frændi er eiginlega skástur." Satt að segja er ljótt að heyra þetta um heimspekinginn. Sögusviðið er Vesturbærinn eða eiginlega sá hluti hans sem gamlir Vesturbæingar viðurkenna tæp- lega sem Vesturbæ. Þetta eru Hagar og Melar, ekki síst Fálka- gata og Grímsstaðaholt. Miðpunktur sögunnar er Mela- skólinn þar sem Ingi er skólastjóri og mest ber á Axel af kennurum. Axel er að verða ómissandi í bók- um ungra höfunda síðan hann birtist ljóslifandi í Punktur punktur komma strik hjá Pétri Gunnarssyni. Pétur er farinn að hafa ýmislegt á samviskunni. Nú má bæta við þeirri sögu sem hér er minnt á. Við í Vesturbænum verður ekki að listfengi jafnað við bækur Pét- urs Gunnarssonar og fleiri höf- unda. En þó fannst mér heildar- svipur bókarinnar furðu góður. Sú viðleitni að bjarga ýmsu persónu- legu frá gleymsku eins og um þjóðlegan fróðleik væri að ræða sligar ekki söguna að marki, en er stundum ansi smáleg eins og sýn- ishorn úr skólablöðum eru helst til vitnis um. Það endar líklega með því að Vesturbærinn verður fræg- astur fyrir prakkarastrik. Nóg er af prakkarasögum í Við í Vestur- bænum. Þáttur foreldra er eftir- minnilegur. Ég minni á sköllótta lögfræðinginn sem kom syni sín- um til hjálpar þegar hann var tuskaður til fyrir kjafthátt. Ekki komd&,kíktu á kjötky qkkar Við sérhæfum okkur í kjötvörum Lambakjöt Kr. 1/1 skrokkur 65.10 1/2 skrokkur 66.20 Lambahryggur 72.90 Lambalæri 72.90 Úrbeinaö lambslæri 105.00 Úrbeinuð fyllt lambslæri 110.00 Urbeinuð rauðvínsmarineruð Lambslæri 110.00 Marineraðar lamba- Kótilettur 89.00 Marineraðar lamba- Lærisneiðar 89,00 Lambakótelettur 84.95 Grill-kótelettur 84.95 Lærisneiðar 84.95 Framhryggur 84.95 Súpukjöt 60.25 Lambascnitsel 150.00 Lambageiri 125.00 Kindahakk 79.00 Kinda-scnitsel 145.00 Lambasaltkjöt Nautakjöt Nautalundir Nautafille Nauta T-bone steik Nautakótilettur Nautabógsteik Nauta-Osso buco-steik Nauta-ofnsteik Roastbeef Nauta-paprikusteik Nautabuff að dönskum hætti Nautabuff Nautahakk Nauta-gullas Buff Stroganoff Nauta Bacon-steik Beinlausir fuglar Kryddaðir ham- borgarar Folaldakjöt Folaldabuff Folaldagúllas Folaldakótilettur Folaldaschnitsel Folaldahakk Kr. 277.00 277.00 204.00 138.60 97.00 83.50 82.00 257.00 280.50 260.00 257.00 134.00 196.10 198.10 185.00 195.00 13.00 stk. Kr. 148.00 138.00 148.00 148.00 55.00 Svínakjöt 1/1 ný svínalæri 115.00 Urbeinuð ný svinalæri 194.00 1/1 reykt svínalæri 148.80 Urbeinað reykt svinalæri 217.00 Hamborgarahryggur 260.00 Nýr svínahryggur 240.00 Skinkusteik 121.90 Víkingasteik 135.00 Nýr svinahnakki 172.50 Svínalundir 288.00 Svínakótilettur 244.30 Hangikjöt að norðan og úr Þykkvabænum 1/1 læri 1/1 úrb. læri Frampartur Úrb. frampartur Svið London lamb Laufabrauð að norðan Aligæsir kr. 208 kg. Holda kjúklingur kr. 123.00 Grill kjúklingur - 125.70 Rjúpur 85 kr. stk. Kr. 99.55 175.00 60.00 125.00 35.75 145.00 Kredikortaþjónusta Opiö í hádeginu alla daga. Opiö til kl. 22 laugardag. Tökum niður pantanir. Sendum heim. B0RGARKJÖR Grensásvegi 26 sími 38980 — 36320 er laust við beiskju í þeirri lýs- ingu. Annar faðir skiptir sér af grjótkasti með þeim afleiðingum að hann fær að heyra eftirfarandi: „Þegiðu, helvítis kall," galar einhver í hópnum, „passaðu bara á þér kopargleraugun." Og svo syngja þeir allir í kór: „Kallinn með kopargleraugun, kallinn með kopargleraugun, kallinn með kop- argleraugun," svo hátt að ekkert þýðir að tala frekar til þeirra." Jæja. Það var auðvitað skemmtilegt að vera barn í Vest- urbænum og flestir ef ekki allir góðir. En ungur drengur getur ekki sofnað vegna tilhugsunar um dauðann: „Mér er búið að líða svona í nokkur kvöld og það er svo skrýtið að þessi hugsun veldur mér engum áhyggjum á daginn en á kvöldin get ég ekki sofnað fyrir henni. Ég vil aldrei deyja. Aldrei. Ég veit ekki hvort Guð er til en samt er ég búinn að læra allar bænirnar sem mamma kann.“ Ótti drengsins skýtur rótum þegar sú frétt berst að ungri stúlku hafi verið nauðgað og hún rotuð á róluvelli við Hringbraut. Þetta er stúlka sem drengurinn veit hver er og sækir sama skóla og hann. Hér er ekkert slys sem gaman er að lesa um í blöðunum heldur kaldur raunveruleikinn í heimsókn. Við í Vesturbænum er saga um krakka og fólk sem er nákvæm- lega eins og aðrir krakkar og ann- að fólk. Maður sér ekki eftir tím- anum sem fer í lestur hennar. Ætli við fáum ekki meira að heyra seinna? Snotrar teikningar Evu Vil- helmsdóttur virðast unnar upp úr ljósmyndum og falla prýðilega að sögunni. UNDRIÐ Bókmenntír Sigurður Haukur Guðjónsson UNDRIÐ Höfundur: Kdna O’Brien Myndskreyting: Peter Stevenson Þýðandi: Þorsteinn Thorarensen Prentuð á Ítalíu. Það er gaman að rétta barni svo fagra bók, þar sem fellur í list- ræna heild, texti, þýðing og mynd- ir. Höfundur ann börnum og af næmum skilningi er lýst ótta lítils drengs, sem skelfist einveruna og myrkrið. Hann þráir að vera í ná- lægð pabba og mömmu, fær það ekki, á að læra að vera einn, sjálfstæður, stór og er ýtt inní heim sem hann hræðist. Það er erfitt að ná svefni, jafnvel dauðir hlutir taka á rás, æða að honum og hafa hátt. Litlum snáða verður það til happs um stund, að innum þekjuna drýpur vatn. Hann kemst í bólið, sem hann saknar, en er Ifljótt hrakinn þaðan aftur, sendur uppá háaloft í þakherbergiskytru. Þar eignast hann skilningsríkan vin, mús, og lífið verður honum bærilegra en áður. Hversu margt barnið, hversu margur unglingurinn á ekki í Tedda litla þjáningarbróður. Börn okkar eru krafin um að vera stór og dugleg, áður en þau hafa þroska til , og í leit að foreldra- kærleik finna huggun jafnvel hjá „mýslum". Átakanleg mynd af okkar samtíð. Þýðing Þorsteins er listagóð, málið fagurt og þroskandi, gaman að sjá það í barnabók. Aðeins á einum stað (34) hnaut ég um orð- skrípi: „Hann var algerlega í steik", en setningin starði lka strípuð á mig innan um sparibún- ar hugsanir bókarinnar. Myndir eins og þær gerast bezt- ar, skreyting og prentun með miklum ágætum. Hugljúf bók. Hafi útgáfan kæra þökk fyrir. • • Orvar þenur rödd- ina með nikkunni Hljóm- plotur Árni Johnsen Enn er Örvar Kristjánsson á ferðinni með nikkuna sína og er það vel. Nú bregður hann hins vegar á það ráð að láta rödd sína njóta sín meira en nikkuna og fellur það ekki eins vel að mín- um smekk þótt söngur Örvars njóti sín sérstaklega í hraðari lögunum eins og til dæmis lag- inu Við förum bara fetið, en hins vegar fær nikkan að ráða ferð- inni í lagi eins og til dæmis Meira fjör eftir Bjarna Böð- varsson. Á plötunni eru alls tólf lög sem Örvar tók upp ásamt hljómsveitinni Galdrakörlum sl. vor, en útsetningar þeirra Vil- hjálms Guðjónssonar og Hlöð- vers Smára Haraldssonar eru góðar og lyfta plötunni upp. Þær njóta sín einnig vel í góðri upp- töku Sigurðar Árnasonar, en það er ekki oft sem skemmtilegt er að hlusta sérstaklega eftir upp- tökunni á bak við röddina. Annars má segja að platan sé full af gáska og fjöri og það er sveitaballsstemmning á henni þótt nikkan sé sett of mikið til hliðar að mínu mati. Þarna eru lög eins og Valsinn hans Kalla káta, Dönsum dátt og Út á gólf- ið, kúrekalagið Burt úr borginni, Heyr mitt Ijúfasta lag, í brúnum augum og Sumarið okkar, svo eitthvað sé nefnt. Heyr mitt ljúfa lag er sjötta breiðskífa Örvars og það er vissulega tilbreyting í þessari plötu hans þótt það sé álitamál hvort það sé til hins betra. Platan er tekin upp í Stúdíó Stemmu, en flytjendur eru: ör- var Kristjánsson, harmonikka og söngur, Pétur Hjálmarsson, bassagítar og bakraddir, Vil- hjálmur Guðjónsson, gítar, banjó, saxófónar, klarinett og bakraddir, Hlöðver Smári Har- aldsson, píanó, synthesizer, flauta og bakraddir, Ólafur Garðarsson, trommur og slag- verk, og Sveinn Birgisson, trompet og horn. Heyr mitt ljúfa lag ber nafn með rentu því þetta eru skemmtileg lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.