Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Nýja platan með Gunnari Þóróarsyni og Pálma Gunnars- syni er komin í verslanir.__________________________ Frábær plata með tíu splunkunýjum lögum Gunnars. Enn einu sinni sannar Gunnar að það er engin tilviljun aö hann hefur um árabil veriö í fararbroddi íslenskra popptónlist- armanna, og Pálmi hefur aldrei sungiö betur en nú. Barónsstíg 18,101 Reykjavík. sími 18830. JÞ isqunR sem talaö er um! James Bond lifir enn: Enn sami harðjaxlinn, en minni drykkja og breyttar reykingavenjur Líkt og Agatha Christie er öll- um þeim kunnug, sem yndi hafa af og áhuga á sakamálasögum, er James Bond — 007, vel kunnur þeim er gjarna lesa svonefndar njósnasögur eða leyniþjónustusög- ur, sér til afþreyingar og skemmt- unar. Njósnarinn frægi í bresku leyniþjónustunni, James Bond er kunnur um víða veröld, þótt and- ann hafi hann aldrei dregið nema í gegnum hugmyndaflug þeirra rithöfunda er blásið hafa honum lífsanda í brjóst. James Bond hef- ur aldrei verið til, en er þó raun- verulegri í hugum margra en nokkur sá njósnari sem starfað hefur hjá leyniþjónustum Vestur- landa eftir stríð. Faðir Bonds var Ian Fleming Rithöfundurinn sem skóp Bond, sá sem átti hugmyndina að þess- um snjalla „töffara", sem síðan hefur orðið fyrirmynd flestra njósnara, var Ian Fleming. Flem- ing skóp þann Bond sem allir þekkja; harðsvíraðan njósnara sem berst við leyniþjónustumenn og illþýði á vegum austantjalds- ríkjanna, er fimur jafnt við spila- borðið og byssugikkinn, vílar ekki fyrir sér að liggja nokkrar glæsi- meyjar í hverri bók, og hefur upp á vasann sérleyfið númer 007, en slík númer hafa þeir leyni- þjónustumenn hennar hátignar, sem mega vega mann og annan krefjist kringumstæður og hagur breska heimsveldisins þess. Þetta er sá Bond sem Ian Fleming skóp, sá Bond sem milljónir manna hafa fylgst með undanfarna áratugi, jafnt í bókum sem kvikmyndum. Ian Fleming lést fyrir átján ár- um, og því er eðlilega liðið all- nokkuð síðan hann skrifaði síðast af ævintýrum Bonds, og hafa að- dáendur þeirra beggja því orðið að notast við gamlar sögur af honum eða þá að þeir hafa þurft að snúa sér annað síðari ár. Smám saman virtist það liggja fyrir Bond að hverfa í myrkur sögunnar, þar sem hann myndi brátt gleymast og verða að forngrip, sem aðeins fáir myndu eftir. — Þetta á þó ekki við um kvikmyndir um kapp- ann, því enn er verið að gera myndir af ævintýrum hans eins og öllum er kunnugt. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst segir máltækið. Líkt og Bond hafði oft bjargast úr ótrúlega erfiðum kringumstæðum í sögum Flemings, hefur nú tekist að forða því að hann hætti að upp- lifa ný og ný ævintýri. John Gardner kemur til sögunnar John Gardner nefnist írskætt- aður rithöfundur, sem skrifað hef- ur átta bækur, stælingar á njósn- aranum James Bond. Árið 1964, sama ár og Ian Fleming dó, gaf hann til dæmis út bókina um leyniþjónustumanninn Boysie Oakes, sem var svo huglaus að hann réð aðra menn til að annast manndrápin fyrir sig, en slíkt hefði 007 aldrei gert eins og að- dáendur hans vita. Síðan var Gardner hins vegar valinn til að lífga Bond sjálfan við, var til þess fenginn af Glidrose- fyrirtækinu, sem á réttinn að hug- verkum Flemings. Gardner var valinn úr hópi ellefu rithöfunda, að vandlega athuguðu máli, segir Peter Janson-Smith, einn fram- kvæmdastjóra Glidrose-fyrirtæk- isins. Janson-Smith segir að mjög hafi þurft að vanda valið á þeim manni sem fengi það vandasama hlutverk að blása nýju lífi í nasir Bonds, um leið og hann yrði færð- ur til nútímans. Þarna þyrfti að vera á ferðinni maður, sem bæði hefði mikið hugmyndaflug til að bera, svo hann gæti búið til sann- færandi sögur af hinum eina og sanna 007, og til þess þyrfti hann jafnframt að bera mikla virðingu fyrir Ian Fleming. Ekki dygði að fá til verksins mann sem sífellt væri með það í huga, að Fleming hefði gert einhverjar vitleysur sem tími væri kominn til að lag- færa. Sannleikurinn væri nefni- lega sá, segir Janson Smith í blaðaviðtölum, að hvort heldur Fleming gerði allt „rétt eða rangt", þá var það, sem hann gerði, það sem skóp Bond. Því væri nauðsynlegt að halda því áfram. Metsölubækur í Bretlandi og Bandaríkjunum Valið á Gardner virðist hafa tekist vel, því fyrsta bókin, þar sem James Bond snýr aftur, Sér- leyfið cndurnýjað, varð metsölubók bæði í Bretlandi og Bandaríkjun- um. í Bandaríkjunum seldust þeg- ar 100 þúsund eintök af bókinni í hörðu bandi, og á fyrstu sex mán- uðum, sem bókin var fáanleg í vasabrotsbandi, seldust 950 þús- und eintök. — Þessi fyrsta bók hefur þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál, svo sem hollensku, ít- ölsku, sænsku, norsku, finnsku, dönsku, japönsku, portúgölsku, þýsku, tyrknesku og íslensku. Þessari fyrstu bók var síðan fylgt eftir með annarri, sem á frummálinu heitir „Special Serv- ices“ og hlaut hún ekki síðri mót- tökur en sú fyrsta. Enn hefur Gardner skrifað þá þriðju, sem nefnist „Icebreaker" og mun hún koma út í maí á næsta ári, og þeg- ar hefur verið samið við Gardner um ritun bóka um James Bond „Breiðfirskar sagn- ir“ Bergsveins Skúla- sonar í nýrri útgáfu „BREIÐFIRSKAR sagnir“ Berg- sveins Skúlasonar eru nú komnar út í nýrri útgáfu í tveimur bindum. Er þar að finna allt það efni, sem var í fyrri útgáfunni og auk þess hefur höfundur bætt töluverðu við, sem ekki hefur áður birst. Bergsveinn Skúlason er Breið- firðingur að ætt og uppruna, en fluttist á miðjum aldri suður. „Eftir komu sína hingað suður tók Bergsveinn til óspilltra mál- anna við fræðistörf, uppskriftir og söfnun þjóðlegs fróðleiks, einkum úr átthögum sínum við Breiðafjörð og gerðist stórlega fróður um þau efni,“ segir m.a. á kápusíðu. „Hann hefur ritað fjölda bóka auk ritgerða í tíma- ritum. Fjalla þær allar um mann- líf og atvinnuhætti á æskuslóðum höfundarins. Er þar saman kom- inn mikill fróðleikur um hina fyrri menn og þjóðhætti, sem nú eru sem óðast að hverfa eða horfnir eru úr sögunni. Berg- sveinn hefur dregið margan fróð- leik að landi sem verður okkur enn dýrmætari í framtíðinni, þegar þeir tímar, sem um er fjall- að, eru hættir að lifa annars stað- ar en á blöðum og bókum.“ Útgefandi er Víkurútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.