Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Ég vil af alhug þakka alla þá vinsemd og viröingu, sem vinir mínir og kunningjar hafa sýnt mér með góð- um lcveðjum og óskum og gjöfum í tilefni af sjötugsaf- mæli mínu 1*. september sl. Einkum vil ég þakka sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu, stjóm Kaupfélags Skagfirð- inga, stjóm Fiskiðju Sauðárkróks og stjóm Sjúkrahúss Skagfirðinga, svo og starfsfólki mínu í sýsluskrifstofu og lögreglu héraðsins, fyrir sérstaka virðingu og vin- semd mér sýnda. Ég flyt yður öllum kœra kveðju og beztu óskir um farsœla framtíð, gleðileg jól og heiUaríkt komandi ár. Jóhann Salberg Guðmundsson THERMOR BUXURNAR Meiriháttar nýjung! LAUGAVEGI 47 SIM117575 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON • Margret Thatcher, óbilgirni að hætti Churchills. Bretum einnig til góða á er- lendum vettvangi. Skapgerð hennar er slík, að fólk úr öllum flokkum styður hana og treystir. Ákveðni hennar fellur einnig í góðan jarðveg hjá al- menningi, sem veit að það þýð- ir ekkert að hafa veimiltítur í foringjasætinu og þetta sama fólk er orðið langþreytt á Thatcher lætur ekki sveigja sig eða beygja Kinhver merkilegasta breyting í breskum stjórnmálum á þessu ári er sá álitsauki sem Margaret Thatcher nældi sér í, í kjölfarið á stríði Breta og Argentínumanna um yfirráðin á Falklandseyjum. Sigur Breta átti rætur að rekja til hetjudáða margra, en sá aðili sem mest hefur hagnast siðan er frú Thatcher. Bretar voru i erfiðri stöðu vegna stríðsins en Thatcher sýndi ákveðni og stefnufestu, sem varð til þess að landar hennar fóru að bera mun meiri virðingu fyrir henni en áður. Stríðið sjálft mun firnast smám saman í sögunni, en staða Thatchers eftir það mun hafa mikið að segja í breskum stjórnmálum á næstu misserum. Obilgirni hennar er nú rómuð og aldrei þessu vant þykir slík óbilgirni kostur frekar en hitt. Án slíks ósveigjanleika hefði hún aldrei orðið formaður breska íhalds- flokksins. Eftir tvo kosninga- ósigra í röð, síðast árið 1975, var það mál margra flokks- manna, að tími væri korninn fyrir Edward Heath að draga sig í hlé og taka sér annað fyrir hendur. Þá fóru menn að velta fyrir sér hver hugsanlega gætir orðið skikkanlegur eftir- maður. Margaret Thatcher var hvorki í hópi þeirra sem mestu reynsluna höfðu, né í hópi þeirra sem taldir voru líkleg- ustu eftirmennirnir. En óbil- girnin og ósveigjanleikinn kom þá fram. Viðurnefnið „Járn- frúin" fékk hún úr sovéskri blaðagrein sem rituð var um ræðu nokkra sem hún flutti um sambúð austurs og vesturs. Ræðan var harðorð í garð austurs og viðurnefnið var hugsað sem háð. En Thatcher var hæst ánægð með viður- nefnið, tók það höndum tveim og þau viðbrögð hennar ein öfluðu henni vinsælda. Þó að viðmót hennar og framkoma benti til þess að um óvenjulega viljasterka persónu væri að ræða, örlaði þó jafnan á þeirri hræðslu á mörgum vígstöðvum að þetta væri yfir- borðskennd persónueinkenni. En allar slíkar áhyggjur ruku út í veður og vind eftir frammistöðu Thatchers í Falk- landseyjmálinu. Samstarfs- menn hennar í bresku stjórn- inni líta hana ekki alltaf hýru auga og iðulega er samstarfið storma-samt. Þannig kunna þeir best að meta foringja- hæfileika Thatchers sem ekki þurfa að vinna með henni. En foringjahæfileikarnir eru fyrir hendi í ríkum mæli. Hún setur ekki fyrir sig hluti sem aðrir • Margarel Thatcher telja standa ýmsum málum fyrir þrifum og hún gefur lítið út á þó líkur og tölur standi ekki með henni í ýmsum mál- um. Einmitt á þessum síðustu og verstu tímum er nauðsyn- legt að hafa viti borinn for- ingja sem setur ekki hluti fyrir sig, heldur framkvæmir í nafni sannfæringar sinnar. En frú Thatcher er þó ekki það traust í sessi enn sem komið er, að allt sem hún segi verði lög. Fyrstu 2 árin var þessi stjórn Ihaldsflokksins sú klofnasta í manna minnum. En í september 1981 hreinsaði frú Thatcher til í ráðherralið- inu til þess að njóta meiri stuðnings við málefni sín. Stjórnin er nú miklu samhent- ari en áður, en eigi að síður koma brestir annað slagið. Til dæmis fyrir 3 mánuðum, er hún lagði fram frumvarp ásamt fjármálaráðherrum sín- um og ráðgjöfum. Frumvarpið fól í sér róttækar aðgerðir um niðurskurð á ýmsum útgjalda- liðum, bæði opinberum og fleirum. En frumvarpið þótti of róttækt og var fellt. En óbilgirni hennar kemur stjórnmálamönnum sem jafn- an hafa hagað seglum eftir vindi og verið fljótir að setja hagsmuni þess til hliðar ef svo bar undir. Þeir eru ekki marg- ir sem trúa því að frú Thatcher hagi seglum eftir vindi eða láti tilleiðast út í annað en það sem er hennar eigin sannfæring. í þessu sambandi má minna á, að fyrir skömmu misheppn- aðist Arthur Scargill, leiðtoga námuverkamanna, að fá menn sína til þess að samþykkja að fara í verkfall vegna kaup- krafna. Það, að verkamennirn- ir skyldu kjósa að fara ekki í verkfall, þýðir einfaldlega, að þeir hafa ekki áhuga á erjum í vetur, þeir kusu heldur að sjá hvað setur. Námumennirnir voru síður en svo að greiða Thatcher atkvæði eða flokki hennar, en með þessum úrslit- um nánast viðurkenndu þeir að það þýðir ekkert að hóta henni með einu eða neinu. Einurð hennar fleytir Bret- um einnig vel í utanríkismál- um og það hafa fleiri fengið að finna heldur en Galtieri Arg- entínuforseti. Margar af þeim þjóðum sem greiddu atkvæði gegn Bretum á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna vegna Falk- landseyjadeilunnar vita nú, að þau hefðu kannski átt að gera annað, þau vita nú að Thatcher verður ekki snúið eða bolað eftir neinum leiðum. Þá hefur forystulið Efnahagsbanda- lagsríkjanna fengið að finna fyrir skoðunum Thatcher um það sem henni og Bretum finnst vera allt of mikil fjár- málaábyrgð Bretlands í veltu bandalagsins. Og um það mál- efni hefur Thatcher síður en svo sagt sitt síðasta orð. Margir Bretar eru stoltir af Thatcher. Þeir sjá í henni leið- toga sem veit hvað hann vill og nær sínum markmiðum. Hún á einnig aðdáun margra and- stæðinga sinna og sú aðdáun slævir mjög gagnrýni þeirra. Hún er ekki orðin sá sterki stjórnmálamaður sem hún er af stjórnunarhæfileikunum einum saman, heldur fyrst og fremst vegna seiglu, sannfær- ingar — og þráutseigju. (Byggt á Wall Street Journal)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.