Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 48
./Xskriftar- síminn er83033 .^^uglýsinga- siminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Gervigras verður lagt á næsta ári ÁFORMAÐ er að leggja gervigras á einn knattspyrnuvöllinn í Laugar- dal á næsta ári, að því er fram kem- ur í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar sem lögð var fram í gær, en þá fór fyrri umræða um hana fram í borgarstjórn. Á næsta ári verður veitt 10 milljónum króna til framkvæmd- arinnar, en sá leikvöllur sem um ræðir er svokölluð Hallarflöt við Laugardalshöll. Að sögn - Davíðs Oddssonar borgarstjóra, er þessi fjárveiting bundin því skilyrði að ríkið felli niður aðflutningsgjöld og sölu- skatt af gervigrasinu. Tóbaksreykingar: Valda dauða 200 til 300 Islendinga á hverju ári TALIÐ er að milli 20 og 30% allra dauðsfalla af völdum krabbameina hér á landi, stafi af völdum tóbaksreykinga, að því er segir í nýrri skýrslu land- læknis um áfengisneyslu, tób- aksnotkun og fíkniefnavanda- málið. í skýrslunni segir, að þetta hlutfall dauðsfalla af völd- um reykinga þýði að hérlendis látist 200 tii 300 manns af völd- um tóbaksreykinga áriega. „Þetta er mikii fórn fyrir ósið, sem ætti að vera hægt að út- rýma“, segir í skýrslunni. Af einstökum reykinga- sjúkdómum má nefna lungna- krabbamein segir í skýrslunni. Tíðni þess hefur aukist mikið hér á landi síðari ár. Árið 1980 greindust 73 ný tilfelli af þess- ari tegund krabbameins, 42 hjá körlum og 31 hjá konum. Meðferð við sjúkdómnum er ekki sérlega árangursrík, og nær aðeins tíundi hver sjúkl- ingur að lifa í fimm ár eftir að sjúkdómurinn er greindur. Þessir eldhressu piltar voru i óðaönn að bera á bálköst sinn við Æsufellið i Reykjavík, þegar Ragnar Axelsson Ijósmyndara bar þar að i gær. Aðeins tvær vikur eru til áramótanna, en þá má búast við að margir bálkestir brenni viða um land. Algengt er að skólapiltar noti jólafríið til að hespa hið vandasama verk af. Gjaldeyrisstaða bankanna: Heftir versnað um 1.200 milljónir króna á árinu Batnaði um 470 milljónir króna á sama tíma í fyrra ÞRÁTT fyrir mun meiri erlend lán á þessu ári en í fyrra versnaði Verzlanir opnar til 22 VERZLANIR verða víðast hvar opnar til klukkan 22 í kvöld vegna jólahátíðarinnar, og póstafgreiðslur verða opnar til klukkan 16 í dag af sömu sökum. Virka daga í næstu viku verða pósthús opin til kl. 18. gjaldeyrisstaða bankanna um 1.200 milljónir króna á tímabilinu janúar-október í ár og er upp- færsla vegna gengisbreytinga ekki þar meðtalin, en til saman- burðar batnaði staðan um 470 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í desemberhefti Hagtalna mánaðarins. Skýringanna er m.a. að leita í mikilli útlánaaukningu hjá inn- lánsstofnunum, en á tólf mán- aða tímabili til októberloka juk- ustu útlán um 76%, en á sama tíma varð tiltölulega lítil aukn- Vandi útgerðarinnar: Þjónustufyrirtæki standa frammi fyrir greiðsluþroti „HAUSTFUNDUR Meistarfélags járniðnaðarmanna telur, að skuldir útgerðarinnar við smiðjurnar vegna viðhalds og þjónustu séu nú orðnar það miklar, að þjónustufyrirtækin standi frammi fyrir greiðsluþrotum ef þessi vandi verði ekki leystur nú þegar,“ segir m.a. í ályktun fundar Meistarfélags járniðnaðarmanna. „Þá telur fundurinn að ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að breyta skammtímalánum útgerð- arinnar í löng lán, beri að ná til skulda útgerðarinnar við þjón- ustufyrirtækin ekki síður en til skammtíma bankalána og skulda olíufélaganna. Fundurinn leggur áherzlu á að vandi útgerðarinnar kemur víða við í atvinnulífi þjóðarinnar og þann vanda verður einnig að leysa, eigi að vera unnt að veita nauð- synlega viðhaldsþjónustu þeim stórvirku atvinnutækjum sem fiskiskipaflotinn er. Þá leggur fundurinn áherzlu á, að nú þegar verði flýtt könnun á skuldum útgerðarinnar og fisk- vinnslunnar við málmiðnaðarfyr- irtækin. Þessari könnun þarf að ljúka eigi síðar en 15. desember. Felur fundurinn þriggja manna nefnd að hafa yfirumsjón með þessari könnun og að gera tillögur um aðgerðir, sem tekin verður af- staða til á félagsfundi 22. desem- ber nk.,“ segir að síðustu í ályktun fundarins. ing peningamagns, eða 34,7%. Ennfremur hefur dregið mjög úr aukningu almennra spari- innlána, en þau jukust um 50% á umræddu tímabili. „Þrátt fyrir mikil útlán inn- lánsstofnana að undanförnu má ætla að lausafjárstaða fyrir- tækja og heimila sé slæm um þessar mundir þar eð sterkir peningastraumar hafa legið út úr hagkerfinu í innflutning. Lausafjárstaða innlánsstofnana er einnig afar rýr, enda hefur hún fylgt með í hrapi gjaldeyr- isstöðunnar á árinu," segir ennfremur í Hagtölum mánað- arins. lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um samtals að fjárhæð 62,2 milljónir sérstakra dráttarrétt- inda, sem svarar til um 1.100 milljóna króna. Af þeirri fjár- hæð er nú aðeins ógreidd 1,7 milljón sérstök dráttarréttindi, sem greidd verða á næstu þrem- ur mánuðum. Seðlabankinn tekur 385 milljóna króna lán AIÞjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Seðlabankanum í vikunni svokallað jöfnunarlán að fjárhæð 21,5 milljónir sérstakra dráttar- réttindia, en það jafngildir um 385 milljónum króna, að því er segir í frétt frá Seðlabanka Islands. Lán þetta er veitt til að jafna að hluta lækkun útflutnings- tekna á þessu ári og gengur lánsféð til þess að styrkja gjald- eyrisstöðuna. Lántakan er án sérstakra skilyrða af sjóðsins hálfu. Seðlabankinn hefur þrisv- ar áður tekið hliðstæð lán vegna lækkunar útflutningstekna, þ.e.a.s. á árunum 1967, 1968 og 1976. I síðasta mánuði dró Seðla- bankinn einnig á innistæðu sína hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjárhæð, sem nam 9,1 milljón sérstakra dráttarréttinda eða sem svarar um 160 milljónum króna. Á erfiðleikaárunum 1974—1976 tók Seðlabankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.