Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Kemur sitt úr hverri átt- inni og ástæður fyrir hingaðkomu fjölbreyttar — segir Sigurður Páisson um viðmælendur sína í bókinni „Norður í svalann“, þar sem hann ræðir við fimm útlendinga, sem setzt hafa að hér á landi „MÉR ER efst í huga hvað það var ánægjulegt að kynnast þessu fólki og heyra það segja frá afskaplega ólíkum bakgrunni sínum og fjölbreyttum uppvaxtarskilyrðum," sagði Sigurður Pálsson námsstjóri í samtaii við Morg- unblaðið, en hann er höfundur nýrrar bókar, „Norður í svalann“, sem hefur að geyma viðtöl við fímm útlendinga, sem setzt hafa að á íslandi, og þjóðkunnir eru hver á sinu sviði. Það Norður í svalann. „Þetta fólk kemur sitt úr hverri áttinni og bjó við afskaplega ólík- ar aðstaeður. Astæðurnar fyrir því að það kemur hingað eru hinar fjölbreytilegustu. í engu tilvikinu er að finna hliðstæður þar á milli, það kemur hingað hvert með sín- um hætti. Baltazar kemur hingað í ævin- týraleit upphaflega. Ester Gunn- arsson kemur hingað í samfylgd eiginmanns síns, sem hún kynnist úti. Karl Billich kemur hingað vegna þess að hann er ráðinn út í Vínarborg til þess að spila á Hótel ísland, ásamt tveimur félögum sinna, í takmarkaðan tíma til að byrja með, en sezt hér að. Einar Farestveit fær löngun til að heim- sækja íslands við það að lesa ís- er bókaútgáfan Salt hf., sem gefur út lendingasögurnar, meðal annars Finnboga sögu hins ramma, sem hann var óhemju hrifinn af sem strákur. Það var nánast tilviljun að hann settist hér að, ætlaði fyrst og fremst að koma í stutta heim- sókn. Það er í raun og veru enginn fimmmenninganna nema Ester sem kemur hingað með þeim ásetningi að setjast hér að. Þannig er það til dæmis með Rut Magnúsdóttur, að hún fær það inn í sig sem krakki að hún þurfi endilega að fara til ísiands, verður fyrir áhrifum af tveimur ljóðum sem hún var látin læra og syngja í skóla. Hún orðar það svo í bókinni, að eins og strákar ákváðu að vera lestarstjórar þá ákvað hún að fara til Islands. Hún ákvað ekki að setjast endilega hér að, en hingað skyldi hún fara skilyrðislaust, og forsjónin sá til þess að hún tók sér hér bólfestu. Ljóðin tvö, sem höfðu hin miklu áhrif, eru „Die Islands- fahrer", sem er um fiskimenn á Breiðafirði, og hitt var Norð- mannakvæði Scheffels, en það segir frá ísuðum klettum í Dumbshafi. Þeir Karl Billich og Einar Far- estveit eru búnir að vera hér lengst fimmmenninganna, eða í fimmtíu ár. Komu hingað til iands sama haustið og eru reyndar jafn- aldrar." — Hvernig una viðmælendur þínir sér hér á landi? „Allt þetta fólk á það sameigin- iegt að því hefur vegnað mjög vel. Það á það líka sameiginlegt að það fæst við þannig viðfangsefni að það hefði þess vegna getað spjarað sig hvar í veröldinni sem væri. Þetta er nú kannski ennþá skemmtilegra fyrir það, að þrátt fyrir að það hafi opna möguleika, Sigurður Pálsson bæði sem manneskjur, sem lista- menn, sem fagfólk hvert á sínu sviði, til þess að vera annars stað- ar, eða þar sem við ímyndum okk- ur kannski að möguleikarnir séu meiri, þá hefur það samt sem áður kosið að vera hér. Það á það líka sameiginlegt að vera ánægt hér, og má segja að einhæfni sé í bók- inni að því leyti til, því allt þetta fólk unir hag sínum hér afskap- lega vel, þó það hafi sitthvað um okkur að segja. Það má segja að þau sjái okkur með auga gestsins, en er þó misjafnlega næmt á það og misjafnlega fúst að tjá sig um gagnrýnisverðu þættina í fari okkar. En það hefur samlagazt landi og þjóð mjög vel, og allt náð árangri á sínum vettvangi." — Er langt síðan þú hófst handa við verkið? „Útgáfufyrirtækið reifaði þetta við mig snemma á þessu ári, bað mig að heilsa upp á þetta fólk. Ég var nú hikandi þar sem ég hef aldrei fengizt við svona hluti áður, en þótti samt áhugavert að spreyta mig á þessu, og síðan vann ég þetta í sumar og haust með góðri aðstoð konu minnar, sem tók þessi viðtöl með mér. Eftir á að hyggja er ég eiginlega undrandi á því hversu fúst þetta fólk var að gefa af tíma sínum og opna hug sinn.“ — Ertu ánægður með „kró- ann“? „Ja, hvenær er maður ánægður. Ég er ánægður með viðtökurnar og ánægður með að þetta fólk er allt ánægt með hvers konar skil því eru gerð í bókinni. Ég vona að í þessu séu einhverjir brúklegir sprettir." — Eru fleiri bækur í bígerð? „Ekki er það nú neitt á dagskrá. Það flokkast nú eiginlega undir tilviljun að ég skyldi ráðast í þetta verk, hef verið að fást við allt önn- ur verk. Hef að vísu skrifað kennslubækur, meðal annars um umferðarmál. Eitt bókarkorn, um- ferðarfræðslukver fyrir unga nemendur, var meira að segja þýtt á færeysku og kom þar út. Mun það líklega vera fyrsta íslenzka kennslubókin sem þýdd er á er- lenda tungu.“ — ágás. LP'TOFRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hun er. Sogsfyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mófor, og rykpokinn rúmar 12 lifra. já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léftasta ryksuga sem völ er á, hún liöur um golfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka. (Made inUSA) 7 / w A Pfv' HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Gjafir Grundar MIÐVIKUDAGINN 15. desember sl. var enn einn hinna stóru daga á Elliheimilinu Grund. Ekki fór þó svo mikið fyrir honum, að athygli margra vekti, en þeir sem betur fylgdust með en gengur og gerist, gerðu sér grein fyrir þýðingu hans. Þá flutti fyrsti vistmaðurinn inn í Nýju Grund, sem reist hefur verið af fádæma dugnaði og myndarskap aö baki gamla elliheimilisins við Hringbraut. Framsýni forráðamanna sést vel í hinum ýmsu þáttum þjón- ustunnar, sem þar á að inna af hendi og væri vakandi fjölmiðlum efni í umfjöllun, sem vonandi verður. En til að gefa stórum degi enn meiri þýðingu, hafði forstjóri Grundar boð inni fyrir dómpró- fastinn í Reykjavík og presta og sóknarnefndaroddvita þeirra safnaða í prófastsdæminu; sem standa í byggingarframkvæmd- um. í ávarpi sínu sagði Gísli það vera skoðun sína, að með því að gera kirkjunni sem bezt mögulegt að sinna sínu margþætta hlut- verki, mætti koma í veg fyrir ým- islegt það, seni nú spillir samfé- lagi manna og eykur á kostnað hinna ýmsu þátta hins opinbera. Og enn einu sinni sýndi Gísli fyrir hönd Elliheimilisins Grundar, að hugur fylgdi máli, þar sem hann afhenti fulltrúum þessara níu safnaða álitlega peningaupphæð. í orðum dómprófasts kom fram, þegar hann þakkaði höfðinglegar gjafir, að frumkvæði Gísla og stuðningur hefði komið mörgum að góðum notum, þegar mikið lá við. Hann endurtók árnaðaróskir sínar frá því minnzt var tvöfalds afmælis Grundar og Gísla og fjall- aði um hin ýmsu mál safnaðanna, sem Gísli hefði stutt. Ber þar hæst stuðning hans við málefni aldr- aðra, en eftir áramótin verður efnt til námskeiðs á vegum pró- fastsdæmisins fyrir þá, sem vilja sinna þjónustu við aídraða á veg- um safnaðanna. Hefur Gísli þegar styrkt það starf með góðum fjár- upphæðum og sagði ekki mundu standa á því að láta meira renna til slíks, ef söfnuðirnir ráða starfsfólk til að sinna þeim þýð- ingarmiklu störfum. Söfnuðum er maður sem Gísli meira virði en orð túlka og er sú von þeirra, sem kirkjulegu starfi unna og boðskap kirkjunnar, að fordæmi hans veki marga fleiri. (Frá skrifslofu dómprófa.sLs.) „Gleymdar stundir“ frásagnir af Austurlandi KOMIÐ er út annað bindi af „Gleymdum stundum", frásögnum af Austurlandi, sem Armann Hall- dórsson hefur safnað. Sögusviðið er að mestu milli Langaness og Lóns- heiðar. Elstu atburðirnir, sem fjallað er um, gerðust á söguöld, aðrir á 18., 19. og 20. öld. í þessu bindi eru 22 þættir eftir jafnmarga höfunda og einn eftir þrjá. Á kápusíðu segir m.a. um efni bókarinnar. „Hér er að finna brot úr æsku- minningum eftir Hjörleif Bene- diktsson, frásöguþátt eftir Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi um ör- lagaríka brúðkaupsveislu á Jök- uldal á síðastliðinni öld, um drukknun séra Torfa á Skorrastað 2. febr. 1720 eftir Bjarna Þórðar- son, frásögu Erlu eða Guðfinnu Þorsteinsdóttur um vopnfirskan förumann, Jón Eyjólfsson, um þrekraun Páls Gíslasonar á Aðal- bóli eftir Þórarin Þórarinsson frá Eiðum, Halldór Pétursson skrifar svipmyndir úr lífi ömmu sinnar og frásögn er af ketilsprengingunni miklu í Mjóafirði 1913 eftir Svein Árnason. Minnst er aðeins á fátt eitt af efni bókarinnar, en eins og sjá má eru hér atburðafrásagnir, persónulýsingar, atvinnuþættir og eigin minningar." Útgefandi er Víkurútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.