Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Kvikm yndahá tíðin í London eftir Arna Blandon Kvikmyndahátíðin í London stóð yfir frá 11. til 28. nóvember sl. Þar kenndi að vonum margra grasa að venju og verður fróð- legt að sjá hverjar hinna nýju mynda, sem þar voru sýndar, verða á okkar eigin kvikmynda- hátíð á næsta ári, en oftast hafa slæðst hingað nokkrar myndir frá hátíðinni í London. Fyrir Is- lendinga er að sjálfsögðu for- vitnilegast að kynnast því hvað Bretinn segir um íslensku mynd- ina sem þar var sýnd. Þessi mynd var „ÍJtlaginn — Gísla saga Súrssonar" í leikstjórn Ag- ústs Guðmundssonar. Ágúst var kynntur á 25. kvikmyndahátíð- inni í London í fyrra í flokki nýrra leikstjóra (Land og synir), en nú skipar hann sér heiðurs- sess meðal annarra skandinav- ískra leikstjóra, en aðeins fimm myndir frá Skandinavíu voru sýndar á hátíðinni. í umsögn kvikmyndaskrár hátíðarinnar er vitnað til kynningar myndarinn- ar frá kvikmyndahátíðinni í Los Angeles. Þar segir: „... Gísla saga, magnþrungin morð- og hefndarsaga, leikin á blikandi ísalögum og glæsilegu grýttu landslagi íslenskra fjarða ... framleiðsla myndarinnar er óaðfinnanleg: hetjulegur leikur, hraði og sparsemi í leikstjórn- inni, yfirþyrmandi fegurð ís- lensks landslags og sjávarum- hverfis með voldugri tónlist und- ir. Allt leggst þetta á eitt með að skapa stórkostlega kvikmynd, svo maður stendur á öndinni." Og Lundúnabúar gerðu það ekki endasleppt með skandinav- ísku kvikmyndirnar því í þessum mánuði eru þeir með skandinav- íska viku í Þjóðarkvikmynda- klúbbnum sínum á suðurbakka Thames, við hliðina á Þjóðleik- húsinu sínu og þar sýna þeir m.a. myndina: „Dot, Dot, Comma, Dash“ (Punktur, punktur, komma strik). Og í kvikmynda- skránni fyrir desembermánuð segja Bretarnir: „Leikstjórinn útskrifaðist frá FAMU í Prag ... og myndin sýnir að enn eitt nafn hefur komið fram frá íslandi, sem binda má vonir við.“ En snúum okkur aftur að ný- afstaðinni kvikmyndahátíð. Margir frægustu kvikmyndaleik- stjórarnir í dag voru þar með nýjustu myndir sínar (Losey, Chabrol, Zanussi, Altman, Ant- onioni, Bogdanovich, S. Ray, Saura o.fl.). Það sem mesta at- hygli hefur þó e.t.v. vakið var heiðursdagskrá tileinkuð Fass- binder. Þrjár síðustu myndir hans, sem allar voru gerðar árið 1982, voru sýndar 13. nóvember. Fyrst er þó að nefna: „Galdra- karlinn frá Babylon", sem er heimildarmynd um Fassbinder eftir Schidor. Hún er tekin þegar Fassbinder var að vinna við síð- ustu mynd sína „Querelle". Þar eru viðtöl við Jean Moreau, Franco Nero o.fl. um „Querelle" og Fassbinder. Einnig er viðtal við Fassbinder, 14 mínútna langt, en þetta viðtal var tekið átta klukkustundum fyrir dauða hans. Það var í síðasta sinn sem hann kom fram í kvikmynd. Nokkuð af textanum í þessari mynd var tekið inn að beiðni Fassbinders sjálfs, m.a. sagan þegar hann gekk um þorpsgötu eina og maður stöðvaði hann og segir að hann líkist mjög hinum fræga kvikmyndaleikstjóra Fassbinder. Þá svarar Fassbind- er ósköp rólega: „Hann er alltof frægur til að fara að ganga um þessa götu.“ Síðustu myndir Fassbinders hétu: „Leikhús í leiðslu", „Veron- ika Voss“ og „Querelle". „Leik- hús í leiðslu" er heimildarmynd þar sem Fassbinder les sjálfur texta með eftir Antonin Artaud sem skrifaði meðal annars um leikhús grimmdarinnar. Peter Brook gerði á sínum tíma til- raunir í anda Artauds með leik- urum eins og Glendu Jackson (áður en hún varð fræg kvik- myndaleikkona). Kvikmyndin „Leikhús í leiðslu" er í 14 hlutum og fjallar um Heimshátíð leik- húsanna 1981, sem haldin var í Cologne. Þar má sjá frægustu tilraunaleikhúshópa heimsins s.s. Squat-leikhúsið frá New York sem leikur „Síðustu ást Andy Warhols", Jerome Savary gerir tilraun til að leikstýra heilli borg, Het Werkteater frá Amsterdam er með „Waldes- lust“, Sombras Blancas frá Mex- íkóborg með „Vacío“ (sem hefur að geyma ljóð eftir Sylvíu Plath um sjálfsmorð). Einnig koma fram Edwina Lee Tyler, Winston Tong og Bruce Geduldig. „Veronika Voss“ er í anda Lili Marleen og Lólu. Myndin gerist snemma á sjötta áratugnum og V önduð ítölsk leðursófasett FALLEG — STÍLHREIN — ÓDÝR Jólatilboð aðeins kr. 49.600.-. HÚSGÖGN Langholtsvegi 111, Reykjavík. Simi 37010 — 37144. Brad Davis í aðalhhitverki myndarinnar „Qnerelle", en Fassbinder er stjórn- andi. fjallar eins og margar myndir Fassbinders um það hvernig fólk notar hvert annað á eigingjarn- an hátt. Síðasta mynd Fassbind- ers, „Querelle", fjallar um ástina og byggir á sögu Jean Genet um rómantíska kynvilluangist. Brad Davis, sem leikur sjóara, skylm- ist við ástina, Franco Nero (skip- stjórann sem hann dáir), Jeanne Moreau (kaffihúsasöngkonu) og tvær breyttar útgáfur af sjálfum sér, bróður sinn og morðingja á flótta. Frásagnarstíll Fassbind- ers er eins og oft hjá honum e.k. spegladans í barokkramma þar sem söguhetjan vaknar upp við vondan draum eftir að hafa lifað gálausu lífi. Fassbinder dregur upp mynd af líkamlegri og kristilegri ást, ekki sem and- stæðum heldur hliðstæðum. Myndin er sneisafull af djörfum kvikmyndunar uppátækjum og talin ein af bestu myndum þessa afkastamikla en mistæka meist- ara. Sem aukamynd á undan „Querelle" var sýnd 35 mínútna löng mynd sem heitir „Bleiki þrí- hyrningurinn". Þetta er heimild- armynd, sem reynir að kynna sér fordóma gegn kynvilltum konum og körlum („homophobia"). Myndin er með sögulegu ívafi sem fjallar um ofsóknir nasista á hendur kynvillingum í Þýska- landi á stríðsárunum en bleiki þríhyrningurinn var einkennis- merki sem þeim var útdeilt í fangabúðum nasista. I því sam- bandi má minna á leikritið Bent (sveigður) sem Stúdentaleikhús- ið sýnir í desember, en það fjall- ar einmitt um þetta sama efni. Hinir frægu kvikmyndaleik- stjórar fóru fyrir fremur lítið á þessa kvikmyndahátíð í London, nema hvað Bogdanovich er sagð- ur fara skánandi. Hins vegar fengu þeir, sem áhuga hafa á bókmenntum, nokkuð fyrir sinn snúð: Bresk mynd gerð á þessu ári eftir sögu D.H. Lawrence: „Brúða hermannsins", svissnesk mynd (einnig gerð á þessu ári): „0 fyrir Qblomov", en Oblomov vísar til skáldverksins rússneska sem Ivan Goncharov samdi árið 1859. „Bárur" eftir Virginíu Woolf en með henni var sýnd myndin „Sjávarföll" (12 mín.) sem fjallar um tengsl tilfinninga kvenna og sjávargangs, með til- heyrandi kvennabaráttu inn- leggi ekki síst frá Virginíu Woolf. Einnig: Odysseifur eftir Hómer, James Joyce (og Warp eftir Neil Oram): Þýsk nútíma- mynd (1982). Eitt það nýstárlegasta við kvikmyndahátíðina og jafnframt það gleðilegasta er það, hversu margar hinna nýju mynda fjalla um sálfræðileg efni, þar sem kafað er djúpt og af miklu hug- rekki. Er gott til þess að vita að kvikmyndaleikstjórar eru að öðl- ast kjark til að horfast í augu við óræðari hluta sálarlífsins. Fyrst er að nefna fransk-ítalska mynd (1982): „Augu, munnur" sem er sálfræðidrama um ítalskt fjöl- skyldulíf. Þar er e.k. úttekt á því hvert nútímalífið leiðir þar sem öll áhersla er lögð á sjónina (bækur, umferð, kvikmyndir, sjónvarp, myndbönd o.s.frv.) og þetta skynfæri yfirþyrmir kunn- ingja sinn: tilfinningarnar, sem veslast upp og/ eða villast. Indverska myndin „Rottu- gildran" 1982 fjallar um ofsókn- arbrjálæði. Kvikmyndagagnrýn- andi Intérnational Film Guide valdi hana bestu mynd hátíðar- innar. Suður-kóreanska myndin „Pee-Mak“ (1981) fjallar um grimmd ástríðnanna. Framúr- stefnumyndin „Vortex" (Banda- ríkin 1982) fjallar um ofsóknar- brjálæði. En þrjár sálfræðilegar myndir ber þó líklega hæst: „Kvöldsýningar" (Spánn 1981) sem minnir í efnistökum á Ingmar Bergman, nema hvað vænta má heitari ástríðna og meiri einlægni frá Spánverjum en hinum lokuðu velmegunar Svíum. Myndin er óvægin gagn- rýni á spænsk hjónabönd, þar sem karlmennskuhugtakið er krufið og gegnumlýst. Leikkona og fyrrverandi maður hennar skoða fyrrverandi hjónaband sitt í búningsherbergi hennar. Ástríðufull rifrildi koma þeim á „Kæri herra Guð, þetta er hún Anna“ Bókaforlag ísafoldar hefur sent frá sér bókina „Kæri herra Guð, þetta er hún Anna“ eftir Fynn í þýðingu Sverr- is Páls Erlendssonar. Kæri herra Guð, þetta er hún Anna er ekki skáldsaga og heldur ekki fræðirit. Samt hafa kunnir bókmenntafræðingar og vís- indamenn víða um heiminn skrifað um hana langa lofsamlega dóma. Bók- in hefur verið þýdd á fjölmargar tung- ur. Höfundur sögunnar kallar sig Fynn. Það er dulnefni, hið rétta nafn hans vita fáir aðrir en nánustu vinir og hann mun ekki hafa skrifað aðra bók svo vitað sé. Söguna um Önnu ritaði Fynn á árunum 1973—74. Þetta er sönn saga eins langt og sannleikur nær í endur- minningu. Hann hefur söguna þegar hann er 19 ára. Á nóvemberkvöldi árið 1935 er hann á næturrölti um skuggaleg hafnarhverfi Lundúna og FYNN kærí herra GUÐ tcikningareftir P\PAS hittir þar stúlkubarnið Onnu. Hann segir frá merkilegum kynnum þeirra og óvenjulegum stundum í lífi þeirra meðan beggja nýtur við. Þetta eru því endurminningar Fynns og ævisaga Önnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.